Dagblaðið - 27.04.1977, Side 15

Dagblaðið - 27.04.1977, Side 15
DAí'iBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUH 27. APRlL 1977. Pað hefur víst ekki farið framhjá" neinum þeim sem fylgst hafa með myndlist hér og erlendis undanfarna mánuði og ár að Amsterdam- íslendingarnir svokölluðu, þeir Sigurður Guðmundsson, Krist- ján Guðmundsson og Hreinn Friðfinnsson, — ásamt Þórði Ben Sveinssyni í Diisseldorf, hafa hlotið umtalsverða viður- kenningu á meginlandi Evrópu. Sú viðurkenning hefur jafnvel orðið til þess að íhaldssömustu öfl í listamálum hér á landi hafa talið sig tilneydd til að líta á þá félaga alvarlegum augum, þótt talsvert skorti enn á skilninginn. Einn þeirra Amsterdammanna, Sigurður Guðmundsson, hefur undanfar- ið dvalið hér á landi við kennslu við Myndlista- og Handiðaskólann og i leiðinni setti hann upp sýningu á verk- um sínum í Gallerí SÚM, sem nú mun vera á enda. Þar sýndi Sigurður verk með svipuðu sniði og voru á sýningu þeirra félaga í París, bæði gömul og splunkuný. Engin fagurfrœði Eins og mörgum. er kunnugt, vinnur Sigurður úr hugmynd- um sínum með aðstoð Ijós- myndavélarinnar.en þótt hann geri ákveðnar kröfur til ljós- myndarinnar er hann alls ekki á höttum eftir blæbrigðum ljóss og skugga og öðrum fagur- fræðilegum vangeveltum. Ljósmyndin hefur heldur ekki beint skýrslu- eða frásagnar- gildi fyrir Sigurð heldur notar hann hana til þess að grípa hug- hrif, hugdettur eða stemmning- ar. Það er ýmislegt skylt með honum og ýmsum skáldum, — hann býr sér til ákveðinn ramma og innan hans teflir hann sjálfum sér gegn einhverri gátu, einhverjum staðreyndum eða þá beinum þverstæðum. Myndin Question sýnir Sigurð frá hlið með egg í munninum og horfist hann í augu við bústna hænu. Hér er komið á fót atviki sem er sneisafullt af spurningum en ekkert eitt svar nægir. I því felst ljóðið, — og Sigurður seg- ist sjálfur gera þær kröfur til mynda sinna að þær séu ljóðrænar, ílát tilfinninga, sem ekki verða skýrðar. Engin predikun I myndljóðum sinum er Sigurður ekki hátíðlegur predikari, — hann gerir ekki tilraun til að koma reglu á tilveruna, sem er metnaður margra skálda, heldur tekur hann hana án fordóma. Hún er of ruglningsleg.f jarstæðukennd og duttlungafull — en aldrei óbærileg. Maður hefur það meira að segja á tilfinningunni að Sigurði þyki gaman að lifa, því lúmsk kímnigáfa setur svip á margar bestu myndir hans. Hún bitnar (ef það er ekki of sterkt orð) ekki einvörðungu á þeim reglum og þeirri hegðan sem „siðað“ þjóðfélag hefur lögleitt, beint eða óbeint, heldur einnig á listamanninum sjálfum, sem finnst að hann sé líka dálítið skrýtið fyrirbæri sem mannvera og einstaklingur I myndinni af boðorðunum tíu, birtir Sigurður sömu myndina af sjálfum sér við hvert boðorð, þar sem hann situr mæðulegur á svipinn. Ur myndinni má sjálfsagt lesa á ýmsan hátt — ekki kannski andóf, heldur: „Hvaóa þýðingu hefur öll þessi siðfræði fyrir mig?“ Margt af því sem Sigurður gerir er náskylt „konkret“ ljóðagerð, þ.e. að útlista eða smíða hið Sigurður Guðmundsson. ósýnilega, tilfinningar og hughrif. Um þögn Eitt skemmtilegasta verkið af því tagi er myndin af kommunni, — þ.e. útskorin og risavaxin komma er ljósmynd- uð þar sem hún stendur milli gagnstéttar og strætis. I rituðu máli þýðir hún „þögn“ og það sem Sigurður er að gera er ein- mitt að smíða ,,þögn“, — eins og Magnús Pálsson smíðar ,,tóm“. Verk Sigurðar eru laus við bölsýni, lífið er einkenni- legt, en þó fyllilega þess virði að lifa því til fulls og skemmta sér við að skoða furður þess. Sigurði Guðmundssyni hefur í ríkum mæli verið gefinn hæfi- leikinn til að sjá og opinbera undur hins daglega lífs. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Bróðir Vlastimil Skákmenn eiga greiðan aðgang að hjörtum íslendinga. Fimm ár eru nú liðin síðan heimsmeistaraeinvígið var haldið hér með einhverju magnaðasta húllumhæi, sem sögur fara af á þessu landi. Við munum þann morgun, gráan og muskulegan, þegar Bobby Fischer hljóp niður landganginn úr Loftleiðavél- inni frá New York, brosti ekki, heldur hljóp beint inn í bíl og ók í burtu i mesta fússi. Og — maður lifandi — allt sem hafði gengið á áður en sú stund rann upp! Á meðan hafði Boris Spassky verið hér í nokkra daga og unnið hugi og hjörtu þjóðarinnar með prúðmannlegri framkomu sinni og sjarmerandi brosum. En einvígið var varla hálfnað þegar hálf þjóðin, að minnsta kosti, sem áður hafði nærri öll verið alveg gáttuð á vitleysunni í Ameríkananum, hafði fallið fyrir undra- barninu frá Brooklyn. Bobby Fischer hafði altént komið Islandi á kortið, eins og sagt er. íslendingum þykir alltaf gott að komast á kortið. Svo þótti okkur ósköp gott að heyra síðla vetrar að Boris væri að koma aftur — með nýju konuna sína. Okkur þótti kannski að hann væri eins og bróðir (eða að minnsta kosti frændi), sem við áttum töluvert í. Marinu fögnuðum við og kölluðum hana alltaf hina fögru. Við vissum eitthvað minna um Vlastimil Hort. Hann hafði vissulega komið hér áður og boðið af sér góðan þokka, en samt gátum við ekki talið okkur eiga í honum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það. Vlastimil er sannur herramaður, hann er bróðir okkar. Hann er alltaf velkominn. Ragnar Lár gerði þessar teikningar í framhaldi af hugleiðingum í þessum dúr eftir maraþonfjölteflið um helgina. -ÓV \. \ ..'

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.