Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.04.1977, Qupperneq 2

Dagblaðið - 26.04.1977, Qupperneq 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGDR 26. APRÍL 1977. Elliðaámar, Tjörnin og ALGAE (Þörungar) Oft hefur mér dottið í hug hvað verði um Elliðaárnar eftir svo sem 20 ár. Sjálfsagt er það algert eins- dæmi, að „laxveiðiá“ skuli renna í gegn um eitt hverfi höfuðborgar. Það mun líka al- gert einsdæmi, að búið er nær alveg að eyðileggja lífríki ánna með vitlausu skipulagi, með því að þrengja að ánum eins og orðið er. Fyrir nokkrum árum var Hestamannafélaginu Fáki leyft að byggja hesthús, þar sem áður voru „efri veiðimannahús- in“ svokölluðu. Hesthúsin voru síðan færð, en ekki nógu langt í burt. Komið hefur verið upp hlaupabraut á árbökkunum, allt of nálægt ánum, þvi öll umferð í nágrenni lítillar ár hlýtur fyrr en síðar að eyði- leggja lífríki hennar. Vatnasvæði Elliðaánna, allt upp í Helluvatn og áfram upp í Hólmsá, er vafalaust mjög gott klaksvæði frá náttúrunnar hendi, en nú er svo komið að aðeins einn og einn lax kemst upp í þetta klaksvæði, vegna þess að fyrir löngu er búið að girða fyrir árnar með tilkomu Rafmagnsveitunnar og þeim mannvirkjum sem virkjuninni tilheyra. Hvað á nú að gera við árnar? Mér hefur dottið í hug að nota Elliðaárnar sem veiði- svæði fyrir unglinga Reykja- víkurborgar á meðan enn er hægt að tala um Elliðaárnar sem laxveiðiár. Æskulýðsráð Reykjavíkur- borgar vinnur sjálfsagt mjög gott og þýðingarmikið starf, en það er takmarkað, sem ungling- ar geta dundað sér við leiki, en allt útilíf hlýtur að dreifa hug- anum frá götulífinu, sem mörg- um unglingnum hefur reynzt óhollt, eða beinlínis hættulegt, svo ekki sé meira sagt. Elliðaárnar og vatnasvæði þeirra ætti bókstaflega að „fylla“ af fiski, urriða, bleikju og öðrum smáfiskategundum, sem unglingar höfuðborgarinn- ar gætu síðan veitt við holla útiveru í fögru umhverfi. Að sjálfsögðu þyrftu sér- fræðingar okkar um vatnafiska að leggja hér á ráðin, og eins þyrfti auðvitað að „skipu- leggja“ þessar veiðar, eins og svo margt annað, sem við erum að skipuleggja hjá okkur. Eins og er eru Elliðaárnar að því er virðist aðeins leikvangur þeirra, sem hafa nokkur pen- ingaráð, og yfirleitt sýnist mér að laxveiði á íslandi sé komin í það óefni, að aðeins „amerísk- ir“ milljónarar og nokkrir „al- vöru“ milljónarar íslenzkir geti stundað þetta sport. Úr þvl ég fór að skrifa um Elliðaárnar er kannski ekki úr vegi að geta hér lítillega um Tjörnina okkar Reykvlkinga, perlu höfuðstaðarins. Tjörninni okkar hefur verið lítill sómi sýndur, og er nú svo komið, að llfrlki hennar hefur þvi sem næst verið eytt, og er Tjörnin að verða að „drullupolli", sem vart mun prýða höfuðborgina í framtið- inni, ef ekkert verður að gert. í gamla daga safnaðist mjög mikið „slý“ um alla Tjörnina, og voru menn á bátnum fengnir til þess að slæða þetta slý og fjarlægja. Þarna held ég að hafi ekki verið rétt að farið. Slýið er ekki neinn „óþverri" ' heldur er hér um að ræða ALGAE, þörunga, sem nauð- synlegir eru öllu lifriki á jörð- inni. Algae alls konar eru raun- verulega „jurtir" án róta, laufa eða fræs, en innihalda blað- grænu (chlorophyll), sem er nauðsynleg öllu lifi á jörðinni. Þessir þörungar vaxa einstakir (single cell), eða i „nýlendum" (colony of cells), eða marg- skiptir þörungar (multiple cells) sem gegna ákveðnum hlutverkum við ákveðin skil- yrði. Slýið í Tjörninni er algae, sem gegndi