Dagblaðið - 07.03.1977, Side 11

Dagblaðið - 07.03.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. MARZ 1977. Njósnamál og sífelldar upp- ljóstranir af öðrum toga hafa gert Helmudt Schmidt lifið leitt. þess að sérfræðingurinn, sem átti að framkvæma þær, tafðist í þoku. Dr. Traube var í skíða- ferðalagi í St. Moritz í Sviss. Nokkrum dögum áður höfðu nokkrir grímuklæddir menn ruðzt inn í aðalstöðvar olíu- framleiðslulandanna, OPEC, í Vínarborg, sennilega undir stjórn heimsþekkts skæruliða, Sancho Ramirez, eða „Carlos". Einn árásarmannanna særðist í skothríðinni og var fluttur á sjúkrahús. Þar kom i ljós að hann var Vestur- Þjóðverji, Hans-Joachim Klein. Þær fréttir fengu menn í baráttusveitum lögreglunnar gegn skæruliðum til þess að sperra eyrun. Fram til þessa vissu þeir það eitt um Klein að hann starfaði á skrifstofu frú Hornischer, lögfræðings í Frankfurt, sem vitað var að studdi málstað vinstri sinnaðra þéttbýlisskæruliða. Birzt höfðu myndir af Klein í blöðum, þegar hann fylgi heim- spekingnum Jean Paul Sartre til þess að eiga viðtal við félaga í Baader-Meinhof samtökunum í klefum þeirra í nóvember árið 1974. Kjallarinn Eggert G. Þorsteinsson og drepi niður alla sjálfsbjarg- arviðleitni“. Tónninn og orðalagið frá setningu fyrstu lagaákvæðanna um alþýðutryggingar lifir enn, og satt og rétt mun það vera, að öll laga- og reglugerðarákvæði um þessi efni eru aðeins „mannanna verk“, með tilheyr- andi glufum og götum, sem sjálfsagt er hægt að misnota, ef vilji er til þess. Þessa daga er mikið rætt um skattamál og þar sýnist sitt hverjum, en um eitt eru flestir sammála, það að beinir skattar séu of háir, og setningin „sér- staklega á mér miðað við hann N.N.“, heyrist oft. — Það skyldu þó ekki vera „glufur og göt“ á þeim lögum, sem fjár- sterkari aðilar kunna að not- Foringi öryggissveitanna, Richard Meier, sagði að Klein væri aðeins smápeð innan skæruliðahreyfingarinnar en hann þekkti dr. Traube. Þeir höfðu hitzt nokkrum sinnum og njósnarar lögreglunnar höfðu fylgzt með þeim daginn út og inn á fundumþeirraískógunum' utan við Köln. Skammt þar frá, við fallegt vatn í skóginum, er sumarhús dr. Traube, en fylgzt hafði verið með honum frá í júlí árið 1975 vegna sambands hans við frú Hornischer. Klein hafði gist tvisvar í húsi dr. Traube, í seinna skiptið skömmu áður en árásin var gerð á aðalstöðvar OPEC. Hvaða samband var á milli vísindamannsins og skæruliðans unga, sem látinn var laus að kröfu Carlosar eftir árásina og flogið til Lýbíu á sjúkrabörum? Hérna er stór eyða í upp- lýsingum lögreglunnar. Tals- menn hennar hafa sagt, án þess að útskýra það nokkuð frekar, að sennilega hafi Carlos ætlað sér að hertaka kjarnorkuver eða ná einhverjum upplýsing- um um slíkar stöðvar til þess að hafa betri samningsaðstöðu. Grunur þeirra mun hafa ver- ið nægilega mikill til þess að innanrikisráðherra V- Þýzkaland, Werner Maihofer, leyfði að gripið yrði til mikilla varúðarráðstafana. Útsendarar lögreglunnar höfðu fylgzt með dr. Traube í marga mánuði. Sími hans var hleraður og öll bréf til hans voru ritskoóuð. En ekkert markvert kom fram. Maihofer viðurkenndi í síðustu viku að það hefðu ekki verið nægileg sönnunargögn til þess að hægt væri að þrengja enn hringinn að dr. Traube. Svo, á eigin ábyrgð og gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar, fyrirskipaði Maihofer