Dagblaðið - 27.04.1977, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1977.
Verkföll f Ijótlega
eftir 10. maí?
Landvernd,
ráðstefna um útilíT:
Hvaða rétt
áttu á jörð-
inni sem þú
stendurá?
Ef ekki verður mikil
breyting á gangi samninganna
telja forystumenn verkalýðs-
félaganna ákaflega líklegt að
verkföll verði fljótlega upp úr
10. maí.
Samningarnir ganga úr gildi
1. maí. í samningunum í fyrra
leið þó hálfur annar mánuður
áður en til verkfalla kom en nú
er annað uppi á teningnum,
segja forystumenn félaganna.
Viðbrögð félaganna eru á allt
annan veg en var í fyrra og
miklu harðari.
Stefnt er að því að félögin
hafi aflað sér verkfallsheimilda
fyrir 1. mai og með hverjum
degi fjölgar þeim sem það hafa
gert. Alþýðusambandið hefur
ekki neina heildarskrá yfir
þessi viðbrögð en í stuttu máli
má segja að öll verkalýðs-
félögin að kalla verði komin
með þessa heimild upp á vas-
ann fyrir helgina. Síðan er sjö
daga fyrirvari og gert ráð fyrir
að boðun verkfalla yrði ekki
fyrr en hinn þriðja, þannig að
verkfall gæti tæknilega orðið
strax hinn tíunda. Auðvitað
kann staðan í samningunum að
breytast og þeir gætu komizt úr
þeirri ,,biðstöðu“ sem þeir voru
í við upphaf samningafundar-
ins i gær. Því ‘gætu forystu-
menn Alþýðusambandsins
ákveðið, þegar til kemur, að
fresta boðun verkfalla eitthvað.
Forystumenn ASÍ hafa ekki
gert upp við sig hvort verða
skyldu allsherjarverkfall eða
„skæruverkföll“, þannig að
nokkur félög fari í verkfall
hverju sinni til skiptis,
HH
Verkföll eru ekkert grín. Lík-
lega minnast menn mjólkur-
leysis, samgönguleysis,
lömunar á öllum sviðum þjóð-
lífsins. Þessi mynd er úr verk-
fallinu í febrúar í fyrra.
Bræðurnir Sigurður og Magnús með rósina góðu, en hún hafði að
geyma gjöf Dagblaðsins til Hort stórmeistara.
(DB-myndir Bjarnieifur)
Hort og rósavöndurinn:
„Hvaða rós
á að opna?”
— það er ein
spurningin sem
svarað verður á
ráðstefnunni
Margur útilífsmaðurinn
hefur komizt að þvi full-
keyptu þegar hann hefur í
grandaleysi farið inn á lendur
manna, sem telja sig eiga
þúfuna þar sem hahn hefur
tyllt sér. Ferðafólk er oft og
einatt ðvelkomið í löndum ann-
arra. Á ferðamálaráðsstefnu
sem Landvernd gengst fyrir
30. apríl nk. verður gefið yfir-
lit um almannarétt og þá fyrst
og fremst er varðar eignar- og
umráðarétt á landi og um-
ferðarrétt almennings í sam-
bandi við útivist hvers konar.'
Landvernd hefur um skeið
unnið að ráðstefnuhaldinu
með ýmsum aðilum. Náttúru-
verndarráði, Ferðamálaráði og
nokkrum félögum sem vinna
að útivistarmálum.
í frétt frá Landvernd segir
að upplýsinga hafi verið aflað
frá allmörgum aðilum um
þróun hvers útivistarsviðs
fyrir sig. Verður gefið yfirlit
yfir þróun mála á hverju sviði
fyrir sig á ráðstefnunni.
Ráðstefnan verður haldin á
Hótel Loftleiðum, ráðstefnu-
salnum, og hefst kl. 9 fyrir
hádegi á laugardaginn. JBP
Það vakti mikla athygli í hóf-
inu, sem bæjarstjórn Seltjarnar-
ness hélt Vlastimil Hort í fyrra-
dag, þegar honum barst blóm-
vöndur frá Dagblaðinu, þakk-
lætisvottur fyrir að láta apríl-
gabbið okkar rætast. Trúlega er
þetta í fyrsta sinn sem slíkt gabb
rætist, — og það i sama mánuði og
það birtist.
>
Blómvöndurinn reyndist sumsé
ekki neinn venjulegur vöndur af
fallegum rauðum rósum. Ein rós-
anna var nefnilega þannig gerð,
að ef ýtt var á litla fjöður, opn-
aðist blómið og innan í því var
forláta hringur úr gulli, skreyttur
taflmönnum úr platínu. Blár
safírsteinn prýddi hringinn sem
skein af þegar rósin loks opnaðist.
En það vafðist fyrir niönnum
fyrst í stað að finna leynifjöðrina
á rósinni góðu.
Hort skrýddist þegar hringnum
góða á blaðamannafundi eftir
veizlu þeirra Seltirninga, en
hringnum fylgdu góðar óskir til
stórmeistarans um gott gengi á
Hringinn og búnaðinn snjalla
utan um hann, áttu þeir bræó-
urnir Sigurður og Magnús, gull-
smiðir og eigendur Gulls og
Silfurs á Laugavegi. Þeir tóku til
að hanna hringinn á laugardag og
luku smiðinni yfir helgina. Að
vísu unnu þeir ekki af slíku ofur-
kappi sem Hort við skákborðin en
þeir lögðu nótt við dag og luku við
sitt verk timanlega.
skáksviðinu og í einkalífi sínu um
ókomin ár.
JBP
JuDO
Byrjunarnámskeið fyrir herra
hefst 2. maí nk.
Japanski þjálfarinn Yoshihiko Yura kennir.
Innritun og uppl. í síma 83295 alla virka
daga frá kl. 13 -22.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS
ÁRMÚLA 32