Dagblaðið - 31.05.1977, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAl 1977.
Sigtúni 3
Hvrtasunnumótið á Þjórsárbökkum:
Fiat 128 74. Blár,
ekinn 53 þ. km, ný-
sprautaður. Góður
bíll.
Datsun dísil árg.
71. Grœnn.
Toppbíll, ekinn 25 þ.
km á vél, nýspraut-
aður, nýir demparar
o.fl.
óskum eftir Dedge Dart Swinger árg. 71—74.
Opið frá kl. 9-7 — Laugardaga kl. 10-4
KJÖRBÍLLINN
Sigtúni 3 - Sími 14411
Lagerstjóm
Óskum að ráða sem fyrst duglegan og
áreiðanlegan starfsmann til að hafa
umsjón með húsgagnalager og út-
keyrslu.
JL húsið
Jón Loftsson
Hringbraut 121.
Óskum eftirað ráða
mann til starfa
í verksmiðju vorri.
ETNA HF.
Grensásvegi 7 — Sfmi 83519
„OLVUN EKKIMEIRI
EN í SAMFÉLAGINU
YFIRLEITT”
Liðlega fjögur þúsund manns
alls sóttu Hvítasunnumót HSK,
sem haldið var á Þjórsárbökk-
um, að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi. Lauk mótinu síðdegis í
gær.
Talsverð ölvun var á mótinu,
eins og við hafði verið búizt, en
„líklega ekkert meiri en er í
samfélaginu yfirleitt,“ eins og
Jón Guðmundsson, yfirlög-
regluþjónn á Selfossi, orðaði
það í samtali við fréttamann
DB.
Um 140 manns voru fluttir til
Reykjavíkur sakir lélegs útbún-
aðar og ölvunar. Á lögreglu-
stöðinni í Reykjavík var vinsað
úr hópnum það fólk sem hægt
var að senda heim en aðrir
látnir sofa úr sér yfir nóttina.
Sagðist Jón Guðmundsson verá
Reykjavikurlögreglunni afar
þakklátur fyrir þá aðstoð sem
hún hefði veitt. Þá voru 30—40
manns teknir ölvaðir við akstur
í grennd við mótsstaðinn.
Jón kvað útlitið á mótsstaðn-
um hafa verið verra vegna þess
hve túnið hafi farið illa af
völdum umferðar bíla og fót-
gangandi. „Allskonar óhrein-
indi og slæleg umgengni gerði
þetta allt heldur ótótlegra,"
sagði Jón. „Mótsgestir voru lík-
lega flestir á aldrinum 15—20
ára og sá aldurshópur verður'
oft heldur illa úti þegar hann
kemst í vín, sumir kannski í
fyrsta skipti. Stóráföll urðu
engin, nokkur minniháttar slys.
Það alvarlegasta varð á laugar-
dagskvöld þegar bíll féll ofan á
pilt og meiddi hann' á höfði,
þannig að flytja varð hann á
sjúkrahús í Reykjavík. Piltur-
inn hafði tjakkað bílinn upp og
var undir honum að gera við
þegar tjakkurinn lét undan,“
sagði Jón Guðmundsson.
Mótið sjálft, sem á var fjöl-
breytt dagskrá, fór sæmilega
fram, að sögn Jóns Guðmunds-
sonar. Veður var gott á Þjórsár-
bökkum um helgina, sólarlaust
og aðeins smávægilegar skúrir.
-ÖV
Líf og fjör á Þjórsárbökkum um helgina. Um allt land var helgin einstaklega róleg og bar hvergi til
sérstakra tíðinda, nema á Hvítasunnumóti Skarphéðins, enda var það eini staðurinn á öllu iandinu þar
sem hægt var að safnast saman til útiskemmtunar.