Dagblaðið - 26.04.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 26.04.1977, Blaðsíða 24
Verða nokkrir sumarbústaðir gerðir upptækir? —eru sennilegast smyglvarningur af Vellinum T.R. fékk góðan sigur Úrslitaviðureign siðustu um- ferða í Skákkeppni taflfélag- anna fór fram í gær. Þar sigraði Taflfélag Reykjavíkur hið unga taflfélag Mjölni með 6 vinningum gegn tveimur. Þessir áttust við: þeir, sem fyrr eru taldir, eru frá T.R.: Guðmundur Sigurjónsson — Ingvar Asmundsson: 1-0 Ingi R. Jóhannsson — Björgvin Víglundsson: 1-0 Helgi Ölafsson — Ölafur Magnússon: 1-0 Margeir Pétursson — Magnús Sólmundsson: 0-1 Jón L. Árnason — Jónas Þor- valdsson: 1-0 Stefán Briem — Bragi Hall- dórsson: 'A-'A Jónas P. Erlingsson — Þórir Ólafsson: 'A-'A Ásgeir Þór Árnason — Har- aldur Haraldsson: 1-0 Taflfélag Reykjavíkur átti harma að hefna frá síðustu viðureign við Mjölni. Sigraði T.R. með 6-2, sem fyrr segir. -BS „Rannsókn er ekki lokið þar sem varningurinn er í fleiri en einu lögsagnarumdæmi, m.a. fyrir austan fjall, og því er ekki hægt að segja neitt til um magn enn,“ sagði Þorgeir Þorsteins- son, lögreglustjóri á Kefla- víkurflugvelli í viðtali við DB í gær. Varningurinn, sem hann talaði um, er timbur frá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli, sem smyglað hefur verið þaðan og byggður úr því sumarbú- staður, eða bústaðir. Þar sem rannsókn er ekki lokið, vildi hann sem minnst tjá sig um málið. Er hann var spurður hvort um marga smygl- ara væri að ræða, sagðist hann ekki vilja segja til um það, en fleiri en einn maður ætti hlut að máli. Skv. íslenzkum lögum er heimilt að gera smyglvarning upptækan, og geta bústaðirnir vart talizt annað en smyglvarn- ingur, auk þess sem þeir eru þýfi að verulegu eða öllu leyti. -G.S. W - Bernharður og Rannveig með börnin Magnús, Svövu og Sigurbjörn. DB-m.vnd Hörður. ÞAÐ ER QNS 0G HLEKKIR HAFI FALLIÐ AF OKKUR — Sr. Bernharður Guðmundsson ogfjölskylda komin heim Sr. Bernharður Guðmundsson og fjölskylda hans komu heim til íslands sl. laugardagskvöld eftir rúmlega 4 ára veru í Eþíópíu. Sr. Bernharður starfaði við útvarpsstöð Lútherska alkirkjuráðsins í Áddis Ababa. Við þjóðnýtingu stöðvarinn- ar í marz sl. var fjölskyldan ásamt með öðrum starfsmönn- um útvarpsstöðvarinnr hneppt í stofufangelsi. Ekkert mátti fara út fyrir stöðina og her- menn stóðu vörð. Þegar aðeins linaðist á tökunum mátti fara út fyrir stöðina, en stöðugl var leitað á fólki og ekki mátti taka hluti með sér út úr stöð- inni. Byltingin í Eþíópíu hefur fært þjóðinni ógnarstjórn og allir lifa i stöðugum ótta. Fólk er fangelsað og líflátið misk- unnarlaust.sérstaklega stúdent- ar, sem eru eini hópurinn sem getur sýnt virka mótstöðu. Ekki er mikil andúð gegn út- lendingum, en mjög mikii barátta á milli kynþátta. Út- lendingunum, sem unnu við stöðina var um síðir leyft að fara úr landi, en innlendir starfsmenn stöðvarinnar verða að starfa áfram við að útvarpa áróðri stjórnarinnar. DB ræddi við sr. Bernharð í, gær og spurði hann um dvölina í Eþíópíu. Berharður sagði að fjölskyldan hefði kunnað vel við sig í Eþíópiu og tengzt mörgu þarlendu fólki sterkum böndum. Börnin hefðu kunnað vel að metaveðurblíðunaen þar skin sólin allt árið. Raunar er annað tímatal þar en hér. Þar er nú árið 1969 og mánuðirnir í hverju ári eru 13. Eldri dreng- urinn, Magnús, gekk