Dagblaðið - 27.04.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1977.
23
<§
Útvarp
Sjónvarp
Sjónvarp íkvöld kl. 20,45:
Margs konar bílanýjungar,
betri sáraumbúðir og fuil-
komnir björgunarbúningar í
Nýjasta tækni og vísindi
Frá sýningu i Reykjavikurhöfn i fyrra, þegar nýi bandaríski björgunarbúningurinn var sýndur. Fljótt
á litið virðist hann iíkur þeim brezka sem kynntur er í Nýjasta tækni og vísindi í kvöid.
DB-mynd Árni Páll.
Þátturinn Nýjasta tækni og
vísindi er á dagskrá
sjónvarpsins í kvöld kl. 20.45.
Umsjónarmaður er Sigurður
Richter.
I þættinum verða sýndar átta
brezkar myndir. Sú fyrsta
heitir Láðs- og lagarbíll og
sýnir módel af bifreið sem á að
geta ekið jafnt á láði sem legi,
eins og nafnið bendir til. Eru
hjól bifreiðarinnar sérstaklega
útbúin til þess að geta flotið.
önnur myndin er Bill fyrir
fatlaða. Þar er sýndur bíll sem
ætlaður er mikið fötluðu fólki.
Er hjólastólnum hreinlega ekið
inn í bílinn og verður það með
að bílstjórasæti. Þriðja myndin
heitir Gúmmí. Þar greinir frá
rannsóknum á viðloðun
gúmmís. Eru þessar rannsóknir
i sambandi við að reynt hefur
verið að finna upp bíldekk sem
hafa betra vegagrip en þau sem
til eru. Fjórða myndin er einnig
um bíla og nefnist hún Hring-
laga bíll. Skólapiltar í Bretlandi
smíðuðu þann bíl, sem er bæði
óvenjulegur að allri gerð, útliti
og aksturseiginleikum.
Fimmta myndin heitir Plast-
ský og segir þar frá stórum
plastbelg sem sólarhitinn þen-
ur út og síðan er hægt að láta
svífa yfir jörðinni og tjóðra
hann niður. Þannig er
belgurinn notaður við gróður-
farslegar og veðurfarslegar
rannsóknir.
Sjötta myndin nefnist Upp-
blásnar sáraumbúðir. Plastpoki
er settur utan um sár og inni í
pokanum er sótthreinsað loft
með tempruðu raka- og hita-
stigi sem leikur um sárið.
Sjöunda myndin er einnig
varðandi sjúklinga, en hún
heitir Sjúkrahylki. Þar er sýnd
tilraun 'sem gerð hefur verið til
þess að nota eins konarhylki til
þess að flytja sjúklinga í, í
staðinn fyrir venjulegar sjúkra-
börur. Þannig er sjúklingurinn
betur verndaður fyrir hnjaski,
kulda og öðrum óþægindum.
Áttunda og síðasta myndin
nefnist Flotasamfestingur. Þar
segir frá samfestingi sem
sjómenn geta verið í við vinnu
sína, en hann hefur þá eigin-
leika að hann flýtur á vatni og
getur borið uppi og þar að auki
er samfestingurinn góð
einangrun frá kulda í sjónum.
Á sl. ári var kynntur banda-
rískur björgunarbúningur hér
á landi, sem virðist ekki
ósvipaður þessum, nema að því
leyti að sá átti að geymast í
björgunarbátnum þar til á hon-
um þyrfti að halda.
-A.Bj.
Smáu
verkin ekki
veigaminni
enþau
stærri
Útvarp ídag kl. 15,45:
Vorverkin ígörðunum
Sjötta erindi Jóns H. Björns-
sonar skrúðgarðaarkitekts um
vorverk í skrúðgörðum er á
dagskrá útvarpsins í dag kl.
15.45.
„Ég hef nú ekki lokið við að
semja erindið,“ sagði Jón er DB
hringdi og spurði um hvað
hann ætlaði að fjalla í dag.
„En ég býst við að tína til
Fagrir skrúðgarðar eru víða í
höfuðborginni. Sums staðar
getur að líta ótrúlega hugvits-
semi, sem þarf ekki að kosta
voðalega mikið. Þetta er bútur
af steinröri sem útbúið hefur
verið á þennan skemmtilega
hátt. Þetta er úr garði við
Skarphéðinsgötuna. DB-mynd
Björgvln.
En það er ekki að íbúar höfuðborgarinnar hugsi vel um garðana sína heldur eiga sumir til að hjálpa til
aðskreytasjálft borgarlandið.fbúar við ofanverðan Rauðalæk tóku sig saman í fyrravor og gróðursettu
trjáplöntur á opnu svæði við Rauðalæk og Dalbraut. Borgin lagði tilplönturnar.
DB-mynd Arni Páll.
ýmislegt smávegis sem ég hef
hlaupið yfir í fyrri erindum
minum, þannig að þetta verður
samtíningur.
Annars mun ég bráðlega fara
að fjalla um skipulagningu
skrúðgarða, því mér finnst
alveg kominn tími til þess,“
sagði Jón.
I þáttum sínum um vor-
verkin hefur Jón rætt ýmislegt
sem garðeigendum má að gagni
koma, eins og t.d. í siðasta þætti
þegar hann ræddi um áburð og
hvernig gera má rotþró í
garðinum og búa til sfna eigin
gróðurmold. Einnig hefur hann
rætt um hvernig búa má til
vetrargarða eða gróðurhús á
svölum húsa.
-A.Bj.