Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.04.1977, Qupperneq 6

Dagblaðið - 26.04.1977, Qupperneq 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1B77 Smurbrauðstófan BJORNINN Njáísgötu 49 — Sími 15105 El Salvador Utanríkis- ráðherrann verðurtekinn afIrfí á morgun — segist hafa það svipað og á sjiíkrahúsi Skæruliðarnir, sem hafa utan- ríkisráðherra E1 Salvador enn í haldi, hóta að taka hann af lifi innan sólarhrings verði ekki gengið að kröfum þeirra. Mann- ræningjarnir hringdu til rit- stjórnarskrifstofa dagblaða og út- varpsstöðva 1 gær og sögðu að kippti forseti landsins, Arturo Molina, málinu ekki í liðinni, „neyðumst við til að losa okkur við utanríkisráðherrann." Þeir sögðu ennfremur í tilkynn- ingu sinni, að ráðherrann yrði tekinn af lífi snemma á miðviku- dagsmorgun. Að sögn lögreglunn- ar er álitið að mannræningjarnir láti verða af hótun sinni. — Þeir hafa nokkuð slakað á kröfum sin- um og heimta nú, að að minnsta kosti nokkrir þeirra 37 pólitísku fanga, sem þeir vildu að sleppt yrði I upphafi, verði látnir lausir. Stjórnvöld segja aftur á móti að aðeins þrir þessara manna sitji í fangelsi og geti þeir því ekki látið hina lausa. Fjölskylda utanríkisráðherrans fékk í gær bréf frá honum, — dagsett á síðasta fimmtudag. Þar segist hann hafa það gott og vera öðum að ná sér af sárum, sem hann hlaut er hann reyndi að sleppa frá mannræningjunum með því að stökkva út um klósett- glugga. — Hann sagðist að flestu leyti hafa það svipað og hann væri á sjúkrahúsi. TÖLVAN FRÁ CASIO VÍSINDALEGUM MEÐ OO MÖGULEIKUM AUK VENJULEGS REIKNINGS sin cos tan 0“‘ 0“‘ V EXP sin-1 cos-1 tan-1 X. sinh cosh tanh 1/ X 7T sinh-1 log l()x cosh-1 In xy tanh- ex X1Á 1 2x2 X on 2x +/ + on-1 "b a c RAD DEG GRAD > 5 tr. 1 rafhlaða. Þyngd 93 g. B.67 mm L. 128 mm Þ. 14 mm VERÐ KR. 12.900.- ATH. Bili talva innan árs fáið þér nýja tölvu í staðinn. CASIO einkaumboðið á íslandi. STÁLTÆKI, Vesturveri, S. 27510. Bhutto talinn hafa nýjar ráðagerðir í poka- hornin Forsætisráðherra Pakistan, Zulfikar Ali Bhutto, var i morg- un talinn vera að undirbúa nýjar ráðagerðir til að reyna að koma á friði í landinu. Helztu merki þess þóttu þau, að leið- togar stjórnarandstöðunnar, sem allir sitja nú 1 fangelsi, hafa verið fluttir víðs vegar að til fangelsis, skammt frá höfuð- borginni i Islamabad. Fréttaskýrendur I landinu telja, að Bhutto vilji hafa leið- toga niu flokka andstöðunnar nálægt sér, svo að hann geti hitt þá að máli. Sem kunnugt er af fyrri fréttum fara þeir fram á, að forsætisráðherrann segi skil- yrðislaust af sér og efnt verði til nýrra þingkosninga I land- inu. Nýkjörinn leiðtogi stjórnar- Sk Bhutto forsætisráðherra meðal vina sinna. Þeim fækkar nú stöðugt. andstöðunnar sagði frétta- mönnum I Lahore i gær, að ef landsmenn legðu niður rófuna núna gegn forsætisráðherran- um þyrftu þeir að búa við hann og stjórn hans um ófyrirsjáan- lega framtíð. „Dálitið meiri þjáningar þýða betri framtið okkur til handa“, er haft eftir leiðtogan- um nýja. Hann kvað það nóg að Bhutto segði af sér. Landslýð langaði ekkert til að sjá blóð hans renna. BrandoíLondon: Leitar málstað Indíána stuðn- íngs Kvikmyndaleikarinn heimsfrægi.Marlon Brando kom til Englands í gær — ekki sem leikari að þessu sinni heldur baráttumaður fyrir málstað Indiána I Bandaríkjunum. Á blaða- mannafundi I London kvaðst hann vera kominn til að leita aðstoðar utanlands frá gegn glæpsamlegum að- gerðum Bandaríkjamanna gagnvart kynstqfni Indiána. Þá réðst hann á mannréttindasamtökin Amnesty International, og kvað þau engan áhuga hafa á athæfi þjóðarinnar gagn- vart Indiánum, þar eð sam- tökin væru fjármögnuð af bandarískum sjóðum. Fyrir fáum árum neitaði Marlon Brando að taka við óskarsverðlaununum til að sýna í verki stuðning sinn við baráttu Indiána fyrir tilveru sinni, jafnframt sem hann vakti með því athygli á ástandinu. Á blaðamannafundinum í London I gær gagnrýndi Brando harðlega utanríkis- stefnu Carters forseta, sem hann sagði byggða „á mannréttindabaráttu, en hins vegar sættu þeir (Indiánar) stöðugum kvölum af völdum fátæktar og hungurs í ríkasta landi veraldar." — Leikarinn bætti við: „Dómsmálaráðuneytið hefur ekkert gerttil að lag- færa þessar glæpsamlegu að- gerðir gegn Indíánum. Þess vegna verðum við nú að leita stuðnings utan Banda- rikjanna.“ — Brando ræddi við blaðamenn eftir að hafa farið i upptöku hjá brezka útvarpinu, BBC. Þeirri upptöku verður að öllum lfkindum útvarpað i dag. Skrifstofustarf Óskum að ráða til starfa góðan starfs- kraft við vélritun og almenn skrif- stofustörf. Skriflegar umsóknir með upplýsing- um um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra fyrir 1. maí nk. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Tilkynning f rá Heilbrigðis- eftirliti ríkisins Heilbrigðiseftirlit ríkisins er flutt í Síðumúla 13. Nýtt símanúmer er 81844. Forsætisráðherra Spánar í opinberri heimsókn íMexíkó: „Spánverjar þola hernum engin af- skipti af stjóm landsins” Adolfo Suarez forsætisráð- herra Spánar sagði I Mexikó 1 gær, að þjóð sin færðist stöðugt nær þvi að teljast lýðræðisþjóð og því yrðu hernaðaraðgerðir gegn þeirri þróun á engan hátt liðnar. Forsætisráðherrann er nú i opinberri heimsókn i Mexíkó. Með Suarez er I Mexíkóför- inni utanríkisráðherra hans, Santiago Roel. Við komuna til Mexíkó sagði Suarez að heim- sóknin væri tákn um endurnýj- un samskipta milli landanna tveggja. Mexíkóstjórn sleit sam- skiptum sínum við spænsku út- lagastjórnina i síðasta mánuði.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.