Dagblaðið - 21.03.1977, Síða 15

Dagblaðið - 21.03.1977, Síða 15
IJAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 21. MARZ 1977. 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Metaregn í sundi og íslandsmet í metum! — Þrettán íslandsmet sett eða jöf nuð á íslandsmótinu í sundi um helgina Það ,er vinna, sem liggur að baki þessum ágæta árangri sund- fólksins, enn og aftur vinna, sagði Guðmundur Harðarson, þjálfari Ægis, eftir að hvert íslandsmetið á fætur öðru var sett á Íslands- mótinu í sundi innanhúss um helgina. Mótið' var mikill per- sónulegur sigur fyrir Guðmund. Sundfólkið hans í Ægi sigraði í 23 greinum af 24 á mótinu og slíkt hlýtur að vera einsdæmi á sund- móti hér. A mótinu voru sett 12 islandsmet og að auki var eitt jafnað — og öll voru metin sett á kiassískum vegalengdum. Þá voru sett sex unglingamet. Það var því sannarlega metaregn á mótinu og sennilega er þetta nýtt Íslandsmet í metum á einu og sama mótinu. Þó var sundfólkið oft nálægt slíku um 1970. Mótið hófst á föstudag í Sund- höllinni og strax í fyrstu grein var sett íslandsmet. Þórunn Alfreðs- dóttir, Ægi, sigraði á 9:51.2 mín. en eldra met hennar var 9:57.4 mín. Það var í 800 m skriðsundi. I 1500 skriðsundi varð Sigurður Ölafsson íslandsmeistari á 17:18.6 mín. I 400 m skriðsundi setti Sigurður tvö íslandsmet. Synti í undanrás á 4:17.0 mín. og bætti árangurinn í úrslitum i 4:16.0 mín. Eldra met hans var 4:17.5 mín. Þá jafnaði Sigurður tslands- met Finns Garðarssonar í 100 m Dansk-íslenzkt heimsmet! Lóa Ólafsson, Danmörku, sem er af íslenzkum ættum, náði á laugardag bezta heimstíma kvenna í 10000 metra hlaupi í 'keppni í Kaupmannahöfn. Hún hljóp vegalengdina á 33:34,2 sek., sem er 16.2 sek. betra en hið óopinbera heimsmet Crista Valensieck, Vestur-Þýzkalandi. skriðsundi, synti á 54.9 sek. Sex syntu innan við mínútu. í 200 m baksundi setti Bjarni björnsson, Ægi, nýtt islandsmet á 2:23.2 mín. en eldra metið átti kappinn kunni, Guðmundur Gíslason, 2:23.4 mín. Bjarni varð einnig íslandsmeistari í 100 m baksundi á 1:05.9 mín. í 200 m bringusundi setti hin 13 ára Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi, nýtt islands- met — synti á 2:50.5 mín., en eldra met hennar var 2:51.2 mín. í 100 m bringusundi sigraði Sonja á 1:19.9 mín. sem er telpnamet og aðeins fjórum sekúndubrotum frá íslandsmeti Ellenar Yngva- dóttur. Sonja setti einnig telpna- met í 50 m á 38 sek. og 200 m baksundi 2:40.5 mín. Var þar ís- landsmeistari. Það var skammt stórra högga á milli hjá Þórunni Alfreðsdóttur. Auk metsins í 800 m — þar setti Unnur Brown nýtt telpnamet 11:54.9 mín. — setti Þórunn Is- landsmet í 400 m fjórsundi á 5:24.9 mín. og bætti met sitt veru- lega, 5:31.7 mín. Einnig í 400 m skriðsundi á 4:46.4 mín. Eldra metið átti Vilborg Sverrisdóttir, SH, 4:46.7 mín. Guðný Guðjónsdóttir, Ármanni, sem var eini íslandsmeistarinn utan Ægis, náði stórgóðum tíma í 100 m skriðsundi á 1:05.5 mín. Var aðeins þremur sekúndubrot- um frá bezta tíma móður sinnar á vegalengdinni, hinnar frægu sundkonu Ágústu Þorsteins- dóttur. Og enn er Guðný aðeins 13 ára. Frábært efni. Hermann Alfreðsson náði ágætum tíma í 100 og 200 m bringusundi og stór- bætti árangur sinn. Hermann er 17 ára og synti 100 m á 1:11.6 mín. og 200 m á 2:35.7 mín. Varð ís- landsmeistari á báðum vegalengd- um. Eldri bróðir hans, Axel, setti ágætt íslandsmet í 400 m fjór- sundi á 4:55.6 mín. Eldra metið átti hann sjálfur, 4:59.2 mín. í 100 Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi. Setti ísiandsmet í þremurgreinum og varð fimmfaidur íslandsmeistari í einstaklingsgreinum auk tveggja boð- sunda. DB-mynd Bjarnleifur. m flugsundinu varð Þórunn systir þeirra Islandsmeistari á 