Dagblaðið - 21.03.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 21. MARZ 1977.
11
A HANABJALKA
MEÐ ERRÓ
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Svæöió í kringum St. Ger-
main kirkjuna í París hefur
ávallt verið tengt listum. Þar
bjuggu og störfuðu margir
helstu sporgöngumenn í nú-
tímalistum, þar búa listamenn
enn og mýgrútur af litlum
sýningarstöðum og notalegum
smáverslunum fyllir upp í
myndina. Þar hefur Guð-
mundur Erró einnig haft
vinnustofu sína í mörg ár, ekki
auðfundna. Undirritaður
vafraði upp á rnargar hæðir og
inn í mörg sund áður en at-
hvarfið fannst. ,,Þú hefur
villst,“ sagði Erró glettnislega
þegar ég loks stóð lafmóður á
þröskuldinum hjá honum. Ég
vissi sem var að hann opnaði
ekki fyrir fólki nema hringt
hefði verið áður og hafði ég náð
í hann nýkominn frá Thailandi.
„Það er svo mikið af fólki hér
sem hefur ekki annað að gera
en að ganga um og sníkja af
listamönnum," sagði Erró, —
„ég er alveg hættur að opna
dyrnar þegar bankað er
óvænt." Hann talar enn ágæta
íslenzku, en bætir gjarnan við
setningar hinu franska
„hein?“.
„Eiturlyf“......
Vinnustofan er lítil og þrí-
skipt, hvítmáluð og málar Erró
í stærsta herberginu við dags-
ljós. Þar standa nú raðir af
strigum sem hann var að koma
með frá Thailandi þar sem
hann á hús og vinnustofu og
dvelst nokkra mánuði á ári. „Ég
verð að mála á litla stríga þar,
annars get ég ekki tekið þá með
mér í flugvélinni, — tollurinn
heldur alltaf að ég sé með
birgðir af eiturlyfjum...“ Erró
skellihlær. Eg spyr hvort hann
hafi meira gaman af að mála á
stóra fleti. „Tvímælalaust.
Áhrifin verða sterkari, hein?
Sjáðu þessa.“ Hann sviptir dúk
af 2x4 metra málverki sem
hangir á veggnum. „Þetta er
eitt verk úr myndröð til heiðurs
nær óþekktum málara sem
Napóleon lét lífláta og við erum
nokkrir málarar að vinna að
myndum sem eru tilbrigði um
einu myndina sem til er eftir
hann. Frummyndin og til-
brigðin verða svo sýnd saman
bráðlega.“ í myndinni teflir
Erró saman tilvitnun í bardaga-
senu frummyndarinnar, nú-
tíma bardaga úr stríðsblöðum,
ásamt svipmyndum úr kvik-
mynd Kubricks 2001, lesnum
afturábak. Hvað snart þig við
ævi þessa óþekkta málara? spyr
ég. „Örlög hans. Hann var
fórnardýr valds, — eins og
margir eru í myndum mínum.“
Eitt vex af öðru
Hvað ræður samsetningun-
um í myndunum? „Blessaður
vertu, þetta vex eitt af öðru, —
ein tilvitnun getur af sér aðra.
Yfirleitt gengur þetta mjög vel.
Ég ætla að sýna þér fleiri
myndir." Og Erró hefst handa
við að draga fram nýlegar
myndir úr mörgum nálægum
stöflum og segist vera
nýbyrjaður að nota olíuliti
aftur eftir langt hlé, en segist
oftast nota lakk sem skapi
sterkari andstæður. Rétt er
það, olíumyndir Errós eru
mýkri og skil milli hluta ekki
eins skörp. Flestar eru þær
sambland geimvísindatilvitn-
ana og búta úr málverkum
Ingres, — geimvélin andspænis
lungamjúku holdi. Ég spurði
hvernig hann færi að því að ná í
allar þessar myndir úr geimvís-
indum. „Ég á vini allstaðar. í
Bandaríkjunum var ég með
passa upp á það að ég mætti
heimsækja NASA (Geimvís-
indastofnun USA) og skoðaði
þar hvern krók og kima.“ Ég
spyr hvort hann noti mynd-
varpa við gerð mynda sinna.
„Nei. Eg teikna og mála allt
fríhendis á strigann." Hvað
hefði stóra myndin hér að fram-
an tekið langan tíma. „Tja, —
mánuð líklega. Annars hefði
mátt gera hana á styttri tíma.“
Hlutverk grafíkur
Ur málverkunum förum við
yfir i grafíkmyndirnar. Eg segi
Erró frá sýningu þeirriá grafík-
myndum hans sem haldin var
að Kjarvalsstöðum á síðasta ári.