mjög mikilvægu hlutverki, því þessir þörungar bæta vatn með því að mynda súrefni, hreinsa vatn af skað- legum kolsýringi og jafnvel hreinsa vatn af gerlum. Svo mikið er hægt að láta af úrgangsefnum i vatn, að venju- legir algae dugi ekki til þess að gegna þvi hlutverki, sem þeir geta afkastað, t.d. alls konar fosfórefni og alls konar nítröt frá verksmiðjum. Myndast þá nýir algae, sem nærast á þess- um úrgangsefnum, sem þeim Elliðáarnar eru sibreytilegar. Hér sjást árnar í klakaböndum. Þær eru nú orðnar sumarlegri, enda er laxlnn væntanlegur innan tíðar. var aldrei ætlað, og margfald- ast mjög skjótt eða sem næst með sprengihraða. Þegar svo er komið eru þessar annars nauð- synlegu lífverur orðnar stór- hættulegar. Þétia gæti auðveldlega hent í Elliðaánum. Við Islendingar hljótum að eiga einhverja vísindamenn á þessu sviði sem eru vel að sér í þessum fræðum. Þvi það er ekki nóg að hugsa um LAXINN einan. Að endingu þetta: Látum í guðanna bænum náttúruna sem mest i friði, og MENNINGIN má líka verá með þótt hún eigi hér ekkrbeinlinis heima, þvi þetta bjargar sér sjálft, EF ÞAÐ FÆR AÐ VERA I FRIÐI. Mér datt þetta (svona) i hug. 7877-8083 Bensínstöðin við Vitatorg — kvöldsalan veldur truflun Valgeir Helgason, Hverfisgötu 83 hringdi: Valgeir spurði hvort fyrir- hugað væri að færa bensín- og greiðasöluna við Vitatorg. K Biikkbeljurnar þurfa sopann sinn á kvöldin jafnt og á öðrum timum sólarhringsins. Stöðin er opin fram eftir á kvöldin og veldur íbúum nágrennisins óþægindum og truflar svefnfrið þeirra. DB hafði samband við Finn Kristinsson hjá skipulagsdeild borgarverkfræðings vegna fyrirspurnar Valgeirs. Finnur sagði þessa bensínstöð sérstaka að þvi leyti, að hún heyrir ekki undir neitt sérstakt oliufélag, heldur er hún rekin sem einka- fyrirtæki. Stöðin er á eignarlóð .og eigandi fyrirtækisins hefur léigusamning við lóðareigandann. Það er því ekki beint I valdi skipulags- yfirvalda að segja til um, hvort stöðin eigi að fara eða vera, á meðan eigandinn hefur til- skilin leyfi t.d. frá brunamála- stjóra. Þessi stöð er utan við það dreifikerfi, sem unnið er eftír hvað varðar staðsetningu bensinstöðva i borginni. Yfirleitt eru bensinstöðvar á leigulóðum 1 eigu borgarinnar, þannig að hægt er að hafa áhrif á staðsetningu þeirra, en svo er ekki í þessu tilfelli. LEIÐINDASKRIF UM SUND- LAUGARNAR í VELVAKANDA Kristján Kristjánsson hringdi: Vegna leiðinlegra ummæla Svövu Sveinbjörnsdóttur i Velvakanda Morgunblaðsins 20. apríl. sl. um sóðalega um- gengni i sundlaugunum í Laug- ardal, vil ég taka eftirfarandi fram: Þar sem ég hef mörg und- anfarin ár verið daglegur gestur í laugunum get ég fullyrt að hreinlæti þar er með afbrigðum gott og ekki hvað sízt umgengni starfsfólks. Hins. vegar er hægt að ímynda sér, að þar sem hundruð eða þúsundir gesta fara um daglega, geti ver- ið um misjafna umgengni að ræða. Það hefur t.d. komið fyrir, að sundlaugarnar hafa verið tæmdar vegna sóðaskapar sundlaugargesta. Starfsfólk sundlauganna á ekki nema gott eitt skilið fyrir góða og'hrein- lega umgengni. Sundlaugar- gestir kunna sig líka að jafnaði mjög vel og henda rusli í þar til gerðar kröfur. Þeir, sem henda rusli á gólfið, heyra til algerra undantekmnga, en slík undan- tekning virðist hafa verið hvati að hinum leiðinlegu skrifum Svövu. Sundlaugarnar eru fjölsóttar, sérstakiega á heitum sólar- dögum, enda sund holi og góð íþrótt. V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.