Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.03.1977, Qupperneq 14

Dagblaðið - 21.03.1977, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MARZ 1977. Iþróttir KAíefsta sæti Arbæjarfélagið Fylkir sigraði mjög á óvart KA í 2. deild ís- landsmótsins í handknattleik á iaugardag — 18-15. Fyikir sann- aði enn að félagið er á réttri braut í handknattleiknum þó ungt sé að árum. Þessi ósigur KA gerir endanlega út um vonir um sæti í 1. deild að ári — staðreynd sem var orðin nokkuð ljós eftir ósigur iiðsins gegn KR fyrir rúmri viku. KA skauzt engu að síður á toppinn í 2. deild — en þar er skammgóður vermir þar sem félagið hefur lokið leikjum sín- um og Armann á fjóra til góða. KA skauzt á toppinn með því að sigra Breiðholtsfélagið Leikni í gær — 21-19. Staðan í 2. deild er nú: KA 14 9 2 3 310-254 20 Armann 10 8 2 0 244-167 18 KR 10 7 1 2 236-193 15 Þór 11 5 2 4 225-207 12 Fylkir 10 5 1 4 199-185 11 Stjarnan 12 4 2 6 239-241 10 Leiknir 12 2 2 8 237-284 6 ÍBK 13 0 0 13 218-277 0 Brazilía í úrslit Brazilía gerði jafntefli i gær í Ríó við Paraguay 1-1 og vann sér þar með rétt í næstu umferð keppninnar í Suður-Ameríku. Roberto skoraði mark Brasilíu úr víti, en Carlos Baez jafnaði fyrir Paraguay. Brazilía hlaut 6 stig í riðlinum, Paraguay 4 og Kolombía 2. 1 Santiago sigraði Chile Equador með 3-0 og er efst í 3ja riðli með 5 stig. Perú hefur 4, en Equador er úr leik.. Chile og Perú leika í Lima næsta laugardag og fæst þá úr því skorið hvort iandið leikur við Brazilíu og Bolivíu um réttinn á HM, segir í skeyti frá Reuter. Viðar meistari Viðar Guðjohnsen, A, varð íslandsmeistari í opna flokknum á júdómótinu í gær. Sigraði íslandsmeistarann frá í fyrra, Gísla Þorsteinsson, A, í úrslitum. íslandsmeistari kvenna í opna flokknum varð Anna Lára Friðriksdóttir. Urslit íÞýzkalandi Urslit í vestur-þýzku knatt- spyrnunni á laugardag urðu þessi: Tenn. Berlín — Saarbrucken Essen — Hertha Schalke — Bayern Dusseldorf — Borussia Brunswick — Karlsruher Frankfurt — Duisburg Köln — Hamborg Bremen — Dortmund Kaiserslautern — Bochum Loks vann Borussia Mönchen- gladbach — fyrsti sigur liðsins í sex leikjum. Alan Simonsen skoraði markið og Borussia er nú aðeins einu stigi á eftir Eintracht Brunswick. 1-1 2-2 0-0 0-1 3-3 3-1 3-3 3-0 2-0 Heimsmet Norðmaðurinn Jan Egil Storholt setti tvö heimsmet á alþjóðlegu skautamóti í Alma Ata í Sovétríkjunum í gær. Hljóp 1500 m á 1:55.18 mín. og bætti heimsmet Hollendingsins van Helden um nær hálfa sekúndu. Þá fékk hann samanlagt 163.221 stig — og stórbætti heimsmet Piet Klcine, Hollandi, 165,884 stig. Iþröttir Iþróttir RITSTJÓRN: HALLUR SiMONARSON Rangers slapp af króknum! Það er eins og Rangers nái alltaf sínum bezta leik fram gegn okkur í Celtic, en við slcpptum þeim þó af króknum á laugar- daginn, sagði Jóhannes Eðvalds- son, þcgar blaðið ræddi við hann í gær. Jóhannes lék allan leikinn sem