„Hneykslaði japanska serían
nokkra?" spyr hann og glotti
við tönn. Ég hélt ekki. „Sjáðu
muninn á þeim og sambærileg-
um myndum frá Indlandi. Sko,
þeir ýkja ekki limina eins
mikið og japanarnir. Þetta eru
einhverjir komplexar í þeim“.
Eg spyr hvaða hlutverki grafík
in gegni í starfi hans. „Eg hef
mun meira gaman af því að
mála, — grafík geri ég aðeins
þegar ég er beðinn um það og
þá vinn ég mjög náið með
prenturunum. En ég fæ sjálfur
mun meira út úr málverkinu,
tilfinningalega." Við skoðum
nýjar bækur um Erró sem voru
að koma á markaðinn og er
hann sérlega ánægður með eina
eftir Pierre Tilmann sem hann
hælir á hvert reipi fyrir innsýn
og skýra hugsun. „Margir þess-
ir ungu skriffinnar um list.
Þeir eru stórkostlegir, þeir
skrifa svo vel.“
Vinnuþjarkur
Auðsætt er að Erró hefur
eins og aðrir ánægju af því
þegar list hans er veitt athygli,
en hann er algjörlega laus við
sjálfumgleði. Ennþá meiri
nautn hefur hann af handverk-
inu sjálfu, gllmunni við að
koma saman málverki og hefur
hann orð á sér fyrir að vera
mikill vinnuþjarkur. Hann
hefur ekki síður ánægju af
handverkum annarra og er
óspar á hól þegar hann rekst á
eitthvað sem honum fellur í
geð. Hann sýnir mér teikningar
með súrrealísku yfirbragði
eftir thailenskan listamann
sem hann ætlar að koma á
framfæri í París og notar sterk
lýsingarorð um nokkra unga
listamenn sem hið þýska gallerí
hans, Buchholz í Miinchen,
hefur tekið upp á arma sér.
Talið berst að hinum norsk-
sænska listamanni Öyvind
Fahlström sem nú er nýlátinn.
„Það var gríðarlegt áfall. Hann
var einn besti vinur minn og
einhver mest lifandi persónu-
leiki sem ég hef þekkt. 48 ára
gamall var hann, fór úr
krabba." Ég spyr hann um aðra
listamenn sem honum finnst
hann eiga eitthvað sameigin-
legt með.
Vinir og
kunningjar
Erró hlær. „Eg veit ekki hvað
skal segja. Við sýndum oft
saman, Fahlström, ég, Baru-
chello og Liebig. En þeir eru
margir sem ég hef dálæti á.“
Má segja að þið fjórir opnið
allir verk ykkar fyrir fjölda-
mörgum möguleikum og tengið
saman marga myndheima? spyr
ég. „Ekki fjarri lagi.“ Ég spyr
hvort hann hafi séð eitthvað af
nýlegri íslenskri list. Erró segir
að allar fréttir frá Islandi séu
heldur slitróttar, en segist þó
hafa verið hrifinn af því sem
hann hefur séð eftir Gunnar
örn Gunnarsson sem heimsótti
Erró fyrir ári.
í tilefni af yfirlitssýningunni
sem nú stendur yfir í nýju lista
miðstöðinni Pompidounauti
spurði ég Erró um kynni hans
af Marcel Duchamp. „Ég þekkti
hann vel í mörg ár, hann kom
m.a. fram í kvikmynd minni
„Grimaces" árið 1964 og ég hitti
hann oft eítir það. Hann var
..-.kulegur maður.“ Hafði
Duchamp áhrif á málverk
hans? „Áreiðanlega. Allavega
kímnigáfa hans.“
Brosandi land
Ég spyr um veru hans í Thai-
landi. „Fólkið þar er alveg ein-
stakt, með afbrigðum alúðlegt,
ávallt brosandi, — og meinar
það. Þar hef ég aðallega sam-
band við þá sem gera risaskiltin
fyrir kvikmyndahúsin, ég hef
gaman af vinnu þeirra, — hef
notað tilvitnanir frá þeim. Nú,
svo hafa þeir fengið lánaða
hluta úr mínum málverkum
fyrir bíóauglýsingar og hæla
mér fyrir hversu gott sé að
stela frá mér...“ Við hlæjum
báðir. Ég spyr um hvort hætta
sé á því að Thailand fari sömu
leið og Víetnam. „Ekki í bráð.
