Dagblaðið - 31.05.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 31.05.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAl 1977. 2 * LeðursKór 1. Kr. 5980.- 2. Kr. 5550.- 3. Kr. 4950.- 4. Kr. 4950.- 5. Kr. 4950.- Margir litir Póstsendum Af hverju velur fisksjúkdómanefnd Opnum sund- staðina á kvöldin Stcinunn Friðgeirsdóttir hringdi og bað DB að koma þeirri uppástungu á framfæri til borgaryfirvalda og annarra sem með þau mál hafa að gera að sundstaðir yrðu hafðir opnir á kvöldin. Hún kvaðst sannfærð um að þá myndu unglingar leita þangað i stað þess að fara á Hallærisplanið. Sjálf kvaðst Steinunn vera utan af landi og þar væru laugar yfirleitt opnar til 10—11 á kvöldin og þangað færu allir. ba'ði ungir og gamlir. Fannst henni að svipað fyrirkoinulag mætti taka upp ekki auðveldustu lausnina? —eru nef ndarmenn hræddir við niðurstöður erlendra sérf ræðinga? Sveinn H. Skúlason skrifar: Svar við bréfi Einars Hann essonar, fulltrúa veiðimála- stjóra í Dagblaðinu, 25.5. ’77. Enn hefur Einar Hannesson ráðist fram á ritvöllinn á fullri ferð með stórum lýsingarorðum um Skúla á Laxalóni. Einar var hér fyrir nokkrum árum iðinn við að verja gerðir veiðimála- stjóra er haldið var fram að regnbogasilungurinn væri allra fiska sjúkastur. Eftir að rann- sóknir erlendra sérfræðinga hafa leitt annað í ljós, hefur Einar nú haft fremur hljótt um sig og hélt ég sannarlega að hann hefði fengið lexíu sem dygði. En nú er hann byrjaður á ný. I lesendabréfi í Dbl. þann 25.5. ’77 fær Skúli sendingu og er m.a. sakaður um að snúast með heift til varna þegar sagt er að fiskur hans sé sýktur og að hann hafi vitað það i langan tíma og látið vitandi vits sjúkan fisk í margar bestu veiðiár landsins siðastliðið sumar. Við skulum nú aðeins líta á málið frá sjónarhóli Skúla og hans nánustu. í rúm 20 ár var Skúla neitað um heilbrigðisvottorð vegna regnbogasilungsins. Þá þurfti að leita til veiðimálastjóra. Þegar fisksjúkdómanefnd var stofnuð voru henni send bréf 1971 og 1972. Þessi bréf voru send í ábyrgð og kvittanir eru til, en aldrei barst svar. Ekki voru bréfin endursend, þannig að bréfin lentu í réttum hönd- um (ath. að um opinbera nefnd er að ræða). Loks er lögfræð- ingur Skúla hótar málsókn vegna fjárhagstjóns er Skúli verður fyrir, vegna allra þeirra pantana er neita verður, vegna skorts á heilbrigðisvottorði, skipar landbúnaðarráðherra að fiskurinn skyldi rannsakaður erlendis. Fyrr heyrðist ekki í fisksjúkdómanefnd. Þá voru tekin sýni og þau send til Dan- merkur. Maður hefði nú haldið að fisksjúkdómanefnd myndi senda Skúla niðurstöðurnar er þær bærust. Nei, þeir lögðust ekki svo lágt. Skúli varð að afla sér upplýsinga um þær frá Dan- mörku. Eftir þetta hefur Skúli fengið heilbrigðisvottorð um- yrðalaust. Siðan hafa sýni verið tekin nokkrum sinnum og alltaf hefur niðurstaðan orðið hin sama. Aldrei hefur fisksjúk- dómanefnd tilkynnt Skúla um niðurstöðurnar, utan einu sinni og var það nú nýverið. Hann hefur orðið að afla sér þeirra sjálfur frá hinum erlendu sér- fræðingum. Þessi formáli er nauðsynleg- ur ef líta á núverandi mál í réttu ljósi. Snúum okkur nú að því. Vorið 1976 verður Skúli var við eitthvað óeðlilegt í dauðum seiðum. Skúli átti um þetta leyti leið til Noregs og tók með sér nokkra fiska. Það hefði ef til vill átt að snúa sér til fisk- sjúkdómanefndar. En hver vill leita til aðila er hvorki svara bréfum né hafa fyrir því að tilkynna niðurstöður. Þar að auki hafa meðlimir nefndarinn- ar gefið yfirlýsingar um tækja- skort, sérfræðingaskort og fjár- skor’t (tækja- og sérfræðinga- skortur myndi sumstaðar vera nef nt getuskortur). Hinn 9. júní 1976 barst bréf frá hinum norska sérfræðingi. Á þessum mánuði hafði hann ekki fundið neinn sjúkdóm I fiskinum, en telur orsakanna vera að leita til gamals fóðurs. Bréfinu frá hinum norska sér- fræðingi lýkur með þessum orðum: „Undir öllum kringum- stæðum er ekki þörf á neinni meðferð annarri en þeirri að fiskurinn má ekki fá þurrfóður, sem hefur verið geymt það lengi að það er orðið of gam- alt“, tilvitnun lýkur. Fulltrúi veiðimálastjóra, opinber starfsmaður, segir full- um fetum að Skúli hafi fengið upplýsingar erlendis frá um að fiskurinn væri sjúkur, en samt sleppt honum í árnar. Er þetta ekki atvinnurógur og meiðyrði? Hin hliðin á því er, að mikið álítur Einar Skúla heimskan, að ætla honum að selja sjúkan fisk í árnar. Hverjum kæmi það að lokum verst, nú engum öðrum en Skúla sjálfum, þvl með