miðvörður hjá Celtic. Jafn- tefli varð 2-2 í þessum leik Glasgow-jötnanna. Leikið var á Ibrox — leikvelli Rangers — svo Celtic getur verið ánægt með annað stigið. Við slepptum þeim, sagði Jóhannes ennfremur. Eftir aðeins 10. mín. skoraði Roy Aitken fyrir Celtic og við fengum mjög góð tækifæri til að auka muninn verulega. Alfie Conn átti skot í stöng, Kenny Dalglish komst frír að marki Rangers, en spyrnti knettinum beint í fangið á mark- verðinu, og Ronnie Glavin lék saman leik rétt á eftir. Og svo jafnaði Parlane fyrir Rangers. Þegar 15. mín. voru til leiksloka skoraði Rangers og komst í 2-1. Það var rangstöðumark. McLean var með knöttinn úti á kanti og gaf fyrir á Parlane, sem var fyrir innan Pat Stanton, okkar aftasta mann. Gífurleg læti urðu á áhorf- endasvæðunum eftir að dómarinn hafði dæmt mark. Leikurinn var stöðvaður þar sem áhorfendur hlupu niður á völlinn. Lögreglan handtók 41 og 15 meiddust í átökum. Leikurinn hófst ekki aftur fyrr en Jock Stein, fram- kvæmdastjóri Celtic, hafði farið niður á áhorfendasvæðin og beðið áhorfendur að hætta látunum. Þetta tök allt hátt í tíu mín. og þegar leikurinn hófst að nýju skoraði Celtic strax, sagði Jóhannes. Johnny Doyle tók aukaspyrnu og gaf á Aitken. Hann spyrnti viðstöðulaust á markið og knötturinn geystist rétt yfir grassvörðinn í mark Rangers. 2-2 og þau urðu úrslit leiksins. Þess má geta, að fyrr í leiknum var dæmt mark af Rangers*vegna rangstöðu. Mér gekk ágætlega í leiknum, sagði Jóhannes — og í leiknum gegn Motherwell sl. miðvikudag var ég tengiliður. Skoraði þá ágætt mark. Komst einn innfyrir og lék síðan á markvörðinni. Á laugardag fór maður hins vegar lítið fram, sagði Jóhannes að lok- um. Urslit í úrvalsdeildinni á laug- ardag urðu þessi: Ayr—Partick 1-1 Dundee Utd.—Hibernian 1-0 Hearts—Aberdeen 1-1 Motherwell—Kilmarnock 2-0 Rangers-Celtic 2-2 Staðan er nú þannig: Celtic 26 17 6 3 62-31 40 Dundee U. 27 15 7 5 48-30 37 Rangers 27 12 9 6 43-28 33 Aberdeen 26 11 9 6 42-27 31 Hibernian 26 6 14 6 24-25 26 Partick 27 7 9 11 29-39 23 Motherwell 23 7 7 9 36-39 21 Hearts 26 5 10 11 36-45 20 Ayr 26 7 5 14 32-53 19 Kilmarnock28 3 6 19 25-60 12 Þá er knötturinn byrjaður að rúlla í knattspyrnunni. Tveir leikir voru háðir í Litlu bikar- keppninni á laugardag. A Akra- nesi léku heimamenn við FH og sigruðu 3-1. Leikurinn var lengstum mjög jafn, og nokkuð góð knattspyrna, sem liðin sýndu á blautum velli. A 20. min. skoraði Kristinn Björnsson, áður Valur, fyrsta mark leiksins, en 10 mín. síðar jafnaði Ólafur Dani- valsson fyrir FH. Lék á mark- vörð ÍA, Jón Þorbjörnsson, áður Þróttur, og renndi knettinum í mark. Þegar 12 mín. voru til leiksloka komst Ölafur aftur í færi, lék á Jón. en renndi knettin- um framhjá marki og rétt á eftir skoruðu Akurnesingar, Pétur Pétursson, en FH-ingar töldu hann rangstæðan. A 81. mín. skoraði Pétur aftur og sýndi í leiknum að hann