Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.03.1977, Qupperneq 19

Dagblaðið - 21.03.1977, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MARZ 1977. ---------- Náttúrlegur og tilbú- inn steinefnaáburður 1. Náttúrlegur steinefna- áburður er aðallega tvenns kon- ar: „gúanó“ og „Chile“- saltpétur. a. Gúanó. I Perú og á eyjum undan stönd þess hefur um langt skeið hlaðist upp fugla- drit, gúanó. Það hefur varðveist vel því að þurrt er i veðri þar í Iandi, skammt norðan eyði- merkurinnar Atacama, þurr- asta svæðis jarðar. Inkarnir notuðu gúanó til áburðar þegar Evrópumenn komu til Suður-Ameríku. Til Evrópu var gúanó fyrst selt 1810. Otflutningur þess varð þó ekki reglubundinn fyrr en 1840. Fór hann slðan vaxandi I þrjá áratugi uns hann náði há- marki 1870, 522 þúsundum tonna. Þá var tekið að ganga á gúanó-lögin. Og á næstu árum féll útflutningur þessi niður í um 50 þúsundir tonna á ári þar til fyrir hann tók að miklu leyti. Efnasamsetning gúanós er ekki í mjög föstum skorðum. Þannig nemur köfnunarefni 8- 15% af þunga þess, fosfór 4- 11% og kalíum 2-4%. b. Chile-saltpétur. Nyrst í Chile, í eyðimörkinni Atacama í um 700 m háeð, eru mikil „salt“- lög, brún-rauð að lit. Lögin eru um 300 mílna löng, um 5 til 40 mílna breið, allt frá fáeinum þumlungum upp 1 14 fet á þykkt. Myndunarferli þessara saltlaga munu að nokkru leyti vera önnur en annarra mikilla saltlaga sem eru í jörðu viða um lönd. Ur lögum þessum hefur frá 1813 verið unninn steinefna- áburður, aðallega saltpétur blandaður köfnunarefni, svo- nefndur Chile-saltpétur, (NaN03> og lítið eitt af eigin- legum saltpétri (KNO3). Chile- saltpétur hefur verið unninn úr lögunum með tveimur aðferð- um. Önnur er kennd við Shanks en hin við Guggenheim. 2. Tilbúinn köfnunarefnis- áburður er ekki unninn beint úr köfnunarefni heldur úr ammóníaki (NH3). Hins vegar er ammóníak unnið með því að binda vatnsefni köfnunarefni sem unnið hefur verið úr and- rúmsloftinu. Að miklu leyti mun þó ammóníak vera unnið úr kolum. a. Ammóníak úr kolum. Þegar kol eru koksuð losna úr þeim sambönd köfnunarefnis og nokkurra annarra efna, meðal þeirra ammóniak. Kol hafa verið koksuð í ýmsum til- gangi, svo sem til framleiðslu ljósgass og til járnvinnslu. b. Ammóníak úr köfnunar- efni andrúmsloftsins. Tvær meginaðferðir munu vera til að vinna köfnunarefnisáburð úr andrúmsloftinu. önnur þeirra er norsk en hin þýsk. I Noregi komust Birkeland og Eyde 1907 upp á lag með að vinna köfnunarefni úr and- rúmsloftinu með því að blása því á milli rafpóla í ofni við 3000 stiga hita C. Um 1,5% sam- einda köfnunarefnisins leysast þá upp og ganga í samband við frumeindir súrefnisins. Mynd- ast þá köfnunarefnissýringur (NO). Eftir nokkrum króka- leiðum er unnin úr honum salt- péturssýra sem blönduð er kalksteini og síðan eimuð. Kem- ur þá fram áburður sá sem nefndur er Noregs-saltpétur, (Ca(N03)2)- Aðferð þessi er mjög orkufrek og hefur því ver- ið lögð niður. Þýska aðferðin er í megin- atriðum á þessa leið: Andrúms- loftinu er þjappað saman og það kælt uns það verður fljót- andi og eru þá köfnunarefnið og súrefnið aðskilin við eim- ingu. — Vatnsefnið er unnið úr kolum, olíu, jarðgasi eða jafn- vel vatni. — tJr köfnunarefn- inu og vatnsefninu er ammóníak síðan unnið synthe- tiskt með aðferð sem þýskur efnafræðingur, Fritz Haber, fann 1910. Fer vinnsla ammóníaksins að jafnaði fram við 500-600 stiga hita C og 900- faldan loftþrýsting. 3. Fosfór-áburður, fosföt, mun aðallega vera tilreiddur úr tveimur steinefnum, apatíti og fosfatsteini. Um apatít er óvíða svo mikið að nám þess svari kostnaði. í Ontarío í Kanada munu vera auðugust lög af apatíti en tals- vert er um það á Kola-skaga f Rússlandi, í tJganda og í Transvaal í Suður-Afríku. Apatít er líka unnið úr gfabbó- lögum í Noregi og úr segul- járnsteininum fræga við Kiruna og Gallivara í Sviþjóð. Fosfat-steinn fyrirfinnst á fornum hafsbotnum, nú á þurru iandi, þar sem kaldur sjór hefur forðum leitað upp á yfirborðið. Kaldi sjórinn hefur þá gefið frá sér koltvísýring en um leið hafa fallið úr honum fosföt og lagst á botninn. Kunn slík botnlög eru í Bandaríkjun- um, i Florida, Tennessee og Þann 6. nóv. voru gefin saman í hjónaband af séra Karli Sigur- björnssyni f Háteigskirkju ungfrú Herdís Jónsdóttir og Stefán Rögnvaldsson. Heimili þeirra er að Háaieitisbraut 30 Rvík. Ljósmyndastofa Gunnars Suðurveri. