Dagblaðið - 31.05.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 31.05.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. M Af 1977 14 g) Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Markvörður Fram slær knöttinn yfir þverslá. DB-mynd emm. IBK hafði ekki heppnina með sér HANNOVER VANN SIG UPP í BUNDESLIGUNA —Hef vissulega hug á að spila með íslandi, ef farið verður fram á það, sagði Einar Magnússon Hið unga lið ÍBK heldur enn sama striki í I-deildinni. i stað þess að brjótast um á botninum, eins og margir spáðu i upphafi leiktímabilsins, bítast þeir um toppinn við Skagamenn. Eftir lcikinn við Fram i Keflavík á laugardaginn bendir ýmislegt til að þeir muni haida því áfram, þótt þeim hafi ekki tekizt að hreppa nema annað stigið úr þeirri viðureign. Heppnin var ekki með þeim að þessu sinni. Framarar tóku hraustlega á móti áköfum Keflvíkingum á möl- inni og ætluðu sýnilega ekki að láta sinn hlut fyrr en í fulla hnef- ana, eftir tapið fyrir Vikingum. Nú var sem sagt að duga eða drepast. Keflvíkingum tókst því ekki að skapa sér nein teljandi færi fyrstu mínúturnar nema Ölafur Júlíusson átti fast skot sem geigaði, — knötturinn smaug rétt utan við marksúlu. Þegar um það bil 10 mín. voru liðnar af leiknum, dæmdi Arnar Einarsson, nýr dómari i I-deild, Akureyringur, aukaspyrnu á tBK, rétt utan við vítateigshornið. Eggert Steingrímsson sendi knöttinn fyrir markið eins og hann ætlaði samherja sínum að reyna að koma honum í netið en þess þurfti ekki við, — knöttur- pumn fótboltaskór Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Holagarði Breiðholti Simi 75020 Klapparstíg 44 Sími11783 inn sveif yfir illa staðsetta varnar- menn IBK og skoppaði inn fyrir línu, yfir handarbök Þorsteins Bjarnasonar markvarðar sem átti óvenjulega slakan leik, 1:0. Þótt mistökin væru slæm, þá létu ÍBK-piltarnir engan bilbug á sér finna. Þeim tókst að hrinda sóknarlotum Framara, sem efldust mjög við markið. Ur einu skyndiupphlaupi snart einn Framari knöttinn með handlegg innan vítateigs. Gísli Torfason skoraði örugglega úr spyrnunni, — fram hjá Þorbergi Atlasyni, sem lék í markinu, í stað Árna Stefánssonar sem er meiddur. Einnig vantaði Kristin Jörunds- son í Framliðið. Þrátt fyrir skemmtilegan sam- leik á köflum í rigningarúðanum — blandað háspyrnum, — þar sem hvorki vindur né sól höfðu truflandi áhrif á leikmenn — voru markfærin með fæsta móti. Sumarliði Guðbjartsson, átti fast skot af stuttu færi, sem Þorsteinn varði, mjög vel. Þá áttu Ölafur Júlíusson og Guðjón Þórhallsson góð skallafæri, en Þorbergur gómaði knöttinn í bæði skiptin. Það var varamaðurinn Hilmar Hjálmarsson, sem náði forustunni fyrir ÍBK, snemma í seinni hálf- leik, en hann kom inn á fyrir Karl Hermannsson. Hilmar fékk send- ingu úr aukaspyrnu frá, Omari Ingvarssyni og nikkaði knettinum yfir Þorberg og í markið, 2:1. Eftir þetta áttu Framarar um stund í vök að verjast og þriðja mark ÍBK virtist liggja í loftinu. En smám saman dró úr ákafa ÍBK-piltanna og Frömurum tekst að ná skipulögðum upphlaupum. — 1 einu þeirra tekst Sigurbergi Sigsteinssyni að vinna skallaein- vígi og sendi knöttinn til Rúnars Gíslasonar, sem jafnaði af stuttu færi, — en Þorsteinn og Öskar Færseth bakvörður, lágu báðir á marklínunni eftir samhlaup. 