Dagblaðið - 31.05.1977, Qupperneq 1
3. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 31. maí 1977 — 117. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA ‘12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI lir AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍMI27022
Sérkröf uhnúturinn enn óleystur
Látum ekki stilla okkur
upp við vegg”
sagði formaður málm- og
skipasmiða fmorgun—beðið
eftir samþykki iðnaðarmanna
við2,5 prósentunum
Sérkröfuhnúturinn er ekki
leystur, þótt Verkamannasam-
bandið hafi samþykkt 2,5
prósentin. Enn var í morgun
beðið eftir svari frá iðnaðar-
mannafélögunum, hvort þau
féllust líka á 2.5%. „Við látum
ekki stilla okkur upp við vegg,“
sagði Guðjón Jónsson, for-
maður Málm- og skipasmiða-
sambandsins, í viðtali við DB í
morgun. „Við byrjuðum í gær
að ræða við atvinnurekendur
um ýmsar sértillögur okkar
sem ekki hafa mikil útgjöld i
för með sér. Við viljum sjá,
hvernig þeim reiðir af áður en
við tökum afstöðu til 2,5
prósentanna."
„Ánnað væri fullkomlega
siðlaust. Iðnaðarmannafélögin
hljóta að samþykkja 2,5
prósentin," sagði Davíð
Scheving Thorsteinsson, for-
maður Félags íslenzkra iðnrek-
enda, í morgun. „Fyrr en þessu
er lokið er engin leið að halda
áfram með forgangs-
kröfurnar." Davið lagði áherzlu
á að sérkröfumálið væri engan
veginn leyst þótt Verkamanna-
sambandið hefði gengið frá sín-
um málum. „Verkamannasam-
bandið hefur lagt spilin á borð-
ið og væntir þess, að önnur
sambönd geri hið sama,“ sagði
Karl Steinar Guðnason, vara-
formaður Verkamannasam-
bandsins, í viðtali við DB í gær.
Hann sagði, að það væru þátta-
skil í sérkröfumálinu, að
Verkamannasambandið, með
helming félaga í ASÍ, hefði
samið um sérkröfurnar. Ekki
ætti að vera margra daga verk
að ganga frá sérkröfum
annarra. Sérstök - vandamál
hefðu verið með Verkamanna-
sambandið, sem hefði ótal
stéttir innanborðs með mjög
mismunandi kjörum.
Verkamannasambandið
féllst á að 2,5% færu í sér-
kröfur eftir að forystumenn
þess höfðu tekið þeirri tillögu
fálega í fyrstu. Karl Steinar
sagði að nú kæmi til 2,75
prósenta aldurshækkun eftir .4
ár í starfi. Þessa nýju
aldurshækkun mætu menn á
1,25% hækkun á kaupi almennt
að meðaltali'.Þá kæmu tjl taxta-
tilfærslur sem væru metnar á
önnur 1,25 prósent.
-HH.
Á nýjum
gallabuxum
og strigaskóm
á leið ísveitina
Það var eftirvænting í svip krakkanna, sem voru að leggja af stað í sveitina í morgun. E.t.v. var svolítill
kvíði innst inni, enda sumir að fara í fyrsta sinn frá mömmu og pabba. En flestir skörtuðu nýjum
gallabuxum og strigaskóm, albúnir að vinda sér í sauðburð og kúarekstur. Krakkarnir, sem eru á vegum
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, voru að fara til tveggja til þriggja mánaða sumard"alar á ýmsum
bæjum allt frá Borgarfirði norður í Skagafjörð. Allir voru vel merktir, bæði nafn og bæjarnafn á
brjóstinu þannig að tryggt væri að hver færi á sinn stað. .jh.
íslenzkt skip reyndi að landa í Skotlandi ígær:
Löndun stöövuö
eftir 50 tonn
— útgerðingaf
skipst jóranum fyrirmæli
um aðforðastallan
Mhasar”eftirað
mótaðgerðir hóf ust
íslenzka skipið Stapavík
landaði um sjö tonnum af fiski í
skozku smáhöfninni Troon í
gær og rauf þannig einangrun
íslenzkra fiskiskipa frá brezk-
um höfnum, sem hafnarverka-
menn og sjómenn hafa sett á,
að sögn Reuters i morgun.
Skv. síðustu fréttum í gær
voru þrír bílfarmar úr skipinu
á leið til verksmiðja í Hull og
Grimsby, en samband flutn-
ingaverkamanna, sem í eru
m.a. hafnarverkamenn, hefur
farið þess á leit við forráða-
menn verksmiðjanna að þeir
taki ekki á móti fiskinum.
Formælendur fiskiðnaðarins
í Bretlandi telja um níu þúsund
manns hafa misst atvinnu i
kjölfar brottvísunar brezkra
skipa úr íslenzkri landhelgi.
Reuter segir að Stapavík hafi
fyrst reynt að landa í Fleet-
wood en mistekizt og hafi þá
verið búizt við að skipið landaði
í smáhöfninni Ayr. Kom fyrr-
nefnt hafnarval skipsins sjó-
mönnum og hafnarverkamönn-
um í opna skjöldu og voru laus-
ráðnir menn fengnir til
losunarinnar.
Haft er eftir brezkum skip-
stjóra að hefði hann vitað af
þessu hefði hann gengizt fyrir
því að sjómenn lokuðu höfninni
og það væri óverjandi að
íslenzk skip gætu fengið að
landa í Bretlandi fiski af
Islandsmiðum um leið og Bret-
ar hafi verið reknir af þeim
miðum.
Þegar landað hafði verið um
sjö tonnum gripu sjómenn og
hafnarverkamenn inn í og
stöðvuðu frekari löndun. I
fréttum Reuters í morguh segir
ekki frekar af ferðum Stapa-
víkur.
Þormóður Rammi á Sigiu-
firði gerir út Stapavík, sem
áður hét Reykjaborg. Ömar
Hauksson skrifstofustjóri sagði
í viðtali við DB í morgun að
löndun hefði ekki verið stöðvuð
fyrr en eftir 50 tonn, sem voru
% hlutar aflans, skv. samtali við
skipstjórann í gær eftir að
skipið var farið frá bryggju
aftur.
Fékk skipstjórinn þau fyrir-
mæli héðan að forðast allan
„hasar" eins og Ömar orðaði
það og halda til Færeyja til að
landa afgangnum. Mun skipið á
leið þangað nú.
G.S.
Algjört bann
viðúðabrúsum
framundan!
— gasmengunin
talin hættuleg
jarðlrfi
— sjá bls. 5
Enn einn
stórgallaður
skuttogari f rá
PóSlandi
-sjábls.4
ÖlvunáHvrta-
sunnumótinu
„ekki meiri en í
samfélaginu
yfirleitt”
— sjá bls.8
Islenzka sfldin
ásér litla
viðreisnarvon
— sjá kjallaragrein
Reynis Hugasonar
ábls. 10-11
Eigaátthaga-
f jötrar að ráða
námsvali?
— sjá bls. 12