Dagblaðið - 21.03.1977, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MARZ 1977.
—ernií þríðji valdamesti maður Frakklands
Úrslitbæjar-og borgarstjórna-
kosninga viðsvegar um Krakk-
land i gær benda ótvírætt til
þess að fylgi samsteypustjórnar
Giscard d’Estaing forseta fari
nú dvínandi. Stærsti sigur
stjórnarinnar, en jafnframt
ósigur forsetans sjálfs, var í
París þar sem Jacques Chirac,
leiðtogi Gaullistaflokksins var
kosinn borgarstjóri.
Bandalag kommúnista og
sósíalista stóð með pálmann í
höndunum að kosningunum
loknum. Fögnuðurinn í her-
búðum Gaullista var þó litlu
minni vegna sigurs Chiracs í
París. Hann er fyrsti maðurinn
i heila öld til að verða kosinn
borgarstjóri og er nú þriðji
valdamesti maður landins —
á eftir Giscard d’Estaing for-
seta (fg Raymond Barre for-
sætisráðherra.
Forsetinn hafði sjálfur ætlað
iðnaðarráðherra sínum, Michel
d’Ornano embætti borgar-
stjórans. D’Ornano hafði þó
ekki erindi sem erfiði, þvi að
hann varð þriðji í kosningunum J acques Chirac.
og langt á eftir keppinautum
sínum.
í fyrrasumar lenti Giscard
d’Estaing og Chirac, þá for-
sætisráðherra landsins, heiftar-
lega saman vegna ágreinings
um hvernig ríkisstjórnin ætti
að hefta öra framgöngu vinstri
aflanna í Frakklandi. Úrslit
deilnanna urðu þau að
d’Estaing rak Chirac frá
völdum og setti Raymond Barre
í embættið í hans stað.
Lokatölur lágu enn ekki
fyrir í morgun um sjöleytið en
þá var staðan sú að vinstrimenn
höfðu hlotið 51% greiddra at-
kvæða en stjórnarflokkarnir
aðeins 46%.
„Vinstrimen'n eru greinilega
í meirihluta í Frakklandi,”
sagði leiðtogi sósíalista,
Francois Miterrand í nótt.
Hann tapaði naumlega fyrir
d.’Estaing í forseta-
kosningunum 1974. — Frétta-
'menn höfðu eftir Mitterand að
sigur vinstrimanna í kosning-
unum að ári væri „vel möguleg-
ur og jafnvel líklegur “ eins og
Michel d’Ornano hann komst sjálfur að orði.
fallegt sófasett
Sérstaklega stilh
Ríkisstjöm Callaghans íhættu
Beðið um stuðning Frjálslynda flokksins í dag
James Callaghan, forsætis-
ráðherra Breta, ræðir í dag við
alla þrettán þingmenn Frjáls-
lynda flokksins. Það eru þeir, sem
hafa nú í hendi sinni ákvörðunar-
valdið um hvort brezka ríkis-
stjórnin skuli falla eða sitja áfram
að völdum.
Margaret Thatcher, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, krafðist á
föstudaginn nýrra þingkosninga
þar sem stjórninni hefði mistekizt
að ná meirihlutafylgi við ákvæðí í
fjármálafrumvarpi sínu. Verka-
mannaflokkurinn fer nú með
minnihlutastjórn í Englandi en
nýtur stuðnings Frjálslynda
flokksins og átta þingmanna frá
Norður-írlandi.
Vantrauststillaga Thatchers
verður borin upp á
miðvikudaginn. Fari svo að
Verkamannaflokkurinn nái ekki
stuðningi Norður-lra eða Frjáls-
lynda flokksins fellur stjórn hans.
Byður
Fordsig
framáný?
Gerald Ford fyrrum Banda-
ríkjaforseti gaf í skyn á laugar-
daginn að hann kynni að
keppa að forsetaframboði að
nýju. Næstu forsetakosningar
verða í Bandaríkjunum árið
1980.
Ford ávarpaði nokkur þúsund
fulltrúa bandaríska skiðaiðn-
aðarins, sem sitja nú ráðstefnu
í Las Vegas. í ræðu sinni
komst hann þannig að orði:
„Kannski er ég farinn að líta
fram til ársins 1980.”