að heim- ili vísindamannsins skyldi hlerað. Síðan nasistaímabilinu lauk hafa Þjóðverjar verið mjög viðkvæmir gagnvart öilum aðgerðum, er minnt gætu á aðferðir Gestapo. Þess vegna hafa þessir atburðir, algjör átroðsla á einkalíf manna, án þess að dómari komi þar nærri, vakið mikla reiði og óhug al- mennings. Ef ástæðurnar til þessa alls voru svona miklar, hvers vegna var Schmidt, æðsti maður ríkis- 11 stjórnarinnar, þá ekki látinn vita? spyr fólk. Aldrei hefur verið höfðað mál gegn dr. Traube. Stuttu eftir atburðina hjá OPEC var hann látinn hætta störfum, sem yfirmaður tveggja kjarnorku- vera og möguleikar hans á því að fá starf sitt á ný eru taldir litlir. Sjálfur segir hann að hann og Klein hafi aðeins þekkzt lítillega og aldrei rætt alvarleg málefni. Hefur hann m'ótmælt, þessari ofsókn innanríkis- ráðherrans á hendur sér og .ótað málsókn, nema hann verði beðinn afsökunar og bættur skaðinn að fullu. Vestur-Þjóðverjar biða nú eftir öðrum þætti málsins. Hver sagði frá málinu, sem nú hefur verið sagt frá í öllum fjöl- miðlum, og hvers vegna? Werner Maihofer, innanríkisráðherra V-Þýzkalands, t.v. sést hér á tali við Richard Meier, formann nefndar, ákvæða stjórnarskrárinnar, við umræður um Traube málið i þinginu i Bonn i siðustu viku. færa sér betur en hinir fyrr- nefndu? Mannanna verk verða sjálf- sagt seint alfullkomin, en lög- gjafarsamkoma þjóðarinnar— Alþingi — á að vaka yfir traust- um og sem haldbestum laga- setningum og nauðsynlegum breytingum á þeim í ljósi reynslunnar og þá jafnframt, sem réttlátastri framkvæmd á niðurstöðu sinni. Undantekningar um einstaklinga, sem kunna að smjúga fram hjá réttilega sett- um lögum og reglum, eiga aldrei að geta hindrað mannlega og sjálfsagða sam- hjálp þjóðfélagsþegnanna. — Við slíkar ákvarðanatökur verður að gæta þess, svo sem í mannlegu valdi stendur, að fjöldinn gjaldi ekki gerða örfárra einstaklinga, er gerast lögbrjótar viljandi og vitandi vits á kostnað hins stóra meiri- hluta þjóðarinnar. I margnefndu lýðræðisþjóð- félagi okkar er rétt og nauðsyn- legt að benda á það með fullum rökum, sem miður fer. — En það eitt sér dugar einstakling- um eða hópum skamma stund til framfæris, ef ekki fylgja jafnframt rökstuddar tillögur til úrbóta, — tillögur sein njóta trausts og fylgis almennings og fylgt er eftir með nauðsynlegu aðhaldi sama fólks. Sextíumenningarnir við’ Austurvöll í Reykjavík eiga að setja lög og gera það, — þeir þ.e. alþingismenn, verða þó vonandi aldrei annað en þver- skurður af þjóðinni sjálfri, enda af henni valdir til ákveðins tíma í senn. Örökstuddar aðfinnslur að störfum alþingismanna eða meirihlutans þar, hverju sinni, skapa ekki atvinnulausu fólki atvinnu, öryrkjum full- nægjandi stuðning eða hinum sjúku fullan bata. Þar þarf meira til að koma en það eitt að benda á veiku hlekkina.þegar haft er í huga, að keðjan öll verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Fáum mun til hugar koma að véfengja tölulegar staðreyndir fjárlaga ríkisins um samhjálp skattgreiðenda til heilbrigðis- og tryggingarmála. Margir telja þessi framlög of lltil, en flestir deila þó um nýtingu þessa fjár- magns. Enginn hefur, þrátt fyrir umtal um misnotkun lagt til að afnema af fjárlögum ríkis og sveitarfélaga þær fjárhæðir sem í dag ganga til algerra lág- marksþarfa þeirra, er laganna njóta. Það er heldur engin tilviljun