1:10.4 mín. og i 100 m baksundi varð Sonja Hreiðarsdóttir tslands- meistari á 1:16.3 mín. Stórbætti árangur sinn. I 200 m flugsundi var Þórunn íslandsmeistari á 2:32.2 mín. og í 200 m baksundi setti Hugi Harðarson, Selfossi, sveinamet á 2:30.9 mín. íslandsmet voru sett í öllum boðsundunum. Kvennásveit Ægis I 4x100 m fjórsundi á-5:00.7 mín. og 4x100 m skriðsundi á 4:30.6 mín. og karlasveit Ægis í 4x100 m fjórsundi á 4:19.5 mín. og 4x200 m skriðsundi á 8:21.3 mín. Tím- arnir bættir verulega í öllum sundunum. íslandsmótið í heild lofar mjög góðu um árangur í sumar og gefur vonir um góðan árangur í 8-landa keppninni, sem verður haldin hér í Laugardalslauginni 2.—3. júlí. ÞORBERGUR SKEINIV-ÞYZKALANDI! íslenzka landsliðið undir 21 árs tapaði tvívegis fyrir V-Þýzkalandi, 15-18,7-14 og Stenzel lét taka Þorberg úr umferð—en hann skoraði 11 mörk — Við töpuðum tvívegis fyrir v- þýzka landsliðinu skipuðu leik- mönnum undir 21 árs aldri. Fyrri leikurinn tapaðist 15-18, en hinn síðari stórt —7-14. V-Þýzka liðið var skipað ákaflega sterkum leik- mönnum, allir nema mark- verðirnir hafa leikið með a- landsliði Þýzkalands, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari íslenzka landsliðsins skipuðu leikmönnum undir 21 árs aldri en liðið kom heim í gær. — Þjóðyerjarnir leggja gífurlega áherzlu á unglingalið sín og þannig lét Stenzel leikmenn í landsliðinu u-21 ára aldrei æfa með a-landsliðinu í vetur. Sovét- menn léku nýlega þrjá leiki við V-Þýzkaland, sem sigraði tvívegis og þar voru fjórir af þeim leik- mönnum, sem léku gegn okkur i a-liðinu og stóðu sig vel. Enda kom frant hjá Stenzel að hann leggur gífurlega áherzlu á þetta lið, er sigraði okkur. — Nú, en fyrri leikurinn tapaðist 15-18 eftir að jafnt hafði verið í leikhléi 8-8. Leikurinn fór fram í Vellmar að viðstöddum 1300 áhorfendum, fullskipuðu húsi. Þjóðverjar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en Steindór Gunnarss. opnaði markareikning Islands eftir að Bjarni Guð- mundsson hafði stokkið inn úr horninu, þótzt ætla að skjóta en gefið á Steíndór á línunni, sem skoraði fallega. Leikurinn var mjiig jafn og var vörn íslenzka liðsins mjög föst fvrir og ágæt markvarzla Arnar Guðm.sonar í marki Islands. Þorbergur Aðalsteinsson var mjög sterkur í sókninni, skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik, hið síðasta beint úr aukakasti eftir að leiktíma var lokið. Þorbergur kom geipisterkur út, og greip Stenzel til þess ráðs að taka hann úr umferð í síðari hálf- leik. Leikurinn var mjög jafn, jafnt, 11-11, 12-12 og 13-13. Islendingar voru þá einum manni fleiri en reynt var ótímabært skot og Þjóðverjar brunuðu upp og skoruðu. Þetta kom tvívegis fyrir og Þjóðverjar sigruðu 18-15. Þorbergur Aðalsteinsson sannaði þarna að hann er sannar- lega maður framtíðarinnar. Hann skoraði 8 mörk, 4 úr vítaköstum. Konráð Jónsson kom einnig sterkur út úr letknum, skoraði 4 mörk, Steindór Gunnarsson 2, og Hannes Leifsson 1. Síðari leikurinn fór síðan fram í Hildeshein og enn var fullt hús — nú 1000 manns. Þorbergur Aðalsteinsson var þegar í upphafi tekinn úr umferð og Þjóðverjar komust í 2-0. Steindór Gunnars- son blokkeraði skemmtilega fyrir Þorberg, sem skoraði tvö næstu mörk, 2-2. Síðan komust Þjóðverjar í 4-2, og 6-4, en staðan I leikhléi var 6-5. Vörnin var mjög sterk í leiknum og Sigurður Ragnarsson stóð sig mjög vel í markinu en hann lék bróðurpartinn af leiknum í marki. Síðari hálfleikur var hins vegar imjög slæmur, liðið hætti að leika sem heild og leikmenn skutu í tima og ótíma, knettinum ekki haldið í sókninni. Skotnýting varð ákaflega slæm —25% í síðari hálfleik. Þjóðverjar héldu hins vegar haus og eins virtust dómararnir hggstæðir þýzka