Dagblaðið - 27.04.1977, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL 1977.
3
Þeir gætu heldur ekki lifað af
70 þús. kr. mánaðarlaunum
Það er alltaf verið að bera okkur saman við Dani en mikilvægum staðreyndum
er haldið leyndum fyrir ókkur segir f óvægri gagnrýni á þátttakendur í
sjónvarpsþætti
Guöný Árnadóttir skrifar:
I gær hinn 19.4 settist ég
stundvíslega kl. 8 fyrir framan
sjónvarpið. Varla var við miklu
að búast, þar sem dagatalið
sýndi þriðja dag viku. Að visu
fengum við að sjá framhalds-
fiokkinn Colditz, sem að minu
mati er vel gerð mynd, sem
sýnir að einnig Þjóðverjar eru
og hafa verið afskaplega mann-
legir og að heimsstyrjöldin var
ekki síður erfið þeim en banda-
mönnum. Einnig þeim hlýtur
að hafa verið ljóst að í hernaði
er aðeins um tvennt að velja, að
duga eða drepast.
íslendingar hafa löngum
talið sig til hinna meiriháttar
friðelskandi þjóða. En þýðir
það.að menn eins og Davíð
Scheving Thorsteinsson og
Kristján Ragnarsson geti komið
fram í sjónvarpi með aðrar eins
rangfærslur og þeir gerðu hinn
19.4 1977.
Bjóst við réttri mynd af
mólunum
Velvitandi að um þjóðmál
yrði fjallað í þætti næst á eftir
Colditzsatég áfram. Vonandi að
þar sem ekki var um þingmenn
að ræða, fengjum við rétta
mynd af ástandinu í dag. En
hvað gerist? I sjónvarpssal
mæta tveir fulltrúar vinnuveit-
enda og tveir fulltrúar laun-
þega. Þá ósk ætti ég að Björn
væri talsmaður alþýðu, því fáir
forystumenn hafa komizt nær
sannleikanum en hann, þegar
hann sagði: Ég er hræddur um
að enginn okkar gæti lifað af 70
þús. kr. í mánaðarlaun.
Spursmálið er kannski ekki
beint hver launin eru, heldur
hvað þarf fólk til að geta lifað
mannsæmandi lífi. 1 þessum
þætti kom það fram hjá Davíð
Scheving að vinnuvikan væri
37 stundir. Þar held ég að
Davíð Scheving Thorsteinsson
fari villur vegar. Vinnuvikan á
Island er 40 stundir, 35 s.tundir
í dagvinnu og 5 stundir í eftir-
vinnu.
Óréttlótur
samanburður
Davið Scheving Thorsteins-
son ber okkur íslendinga
saman við nágrannaþjóðir. Þar
á hann við Svía, Norðmenn og
Dani. Hann tekur sem dæmi
verkfall það sem geisað hefur
hjá prenturum í Danmörku nú
undanfarið. Hefur Davíð
Scheving dvalið í Danmörku
nýlega? Það hef ég. Til við-
miðunar fyrir íslenzkan al-
menning vil ég taka dæmi.
Erfitt mun að lifa af sjötíu þúsund krónum á mánuði. Myndin sýnir hafnarverkamenn í Reykjavik.
I janúar 1975 voru laun
íslenzks kennara í dönskum
krónum 2300 á mánuði. I
janúar 1975 voru laun dansks
kennara er starfað hafði í 20 ár
í dönskum kr. 8000. Fyrir sína
kennslu hafði íslenzki
kennarinn sem sagt 2300 en sá
danski 8000. Svo leyfir Davíð
Scheving sér að bera saman í
prósentum kaupkröfur
íslendinga og Dana. I Dan-
mörku telst sá lágiaunaniaður
er hefur 2600 danskar kr. hálfs
mánaðarlega. Þ<tð e:u 5200
mánaðarlega. Hrædd er ég um
að kaupkröfur Dana yrðu öllu
hærri að prósentutölu, væru
laun láglaunamannsins þau
sömu og hér.
