Dagblaðið - 21.03.1977, Page 28
Siglingamálastofnun telur
skýríngu vamarmála-
deildar ófullnægjandi
„Dósirafhlustun-
arsívalningum,”
segir Páll Ásgeir
Tryggvason
„Siglingamálastofnun mun
fara af stað til að athuga hvað
þetta er, sem Bandarikjamenn
hafa fleygt í sjóinn, í hvaða
magni og hvernig pakkað,“
sagði Páll Ragnarsson aðstoðar-
siglingamálastjóri í morgun.
Hann kvað skýringu varnar-
máladeildar ekki fullnægjandi.
,,Ég tel þó að þetta hafi enga
hættu i för með sér eftir þeirri
lýsingu sem deildarstjóri
varnarmáladeildar hefur
gefið,“ sagði aðstoðarsiglinga-
málastjóri. Sennilega væri ekki
hætta á veiðarfæratjóni.
Spurningunni um lögbrot
Bandaríkjamanna svaraði hann
þannig að hann vissi ekki hvaða
lög hér næðu yfir starfsemi
Bandaríkjamanna. Það væri
utanríkisráðuneytisins að líta á
það mál.
„Það voru dósir úr hlustunar-
sívalningum sem Bandaríkja-
menn létu henda í sjóinn á
fimmtudagskvöld,“ sagði Páll
Ásgeir Tryggvason, deildar-
stjóri í varnarmáladeild utan-
ríkisráðuneytisins, í morgun.
Páll sagðist vera viss um að
þarna væri ekki um nein hættu-
teg efni að ræða.
Hann kvaðst gramur yfir því
að Bandaríkjamenn hefðu ekki
látið varnarmáladeild vita en
þeir hefðu hins vegar haft sam-
band við lögreglustjóra og land-
helgisgæzlu og fengið þar leyfi.
Páll sagði að þessar dósir
væru á stærð við meðal niður-
suðudósir. Þær væru botninn á
hlerunarsívalningum sem eru
notaðir til að hlusta eftir kaf-
bátum. í þeim væri hvellhetta
sem springi, þegar sívalningun-
um væri fleygt út úr flugvélum.
Þær dósir sem nú hefði verið
fleygt í sjóinn hefðu verið
notaðar og engin hvellhetta i
þeim. Þetta hefði safnazt fyrir
á „vellinum“ og hefðu börn
verið farin að leika sér með
dósirnar og kasta þeim, til
dæmis í bíla.
„Dósirnar eru opnar i annan
endann og sökkva til botns,“
sagði Páll.
Hann sagði að þetta væri
„búið og gert“, varnarmála-
deild biði eftir skýrslu frá
varnarliðinu en ekki væri að
vænta frekari eftirmála.
-HH
Prestskosningarnar
íHafnarfirði:
69,2%
og 49%
kjörsókn
Prestskosning var í tveim-
ur sóknum í Hafnarfirði i
gær. I Víðistaðasókn voru
2106 á kjörskrá og greiddu
1036 atkvæði, auk þess voru
23 atkvæði sem vísað var til
yfirkjörstjórnar. í kjöri var
séra Sigurður H. Guðmunds-
son.
í Hafnarfjarðarsókn voru
3565 á kjörskrá. Alls
greiddu 2461 atkvæði í kjör-
deildum og auk þess 8 hjá
yfirkjörstjórn. 1 framboði
voru tveir prestar, séra
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
og séra Gunnþór Ingason.
Segir af siglingu:
Óhljóðin dofnuðu því meir
sem lækkaði í flöskunni
Ekki þykir miklum tíðindum
sæta þótt menn séu færðir til
blóðsýnistöku vegna meintrar
ölvunar við akstur. Hitt er
fátíðara að menn séu teknir til
sömu hluta vegna gruns
um ölvun á siglingu. Þetta henti
þó i fyrrakvöld nánar tiltekið
suður í Vogum, — þcim
umrædda stað. Forsaga málsins
er sú að bátseigandi einn í
höfuðborginni hafði siglt árla
dags til Keflavíkur til að fá
aðstoð kunningja síns við að
kann torkennileg hljóð í aflvél
bátsins — sem er um 10 tonn
að stærð. Bogruðu þeir næstum
daglangt yfir vélinni og virtist
sem þeim hefði heppnazt
viðgerðin. Hélt borgarbúinn
hinn glaðasti af stað frá Kefla-
vík undir kvöldið, enda höfðu
hann og viðgerðarmaðurinn
kætt sig með örlltilli brjóst-
birtu.