eða tómstundagaman fárra kvenna og karla, að eftir- talin félög og samtök hafa ver- ið stofnuð og eru studd af fús- um og frjálsum vilja einstakl- Wiga: Samband ísienskra berkla- sjúklinga (S.t.B.S.), Dvalar- heimili aldraðra sjómanna (D.A.S.), Hjálparstofnun kirkjunnar, Sjálfsbjörg lands- samband fatlaðra, Styrktar- félag vangefinna (þroska- heftra), Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (S.L.F.), Krabba- meinsfélagið, Styrktarfélag heyrnardaufra og mállausra, Félag einstæðra foreldra, Félagið Vernd, Styrktarfélag aldraðra, Hjartavernd, Rauði kross íslands og hinar fjöl- mörgu deildir þess. Hvaða raunsær tslendingur vildi í dag vera án þessa fórn- fúsa starfs, sem framangreind samtök hafa innt af hendi af fúsum og frjálsum vilja og hvergi sparað fé né fyrirhöfn? — Hugsi hver fyrir sig.— í framangreindum samtök- um er að sjálfsögðu meginuppi- staðan fólk, sem gjörþekkir við- komandi vandamál, fólk sem veit hvar skórinn kreppir, í krafti þess eru samtökin og starf þeirra borin uppi. Að nokkuð nánum kynnum mínum af fjármálahlið þessara mála, innan Alþingis og utan, þá veit ég um og þekki þær skoðanir, sem eru neikvæðar eða gegr, svonefndum „eyrna- merktum sköttum“, sem til umræddra samtaka fellur, svo sem tappagjaidi af ölflösku. eldspýtnagjaldi og sérstöku gjaldi af seldu kilói af sælgæti o.s.frv. Telja þess í stað eigi nauðsynlegt fé, ofur einfald- lega, að koma „úr ríkissjóði“, þessum sameiginlega sjóði landsmanna allra“. Ennfremur er sú skoðun nokkuð ríkjandi að félögin séu of mörg, en vinni að of skyldum verkefnum. Rök gegn þessum skoðunum tel ég vera: 1) Umræddgjöld (skattar) eru sáralítið brot af heildarút- gjöldum samtakanna og allar framkvæmdir, sem af hendi hafa verið leystar, mundu skammt á veg komnar, ef einungis hefði verið byggt á hinni „opinberu" aðstoð. 2) Öllum sem nokkur. kynni hafa af þeim fjárhagslega grunni, sem starfsemi félaganna byggist fyrst og fremst á, eru jafnöruggir tekjustofnar eins og happdrætti, áheit og gjafir og frjálst vinnuframlag þúsundaeinstaklingaum iand allt mikils virði. 3) Þetta árangursríka starf einstaklinga og félagasam- taka, er félögin mynda, grundvallast aftur á almenn- um velvilja og skilningi landsmanna allra, sem glaðir styðja málefnin eftir bestu getu. Það ber þó að viðurkenna, að sá vottur „opinberrar aðstoðar", sem örlar á í fjár- lögum ríkisins, er þó viður- kenning á starfinu sjálfu, sem ekki skal vanmetinn. — Það skal ég því fúslega viðurkenna, þrátt fyrir þjóðnýtingar- skoðanir mínar í stjórnmálum, að þetta afl, og árangur þess yrði ekki úr læðingi leyst með boðum eða bönnum ríkis og sveitarfélaga. Eðlilegt og sjálfsagt er og að styðja að öllum þeim aðgerðum, sem talist geta fyrirbyggjandi, þ.e. ef fækka mætti í þeim stóra fjölda fólks, sem ávallt bíður eftir aðstoð og nauðsynlegri hjúkrunarmeðferð. Framhjá hinum ísköldu staðreyndum verður þó ekki gengið, að biðlistarnir þar eru í dag óhugnanlega langir. Þessi sjálfboðavinna og félagsleg samstaða fólksins leysir ríkið og sveitarfélögin því ekki undan þeirri tvímæla- lausu skyldu að styðja sam- tökin í starfi og virkja til enn frekari starfs, — a.m, k. svo ríflega að forðað verði frá ofþreytu eða uppgjöf og von- leysi — það mundi þungur baggi bætast við annars, nógu mikil lögbundin gjöld. Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.