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Grími Grímssyni í Laugarneskirkju ungfrú Hanna Maria Odd- steinsdóttir og Bjarni Sverris- son. Heimili þeirra er að Efstasundi 13 Rvík. Ljós- myndastofa Þóris. Þann 13. nóv. voru gefin saman í hjónaband af séra Hreini Hjartarsyni ungfrú Sesselja Svava Svavarsdóttir og Guð- mundur Borgar Skarphéðins- son. Heimili þeirra er að Þóru- felii 6 Rvík. Ljósmyndastofa Gunnars Suðurverl. Þann 13. nóv. voru gefin saman í hjónaband af séra Ragnari Fjaiari Lárussyni i Haligríms- kirkju ungfrú Sigrún Magnea Jóelsdóttir og Erling Bjarna- son. Heimili þeirra er að Snorrabraut 35 Rvík. Ljós- myndastofa Þóris. Þann 30. sept. voru gefin saman í hjónaband af sr. Arna Páls- syni i Kópavogskirkju ungfrú Pálmey Helga Gísladóttir og Rúnar Ingólfsson. Heimili þeirra er að Furugrund 52 Kóp. Ljósmyndastofa Gunnars Suðurveri. Nýlega voru gefin saman i hjónaband af séra Garðari Svavarssyni í Laugarneskirkju ungfrú Gréta Vigfúsdóttir og Guðmundur Birgisson. Heimili þeirra er að Krummahóium 4 Rvík. Ljósmyndastofa Þóris. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Halldóri Gröndal ungfrú Hjálmfríður Jóhannsdóttir og Einar As- mundsson. Heimili þeirra er aö Grenimel 14, Rvík. Ljósmyndastofa Þóris. Þann 13. nóv. voru gefin saman í hjónaband af séra Ólafi Skúlasyni ungfrú Rósa Krist- mundsdóttir og Valgeir Már Asmundsson. Heimili þeirra er að Vitastíg 11 Rvík. Ljós- myndastofa Gunnars Suður- veri. Ætlar að leika í sjón- að halda sér alveg sérlega vel Nú hyggur sú gamla á „aftur- komu“. Hún hefur gert samn- ing við fyrirtæki um nokkrar Marlene gamla Dietrich vill Satt að segja dytti engum það í sjónvarpsauglýsingar. Ekki helzt halda því leyndu að hún hug ef dæma ætti eftir útliti fylgdi fréttinni hvað hún ætlar sé orðin sjötíu og fimm ára. hennar, því henni hefur tekizt að auglýsa. varpsauglýsingum Kjallarinn Haraldur Jóhannsson Suður-Karóllna. tlr þessum tveimur steinteg- undum er fosfór unninn með þeirri meginaðferð að mylja steintegundirnar og bæta síðan í mylsnuna brennisteinssýru. Koma þá fram kalsium-súlfat og kalsium-fosfat sem saman blönduð eru fosfór-áburður, superfosfat. — Fosfór verður einnig unnið úr apatíti og fos- fatsteini með kemískri aðferð og fyrir mikla upphitun. 4. Kalíum-áburður er unninn (hreinsaður) úr lögum á forn- um hafsbotnum (líkt og fosfat- steinn). Á þessum fornu hafs- botnum hafa fyrir útfall salta hlaðist upp mikil lög eins og nú eru að myndast í Dauðahafi og í Salt Lake (í Utah í Bandaríkj- unum). Matarsalt (natríum- klóríð) fellur fyrr út en kalíum- klórið sem sest ofan á það (en hefur sums staðar skolastburt) Slík saltlög eru í mörgum lönd- um heims, i Þýzkalandi (senni- lega hin kunnustu), Frakk- landi, Spáni, Ráðstjórnarríkj- unum, Israel, Indlandi, Japan, Ástralíu, Suður-Afríku og Bandaríkjunum. 5. Tveimur eða öllum þremur megintegundum tilbúins áburð- ar er stundum blandað saman svo að þau verði borin á í einu lagi (en hlutföll þeirra geta verið með ýmsu móti). 1 sumar tegundir blandaðs áburðar er að auki bætt efnum sem plöntur taka aðeins til sín i litlum mæli. Haraldur Jóhannsson hagfræðingur. Beðið eft- ir barni í níu ár Hin fagra Ann Margret, úr poppóperunni Tommy, hefur nú sagt frá því að hún og maður hennar Rogert Smith, hafi þráð innilega sl. níu ár að eignast barn. Ekkert hefur gengið hjá þeim enn, en þau’ binda miklar vonir við vorið.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.