2:2. Framararnir voru öllu líflegri seinustu mínúturnar, en tókst ekki að knýja fram sigur. Pétur Ormslev, Sigurbergur, Trausti Haraldsson og Ásgeir Elíasson, sem lék í öftustu vörninni, áttu beztan leik I liði Fram. Sumarliði fellur ekki enn fyllilega inn i liðið. Að venju voru það Gísii og Ólafur Júlíusson, sem báru dálítið af í ÍBK-liðinu og Karl Hermann- son, meðan hans naut við. Ungu piltarnir stóðu allir vel fyrir sínu, — þar er vart hægt að nefna einn öðrum fremur, en breytingar Hólmberts Friðjónssonar þjálfara á liðskipaninni eru til bóta. Dómarinn Arnar Einarsson, veifaði þrívegis gulum spjöldum í leiknum, til Péturs Ormslev, Eggerts Steingrímssonar, Fram, og Ómars Ingvarssonar, IBK, Rauða spjaldið var líka á lofti. Ólafur Júliusson, varð að víkja af velli rétt fyrir leikslok, fyrir að fórna munnvatni sínu á mótherja sem hafði lostið hönd sinni á andlit Ólafs, en dómara og línu- verði sást yfir það. emm. — Það væri vissulega gaman að spila fyrir ísland . Áhuginn er fyrir hendi og mér skilst að iands- liðsnefnd hafi hug á að ræða við mig, sagði Einar Magnússon er við spurðum hann hvort lands- liðsnefnd hefði rætt við hann. Einar er nýkominn frá Þýzka- landi. Hann hefur nýlega gert samning um að leika með Polizei Hannover í Bundes- Iigunni. — Það verður gert hlé á Bundes- ligunni í byrjun desember vegna þátttöku v-þýzka landsliðsins. Ef Island fer fram á að ég spili þá mun ég hafa þarna frjálsan tíma til að æfa og spila með landslið- inu, hélt Einar áfram. — Polizei vann sig upp í Bundes- liguna um síðustu helgi. Þá sigraði Hannover í fimm liða keppni þar sem leikið var heima og heiman, alls átta leikir. Hannover hlaut 13 stig úr 8 leikj- um sínum. Sigraði í sex leikjum, gerði eitt jafntefliogtapaði einum leik. Þau lið er tóku þátt voru auk Hannover, Neuhausen, Stein- heim, Angersmund og lið frá Berlín. Hannover sigraði með 13 stig, Neuhausen komst einnig upp — hlaut 12 stig. Hannover lék siðasta leikinn við Neuhausen og sigraði í Hannover 20-13. Hins vegar getur Einar ekki hafið keppni með Hannover fyrr en 16. október en keppnin hefst í byrjun september. Ástæðan er að nú verða að líða 6 mánuðir frá því að leikmaður skiptir um félag þar til hann má leika með þvi. Þetta kemur til af því að mikið Steinunn og Haukur meistarar Steinunn Sæmundsdóttir, Reykjavík, og Haukur Jóhanns- son. Akureyri, sigruðu i svigi og stórsvigi á Skarðsmótinu á Siglu- firði um helgina. Steinunn hafði yfirburði, en Haukur átti í harðri keppni við Einar Val Kristjáns- son, ísafirði, í stórsvigi. Sigraði á 94.43 sek,. en EinarValur keyrði á 94.47 sek. Ilalldór Matthíasson, Reykjavík, sigraði í 10 km. göngu á 24.22 mín., en Magnús Eiriks- son, Siglufirði, gekk á 25.25 mín. Sól og blíða var báða dagana. Steinunn og Haukur urðu meistarar í stigakeppni Skíða- sambandsins eftir keppni vetrar- ins. KEP. • í þriðja leik Philadelpia og Portland um bandaríska meist- aratitilinn i körfuknattieik sigr- aði Portland með 129-107. Staðan í keppninni eru nú 2-1 fyrir Philadelpíuliðið. Það þótti tiðindum sæta mcðal islenzkra kylfinga, að hingað til lands skyldi koma brezkur at- vinnumaður i goifi til að reyna sig við tslendinga. Enn meiri tiðtndum sætti þo að íslenzkur kyifingur skyidi vinna þennan reynda keppnismann, Roger Mace. Það var á opnu Dunlop keppninni sem fram fór á golf- veílinum i Leiru um hvita- sunnuna. Það var Golfklúbbur er um að ríkari félög laði til sín leikmenn frá þeim fátækari. Því er reynt að sporna við. Þessi ráðstöfun er mjög umdeild í Teitur Þórðarson var enn á skotskónum, þegar Jönköping iék við Raa í 2. deild.suður, i Svíþjóð um heigina. Hann skoraði eina mark leiksins, sem færði Jönköp- ing tvö stig. Halmia gerði jafn- tefli við Mjallby 0-0 í Halmstad, og einnig var jafntefli hjá Norrby og Örgryte 0-0. Vilhjálmur Kjart- ansson byrjar nú fljótlega að leika með Norrby. Efsta liðið í deildinni, Atvidaberg, sigraði AI- vesta á útivelli 1-2 og var sigur- markið skorað úr vítaspyrnu eftir