En það tekur svona tíu ár.
Skæruliðar hafa starfað þar
lengi." Verður þá breyting til
hins verra? spyr ég. „Ég held
ekki. Bændurnir munu þá alla-
vega hafa í sig og á. Verst ef
kommúnistarnir uppræta þjóð-
sögur Thailendinga og galdra-
trú sem eru hreinasta gull-
náma. Þetta er yndislegt land.“
Við ræðum fyrirhugaða sýn-
ingu Errós á Listahátíð 1978 og
hann er sneisafullur af hug-
myndum sem tengja mætti
henni. Síðan hringja amerískir
kunningjar og stefna honum til
miðnæturveislu. Okkur er ekki
til setunnar boðið og Erró
fylgir mér að næsta neðan-
jarðarsporvagni. Við tökum þó
á okkur krók til að skoða hús
það sem Píkassó bjó 1 meðan
hann dvaldi í París, og Erró
reytir af sér brandara um þær
gömlu listamennakempur sem
sjá má á þessum slóðum.
„Skilaðu kveðju til allra
heima,“ segir hann og er
horfinn eins og eldibrandur
fyrir næsta horn í kvöldnepj-
unni.
Orkunýting
Stór hluti íslendinga er
farinn að viðurkenna nauðsyn
þess að hraðað verði eins og
framast er kostur uppbyggingu
iðnaðar í landinu. Sérstaklega
er þetta aðkallandi í þeim
landshlutum sem sjá fram á
fólksfækkun vegna fábreytni í
atvinnulífinu. Aukinn iðnaður
(stór og smár) þarf mikla orku
og af henni höfum við nóg. Við
þurfum aðeins að hafa nægar
birgðir af henni tiltækar svo að
við getum dregið sem mest úr
notkun rándýrrar (og brátt
ófáanlegrar) olíu. Það er stór-
furðulegt að til skuli vera
sprenglærðir áhrifamenn (t.d.
þingmenn og verkfræðingar)
sem virðast næstum tapa
vitglórunni, þegar um er að
ræða nauðsynlegar fjárveiting-
ar til orkuvirkjana, en halda
öllum sönsum þegar geysi-
miklu fjármagni er dælt i ríkis
báknið sem er á góðri leið með
að éta þjóðina út á gaddinn.
Andólfsliðið gegn virkjunum
vill ekki láta framleiða inn-
lenda orku til vara gegn margs
konar óhöppum en það er ekk-
ert séð athugavert við það að
kaupa og reka svo tugum
skiptir dísilstöðvar, sérstakdega
vestan-, norðan-og austanlands,
og milljarða niðurgreiðslur
vegna húsahitunar þykja bara
sjálfsagðar.
Við verðum að finna allar
hugsanlegar leiðir til að nýta
sem bezt og víðast innlendu
orkuna. Eg hef oft bent á það
að fram ætti að fara athugun á
þvi að reka samgöngutæki í
þéttbýli og milli stærstu þétt-
býlisstaða með innlendri orku.
Það hefur verið daufheyrzt við
þessu og hafa þá oft verið
skipaðar.nefndir fyrir minna en
hér er í húfi. Það er talið af
þeim, sem bezt vita, að litil sem
engin olía verði eftir í
heiminum eftir 20-30 ár.
Þess vegna er orðið fyllilega
tímabært að fara að athuga
hvernig við.gerum hagkvæmast
notað okkar innlendu orku á
sem flestum sviðum, þar á
meðal til samgangna. Það er
fullvíst að þeir ungu menn,
sem nú eru að byrja að aka bíl,
verða að nota aðra orku en olíu,
þegar starfsaldur þeirra er
hálfnaður, því að þá veröur olía
ófáanleg eða svo dýr að lair
geta keypt hana. Vonandi
verður þá orðið auðvelt að nota
innlenda orku i staóinn.
Bílaþvagan hér í Reykjávík á
mesta annatímanum er að
verða hrein vitfirring. Mér er
tjáð af kunnugum að slysatíðni
sé hér mun meiri en til dæmis í
Kaupmannahöfn. Þessi mikli
slysafjöldi veldur gífurlegum
tryggingagjöldum bílaeigenda,
stórkostlegum útgjöldum
þjóðarinnar í heild og mjög
miklu óbætanlegu líkams- og
sálartjóni sem hin alltof mikla
bílaumferð veldur. Það er engu
líkara en enginn nenni að
ganga smáspotta, frekar er ekið
í bílum þótt það taki lengri
tíma en að ganga. Milljónum
króna er puðrað út í loftið í
algeru tilgangsleysi með
óþörfum bilaakstri, sérstaklega
er það yngra fólkið sem þetta
gerir.