Danskir lóglaunamenn fó
húsaleigustyrk
Þessir menn, sem svo tamt er
að bera okkur saman við
Norðurlöndin, ættu að
skammast sín og það á
raunhæfan hátt. Þeir ættu t.d.
að láta það koma fram, að
danski láglaunamaðurinn fær
húsaleigustyrk þurfi hann að
leigja. — Borgi hann t.d. 1000
fcr. danskar í húsaleigu á
mánuði, fær hann allt upp í
helming í styrk frá bæjar-
félaginu. Yfir þessu þegja þeir
sem sí og æ reyna að telja hin-
um almenna borgara trú um að
allt sé mest og bezt hér. Eg er
hrædd um að Dönum blöskraði
þyrftu þeir að borga 40 kr.
danskar fyrir einn kjúkling,
þar sem þeim þykir mikið að
borga 12 kr. í dag.
Talsmaður útgerðarinnar
ó móti hœkkun lóg-
markslauna
Mér þykir skömm fyrir út-
gerðarmenn að hafa sem tals-
mann Kristján Ragnarsson.
Maður sem segir blákalt
frammi fyrir alþjóð, að hann sé
á móti hækkun lágmarkslauna í
100 þúsund vel vitandi að
mannsæmandi lífi er ekki hægt
að lifa hér á landi á lægri
tekjum en 150 þús. Eg tek
undir með Birni Þórhallssyni
og segi: Ég er hrædd um að
hvorki Davíð né Kristján lifðu
á 70 þúsund kr. á mánuði.
Raddir
lesenda
Umsjón:
Jónas Haraldsson
Hnífsdælingur hringdi:
Við fórum nokkur úr
Rækjuvinnslunni í Hnifs-
dal í Iðnó a föstudagskvöldið
til að sjá Skjaldhamra. Það
gerðist þegar um jtað bil
tuttugu mínútur voru liðnar á
leikritið að kerling frá Suður-
eyri upphóf mikið garg og sví-
virðingahróp á leikarana, eins
og að þeir væru ljótir og leiðin-
legir, gætu ekkert leikið og að
hún væri bara farin.
Auðvitað var hún drukkin en
það er engin afsökun, þótt
menn noti sér það gjarnan til
afsökunar að þeir hdfi verið
undir áhrifum. Það var náttúr-
lega farið fram með
kerlinguna og skömmu síðai
kom hún aftur og þagði það
sem eftir var.
Það er andskoti hart að geta
ekki farið í leikhús án þess að
eiga svona ófögnuð yfir höfði
sér — ekki sízt þégar um er að
ræða jafn stórkostlega Sýningu
og við vorum á þarna.
Helga Bachmann og Þorsteinn Gunnarsson i hlutverkum sínum i
Skjaldhömrum Jónasar Arnasonar.
IMIÐJU LEIKRITI
FÓR FULL KERL-
ING AÐ GARGA
Spurning
dagsins
Reykir þú?
Olafur M. Pálsson pipulagningar-
maður: Já. — En það væri gott að
geta hætt en ég veit ekki hvort ég
hef nógan viljastyrk til þess.
Guðrún Tryggvadóttir nemi í MT:
Nei, ekki að staðaldri. Ég fæ mér
þó 1-2 sígarettur þegar ég er að
skemmta mér og ætla að halda því
áfram á meðan ég get haldið því í
hófi.
Bergur Bjarnason iögfræðingur:
Nei, ég hætti fyrir 4 árum. Ég hef
ekki hugsað mér að byrja á því
aftur. Eg ráðlegg öllum að hætta
hið fyrsta.
Asdís Þorláksdóttir húsmóðir:
Já, en ég hef hugsað mér að hætta
og það jafnvel í kvöld. Það er þó
ekki alveg ákveðið.
Kristín Ölafsdóttir nemi: Nei. —
Aldrei byrjað og ætla ekki að
byrja. Þetta er alger óþarfi.
Lotta Backman frá Finniandi:
Mjög sjaldan — bara um helgar.
Ég reyki svo sem einn pakka á
viku en ég ætla að hætta.