Dagblaðið - 07.03.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MARZ 1977.
Skrífaði undir yfiríýsingu
um að hafa stolið 4 milljónum
án þess að hafa stolið þeim!
það skilyrði, að ekki komi fram,
að hann sé að kaupa bréfið af
Jósafat og óskar eftir yfirlýs-
ingum í þær áttir. Jósafat útbýr
yfirlýsingu, þar sem segir, að
hann sé skuldlaus við Pétur
Pétursson og viðskipti þeirra
fyrir dagsetningu yfirlýsingar-
innar séu að fullu og öllu upp-
gerð og hann eigi engar kröfur
á hendur Pétri vegna þeirra.
Yfirlýsingar
á báða bóga
Samkomulag verður um það,
að Jóhann hafi milligöngu um
þessi viðskipti, en þá verður
Jósafat að sjálfsögðu að hafa í
höndunum yfirlýsingu frá Jó-
hanni að hann sé ekki raun-
verulegur eigandi bréfsins. Og
til þess að snúa sig út úr þess-
um vanda lætur hann Jóhann
skrifa undir yfirlýsingu um
það, að hann (Jóhann) hafi
stolið bréfinu frá Jósafat! Og
þetta gerir Jóhann, að þvi er
bezt verður séð vöflulaust. Og
einhvern veginn varð Jóhann
k að bjarga sínu skinni þannig að
hann fær úr hendi Jósafats við-
urkenningu hans um að Jóhann
Stefánsson sé eigandi skulda-
bréfsins. Það er hætt við að
sumum þættu þetta flókin yfir-
lýsingaskipti.
En lítum í dómsrannsóknina.
Þar segir í dómsrannsóknar-
skýrslu frá 5. október í fyrra;
þar sem Jóhann Stefánsson er
til yfirheyrslu:
„Um miðjan júlí 1974 fór Jósa-
fat að ræða það við kærða að
hafa milligöngu um að Pétur
Pétursson keypti skuldabréf af
sér að fjárhæð kr. 4 milljónir,
tryggt með veði í húseigninni
Hafnargötu 31 í Keflavík.
Kærði (Jóhann) færði þetta i
tal við Pétur Pétursson. Féllst
hann á að kaupa bréfið með því
skilyrði að Jósafat kæmi ekki
V
nærri viðskiptunum og fyrir
lægi yfirlýsing frá honum um
að kærði væri eigandi bréfs-
ins“. (Pétri hefur sennilega
þótt kærði traustari í viðskipt-
um en Jósafat?)
„Ég stal skuldabréfinu,“
segir Jóhann
Siðan segir: „Jósafat útbjó
síðan skuldabréfið og var því
þinglýst. Um það leyti sem
kærði fékk skuldabréfið í hend-
ur lét Jósafat hann undirrita
aðra yfirlýsingu um að kærði
hefði tekið skuldabréfið að
ófjálsu. Þegar til kom vildi Pét-
ur hafa skuldabréfið í 8 bréi-
um, hvert að fjárhæð 500.000
kr. Var'nú fyrra bréfinu aflýst
og útbúin 8 skuldabréf í stað
þess, sem var síðan þinglýst.
Jósafat afhenti bréfin heima
hjá Ragnari Ingólfssyni ...
Kærði afhenti Pétri síðan bréf-
in. Kaupverð bréfanna var 3,2
milljónir kr. Pétur greiddi and-
virðið með þeim hætti, að víxlar
að fjárhæð 1,2 milljónir kr„ er
Pétur var eigandi að en kærði
ábyrgðarmaður, og voru gjald-
fallnir, voru notaðir til greiðslu
bréfanna. Þá greiddi hann 1
milljón króna með ávísun og
loks í peningum 450.000 kr. sem
kærði tók við og kr. 550.000, er
Ragnar Ingólfsson tók við f.h.
kærða.“ (Jóhann sat í gæzlu-
varðhaldi og gat því ekki veitt
viðtöku fénu). Hluti af kaup-
verði skuldabréfsins fór inn á
hlaupareikning Árbæjarbúðar-
innar, sem notaður var svo
óspart við útgáfu gúmmítékka
aðallega.
Milliganga
Ragnars Ingólfssonar
Fyrir dómi skýrir Ragnar
Ingólfsson skrifstofumaður frá
því að sumarið 1974 hafi Jó-
hann Stefánsson sagt sér, að
hann væri búinn að fá frá Jósa-
fat Arngrímssyni veðskulda-
bréf að fjárhæð kr. 4 milljónir,
sem Pétur Pétursson stórkaup-
maður ætli að kaupa.
Síðan rekur Ragnar hvernig
hann annaðist milligöngu milli
Jósafats og Péturs um yfirlýs-
ingaskrif o.fl. en kveðst hins
vegar ekki hafa vitað um þjófn-
aðarviðurkenningu Jóhanns
fyrr en eftir að kaupin höfðu
verið gerð, þegar Jósafat hafi
sýnt sér hana. Þá skýrir Ragnar
frá því, að Jóhann hafi sagt sér
frá því, að hann ætti að fá til
ráðstöfunar allt það fé, er kæmi
inn fyrir skuldabréfinu, en
Jósafat hafi hins vegar ekki
minnzt á það. Enda ekki nema
von, þar sem búið var að stela
bréfinu frá honum og hann að
auki með yfirlýsingu frá þjófn-
um um verknaðinn!!!
