Dagblaðið - 26.04.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.04.1977, Blaðsíða 4
r DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 197'7. — I 14. skoðanakönnun Dagblaðsins: Hvað teljið þér að fjögurra manna fjölskylda |_ y þurf i miklar tekjur á mánuði til að Bifa við mannsæmandi lífskjör? J Enginn verður saddur af 100 þúsundum kr.” Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: minna en 100 þús. 4 eða l'/j% 100-150 þús. 133 eða 44 '/3% 151-200 þús. 96 eða 32% yfir 200 þús. 22 eða 7'A% óákveðnir 45 eða 15% „Þetta horfir allt öðru vísi mánuði, án munaðar." (Kona á við sveitafólki. Búið gefur af sér ýmislegt sem kaupstaða- búar verða að kaupa.“ (Kona á Vestfjörðum). „Við sveitafólkið sjáum yfir- leitt aldrei peninga, enda fáum við okkar laun ekki fyrr en 6-7 mánuðum eftir að þeirra var aflað. Búskapur er happdrætti og engin önnur stétt mundi láta bjóða sér launakjör bænda,“ (Karl úti á landi). „Ég veit bara að ég get ekki iifað af ellilífeyri með kaup- tryggingu, sem eru 44,911 krónur á mánuði nema af því að konan vinnur til hádegis." (Kari í Bolungarvík). „Enginn verður saddur af 100 þúsundum." (Karl á Reykjavíkursvæðinu). „150 þúsund er algert lágmark, Þær tekjur eru nauð- synlegar ráðstöfunartekjur." (Karl á Reykjavíkursvæðinu). „Ég þyrfti að spyrja mann- inn minn.“ (Kona á Reykja- víkursvæðinu). „Ég er með fjögurra manna fjölskyldu og hér fara 80 þúsundir í mat á mánuði." (Kona á Reykjavíkursvæðinu). „Ég er ein með þrjú börn og við komumst þokkalega af með 120-140 þúsund krónur á Reykjavíkursvæðinu). Þetta eru nokkur dæmi um svör fólks við spurningunni: Hvað teljið þér, að fjögurra manna fjölskylda þurfi miklar tekjur á mánuði til að lifa við mannsæmandi lífskjör? I skoðanakönnun Dagblaðsins um þetta voru eins og í fyrri könnunum spurðir 300 manns, 150 karlar og 150 konur og var helmingurinn á Reykjavíkur- svæðinu. Meðaltalið um 150 þúsund Eins og sést af rammanum, sem fylgir greininni, voru flestir þeirrar skoðunar að fjög- urra manna fjölskylda þyrfti milli 100 og 150 þúsund krónur á mánuði. Þó voru þeir ekki miklu færri sem töldu að meira þyrfti, eða milli 150 og 200 þúsund krónur. Meðaltalið af öllum svörunum er nánast 150 þúsund, enda nefndu margir þá tölu. Fáir fóru’niður fyrir 100 þúsund, aðeins fjórir, en tölu- verður hópur, 22 eða rúm sjö prósent, taldi að meira en 200 þúsund þyrfti. Nefndar voru tölur allt upp í 500 þúsund. — a’ : Það eru ekki alltaf margar krónur eftir í buddunni þegar mánaðarlegum útgjöldum fjölskyldunnar hefur verið mætt. Konurnar nefndu hœrri tölur Það var athyglisvert að konur nefndu oftar en karlar tölur yfir 200 þúsundum. Hins vegar voru þær frekar óákveðnar um svör. Miklu algengara var á Reykjavíkursvæðinu en úti á lartdsbyggðinni að fólk nefndi 150-200 þúsund. Úti á landi nefndu menn miklu fremur lægri tölur, 100-150 þúsund. Fólki þar virðist því telja sig komast af með minna en íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins, til að búa við „mannsæmandi" lifskjör. Lærdóm má draga af þessu fyrir samningamenn í kjara- samningunum sem ræða um 100 þúsund króna lágmarks- laun. Það "ér sem sé ríkjandi skoðun almennings að fjögurra manna fjölskyldur þurfi 150 þúsund krónur á mánuði til mannsæmandi lífs. HH Bændur geta ekki borið sig saman við kaupstaðarbúa, því iaun þeirra koma miklu seinna og búin gefa ýmislegt af sér sem kaupstaðarbúarnir verða að sækja í verzlanir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.