Dagblaðið - 27.04.1977, Side 8

Dagblaðið - 27.04.1977, Side 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 19r,F. S Listmálari, rithöf undur, stýrimaður og stjórnarmaður Vængja: Ef kvartað er yfir myndunum — þá má reyna bækumar! — rætt við Jónas Guðmundsson ítilefni sýningar á Kjarvalsstöðum ,,Eg er aö fara að sýna á Kjar- valsstöðum," sagði Jónas Guömundsson listmálari, stýri- maður, rithöfundur og stjórnar- maður Vængja í viðtali við DB í gær. Sýningin verður opnuð laugardaginn 30. apríl nk. og stendur til 8. mai. „Þétta hefur farið lágt, því ég er hlédrægur maður og því vill oft gleymast að geta svo merkra viðburða. ,,Að sýningu lokinni fer ég til Þýzka- lands, þar sem verður opnuö sýning eftir mig í Gallerý Clasing i Munster. Eg hef málað til útflutnings lengi. Astæða fyrir því aö íslenzkum málurum hefur gengið illa erlendis er sú að myndir þeirra eru ekki táknrænar fyrir neitt land sérstaklega Hvar er Island í þessum söng? spurði Nóbelsskáldið, þegar Karlakór Reykjavíkur fór að þylja Vínar- valsa og Dóná svo blá svo blá í hlíðum Alpafjalla. Siðmenntaðar þjóðir hafa ekki áhuga á íslenzk- um málurum, nema Island fylgi með. Þeir vilja þá ekki frekar en viö vildum fá Spánverja til að setja upp Skugga-Svein. Menn geta ekki hengt verkt sín á einhverja lýriska snaga í Evrópu, þótt þeir hafi hlotið ein- hverja staðbundna frægð úti í Atlantshafi." Hvar hefur þú lært að mála Jónas? „Eiríkur á Þingeyri sagói einu sinni. „Ég hlaut mjög gott uppeldi, ég ól mig upp sjálfur". Eitthvað svipað þessu hefur þetta verið með mig. Auðvitað hef ég gengið á listaskóla og numið hjá víðfrægum prófessorum. Ég segi ekki að það hafi verið beinlínis skaðlegt en það hjálpaði ekki neitt. Og menn geta haldið því áfram að velta því fyrir sér hvort Bólu-Hjálmar hefði ort betur, ef hann hefði gengið í Bændaskóla." Ferðastu mikið? „Já það er til mikillar hjálpar, einkum er at- hyglisvert að dvelja í Kína og austurlöndum fjær, þar sem menn vita ekki ennþá að það er hægt að stunda listnám í skólum. Meðan við þurfum sífellt stærri myndflöt til að,sýna svo sem ekki neitt, myndu Kínverjar leika sér að því að máia allan Vestfjarða- kjálkann með skuttogurum, bron- kóum og öðru. Því miður kynntist ég Kínverjum of seint en list austurlandabúa hefur haft djúp áhrif á mig. Hvernig fer það saman að skrifa bækur og leikrit og mála myndir? „Það er að mörgu leyti gott, því þegar menn taka að kvarta yfir myndunum mínum, þá spyr ég, — hefur þú lesið bækurnar mínar?“ JH GERT RAÐ FYRIR 50 ÞUSUND MANNA BYGGÐ UNDIR ÚLFARSFELLI Skobudin Sími 14190 SNORRABRAUT38 Póstsendum NYKOMNIR kvenskór úr mjúku leðri Stærðir: 37—41 Litur: Kauðbrúnn Vefð kr. 4.300,- Stærðir: 38—41 Litur: Brúnn Verð kr. 3.900,- Stærðir: 37—41 Litur: Rauðbrúnt Verð kr. 4.300,- Bflar Mercedes Benz 280 SE árg. 1970 i algjörum sérflokki, alls konar skipti. Fiat 128special árg. 1976. Volvo 144 árg. 1974, ekinn aðeins 24 þúsund km, einn sá allra bezti. Willys Wagoneer árg. 1976, ek- inn 17 þúsund km. Scout árg. 1974, alls konar skipti. Toyota Corolla station árg. 1975, nýinnfluttur. Audi 100 LS árg. 1974, ekinn 25 þúsund km. Volkswagen árg. 1973-74, úr- valsbílar. Morris Marina árg. 1974. Datsun 120 árg. 1974, mjög vel með farinn. Audi árg. 1973, sjálfskiptur með topplúgu. Peugeot 504 dísil árg. 1975, vel með farinn einkabíll. bilqsaÍQ GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3 — Reykjavík Simar 19032 & 20070 Laaríð akyndihjálp! RAUÐI KROSS ÍSLANDS Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMME verður í kvöld kl. 20.30 í Arkitektasalnum Grensásvegi 11 (yfir verzlun- inni Málaranum). Tæknin sem er auðlærð og auðæfð, víkkar tilfinninga- og vitsmunalíf. Hún losar um djúpstæða streitu, veitir mjög djúpa bvíld, eykur skýrleika hugsananna, skapar innra jafnvægi og stöðugleika.