að leiktíma lauk. Atvidaberg er efst með 13 stig. Halmia hefur 11 stig, Mjallby 10 og Jönköping og Norrby hafa níu stig. — Þetta var slakur leikur hjá Union í La Louviere og tap 3-0, svo möguleikarnir á að liðið kom- ist i 1. deild eru sáralitlir, sagði Stefán Halldórsson, þegar blaðið ræddi við hann i morgun. Eisden og Waterschei gerðu jafntefli 1-1 og staðan eftir 3 umferðir af sex er sú, að La Louviere er efst með 5 stig. Waterschei hefur 4 stig, Union tvö og Eisden eitt. Við Marteinn Geirsson gátum hvorugur tekið þátt í leiknum Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi, setti nýtt íslandsmet i 100 m flug- stundi á Afmælissundmóti Ægis í Laugardalslaug á laugardag. Synti vegalengdina á 1:09.2 mín. og bætti met sitt frá Olympíu- leikunum í Montreal um fjögur sekúndubrot. Þórunn vann bezta afrek mótsins, þegar hún synti 200 m fjórsund á 2:37.3 mín. Það gaf 872 stig, en Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi, var skammt á eftir. Hlaut 870 stig fyrir 2:56.2 mín. i 200 m bringusundi. Var aðeins tveimur sekúndubrotum frá islandsmeti sínu. Suöurnesja sem sá um þessa keppni i sjöunda sinn. 104 keppendur voru skráðir til keppninnar en 98 mættu til leiks og er það mesti fjöldi sem tekið hefur þátt i þessum mótum frá því að núverandi f.vrirkomulag tók gildi. Urslit mötsins urðu annars þessi: Án forgjafar: 1. Magnús Halldórsson, GK 152 högg. 2. Þór- hallur Hólmgeirsson, GS 154 högg. (Roger Mace var á sama Þýzkalandi. Polizei Hannover mun hefja æfingar þegar í byrjun júní og Einar heldur utan um miðjan júní. h. halls. Halmia á að leika við GAIS 13. júni og sama sagan er komin upp og í fyrra. Forráðamenn liðsins vilja ekki gefa Matthíasi Hall- grímssyni frí til að leika við Norður-íra 11. júni. Segja að það verði eini landsleikur íslands, sem þeir geti ekki leyft Matthíasi að leika. Það er þó ekki alveg útséð hvernig þetta mál fer, því að Matthías er harður á því að fá að leika gegn Norður-írum. Hins vegar er ekkert til fyrirstöðu, að Teitur geti leikið, forráðamenn Jönköping aðeins ánægðir með að Teitur sé valinn í íslenzka lands- liðið. vegna meiðsla, sagði Stefán enn- fremur.Marteinn fórtil læknis nú í morgun og svo kanq að fara, að hann verði skorinn upp. Ég veit ekki hver niðurstaðan verður fyrr en Marteinn kemur frá læknin- um, en eins og staðan er í dag eru ekki miklar líkur á, að hann geti leikið gegn Norður-írum 11. júní. Af mér er það að frétta, að ég verð frá leik næstu vikurnar vegna meiðsla í læri, sagði Stefán að lokum. Sveitir Ægis settu tvö íslands- met í boðsundum. Karlasveitin synti 4x200 m skriðsund á 8:41.1 mín., en eldra met Ægis-sveitar var 8:42.7 sek. Kvennasveit Ægis synti 4x100 m skriðsund á 4:38.9 mín. Eldra metið var 4:39.4 mín. Keppt var um marga bikara á þessu 50 ára afmælismóti Ægis og mótið tókst í alla staði mjög vel. Sigurður Ólafsson, Ægi, synti 100 m skriðsund á 57.5 sek. Hermann Alfreðsson, Ægi, 200 m bringu- sund á 2:46.9 mín. og Bjarni Björnsson, Ægi, 200 m baksund á 2:26.1 mín. skori en keppti ekki til verðlauna heldur sem gestur). 3. Björgvin Þorsteinsson, 156 högg. Með for- gjöf: Jón Pálmi Skarphéðinsson. 141, 2. Björgvin Hólm, 143 högg, og í þriðja sæti urðu þeir Kári Knútsson, Þorsteinn Björnsson og Guðlaugur Kristjánsson með 145 högg en Kári vann hlutkesti. Nánar verður sagt frá þessu glæsilega golfmóti síðar hér I Dagblaðinu. - rl. Góður gestur á opna Dunlop-mótinu í Leiru: Ungur íslendingur vann brezka atvinnumanninn Enn skorar Teitur — Matthfas í deilu Marteinn frá leik Þrjú Islandsmet á afmælismóti Ægis

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.