Dagblaðið - 21.03.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 21.03.1977, Blaðsíða 1
3. ÁRG. — MANUDAGUR 21. MARZ 1977— 6 7. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMIILA 12, SlMl 83322. AUGtVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERIIOLTI 2, SÍMI 27022. Fólskuleg áras á gamlan mann árásarmaðurinn fangi íbæjarleyfi. Hefurþrisvar veriðtekinnfyrir líkamsárásirá aldrað fólk. Eftir hádegið á lausardafí var hringt d.vrabjöllu hjá 83 ára manni sem býr í vesturbænum í Reykjavík. Úti fyrir stóð ungur maður og spurði eftir manni sem gamli maðurinn þekkti ekki og átti ekki heima i húsinu. Þegar gamli maðurinn gaf þau svör að í húsinu byggi enginn með þessu nafni bað komumaður um vatnsglas. Það var auðfengið. en i stað þess að taka við vatnsglasinu réðst ungi ntaðurinn á húsráðandann Sló hann gamla manninn margoft og herti að hálsi hans með hálsbindi. Þeim átökum lauk svo að maðurinn fðll í öng- vit. Þvi næst var hann rændur þeim peningum, sem hann. hafði í seðlaveski sínu, en meðan ungi maðurinn var að' gramsa í seðlaveskinu raknaði gamli maðurinn úr öngvitinu. Þá þreif gesturinn kaffikönnu og hóf barsmiðar með henni. Barði hann gamja manninn margsinnis í höfuðiö með henni. og hætti ekki fyrr en hann hafði fallið í öngvit á ný. Því næst hljóp árásarmaðurinn á brott meö það. sem hann hafði rænt af fórnarlambi sínu. Um klukkan sex á Iaugar- daginn er svo hringt í lögreglu. Þaö var gamli maðurinn sem hringdi og tilk.vnnti 'hvernig komið var. Var hann fluttur i skyndi á slysavarðstofuna og má furðulegt teljast að hann skyldi komast lifandi frá þessum bar- smíðum. Líðan hans mun vera eftir atvikum góð. Hann mun hafa marizt nokkuð en ekki beinbrotnað. Fljótlega grunaði lögregluna ákveðinn mann og fannst hann fyrir utan skemmtistað í Reykjavík um miðnætti á laugardag. Hafði hann þá eytt mestu af þeim peningum, sem hann stal frá gamla manninum. Árásarmaðurinn er fangi á Litla-Hrauni en hafði fengið leyfi til Reykjavíkurferðar til að vera við jarðarför. Hann var dæmdur 1975 fyrir árás á gamla konu og einnig mun hann hafa ráðizt á tvær gamlar konur og rænt þær. Þetta er því í þriðja skipti sem hann ræðst á og mis- þyrmir gömlu fólki. í öll skiptin var unt rán að ræða. -KP „Skákpartf’ íHöfða: Góð er vin- áttan og veitingarnar — beztar þykja þó fjárveitingarnar „Gðð þykir oss vinátta yðar og borgarstjórnar, en betri þykja oss veitingar yðar — sér- staklega fjárveitingar." sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands islands, i stuttu ávarpi í Höfða sl. föstudag. Borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir Isleifur Gunnarsson. hafði þar boð inni fyrir keppendur í áskorenda- einvíginu í Re.vkjavík. Auk þeirra voru þar aðstoðarmenn. aðrir gestir og starfsmenn einvígishaldsins. Sem kunnugt er lýsti Skák- sambandið þvi yfir að án stuðnings Reykjavikurborgar, íslenzka rikisins og Flugleiða, hefði verið með öllu útilokað að halda einvígið milli Horts og Spasskys hér. Jafnkunnugt er að áskorendaeinvígið í Reykja- vik hefur tekizt frábærlega vel. Kenist framkvæmd hinna þriggja áskorendaeinvígjanna, sem nú eru háð í Rotterdam, Luzerne og II Giocco, í engan samjöfnuð við einvigishaldið hér. -BS.þ INDIRA FALLIN í INDLANDI Chirac borgarstjóri Parísar -bis.6-7 Indira Gandhi, valda- mesta kona heimsins, hefur engin völd lengur. Hún tapaði í indversku þingkosn- ingunum fyrir mótherja sín- um með um 55.000 atkvæða mun og mun þvi ekki sitja sem fulltrúi flokks síns, Kongressflokksins, næsta kjörtímabil. Allt bendir einnig til þess að þrjátíu ára valdatíma Kongressflokksins sé lokið. Tveggja mánaða gamalt kosningabandalag, Janata- sambandið, hafði algjöra yfirburði í kosningunum frá byrjun. Leiðtogar þess koma saman í dag og velja for- sætisráðherraefni sitt. lndland, Kongressflokk- urinn og ætt Indiru Gandhi hafa verið eitt í auguni al- heimsins síðan árið 1947 er Bretar veittu Indlandi sjálf- stæði. Þau tengsl eru nú rofin. í Frakklandi náðu vinstri- menn miklu fylgi í borgar- og bæjarstjórnakosningum um helgina. 1 einni borg, sjálfri höfuðborginni, París, sigraði stjórnarmaður — Jacques Chirac, fyrrum for- sætisráðherra landsins og helzti andstæðingur Forset- ans Giscards d’Estaing. -AT- Indira og Ganjay sonur hennar i upphafi kosninga- baráttunnar sem þau hafa nú beðið lægri hlut í. Milljón á heimili — Sjá kjallaragrein Reynis Hugasonar ábls. 13 Sannleikur- inn um sjóslysin — Sjá kjallaragrein ábls.ll Bæjarstjöri og forseti bæjarstjórnar á Eskifirði segja af sér -Sjábls.4 Fangaklefar í Keflavík „heilsuspillandi húsnæði” —fjórir klefar ínotkun samkvæmt undanþágu en þeim verður einnig lokað á næstunni Þrir fangaklefar í lögreglu- stöðinni i Keflavik hafa verið teknir úr notkun og aðrir fjórir klefar eru notaðir með undan- þágu. Við blastr að þeim verði lokað á næstu diigum. að sögn Jóhanns Sveinssonar, heilbrigðisfulltrúa i Keflavík. Astæðan er sú. að húsnæðið er taliö heilsuspillandi. Lögreglan i Keflav.ik býr við mjög lélegan húsakost og er húsnæði hennar lóngu orðið ttlll of litið fyrir þá starfsenti. sem þar fer fram. Lögreglu- stöðin er í gömlu múrhúðuðu timburhúsi og er nú svo komið. að raki i útveggjum hefur gert nauðsvnlegt að taka úr umferð þá klefa sem eru við þá. Ilragi til tíðinda i Keflavík á meðan nothæfir fangaklefar eru uppteknir þarf að fara til Grindavikur með þá menn, sent réttara þvkir að hafa i vörzlu lögreglunnar. í Grindavík er pláss f.vrir fjóra fanga. en ef þau þrýtur þarf að fara til Revkjavikur með fanga. -KP Guðbjartur Pálsson er látinn Guðbjartur Þ. Pálsson varð bráðkvaddur að heimili sínu sl. nótt, fimmtfu og tveggja ára að aldri. Guð- bjartur gekk ekki heill til skógar undanfarin ár þótt andíát hans hafi nú borið að mjög fyrir aldur fram. Guðbjartur Pálsson lætur eftir sig fimm börn og móð- 1 A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.