Dagblaðið - 21.03.1977, Side 7
DAliBl.AÐIÐ. MANUDACiUH 21. MAKZ 1977.
7
INDIRA FÉLL!
Kongressflokkurinn virðist
ætia að tapa miklu fylgi
Valdamesta kona í heimi,
Indira Gandhi, er nú valdalaus
kona. I almennu þingkosning-
unum í Indlandi tapaði hún
fyrir keppinaut sínum Raj
Narain í kjördæminu Rae Baeli
í norðurhluta landsins með yfir
55.000 atkvæða mun. Jafnframt
bendir allt til þess að 30 ára
stjórnarferli Kongressflokksins
sé nú lokið.
Kongressflokkurinn tók við
völdum í Indlandi árið 1947, er
Englendingar veittu landinu
sjálfstæði. Síðan þá hafa æðstu
völdin nær samfellt verið í
höndum ættar Indiru Gandhi.
Hún tók við embætti forsætis-
ráðhera i janúar 1966 en áður
hafði faðir hennar, Jawahrlal
Nehru, gegnt þessu æðsta
embætti landsins um árabil.
Indira Gandhi hafði ætlað
yngri syni sínum, Sanjay, að
taka síðar meir við embættinu
en snöggur endi var bundinn á
stjórnmálaframa hans, er hann
tapaði fyrir andstæðingi slnum
með meira en 75.000 atkvæða
mun.
Það var Janata bandalagið,
samsteypa fjögurra stjórnar-
andstöðuflokka, sem sigraði í
indversku kosningunum.
Bandalagið er aðeins tveggja
mánaða gamalt og setti á odd-
inn það kosningaloforó að af-
nema neyðarástandslögin í
landinu sem hafa verið við lýði
í tæp tvö ár. Þá hugðist Janata-
bandalagið jafnframt leyfa
prentfrelsi á nýjan leik og að
grundvallarmannréttindi yrðu
endurreist.
Um það bil klukkustund eftir
að Indira Gandhi fré'tti um tap
sitt aflétti hún neyðarástands-
lögunum og óskaði eftir viðtali
við forseta landins.
Leiðtogar Janta bandalagsins
koma saman síðar í dag og velja
forsætisráðherraefni sitt.
Indira Gandhi beitti þeirri
röksemd helzt fyrir sig í
kosningabaráttunni að Janata
hefði ekki útnefnt forsætis-
ráðherraefni sitt og kjósendur
vissu því ekki hvað þeir væru
að kjósa um.
Þingsæti á indverska þinginu
eru 542. Síðustu tölur hermdu
að Janata bandalagið hefði
fengið 135 þingmenn kosna en
Kongressflokkurinn 109. Þá
var eftir að telja atkvæði í
mörgum norðurhéruðum
landsins þar sem fylgi Jana-
taflokksins var jafnvel enn
meira en fyrir sunnan.
Indverska þjóðin telur nú um
619 milíjón manns. Á kjörskrá
voru 318 milljónir.
Spánverjar vilja
stjórnmálasam-
band við Angóla
—búizt við að Kúba hafi milligöngu
milli ríkjanna
Spænska ríkisstjórnin hefur
óskað eftir viðræðum við yfir-
völd í Angóla um að ríkin taki
upp stjórnmálasamband. Að
sögn talsmanns spænsku
stjórnarinnar er farið fram á
þetta vegna 32ja spænskra
fiskimanna, sem hafa setið í
haldi í Luanda. höfuðborg
Angola, síðustu tvo mánuði.
Þær upplýsingar láku út úr
Auglýsing um
áburðarverð 1977
Heildsöluverð fyrir hverja smálest
eftirtalinna áburðartegunda er
ákveðið þannig fyrir árið 1977 :
Kjarni 33%N
Magni 1 26%N
Magni 2 20%N
Græðir 1 14-18-18
Græðir 2 23-11-11
Græðir 3 20-14-14
Græöir 1 23-14-9
Græðir 4 23-14-9+2
Græðir 5 17-17-17
Græðir 6 20 10-10+14
N.P. 26-14
N.P. 23-23
Þrífosfat 45%P„05
Kalíklórið 60%K2<>
Kalsísúlfat 50%KVD
Uppskipunar- og afhendingargjald er
ekki innifalið í ofangreindu verði
fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir.
Uppskipunar- og afhendingargjald er
hins vegar innifalið í ofangreindu
verði fyrir áburð sem afgreiddur er á
bíla í Gufunesi.
Áburðarverksmiðja ríkisins.
Við skipshlið á
ýmsum höfnum
umhverfis land
kr. 37.100
kr. 30.500
kr. 26.500
kr. 45.300
kr. 42.200
kr. 42.900
kr. 44.100
kr. 45.300
kr. 43.600
kr. 41.500
kr. 43.500
kr. 48.600
kr. 37.900
kr. 26.300
kr. 32.500
Afgreitt á bíla
i Gufunesi
kr. 37.800
kr. 31.200
kr. 27.200
kr. 46.000
kr. 42.900
kr. 43.600
kr. 44.800
kr. 46.000
kr. 44.300
kr. 42.200
kr. 44.200
kr. 49.300
kr. 38.600
kr. 27.000
kr. 33.200
spænska utanríkisráðuneytinu
að 3ja landið þyrfti að gerast
milligönguaðili um sambandið.
Ekki var nafn þess lands nefnt
en tilgátur eru uppi um að
Kúba fái það hlutverk.
Spænsku sjómennirnir 32
voru teknir fyrir landhelgis-
brot í landhelgi Angóla í janúar
siðastliðnum. Þeir ganga um
frjálsir ferða sinna í Luanda
en mega ekki yfirgefa borgina
BIADIÐ
frfálst, úháðdaghlað
Ritstjjórn
SÍÐUMÚLA 12
Simi
83322
mest seldi bíll 1976
SKODA120 LS