Dagblaðið - 21.03.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.03.1977, Blaðsíða 13
 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MARZ 1977. r Islenzk afdala- og útkjálkapólitík Það er nánast fínt hér á landi að styðja fjáraustur til örreytis- kota og útkjálkabyggða og þykir sá stjórnmálamaður mestur sem dyggast styrkir byggð á jaðarsvæðum. Venjulegast er blásið á allt sem heitir hagkvæmnismat þegar „byggðasjónarmið" eru annars vegar. Hér skal nú sýnt eitt dæmi um þá fáránlegu byggðapólitík sem rekin hefur verið hér á landi á undanförnum árum og þegar hefur leitt til þess ásamt öðru að kaupmáttur almennra launatekna hér á landi er nú helmingi minni en í nágranna- löndunum. I desember siðastliðið ár skilaði áliti nefnd sem skipuð var af menntamálaráðherra til að gera áætlun um dreifingu sjónvarps. Samkvæmt skipunarbréfi nefndarinnar var hlutverk hennar einkum tvfþætt. 1. Að gera tímasetta áætlun um dreifingu sjónvarps til þeirra landsmanna sem nú njóta engra eða allsendis ófullnægjandi sjónvarps-. skilyrða. 2. Að gera tillögur um fjáröfl- un til þessara framkvæmda. Þegar f skipunarbréfi nefndarinnar kemur fram „byggðastefna", það er ekki hlutverk nefndarinnar að leggja neitt skynsamlegt mat á það hvort framkvæmdirnar séu verjanlegar frá þjóðhags- legu sjónarmiði. Hér er rennt blint f sjóinn með framkvæmdir eins og venjulega og ekkert mat lagt á það hver arðsemi framkvæmd- anna sé. Ég, sem er rafmagnsverk- fræðingur, lærði þá reglu þegar ég var í háskóla að sú viðmiðun sem notuð væri í nágrannalöndunum þegar meta ætti hvort verjanlegt væri frá þjóðhagslegu sjónar- miði að leggja í framkvæmdir við endurvarpsstöðvar f/sjón- varp í útkjálkabyggðum væri að sjónvarpið legði ekki í bygg- ingu endurvarpsstöðvar fyrir ákveðið svæði nema notendur væru það margir á svæðinu að samanlagður kostnaður notend- anna við móttökutæki og mót- tökuloftnet væri jafnhár eða meiri en kostnaðúr við bygg- ingu endurvarpsstöðvarinnar fyrir svæðið. Fram kemur í áliti nefndarinnar að „nú muni um 1,5 af hundraði landsmanna ekki njóta sjónvarps....*' „Big shit“! I nágrannalönd- unum Noregi og Svíþjóð er þetta hlutfall talið vera 2—3 af hundraði! Samkvæmt áætluninni mun það kosta hvorki meira né minna en 450 milljónir að koma sjónvarpsmerkinu til þessara 4—500 heimila sem enn njóta ekki sjónvarps eða um 1 milljón kr. á hvert heimili. Samkvæmt sömu áætlun mun það hins vegar kosta 430 milljónir að byggja upp örbylgjukerfið, endurnýja gamlar endurvarpsstöðvar og byggja nýjar eftir þvf sem þörf er til þess að 98,5% þjóðarinnar geti fengið notið viðunandi sjónvarpsskilyrða. Þessar framkvæmdir eru lagðar að jöfnu! Menn hafa látið sig dreyma um sjónvarp fyrir fiskimiðin. Samkvæmt grófri áætlun, sem nefndin lét gera, munu þær framkvæmdir kosta um 1430 milljónir, ef að gagni eiga að 13 koma, eða drjúgum meira en allar framkvæmdir aðrar til samans við dreifikerfi sjón- varpsins. Frá tæknilegu sjónarmiði eru framkvæmdir við dreifi- kerfi fyrir fiskimiðir. mjög vafasamar og auk þess er arð- semi þeirra framkvæmda afar lág. Það er rétt að nefna það i leiðinni, svo að það fari ekki milli mála, að 1,5 milljarðs fjár- festing fyrir dreifikerfi fyrir fiskimiðin hefur f för með sér 30.000 kr. aukaskatt á hvert heimili í landinu. Fram til þessa hefur ekki verið minnst á reksturskostnað dreifikerfisins né viðhalds- kostnað og afskrift. Samkvæmt bókum Rfkisút- varpsins eru gjaldfærðar af- skriftir á árunum 1969-1976 samtals 925.968.215 kr. en sam- kvæmt fjárlögum eru þær aðeins 348.254.000 kr. Mis- munur er um 577 milljónir kr. Hvarvetna má sjá hrörnunar- einkenni hjá Ríkisútvarpinu sem talist geta bein afleiðing af þessari misþyrmingu. Tækjabúnaður bæði sjón- varps og útvarps svo og dreifi- kerfin eru brotajárns og rusla- haugur sem getur hrunið eins og spilaborg hvenær sem er. I áætluninni sem minnst er á hér að framan er ekki tekinn með í reikningsdæmið rekstrar- kostnaður dreifikerfisins né heldur eðlilegar afskriftir. Aðeins er bent á að gera þurfi ráð fyrir eðlilegum afskriftum í afnotagjöldum