í banda- riskan skóla, en Svava dóttir þeirra gekk í franskan skóla. Yngstur er Sigurbjörn, 5 ára. Byltingarástandið hafði að sjálfsögðu áhrif á börnin, en þau tóku því þó furðu vel. öryggisleysið tók þó á Svövu, þar sem hún er orðin 16 ára gömul og skildi því betur það sem fram fór. Einnig byrjaði yngri drengurinn að stama og má sennilega kenna það ástand- inu. Sr. Bernharður sagði það mikinn létti að vera sloppinn. Það væri eins og hlekkir hefðu fallið af þeim. En jafnframt væru þau svo bundin fólkinu í Eþíópíu. Vinir þeirra og sam- starfsmenn væru stöðugt í huga þeirra. Sr. Bernharður fer eftir hálf- an mánuð til þess að kanna á hvern hátt má bezt ná til hinna innfæddu, því ekki verður gefizt upp við svo búið. Að því loknu fer fjölskyldan til Banda- ríkjanna, en þar mun sr. Bern- harður vinna að ritgerð til meistaraprófs í fjölmiðlunar- fræðum. Bernharður sagði það nauðsynlegt að fjölskyldan héldi saman um Ieið og hún aðlagaðist hinu vestræna lífi á ný. „Þött öryggisleysið væri al- gert hjálpaði trúin okkur. Líf okkar var í hendi drottins. Það fylgdi nokkurs konar dauða- stemmning útvarpsstöðinni, en upprisa fylgir dauðanum. Allt hefur sinn tíma og stöðin hafði starfað i 15 ar. Það verður þvi að finna eitthvað nýtt. Að vissu marki má segja að Drottinn allsherjar hafi sett fingur sinn í spilið," sagði sr. Bernharður að lokum. -JH frfálst, nháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1977. Guðbjartsmálið: Saksóknari hefur ekki ákveðið framhald Rannsókn Guðbjartsmálsins svonefnda, hefur alveg legið niðri síðan hann lézt fyrir u.þ.b. mánuði, en þá var það í rannsókn hjá Sakadómi Reykjavíkur. Erla Jónsdóttir hafði með rannsóknina að gera og sendi hún ríkissaksóknara öll gögn rannsóknarinnar^ eftir að Guðbjartur lézt, til ákvörðunar um frekara fram- hald. Ríkissaksóknari hefur ekki enn tekið ákvörðun í mál- inu. Búið var að yfirheyra fjölda manns viðvíkjandi þessu máli, en ekki er ljóst hvort eitthvað sakhæft kom í ljós við þær.G.S. Öbarft hamstur á Fresca „Það eru engar framleiðslu- hömlur á Fresca," sagði Krist- ján Kjartanson, forstjóri hjá Verksmiðjunni Vífilfelli, í við- tali við DB. „Hins vegar hefur páskahelgin eitthvað komið meira niður á Fresca en Coca Cola.“ Heyrzt hefur að erfitt hafi verið að fáFresca keypt í verzl- unum undanfarna daga. Sykursjúkir og þeir sem eru að reyna að halda „línunum“ í lagi óttuðust að dregið hefði úr framleiðslu þess hér. „Þess hefur orðið vart að fólk hefur hamstrað Fresca af þessum sökum,“ sagði Kristján Kjartansson. „Við reynum að fullnægja þörfinni nú þegar ; venjulegar vinnuvikur eru unnar í verksmiðjunni.“ Sem sagt: Fresca er sykur- laust. Ein kalóría er í hverri flösku — og framleiðslan í, fullum gangi. BS. Sögur úr maraþon- keppninni — hefur þú eina slíka aðsegja úrþinni? Alls 550 manns öttu kappi við tékkneska stórmeistar- ann, Vlastimil Hort um helgina. Eflaust hafa margir frá ýmsu skemmtilegu að segja eftir skák sína við Hort. Meistarinn lumaði á kimni og athugasemdum, sem ekki heyrðust til áhorfenda. Hann hélt sinu striki, svip- laus að sjá. Okkur þætti gaman að keppendur leyfðu okkur hinum að heyra um viðskiptin við stórmeistar- ann. Lesendasíminn er 83322. Hringið ef þið hafið sögu að segja af Hort. -JBP-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.