Dagblaðið - 26.04.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 26.04.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. tRIÐJUDAGUH 26. APRlL 1977. 9 Grundartanga verksmi ð jan: Nágrannar biðja um frestun á afgreiðslu frumvarpsins og telja „f ulla ástæðu” til að fá að segja sfna skoðun á málinu Eitt hundraó sjötiu og níu íbúar í sveitum sunnan Skarðsheiðar hafa óskað eftir því við þingmenn kjör- dæmisins, að þeir hlutist til um að haldinn verði almennur fundur, þar sem leitað verði eftir því hver afstaða Borgar- fjarðarhéraðs og Kjalarness- og Kjósarhreppa sé til fyrirhug- aðrar Málmblendisverksmiðju á Grundartanga. í undirskriftaskjali, sem íbúarnir hafa sent þing- mönnum sínum, visa þeir til þeirra ummæla Gunnars Thor- oddsens iðnaðarráðherra, að ekki verði settar niður slíkar verksmiðjur án vilja heima- Undirbúningsframkvæmdir við Grundartangaverksmiðjuna. manna. „Við teljum að ýmislegt hafi komið fram á síðustu tímum varðandi slíkar verksmiðjur, svo að full ástæða sé til að slík umræða fari fram,“ segir í skjalinu. „Jafnframt óskum við eftir því, að frumvarpi því, sem nú liggur fyrir alþingi um fyrir- hugaða verksmiðju, verði frestað þar til heimamenn hafa fengið að láta í ljós afstöðu sína til slíks fyrirtækis," segja íbúarnir í áskorunarskjali sínu til þingmanna kjördæmisins. -ÓV Iðnverkamenn — rafsuðumenn Okkur vantar nú þegar nokkra iðn- verkamenn og góða rafsuðumenn. Uppl. á vinnustað hjá framleiðslu- stjóra og í síma 84244 milli kl. 16 og 18. Runtalofnar hf. Aðalfundur Snarfara, félags sportbátaeigenda, 1977 verður hald- inn í húsi Slysa- varnafélags ís- lands á Granda- garði í kvöld, þriðjudag kl. 21.00. Fundarefni m.a.: Skýrsla formanns. Stjórnarkjör. Innritun nýrra félaga. Lagabreytingar Endurnýjun félagsskírteina. Atb. bótasýning. Kynntir verða nýir ísl. hraðbátar. Sýningarbátar á staðnum. Sýnum samstöóu og áhuga með því að fjölmenna. Allir smábátaáhugamenn velkomnir. Stjórnin. Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins um hugsanlegar kosningar íhaust: „ÁGREININGUR STJÓRNAR- FLOKKANNA EKKI SVO MIKILL” „Ég bý«t ekki við kosningum í haust og sé ekki, að ágreiningur stjórnarflokkanna sé svo mikill, að líklegt sé, að farið verði út í kosningar þá,“ sagði Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í viðtali við DB í gær, „þótt alltaf sé einhver ágreiningur í samstjórn flokka". Þráinn sagði eðlilegt, að menn úti í héruðunum væru nokkuð farnir að hu^a að væntanlegum frambjóðendum, ekki slzt,, þar sem prófkjör eða skoðana- kannanir um framboðin kæmu til greina. Óheppilegt væri að draga prófkjör lengur en til hausts, þar sem kosningar ættu að verða næsta vor. Hins vegar teldi hann, að áhugi á prófkosningum hefði minnkað. „Kosningar eru dýrt fyrirtæki, bæði fyrir flokkana og þjóðfélagið í heild,“ sagði Þráinn. Því væri rétt, að þing- og sveitar- stjórnarkosningar færu fram áaman. Hvernig er Framsókn búin undir kosningar? „Ég tel, að allir flokkar álíti sig vel undirbúna, en flokkarnir hafa misjafnlega sterka aðstöðu, og þurfa misjafnlega mikið að byggja á sjálfboðavinnu. Við þurfum að byggja á sjálfboða- vinnu og góðan undirbúning þarf til. Það er erfitt að gera sér nokkra grein fyrir breytingum á fylgi flokka,“ sagði Þráinn, þegar hann var spurður, hvort Fram- sókn hefði tapað fylgi. Hann benti á, að margt gæti gerzt fram til kosninga. Reynslan bæði hér og erlendis sýndi, að sveiflur gætu orðið á skömmum tíma. Hins veg- ar teldi hann, að fólk væri ekki jafnbundið flokkunum og áður var, en hugsunarháttur margra bijeyttist nokkuð, þegar kosningar nálguðust. -HH Sýningarstjóri og ballettdansmær fengu styrk úr menningarsjóði Þjóðleikhússins Styrkur úr meningarsjóðí Þjóðleikhússins er veittur einu sinni á ári i kringum afmæli leikhússins sem er 20. april. í fyrrakvöld var þrítugasta og fyrsta styrkveitingin úr sjóðnum, en Þorgrímur Einarsson leikari og sýningarstjóri og Auður Bjarnadóttir ballettdansmær hlutu 125 þúsund kr. hvort. Á myndinni eru Ólafía Bjarnleifsdóttir, Bessi Bjarnason, Þorgrfmur Éinars- son, Auður Bjarnadóttir, gestadansarinn Maris Liepa, Helga Bernhard og Ásdís Magnúsdóttir. Næsta sýning á ballettnum „Ys og þys“ verður á fimmtudagskvöld. DB-mynd Bjarnleifur. Nýkomið: Rúllukragabolir stórar stærðir, 6 litir ELÍZUBÚÐIN, Skipholti 5 Njarðvík-Keflavík Óskum að taka á leigu húsnæði fyrir 8 manna vinnuflokk í einn mánuð. Véltak hf. Símií 84911. Dansk-íslenzka félagið Aðalfundur Dansk-lslenzka félagsins verðurhaldinn laugardaginn 30. apríl 1977 kl. 20.30 í Norræna húsinu. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar, tillaga um hækkun félags- gjalda. Að loknum aðalfundarstörfum sýnir dr. med Friðrik Einarsson „SVIPMYNDIR FRÁ GRÆNLANDI“. Eins og undanfarin ár gengst félagið fyrir ódýrum ferðum fyrir félags- menn sína til Danmerkur. í sumar hafa verið ákveðnar eftirfarandi ferðir: 18.06., 28.06., 10.07., 23.07., 02.08. og 20.08. Ferðaskrifstofan Út- sýn sér um þessar ferðir fyrir félagið og eru þeir sem hug hafa á að notfæra sér þær beðnir um að snúa sér þangað. Stjórnin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.