Dagblaðið - 21.03.1977, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MARZ 1977.
UNGA FOLKIÐI
BREIÐHOLTI
Kjallarinn
Það kann að þykja að bera í
bakkafullan lækinn að ræða um
æskulýðsmál og vandamál sem
steðja að æskunni, og þar á ég
við hina ýmsu vímugjafa, en
eigi að síður verða þessi mál á
dagskrá í þessari grein. Undir-
rituðum þykir full ástæða til
þess.
Ég tel að unga fólkið hafi
ekki mætt skilningi, hvorki hjá
yfirvöldum né almenningi og
jafnvel ekki hjá uppalendum,
og það er vægast sagt alvarlegt
mál sem þarf að breytast.
Það er talað um Breiðholt 3
sem algert óaldarhverfi. Þar tel
ég að fámennur hópur eigi sök
á. Svo eru allir hinir stimplaðir.
Að vísu er þetta ungt hverfi
og ekki nægileg aðstaða fyrir
æskuna og börnin til að eyða
tómstundum sínum úti við. Hér
er allt kálfkarað, máður veður
moldina og lítið er um gang-
stéttir, hvað þá leiktæki fyrir
yngstu kynslóðina.
I umræddu hverfi í Breið-
holti er þjónustulengja, ef ég
má orða það svo. Töluvert hef-
ur borið á rúðubrotum í þessum
þjónustustöðum en það er vitað
BÍLASALAN BÍLVANGUR
Tangarhöfða 15. Sími 85810
sölu
Oldsmobile Deita 88 ’71 með
öllu
Toyota M2 ’74
Toyota Corolla ’74
Datsun 1200 ’73
Datsun 200L ’74
Mazda 616 ’74
Escort ’73, ’74 og ’75
Chevrolet Chevelle ’72
Volvo 144 ’74, ’71
Volvo 142 ’73
Volkswagen 1303 ’73
Volkswagen 1302 ’72
Volkswagen 1300 ’73
Volkswagen 1200 ’71
VW Variant ’72
Mercury Comet ’73 og ’74
Fiat 127 ’72
Fiat 128 ’74
Jeppar:
Bronco ’74 8 cyl.
Wiilys ’65, fallegur bíil.
Bronco ’70 8 cyi.
Hofum kaupendur að:
Mazda 929 ’75
Mazda 616 ’76
Mazda 929 station
Voivo 244 ’76.
Glœsilegur sýningarsalur. Gott útisvœði.
Bílar í salnum auglýstir sérstaklega.
Höfum plóss fyrir góða bíla í sal —
ekkert innigjald.
sterka rvksusan... #
Styrkur og dæmaiaus ending hins þýðgenga,
stillanlega og sparneytna
mótors, staðsetning
hans oghámarks
orkunýting, vegna
lágmarks loft-
mótstöðu í
stóru ryksíunni,
stóra. ódýra 1
pappírspokanum
og nýju kónísku
siöngunni,
afbragðs sog-
stykki og varan-
legt cfni. ál og
stál. Svona er '
NILFISK:
Vönduðog
tæknilega ósvik-
in. gerð til að
vinna sitt verk
fljótt og vel. ár
eftir ár. með lág-
marks truflunum
og tilkostnaði
Varanleg: til lengdar
ódýrust.
Nýr hljóð-
deyfir:
Hljóðlótasto
ryksugan.
Afborgunarskilmólar
FÖNIX
HATUN 6A
SÍMI 24420
með nokkurri vissu hverjir
standa að þessum verknaði.
Þegar þessum fámenna hópi
(hér mun vera um tvo eða þrjá
pilta að ræða) er komið í sveit
ber ekki á þessum rúðubrotum
en eins og ég sagði áðan er allt
hverfið stimplað.
Það er ekki nægilegt að lög-
reglustöð sé í Arbæjarhverfi.
Hér aka ein eða tvær lögreglu-
bifreiðar um allt Breiðholtið en
það vantar nauðsynlega að-
stöðu fyrir lögregluna hér í
Breiðholtinu. Það myndi skapa
aðhald.
Það er oft talað um unga
fólkið með miklum fordómum
og skilningsleysi hjá hinu
eldra. Ýktar sögur berast
manna 1 milli og svo er hellt úr
skálum reiði sinnar í lesenda-
dálkum blaðanna.