liðinu. Þannig fekk þýzka liðið 4 vítaköst dæmd, Island ekkert, en þó hefði verið dæmt vlti á svipuð brot í fyrri leiknum. En skýringin var þó fyrst og fremst að liðið hætti að leika sem heild þó varnarleikurinn og markvarzlan hafi verið góð. Þjóðverjar unnu stórt, 14-7. Mörk tslands skoruðu: Þorbergur Aðalsteinsson 3, Símon Unndórsson 2, Hannes Leifsson og Gústaf Björnsson 1 mark hvor. — Ég tel að þessir leikir hafi sannað að alls ekki má slá slöku við unglingastarfið, það kemur niður á handknattleiknum síðar. Þannig var Vlado Stenzel sér- deilis hissa þegar hann frétti að ísland sendi ekki lið u-21 árs á heimsmeistarakeppnina í Svíþjóð, sagði Jóhann Ingi einnig. STENMARK HEIMSMEISTARI Þó enn séu þrjú mót eftir í keppninni um heimsbikarinn hefur Ingemar Stenmark, Svíþj., þegar tryggt sér sigurinn annað árið í röð. Stenmark sigraði í svigi í Are í Sviþjóð í gær. Ahorfendur voru yfir 20 þúsund með Karl Gústav konung í broddi fylking- ar. Stenmark var ákaft fagnað, þegar hann vann sinn áttunda sigur í keppninni í vetur. Það er met — áður hafa sex sigrar á keppnistímabili verið það mesta. Stenmark hefur nú hlotið 289 stig. Klaus Ileidegger, Austur- ríki. er annar með 227 stig og Franz Klammer þriðji með 203. Fjórði er Piero Gros með 163 stig. og Bernard Russi er fimmti með 148 stig. Sjötti er Gustavo Thoeni með 137 stig, en hann hefur manna oftast sigrað i keppninni um heimsbikarinn. Stenmark hafði gífurlega yfir- burði í Are. Fékk tímann 1:38.93 mín. Franco Bieler, Italíu, varð annar á 1:40.52 mín. Þá Thoeni á 1:41.02 mín. og Poul Frommelt, Lichtenstein, fjórði á 1:41.27 mín. I fimmmta sæti voru þeir Heidegger og Gros jafnir á 1:41.51 mín. Iþróttir Staðaní l.deild tJrslit leikja í 1. deild um helgina: Grótta — Fram 16-21 FH — Haukar 21-21 Staðan I 1. deild er nú: Valur 7 6 0 1 161-127 12 Víkingur 8 6 0 2 199-172 12 Haukar 9 5 2 2 180-177 12 FH 8 4 1 3 184-166 9 ÍR 8 3 2 3 157-171 8 Fram 8 3 1 4 160-165 7 Þróttur 8 0 3 5 146-174 3 Grótta 8 0 1 7 154-189 1 Markhæstu leikmenn Islands- mótsins eru: Hörður Sigmarss. Haukum 72/22 Geir Hallsteinsson FH 50/10 Viðar Símonarson FH 48/17 Ólafur Einarsson Víking 47/8 Jón Karlsson Val 43/18 Þorbjörn Guðmundsson Val41/7 Konráð Jónsson Þrótti 41/6 Þorb. Aðalsteinsson Víking 36/— Pálmi Pálmason Fram 35/16 Björgvin Biörgvinsson Vík. 34/2 Brynjólfur Markússon ÍR 33/— Þór Óttesen Gróttu 33/— Viggó Sigurðsson Víking 32/8 Arni Indriðason Gróttu 30/18 Jóhann vann alla leikina Jóhann Kjartansson, bad- minton-maðurinn ungi, sýndi snilldartakta á úrtökumóti Bl, sem lauk í TBR-húsinu i gær. Hann sigraði alla mótherja sína á mótinu og aðeins einu sinni þurfti að hækka upp. Það var gegn Friðleifi Stefánssyni, sem Jóhann sigraði 15-8 og 18-15. Islandsmeistarann Sigurð Har- aldsson sigraði Jóhann með 15-11 og 15-13. Atta beztu badmintonmenn landsins tóku þátt i mótinu.. Jóhann sigraði — í öllum sjö leikjum sínum. Sigurður varð annar með 5 vinninga. Tapaði fyrir Jóhanni og Sigfúsi Ægi Arnasyni. 1 3.-5. sæti með 4 vinninga voru Sigfús Ægir, Jóhannes Guðjónsson, ÍA, og Haraldur Kornelíusson. Friðleifur Stefánsson og Hörður Ragnarsson, ÍA, hlutu tvo vinninga og Reynir Þorsteinsson rak lestina. Hiaut engan vinning. Fyrirhugað er að senda tvo menn á heimsmeistaramótið, sem verður í Svíþjóð 3.-8. maí — og verða það sennilega tveir efstu menn á úrtökumótinu Jóhann og Sigurður. Nýjasta tölva með hornaföll- um frá CASIO Fljótandi kristall í stafa- borði, notar aðeins 1 raf- hlöðu. Þykkt 14 mm. Lengd 128 mm. Breidd 67 mm. Þyngd 93 g. Smellur í brjóst- vasann. Verð kr. 12.900. CASI0 umboðið STÁLTÆKI Vesturveri. S. 27510. fidWMHHfllSHUUMEB

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.