sjónvarps og Kjallarinn Reynir Hugason útvarps en ekki tiltekið hverjar þær þurfi að vera, og ekki er heldur minnst á að þeim mun viðameira og dýrara sem dreifi- kerfið er í stofnkostnaði, þeim mun meiri verður reksturs- kostnaður og afskriftir og þeim mun hærri verða þá skattar og/eða afnotagjöld. Ef við höldum áfram að vera svona rausnarleg og stórhuga gagnvart útkjálkabyggðinni og gefum langt nef öllu sem heitir kröfur um þjóðhagslega arðsemi er hætt við að við siglum ekki mörg ár til undir eigin flaggi. Reynir Hugason verkfræðingur. Sannleikurinn um sjóslysin Ég geri ráð fyrir þvf að flestir muni hinn mikla slysa- faraldur nú fyrir örfáum árum. Þá var sett á laggirnar nefnd og var hún skírð Sjóslysanefnd. Töluvert hefur nefnd þessi starfað en ekki virðist manni árangurinn mikill. Nefndin hefur gagnrýnt sjó- menn mikið í skýrslum sinum og má vera að þörf hafi verið á þeirri gagnrýni. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Nefndin hefur hins vegar ekki þorað að segja allan sannleik- ann. Sannleikurinn er nefnilega sá að mikinn hluta má rekja til EFTIRLITSLEYSIS Siglinga- málastofnunar rfkisins á bátum og skipum. Það er ekki þar með sagt að það sé starfsmönnum þeirrar stofnunar að kenna. Siglingamálastofnun ríkisins hefur nefnilega legið f fjár- svelti árum saman og það er skýring númer eitt. Önógur starfsmannafjöldi ásamt lélegu húsnæði ber vott um það. Fjárveitinganefnd Alþingis gæti borið meiri virðingu fyrir Kjallarinn Kristinn Pétursson sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Mér er sama þótt þurfi að spara, en ekki á þessu sviði. Ég fór jólatúr á einum af stóru skuttogurunum fyrir rúmum tveimur árum. Notaði ég þá tækifærið og kynnti mér ýmislegt f nýja togaranum (tveggja ára þá). Af eldvarnarútbúnaði var það að segja að aldrei hafði verið haldin brunaæfing um borð. Meirihluti slökkvitækj- anna var innsiglaður. Samt var mér sagt að nýbúið væri að yfir- fara þetta af eftirlitsmanni. Þá voru það brunahanarnir. Engan þeirra var hægt að opna nema með ryðolíu, þolinmæði og góðri töng. Þannig leizt mér á gúmmfbjörgunarbátinn að hann yrði víst ekki losaður nema með járnsög. Það var nú frábært um dag- inn með rannsókn Sjóslysa- nefndar á gúmmíbátum. Betra seint en aldrei. Skipafloti landsmanna búinn „björgunar- bátum" sem eru manndráps- fleytur! Samfara eftirlitsleysinu er fáránlegt fyrirkomulag ' á undanþágum til skip- og vél- stjórnar. Sfðast þegar ég vissi voru milli 60 og 70% af starf- andi vélstjórum á sjó á undan- þágum. Ekki veit ég um undan- þágufjölda skipstjóra og stýri- manna en töiuverður er hann. Hver kannast ekki við auglýs- ingar í fjölmiðlum á þessa leið: „Skipstjóri óskast eða maður vanur tog-, neta- og Ifnuveið- um“ „Vélstjóri óskast eða maður vanur vélum“. Það er ekki þar með sagt að mennirnir séu ekki hæfir f störfin. Margir undanþágumennirnir geta verið hæfari en hinir. En þeir verða þá að fá réttindi. Hvað myndi verða sagt ef auglýst væri: „Kvenlæknir óskast eða maður vanur kven- fólki". Lögfræðingur óskast eða vanur braskari". Það spryngi vfst blaðran hjá sumum. Það hefur komið fram að hægt var að fá fanga leystan af Litla Hrauni vegna þess að ákveðinn útgerðarmann vant- aði skipstjóra. Sú forsenda var tekin góð og gild. Það er skrftið réttarfarið f þessu landi. Eg skora á Sjóslysanefnd að segja sannleikann og gagnrýna fjárveitinganefnd fyrir að sníða eftirliti skipa þröngan stakk í meira lagi. Já, fækka sjóslysum með al- mennilegu eftirliti á bátum og skipum. Kristinn Pétursson sjómaður, Bakkafirði. Önnumst hvers konar matvælareykingar fyrir verslanir, mötuneyti og einstaklinga. REYKIÐJAN HF. SMIÐJUVEGI 36 *S* 7 63 40 STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN ó öllum velúrfatnaði. M.a. sloppar og samfestingar. Verð óður kr. 15.300.- nú aðeins kr. 10.000.- Allar rúllukragapeysur ú kr. 1.200.- Verzlunin MADAM Glæsibæ - Sími 83210 Fermingargjöfin fæst 40 mismunandi teg- undir myndavéla myndióion ÁSTÞÓR Hafnarstræti 17og Suðurlandsbraut 20

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.