Pétur vill ekki eiga
viðskipti við Jósafat á
yfirborðinu
Fjórtánda október í fyrra
kemur fyrir dóminn Pétur
Pétursson og greinir frá við-
skiptunum varðandi skulda-
bréfið og staðfestir þá kröfu
sína, „að Jóhann kæmi fram
sem eigandi bréfanna“. Pétur
segir: „Mætti kveðst hafa litið
svo á, að Jóhann Stefánsson
væri eigandi bréfanna en ekki
Jósafat Arngrímsson, enda
hefði hann aldrei keypt bréfin,
ef svo hefði verið.“
Þarna hljóta dómarinn og
vottarnir að hafa kímt, því það
kemur bæði fram í skýrslu hans
og skýrslum annarra, að
raunverulegur eigandi var
Jósafat. Pétri hlýtur að hafa
verið fullkunnugt um, að
Jóhann átti varla bót fyrir rass-
inn á sér þótt hann bærisf á
Kjallarinn
Kalldór Halldórsson
með vasana fulla af innistæðu-
lausum tékkum og gjaldfölln-
um vixlum. Hafi Pétur litið svo
á, að Jóhann væri eigandi bréf-
anna hefði hann ekki þurft á
yfirlýsingum frá einhverjum
óviðkomandi Jósafat frá Kefla-
vík að halda!? Eigandayfirlýs-
ingarnar voru einbert forms-
atriði gert að undirlagi Péturs
sjálfs.
„Yfirlýsingarnar
pro forma...“
Eða eins og Jósafat segir við
dómsyfirheyrslu 19. október:
„Yfirlýsing þessi var útbúin
vegna kröfu Péturs um að
mætti kæmi ekki nærri sölu
skuldabréfsins og var hún al-
gjörlega pro forma. Mætti kveð-
ur öllum aðilum hafa verið um
það kunnugt að hann var hinn
raunverulegi eigandi skulda-
bréfsins“. Um yfirlýsingarnar
segir Jósafat ennfremur við yf-
irheyrslu þetta: „Þá skýrir
mætti frá því, að þegar Jóhann
fékk skuldabréfin í hendur,
hafi hann afhent sér yfirlýs-;
ingu um að hann hefði ráðstaÞ
að skuldabréfunum til Péturs
Péturssonar í heimildarleysi,
og úr gildi sé fallin yfirlýsing
uitl að Jóhann s_é eigandi bréf-
anna. Mætti kveður þessa yfir-
lýsingu hafa verið varúðarráðs-
stöfun gegn því að Jóhann ráð-
stafaði skuldabréfunum ekki á
annan hátt en um var talað
milli hans og mætta.“ Jósafat
skýrir svo frá greiðslufyrir-
komulagi og segir síðan hrygg-
ur í bragði: „Þegar að því kom
að Jóhann átti að afhenda
mætta greiðsluna, sagði hann,
að ekkert gæti orðið af því.
Hann væri í
fjárþröng og hefði lagt fjárhæð
þá, sem hann fékk í reiðufé, inn
á hlaupareikning.... Mætti
kveður sér hafa brugðið mjög
við þetta og sagt Jóhanni að
hann yrói að afhenda sér and-
virði skuldabréfanna. Jóhann
bauðst þá til að greiða mætta
þetta með tékkum og varð
mætti að sætta sig við það...“
Jósafat fékk
verðlausa víxla
Samkvæmt þessu virðist
Jósafat þess fullviss, að hann
fengi í hendur gúmmítékka og
vill „sætta sig við það“. Og nú
fara gúmmítékkarnir úr
hlaupareikningshefti Árbæjar-
búðarinnar að streyma. Jósafat
fjármálamaður fékk semsé að
eigin sögn ekkert fyrir skulda-
bréfið sitt nema víxla að fjár- •
hæð kr. 300.000 sem Pétur
hafði látið Jóhann fá. Gallinn
var bara sá, að víxlarnir voru á
verzlunina Fríðu í Hafnarfirði
sem var gjaldþrota og þeir því
algjörlega verðlausir. Það getur
verið basl að standa í bisness.
Halldór Halldórsson
Munið
alþjóðlegt
hjálparstarf
Rauða
krossins.
RAUÐI KROSS tSLANDS
23636 og 14654
Tilsðlu:
Einstaklingsíbúð
við Laugaveg.
Einstaklingsíbúð
við Bergþórugötu.
2ja herb. íbúð
við Laugarásveg.
3ja herb. íbúð
við Kóngsbakka.
4ra herb. íbúð
mjög vönduð, við Æsufell.
4ra herb. íbúð
við Brávallagötu.
4ra-5 herb. íbúð
við Alfaskeið í Hafnarfirði.
Einbýlishús
og raðhús í Mosfellssveit.
Eignaskipti möguleg.
SALA 0G SAMNINGAR
Tjarnarstíg 2
Seltjarnarnesi.
Kvöldsími sölumanns 23636.
Valdimar Tómasson löggjlt-
ur fasteignasali.
tti tíminn til að panta somrlandaferðir allan ársim
nna byour upp á fjölbrevttustu ferðumöguleikana með P"11"mmmmmmmmmmmm
eftirs*óttustu staðanna-erlendis, . \ ( OST V 1>KI StH
SOL: Eftirsóltar lúxusíbúðir og hótel. Fljúgum heint Bro»*»w6.»priiizd«g»r. v«r*«ré
Þetta er 20. áríð scm Sunna býður beint flug /rá ísiandi L’omóJs w-h'^svo.atr.
FERflASKRIFSTOFAN SUNNA UEKJARGÖTII2 SÍNIAR