Ford brás sér einnig á skíði.
i forsetatíðsinni varhannfræg-
ur fyrír að eiga erfitt með að
standa á fótunum og að sjálf-
sögðu missti hann jafnvægið á
skíðunum. Ilann var spurður
um ástæðuna fyrir falli sinu.
Forsetinn fyrrverandi svaraði:
„Það er ekki fallið sjálft sem
skiptir máli. Mestu varðar að
komast á fætur aftur". Ráð-
stefnugestirnir gerðu góðan
róm að þessum orðum Fords.
Verðið alveg einstakt.
Verðkr. 314.000.-
i ögreittkr. 282.010.-
ENN EITT UNDUR FRA CASIO
SKEIÐKLÚKKA 1/10 sek. miliitímar.
DIGITALKLUKKA/DAGATAL Quartz kristall
nákvæmni + - 15 sek/mán. sjálfvirk dagatals-
leiðrétting um mánaðamót þ.m.t. hlaupár.
TOLVA allar grunnreikningsaðferðir ásamt
konstant o.fl.
VEKJARAKLUKKA unnt er að stilla 4 mis-
munandi tíma á sólarhring.
ÞYNGD 148 gr. smellur i vasann, kr. 20.850.
CASI0 umboðið
STÁLTÆKI,
Vesturveri, sími 27510
Erlendar
fréttir
REUTER
ísrael:
Verkföll í
yfirfullum
fangelsum
Um það bil 200 Arabar
sem sitja í Hebron-
fangelsinu á vesturbakka
Jórdanárinnar fóru í sólar-
hrings hungurverkfall í
morgun til að leggja áherzlu
á kröfur sínar um bættan
aðbúnað í fangelsinu. í
tveimur ísraelskum fang-
elsum hafa fangar mótmælt
aðbúnaðinum síðastliðna
daga.
Fangarnir í Hebron eru
flestir skæruliðar sem hafa
verið staðnir að verki. Þeir
segja að helzti ókosturinn
við fangelsið sé sá að það sé
yfirfullt af föngum. Stjórn
fangelsisins viðurkennir það
en bætti því jafnframt við að
svo væri um öll fangelsi í
ísrael.
PETERSELLERS
ERALVARLEGA
VEIKUR
Leikarinn Peter Sellers
var í skyndi fluttur í sjúkra-
hús í gær eftir að hafa veikzt
hastarlega. Hann var á leið
frá París til Lundúna með
flugvél er hann féll skyndi-
lega niður. Sjúkrabíll beið
hans á Heathrow flugvelli og
flutti hann i Charing Cross
umsvifalaust.
Sellers hlaut alvarlegt
hjartaáfall fyrri 13 árum. —
Hann giftist 22ja ára gamalli
stúlku, Lynne Frederick fyr-
ir mánuði. Þau fóru saman í
leynilegt brúðkaupsferða-
lag og voru að ljúka því er
Sellers veiktist. Um borð í
flugvélinni fékk leikarinn
fyrstu sjúkrahjálp hjá flug-
freyjum.
Peter Sellers hefur verið
giftur þrisvar áður þeim
Anne Howe, Britt Ekland og
Miranda Quarry.
Frægur blaðamaður
erlátinn:
Hannsákjarn-
orkusprenging-
unaíNagasaki
Bandaríski öiaðamaður-
inn William L. Laurenee lézt
í Palnta á Mallorca á föstu-
dag. Laurence vann sér það
til frægðar að fá að vera um
borð í flugvélinni sem varp-
aði kjarnorkusprengju á
Nagasaki í ágúst 1945. Hann
var 89 ára gamall er hann
lézt.
Laurence fékk tvisvar
Pulitzerverðlaunin á blaða-
mennskuferli sínum — önn-
ur fyrir vísindaskrif sín en
hin f.vrr frásögn sína af
kjarnorkusprengingunni i
Nagasaki. A sínum tima sá
hann um visindaskrif f.vrir
stórblaðið New York Timés.
Arið 1968 flutti Laurence
ásamt konu sinni til Mall-
orca. þar sem hann evddi
siðustu æviárunum i ró.
Hann hafði ákveðið að rita
endurminningar sínar
stuttu áður en hann lézt.