því myndi markaður eyðileggjast um öll ókomin ár. Siðan berst annað bréf frá hinum norska sérfræðingi, hinn 22.9. ’76 og enn hefur hann ekki komist að niður- stöðu, veltir fyrir sér ýmsum möguleikum, en gerir engar til- lögur um meðhöndlun. Hinir ís- lensku sérfræðingar (sem Einar segir að Skúli sé vondur við), sem þjást af tækja- og fisksérfræðingaskorti segjast sjá á einni viku, eða var það á einum degi, það sem norskur sérfræðingur í fisksjúkdómum (athugið: sérfræðingur), með fullkomin tæki gat ekki fundið á fimm mánuðum, eða reyndar á einu ári, því fleiri bréf hafa ekki borist. Svo var það fyrir nokkru að menn koma frá Keldum og taka sýni. Jæja, við reiknuðum með því að fá sendar niðurstöður bréflega. Það var nú til of mikils mælst. Einn daginn kemur 1 fréttum útvarps og sjónvarps að fiskurinn á Laxa- lóni sé haldinn mjög smitnæm- um sjúkdómi og gefið í skyn að svo hafi einnig verið síðastliðið sumar og að Skúli hafi selt vit- andi um það fisk í árnar. Ég verð að viðurkenna að við ættum bara að þakka fyrir að fá upplýsingar um niðurstöður rannsóknarinnar, jafnvel þó það sé hastarlegt að fá þær 1 gegnum fjölmiðla. Ég reikna fastlega með þvi að Einar telji það eðlilega aðferð að tilkynna Skúla að fiskur hans sé sjúkur i gegnum útvarp og sjónvarp. Með því gefst nefnilega gott tækifæri i leiðinni eða gera heiðarleik Skúla tortryggileg- an. Einar gerir mikið úr því að Skúli skuli svara niðurstöðum rannsóknarinnar með blaða- mannafundi. Ég vil benda Einari á það að það var fisk- sjúkdómanefnd, sem fyrst leitaði til fjölmiðla í þessu máli. Einari finnst samt eftir sem áður óeðlilegt að Skúli skyldi tala við blaðamenn. En það vill nú svo til, sem betur fer, að íslenskir blaðamenn leita sann- leikans og því, hvursu sárt það er nú sumum, þá þarf í leitinni að sannleikanum að kynna sér málstað beggja aðila. Einar segir að Skúli sýni það með því að hafa hátt, að þá sé það til varnar þvi að hann skeyti ekkert um hagsmuni fiskeldis í þágu heildarinnar. Þetta eru gifuryrði byggð á því að Einar hélt að Skúli hefði haldið einhverjum upplýsing- um leyndum síðastliðið sumar. Eins og á undan er sagt þá getum við sannað að svo er ekki. Skyldi Einar Hannesson, fulltrúi veiðimálastjóra opin- ber starfsmaður og þar af leið- andi maður sem ætla mætti að gera ætti kröfur til um vissa ábyrgð, ekki vera órólegur núna og óska þess að sum orð- anna mættu strikast út. Þá kemur að kjarna málsins. Skúli neitar því ekki að viss einkenni hafa komið fram 1 fiskinum, en hann treystir bara ekki niðurstöðum tækjalitlu mannanna á Keldum (ath. enn enginn sérfræðingur 1 fisksjúk- dómum). Um er að ræða tjón sem gæti numið allt að 60 milljónum króna. Skúli er reiðubúinn að hlíta úrskurði hinna erlendu sérfræðinga. Er það ekki mjög auðveld lausn fyrir fisksjúkdómanefnd að kalla þessa menn hingað til að staðfesta niðurstöður íslend- inganna? En það skyldi þó aldrei vera að þeir séu hræddir um að niðurstöðurnar verði þær sömu og eftir að slegist hafði verið um regnbogasilung- inn í rúm 20 ár? Enginn sjúk- dómur, engin hætta. Smá viðauki: Við áttum eftir að senda regnbogasilungshrogn til Frakklands er landbúnaðar- málaráðuneytið stöðvaði alla sölu frá stöðinni. Sent var út heilbrigðisvottorð með öllum lýsingarorðum þeirra á Keld- um. Svar barst strax. „Sendið allt út samkvæmt áætlun” og út fóru hrognin. Nokkrum dögum seinna kom framkvæmdastjöri fyrirtækis þess er við skiptum við í Frakklandi. Erindi hans var að tryggja sér það að hann fengi öll þau regnbogasilungs- hrogn er stöðin gæti framleitt. Ekki hræðast Frakkar heil- brigðisvottorð þeirra á Keldum. Hérna virðist vera að upphefj- ast sami skollaleikur og átti sér stað hér áður fyrr með regnbog- ann. Heilbrigðisvottorð sögðu „grunur um sjúkdóm”, kaup- endur sögðu „sendið allt hvað þið getið.” Að lokum þetta. Ég veit að Einar á eftir að senda inn mikið af lýsingarorðum. Ég efa nú og hef reyndar alltaf efað að Einar semji þessar greinar sínar sjálf- ur. Alla vega held ég að veiði- málastjóri fái í það minnsta að lesa bréfin yfir. Ef til vill hefur þeim félögum sviðið það hvað sárast í gegnum árin, hve fáir hafa tekið upp hanskann (er það reyndar nokkur?) fyrir stofnun þeirra og þess vegna fundið sig knúna til að þeysa fram á ritvöllinn. Skúli neitar því ekki að viss einkenni hafa komið fram I fiskinum, en hann treystir ekki rannsóknum rannsóknarmanna á Keldum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.