En skömmu eftir að
neimsiglingin hófst, tóku
óhljóðin í vélinni sig upp en þá
greip sæfarinn til brjóst-
birtunnar og þvi meir sem
lækkaði í flöskunni, dofnuðu að
skapi óhljóðin í vélinni. Eftir
um stundarsiglingu taldi
sæfarinn sig vera kominn 1
heimahöfn, enda greindi hann
fjölda fólks í landi. Renndi.
hann fleyi sínu að bryggju að
hann hélt en það reyndist vera
grýtt fjaran í Vogunum —
fjarri öllum venjulegum
lendingarstöðum. Kenndi
báturinn svo hastarlega grunns
að borð brast og sjór rann inn
Sæfarinn gat þó gengið þurrum
fótum á land, þar sem fulltrúar
réttvísinnar gripu hann í hasti
enda hafði fólki í landi þótt
siglingarlag bátsins heldur
frjálsmannlegt og haft sam-
band við yfirvöldin.
-emm.‘
— Ung stúlka sem var farþegi hlaut
nokkur meiðsl
Ung stúlka úr Keflavík hlaut
nokkur meiðsl — brákaðan
handlegg og rif gekk inn í
lunga, er bifreið sem hún var
farþegi í valt á Grindavíkurveg-
inum klukkan rúmlega tvö á
laugardaginn. Ökumaðurinn,
ungur piltur, var að aka fram
úr annarri bifrc:A Taldi hann
aðökumaðurinnhefði sveigt inn
á aKUrautina og lirakið sig út á
„öxlina“ með vinstri hjólin. Við
það fataðist honum aksturinn
og bifreiðin skauzt þvert yfir
götuna og út af hægra megin
vegar. Þar fór hún á hliðina en
endastakkst síðan og fór að
minnsta kosti eina veltu áður
en hún stöðvaðist á réttum kili.
ökumaðurinn slapp svo til ó-
meiddur en bifreiðin sem var
alveg ný — ekin 1610 km — er
talin gerónýt.
— emm
Eftir ummerkjum að dæma hefur bifreiðin farið í loftköstum út
fyrir akbrautina. Gluggaþéttilistar, mottur og fleira lágu á vfð og
dreif á þeim 50 metrum sem bifreiðin fór utan vegar. DB-mynd: —
emm.
Bfllinn för íloft-
köstum yf ir veginn
frýálst, úháð dagbJað
MÁNUDAGUR 21. MARZ 1977.
Hægistum
við Kröflu
„Á föstudag voru skjálftar
79, á laugardag 94 en í gær
140,“ sagði Guðmundur Ingi
Haraldsson jarðfræðingur í
samtali við DB í morgun.
Guðmundur sagði að svo
virtist sem skjálftum myndi
ekki f jölga í dag.
Nokkrir snarpir kippir
fundust bæði við Kröflu og í
Kísiliðjunni. Tveir þeirra
vo.ru yfir þrír á Richter, en
alls var 21 skjálfti yfir tvo
á Richter.
Stöðvarhúsið við Kröflu
hefur nú aldrei risið hærra,
nú er munurinn á norður og
suðurenda 9,2 millimetrar.
Húsið hefur risið mest um
6,6 millimetra í janúar sl.
-KP.
Loðnuvertíð
áll.stundu
„Loðnuveiðin var ekki
eins góð um helgina og oft
áður enda er komið á elleftu
stund vertíðarinnar,“_ sagði
Andrés Finnbogasori hjá
Loðnunefnd í viðtali við DB
í morgun.
„Á laugardag tilkynntu
tólf skip um 3870 tonn og á
sunnudag tilkynntu einnig
tólf skip og þá 3140 tonn.
Það var góð veiði á
fimmtudag og föstudag en
skipin voru þá nokkuð
bundin í höfnum vegna
löndunarbiðar.
Helgarveiðinni var landað
i Faxaflóahöfnum, Vest
mannaeyjum og einnig fóru
nokkur skip til Bolungar-
víkur og einir tveir eða þrír
bátar á Austfjarðahafnir.
Bátarnir urðu varir við
loðnu við Hrollaugseyjar
sem eru um 30 mílur fyrir
vestan Hornafjörð. Nokkrir
bátar fengu fullfermi þar.
Heildaraflinn á vertíðinni
er nú kominn upp í 527
þúsund tonn, en í fyrra var
heildaraflinn yfir alla ver-
tíðina 330 þúsund tonn.
Bátarnir munu halda
áfram veiðum á meðan
einhver loðna fæst,“ sagði
Andrés Finnbogason.
-A.Bj.
Vestmannaeyjar:
Skólakrakk-
amir
kveiktu
ítóbaks-
auglýsingum
Krakkarnir í síðasta bekk
barnaskólans í Vestmanna-
eyjum gengu í sjoppur og
verzlanir þar fyrir helgina,
söfnuðu saman sígarettu-
auglýsingum, fóru með þær
út á öskuhauga og brenndu
þeim.
Tóku kaupmenn börnun-
um vel og létu fúslega af
hendi allar tóbaksauglýsing-
ar.
Sýnir þetta vel hvern hug
barnaskólanemar í Eyjum
bera til sígarettureykinga
— og herferðir reykvískra
barna, sem barizt hafa gegn
reykingum af miklum krafti
undanfarið.
-EVI/R.S., Vestm.