En hvað skal til bragðs taka
til úrbóta? Eini staðurinn þar
sem þetta unga fólk, sem
stundum er nefnt útlagar þjóð-
félagsins, hefur aðstöðu til að
skemmta sér með dansi er i
hinum svo kallaða FELLA-
HELLI. Það hefur verið talað
talsvert um sukk og svínarí á
þessum stað. Undirritaður brá
sér eitt kvöldið til að kanna
þetta en varð ekki var við neitt
sem unga fólkið þarf að skamm-
ast sín fyrir, nema siður sé. En
Fellahellir er ekki staður sem
hægt er að búast við að laði að
unga fólkið, sérstaklega þann
aldurshóp sem kemst hvergi
annars staðar inn, að minnsta
kosti ekki í Breiðholtinu. Að
vísu hafa ungtemplarar haldið
vínlausar skemmtanir og Sesar
mun vera með opið fyrir ungt
fólk á miðvikudögum en undir-
rituðum er ekki kunnugt um
hvernig það hefur reynzt.
Nú er búið að skipa nýjan
mann í framkvæmdastjóra-
stöðu í Tónabæ og því fylgdu
þær breytingar að tveim dyra-
vörðum var sagt upp. Einhver
hefur verið ástæðan. Það hefur
mikið að segja hvernig dyra-
verðir koma fram við fólk sem
leitar inngöngu á dansstaði.
Undirritaður varð eitt sinn
vitni að því að komið var að
alblóðugum manni fyrir utan
eitt samkomuhúsið og var stað-
hæft að dyravörðurinn hefði
leikið hann svona grátt. Hér er
ég ekki að fullyrða að svona sé
þetta allsstaðar en ég veit um
fleiri dæmi. Það er vandasamt
verk að vera dyravörður og það
ber fyrst að beita rólegheitum
samfara vissri sálfræði. en ekki
láta vöðvaaflið stjórna strax í
byrjun.
Svo vikið sé aftur að Fella-
helli þá vantar mikið upp á að
þar sé boðlegt til dansleikja-
halds, fyrir utan hve staðurinn
er lítill og óvistlegur ásamt lé-
legri loftræstingu.
Það vantar samkomuhús í
Breiðholti sem í senn gæti verið
dansstaður fyrir alla aldurs-
hópa, að sjálfsögðu skipt niður.
Um leið þyrfti þarna að vera
aðstaða fyrir kvikmyndasýn-
ingar því að langt er að sækja í
bæinn.
Þetta samkomuhús gæti
einnig, ef til kæmi, verið leigt
út fyrir árshátíðir og annan
mannfagnað hér í Breiðholtinu.
Þetta mundi bæta mjög félags-
lífið í Breiðholti sem er sama og
ekki neitt.
íþróttafélag er hér og það er
vissulega hvatningarvert og ber
að þakka þeim mönnum sem
komu því á laggirnar.
Það er ekki nema eðlilegt að
unga fólkið vilji fá útrás og
hvers vegna ekki að koma til
móts við það og sjá því fyrir
boðlegum dansstað hér í Breið-
holtinu?
Það vantar nauðsynlega
fræðslu í skólum um þá hættu
sem því er samfara að neyta
vímugjafa.
Þetta var tekið til umræðu
nú nýlega í útvarpsþætti. í
umræddum þætti kom fram að í
einum skólanum hafði einn
kennarinn af eigin þekkingu
tekið þessi mál til meðferðar,
en þetta er ekki kennslugrein
og þá vantar mikið.
Það sagði mér leigubílstjóri
eitt sinn að hann hefði tekið 2
ungmenni upp í bifreið sína.
Síðar kom í ljós að þeir voru
með vínflösku og gáfu þá skýr-
ingu að „kallinn” hefði verið
dauður og þeir hefðu hirt flösk-
una.
Meðal æskufólks er ekki litið
á það alvarlegum augum þó það
smakki vín og reyki, en eiga
uppalendur ekki verulega sök á
því?
Unga fólkið sér þetta fýrir
sér frá barnsaldri og ekki virð-
ast neinar varúðarráðstafanir
gerðar. Eiga uppalendur hér
ekki einhverja sök á? Ungviðið
hefur ekki nægilegan skilning
né þroska þegar það leggur út á
þessa braut og það sem verst er,
Til sölu
Lofthreinsitæki og frystitæki úr
veitingahúsinu Röðli. Til sýnis á
staðnum.