Þetta staðfesta vísindalegar rannsóknir. Ollum heimili aðgangur. íslenzka í'nugunarfélagið. — áætluð f jölgun Reykvíkinga 17 þúsund á næstu tuttugu árum, þaraf 2000 ígamla bænum, þar sem fækkað hefur um 3700 á sl. 15 árum Borgarstjórn samþykkti í fyrrinótt ályktanir skipulags- nefndar borgarinnar um endur- skoðun á aðalskipulagi Reykja- víkur til 1995. Tillaga um nýtt íbúðahverfi við Úlfarsfell, þar sem fyrir- hugað er að 50 þúsund manns hafi búsetu, var samþykkt með 12 atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. Alþýðubandalagið greiddi ekki atkvæði. Tillaga um endurskipulagn- ingu eldri hverfa var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 3. Full- trúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks greiddu at- kvæði með tillögunni, fulltrúar Alþýðubandalags gegn en full- trúi Alþýðuflokks sat hjá. Borgarstjórnarfundurinn stóð fram undir morgun. Ágreiningur var aðallega um hvort ætti að ráðast í byggingu og framkvæmdir svo stórs og dýrs svæðis, sem Úlfarsfells- svæðið er, eða hvort leggja ætti áherzlu á enduruppbyggingu eldri hverfa, að sögn Björgvins Guðmundssonar, borgarfull- trúa Alþýðuflokksins. Andstaðan við Úlfarsfellstil- löguna var mest og nær ein- göngu af hálfu fulltrúa Alþýðu- bandalagsins, sem töldu að frekar ætti að stefna aukinni byggó Reykjavíkur suður á bóginn í samvinnu við ná- grannasveitárfélögin. „Skoðun mín um tillögu skipulagsnefndar um eldri hverfin er sú,“ sagði Björgvin Guðmundsson í samtali við DB í gær, „að hún gengi allt of skammt. Með eldri hverf-num er átt við öll borgarhverfi að Snorrabraut. Þar er gert ráð fyrir tvö þúsund íbúa aukningu á næstu tuttugu árum, en til hliðsjónar má geta þess að íbúum þar hefur fækkað um 3700 á undanförnum fimmtán árum. Það ætti því að mínu viti að örva byggð á þessu svæði og gera róttækari ráðstafanir um uppbyggingu ,og endurnýjun þessara íbúðahverfa." Björgvin Guðmundsson sagði að á næstu tuttugu árum væri reiknað með að íbúum Reykja- víkur fjölgaði um sautján þúsund manns. Enn mætti byggja nokkuð í Breiðholts- hverfum, auk þess sem óbyggt væri í Selási og á Eiðisgranda. „Mín skoðun er sú,“ sagði Björgvin, „að það sé fullkomið ábyrgðarleysi að nýta ekki eldri borgarhverfin betur en gert er og fyrirhugað er að gera. Skólar í sumum hverfanna eru hálf- tómir, en þar eru fyrir hendi allar þjónustustofnanir, sem nýta má miklu betur með rétt- um aðferðum. Til dæmis má gera fólki auðveldara að fá lán til íbúðakaupa í eldri borgar- hlutum. þannig að yngra fólk með börn vilji heldur fl.vtja þangað, jafnframt því sem lóða- eftirspurn verður fullnægt," Þriðji hluti breytingartil- lagna skipulagsnefndar Reykja- víkurborgar fjallaði um gild- andi skipulag aðalgatnakerfis- ins. Um þær tillögur urðu til- tölulega litlar umræður, en Alþýðubandalagsmenn lögðu áherzlu á þá skoðun sina að draga ætti úr notkun einka- bifreiða og nýta almennings- vagnakerfið mun betur en gert er. OV. Smurbrauðstofqn BJORNINN Njálsgötu 49 - Sími 15105

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.