hefur haft gott af dvölinni hjá Rangers. í Kópavogi léku Breiðablik og IBK og varð jafntefli 1-1. Heiðar Breiðfjörð skoraði mark Breiða- bliks um miðjan f.h., en Rúnar Georgsson jafnaði fyrir ÍBK með Spyrnu frá miðju. Knötturinn datt yfir markvörð Breiðabllks. A DB-mynd Bjarnleifs er Rúnar við knöttinn við mark Breiðabliks. Punktamótiö í Bláf jöllum: FJÓRTÁN ÁRA 0G VANN í SVIGINU Punktamót fullorðinna var haldið í Bláfjöllum um síðustu helgi. A laugardaginn var keppt í stórsvigi. Veður var þá mjög gott til keppni, logn og sólskin. A sunnudaginn var veður breytt til hins verra, súld og þoka, sem háði keppendum nokkuð. Nokkrir at beztu unglingum landsins hafa unnið sér rétt til þátttöku í mótum fullorðinna og komust tveir af þeim á verðlaunapall, Guðrún B. Leifsdóttir, sem varð nr. 3 í stórsviginu og Ardís Alfreðsdóttir, aðeins 14 ára, sigraði í svigi kvenna og þótti það vel af sér vikið. Aðrir, sem sigruðu eru gamal- kunnir í skíðaíþróttinni. Skíða- deild Ármanns sá um framkvæmd mótsins sem tókst vel. Urslit urðu þessi: Stórsvig, kvennaflokkur. 1. Kristín Ulfsdóttir. 1, 125.96 2. Margrét Baldvinsd., A, 126,01 3. Guðrún Leifsdóttir, A, 126,85 Stórsvig, karlaflokkur. 1. Haukur Jóhannsson, A, 118,79 2. Hafþór Júlíusson, í, 119,46 3. Einar V. Kristjánss., í, 120,56 Svig, karlaflokkur 1. Árni Óðinsson, A, 113,88 2. Valur Jónatansson, R 114,50 3. Haukur Jóhannsson, A, 116,09 Svig, kvennaflokkur. Aðeins Charleroi vann — Við hjá Union sóttum nær stanzlaust gegn Togeren á heima- velli í 2. deildinni í gær — en tókst ekki að skora. Jafntefli varð 0-0 og það var ekki nógu gott eftir gangi leiksins, sagði Marteinn Geirsson í Brussel, en hann lék allan leikinn með Union ásamt Stefáni Halldórssyni. Boom cr efst í 2. deild með 33 stig, Patro hefur 31 og Union 29 stig. Union varð fyrir áfalli á föstu- dag, þegar fyrirliði liðsins, gamli, belgíski landsliðsmaðurinn Verheyen meiddist. Hann verður frá í mánaðartíma að talið er. Ilann er einn albezti maður liðsins. Sex umferðir eru eftir í 2. deild og efsta liðið kemst í 1. deild-. Þrjú lið keppa síðan um réttinn að komast í 1. deild — um eitt sæti, og verður Union meðal þeirra, Anderlecht sigraði Standard á laugardag 1-0. Ég horfði á þann leik. Rensenbrink skoraði mark Anderlecht, en lið Standard var heldur slakt í leiknum, sagði Mar- teinn. Þá vann Charleroi og er alveg komið af hættusvæðinu í 1. deild. Guðgeir var varamaður í leiknum, en kom ekki inn á. Urslit í 1. deildinni. Antwerpen — Lierse 2-1 Malinois — Beerschot 2-5 Courtrai — FC Brugge 1-2 FC Liege — Beringen 0-0 Beveren — Molenbeek 2-0 Sigur ÍA — Jaf nt í Kópavogi 1. Ásdís Alfreðsdóttir, R, 134,57 2. Margrét Baldvinsd., A, 136,77 3. María Viggósdóttir, R, 141,62 -Sig. Þorri. CS Brugge — Ostende Charleroi — Lokeren Winterslag — Waregem Anderlecht — Standard

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.