Radíóbúðin
Skipholti 19. Sími 23800.
Raftækjaúrval — Næg bflastæði
JAFNVEL
BETRAEN
HEIMABAKAÐ
HAFRAKEX
..SANNKÖLLUD KJARNAFÆDA
Benedikt Viggósson
aldurinn, sem „fiktið” byrjar
við. færist sífellt neðar.
Mikið hefur að segja hvernig
uppeldið er frá byrjun. Það er
eins og þegar er verið að planta
afleggjara af blómi. Hann
verður að vökva og sólin þarf að
ná til þessa litla vísis sem síðar
verður að blómi ef nægilega vel
er hugsað um hann.
Það verður að vera sól í hjört-
um barnanna í uppvextinum og
hún þarf að koma frá uppalend-
unum. Ef börnin njóta ekki
hlýju og skilnings ásamt sjálf-
sögðum aga er hætt við að
miður fari.
Það hefur mikið að segja
hvernig heimilisaðstæður eru.
Töluvert mikið er um hjóna-
skilnaði á íslandi og mikið um
einstæðar mæður sem eiga fullt
í fangi með að ala ungviðið upp
eins og æskilegast má teljast.
Þetta er auðvitað misjafnt og
það er ekki verið að setja neinn
stimpil á þennan hóp þjóðfé-
lagsins. En til eru dæmi um að
unglingar, sem ekki hafa notið
föður og móður eða upp-
alandinn hefur verið úr hófi
fram drykkfelldur, hafi leiðzt
út í óreglu og jafnvel siðar meir
afbrotaferil. Ég get nefnt ný-
legt dæmi, þegar þetta sann-
aðist, en það er of viðkvæmt
mál.
Undirritaður hafði nýlega
samband við fíkniefnalögregl-
una til að leita upplýsinga. Mér
var tjáð að staðan í vímugjafa-
málum væri allskuggaleg og
það yrði að bæta mikið aðstöðu
þessarar deildar lögreglunnar.
Þau fíkniefni, sem ungt fólk
er tekið fyrir neyzlu á eru aðal-
lega hass og maríjúana ásamt
amfetamíni. Þá hefur einnig
borið á því að ungt fólk hafi
verið tekið undir áhrifum LSD,
en það er stórhættulegt.
Algengasti aldursflokkurinn
er frá 18-25 ára en mér var tjáð
að þeir hefðu einnig haft ein-
hver afskipti af unglingum allt
ofan í 15 ára aldur.
LSD var notað erlendis við
geðveiki en horfið var frá því.
„Við fylgjumst með grunuð-
um,“ sagði heimildarmaður
minn, „ og reynum að hafá sem
mest eftirlit til að fyrirbyggja
innflutning á þessum efnum en
það verður seint hægt að
hindra allan innflutning.”
Mér var einnig tjáð að hass-
hundarnir hefðu reynzt vel en
hvort fleiri slíka þyrfti sagðist
viðmælandi minn ekki vera I
aðstöðu til að fullyrða neitt um.
Þá var mér tjáð að erfiðleik-
um ylli hvað þessi mál væru
þung í vöfum. „Þegar búið er
að dæma fíkniefnaneytenda í
gæzluvarðhald þarf málið að
fara í gegnum svo marga aðila
að við neyðumst til að sleppa
viðkomandi úr gæzluvarðhaldi
og þá er algengt að viðkomandi
sökkvi sér ofan i fíknilyf á ný.
Þetta getur líka haft slæm áhrif
ef fleiri eru viðriðnir málið.”
Þetta tjáði mér heimildar-
maður minn hjá fíkniefnalög-
reglunni.
Þótt liass sé talið tiltölulega
skaðlausast fíkniefna er hætta
á því að það sé blandað sterkari
efnum sem geta valdið heila-
skémmdum.
Dómsvaldið þyrfti að bæta
aðstöðu fíkniefnalögreglunnar
og senda lögreglumenn utan á
námskeið þvi einskis má láta
ófreistað til að koma í veg fyrir
að þessi ósómi breiðist út meira
en or^ið er.
Benedikt Viggósson
hárskeri.