Ég held að þeir, sem stjórna
skipulags- og samgöngumálum
hér í R.vík, séu tæpast með
á nótunum hvað snertir aug-
ljóst breytt viðhorf í orku- og
samgöngumálum á komandi
tímum.
Það er t.d. ekki gert ráð
fyrir nægum brautum fyrir
hjólreiðar en þær gætu verið
stór liður í olíusparnaði og
heilsubót. Líka þarf að gera ráð
fyrir rafmagnsbrautum milli
helztu hverfa á öllu svæðinu
Mosfellssveit—Hafnarfjörður.
Ef til vill væri hagkvæmt að
leggja járnbraut milli Reykja-
víkur og Akureyrar yfir
hálendi landins og líka væri
athugandi aó leggja „hund“ um
leið. örugglega yrði ekki mikið
álag á honum á þessari leið. 1
Bandaríkjunum er verið að
kanna ýmsar leiðir til full-
komnunar járnbrauta. Mig
minnir að þær geti náð 3-400
km hraða á klukkustund.
Allir flutningar innanlands
eru nú orðnir óhóflega
kostnaðarsamir, bæði vegna
strjálbýlis og hins mikla oliu-
og viðhaldskostnaðar þunga-
flutningatækja. Það er orðin
brýn nauðsyn að bæði yfirvöld
og almenningur geri sér grein
fyrir hinum breyttu viðhorfum,
sem blasa við í orku- og sam-
göngumálum.
Viðhaldskostnaður vega-
kerfisins, bæði í þéttbýli og
strjálbýli, verður alltaf geysi-
þungur á þjóðinni ef bifreiðar
verða eingöngu notaðar á veg-
um landsins, jafnvel þótt aðal-
vegir'nir verði malbikaðir eða
steyptir. Hinn mikli viðhalds-
kostnaður gatna hér í Reykja-
vík sannar þetta ljóslega.
Kjallarinn
Ingjaldur Tómasson
Framtíðarsýn
Tækniframfarir munu verða
mjög miklar í orkumálum á
komandi árum. Talað er um að
brátt megi senda orkuna
þráðlaust með aðstoð
gervihnatta landa á milli og
ekki er ólíklegt að áður en langt
um líður megi senda orkuna
þráðlaust til hvers notanda alls
staðar á landinu, þar meó talið
bílar og skip.
Það má segja að björt framtíð
blasi við íslendingum hvert
sem litið er. Viðeigumeitthvert
orkuríkasta land heimsins. Við
getum ræktað mestallt landið
„allt frá grasi upp í skóg“ í allt
að 600 metra hæð. Við eigum
möguleika á að nýta ein gífur-
legustu og víðáttumestu fiski-
mið í heimi. Ekkert af þessu
verður þó veruleiki nema
þjóðin og forystumenn hennar
„þekki sinn vitjunartíma" og
hagi störfum og stefnu sam-
kvæmt kröfum nýs tíma.
Það hefur komið til tals að
senda orkuna með aðstoð gervi-
hnatta beint frá orkuverum hér
til annarra landa.
Ég tel að það væri mikið
glapræði, ekki ólíkt þVÍ að
senda hráefni óunnið út úr
landinu. Islendingar eiga að
nýta orkuna sjálfir, bæði til
uppbyggingar, bættra kjara
og til gjaldeyrisöflunar til
tryggingar efnahagslegu sjálf-
stæði þjóðarinnar. Við verðum
að hafa það hugfast að þjóðinni
fjölgar ört og allar vinnandi
hendur þurfa ætíð að hafa næg
arðbær verkefni og góða lífsaf-
komu.
Vonandi verður framtíðarsýn
fyrsta ráðherra Islands,
Hannesar Hafsteins, orðin að
veruleika um næstu aldamót.
Að lokum tvö erindi úr Alda-
mótaljóðum.
Sé ég í anda knörr og
vagna knúða
krafti sem vannst úr fossa
þinna skrúða,
stritandi vélar, starfsmenn
glaða og prúða,
stjórnfrjálsa þjóð með verzlun
eigin búða.
Þá mun sá guð. sem veitti
frægð til forna,
fósturjörð vora reisa
endurborna.
Þá munu bætast harmasár
þess horfna,
hugsjónir rætast, þá mun
aftur morgna.
Ingjaldur Tómasson
verkamaður.