Dagblaðið - 31.05.1977, Blaðsíða 9
9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAl 1977._
Vísitöluákvæöi í fasteigna-
viðskiptum dæmd ógild
—héraðsdómi áfrýjað til Hæstaréttar
_________
Mörg dómsmál hafa risið að
undanförnu út af ágreiningi um
vísitöluskuldbindingar á kaup-
verði íbúða og húsa. Hæstiréttur
mun ekki hafa dæmt um þetta
ágreiningsatriði. Þess . mun þó
ekki langt að bíða. Héraðsdómur
Kópavogs hefur kveðið upp dóm í
máli sem þar var rekið. Ibúðar-
kaupandi stefndi byggingarfélagi
til endurgreiðslu á verðhækkun
sem miðuð var við hækkun bygg-
ingarvísitölu. Féllst dómurinn á
röksemdir íbúðarkaupanda og
dæmdi byggingarfélagið til að
endurgreiða vísitöluálagið. Dóm-
inum var áfrýjað til Hæstaréttar
og bíður málið flutnings fyrir
þeim rétti.
Dagblaðinu er kunnugt um, að
Ragnar Aðalsteinsson hrl. rekur
nú mál gegn Kaupfélagi Hafnfirð-
inga vegna 16 íbúða sem seldar
voru með þeim skilmálum að verð
skyldi breytast til samræmis við
byggingarvísitölu.
Fjöldi fasteigna hefur á undan-
förnum árum verið seldur með
hliðstæðum eða sömu skilmálum.
Oftast hafa sættir tekizt, ef til
ágreinings hefur komið. Hæsta-
réttardómur kann að hafa gifur-
leg hagsmunaáhrif, þegar hann
verður kveðinn upp.
Samkvæmt lögum um verð-
tryggingu fjárskuldbindinga nr.
71 frá 1966 segir að óheimilt sé að
ákveða í samningum, að fjár-
skuldbindingar í íslenzkum
krónum skuli breytast i hlutfalli
við breytingar á vísitölu. Þar
segir, að undanþágu frá þessari
reglu geti aðeins Seðlabanki Is-
lands veitt. Hafi slík undanþága
ekki fengizt, skuli slíkar skuld-
bindingar vera ógiidar.
Dómsmól í Kópavogi
Mál það, sem héraðsdómur
Kópavogs dæmdi í, var í aðalatrið-
um þannig vaxið, samkvæmt frá-
sögn í stefnu:
Með samningum sem nefndir
hafa verið verksamningar, dags.
29. okt. 1973, keypti stefnandi
íbúð þá, sem í málinu greinir,
ásamt bifreiðageymslu, af stefnd-
um, fyrir ákveðna fjárhæð og með
ákveðnum greiðsluskilmálum.
I samningum þessum segir:
„Verð íbúðarinnar er háð hreyf-
ingum vísitölu byggingarkostn-
aðar til hækkunar eða lækkunar á
byggingartimanum. Hreyfingar
vísitölunnar virka ekki aftur fyrir.
sig á þær greiðslur, sem verk-
kaupi (kaupandi: innsk. blm.)
hefur innt af hendi. Viðmiðunar-
grunntala vísitölu er 853 stig.“
„Samningur þessi fylgir
samningi um byggingu 2ja her-
bergja íbúðar á 3. h. B hæð í
háhýsi við Vallartröð í Kópavogi
og fylgja honum því allir þeir
sömu skilmálar og þeim samningi
þar með ákvæði um að samnings-
Blaðaerjur?
Það fer ekki á milli mála að
nokkurs konar „strið" á sér stað
milli síðdegisblaðanna. Sú keppni
er þó nokkuð ójöfn, því Dagblaðið
hefur þar mikla og góða forystu.
Kannski er þessi mynd dæmigerð
fyrir þetta stríð. Annars var þetta
„allt í góðu“ hjá strákunum, bara
smáærsl og ekkert annað, enda
hleypur fjör í mannskapinn í
þessu góða vorveðri.
DB-mynd Hörður
Humarbátarnir láta
vörubfla um stímin
— yfirvinnubannið kemur verst niður á sjómönnum
Humarbátar frá Eskifirði hafa
fengið ágætisafla að undanförnu
skammt frá Hornafirði, en þangað
er 10 til 12 tíma stim frá Eskifirði.
Til að spara sér það fram og aftur,
hafa bátarnir landað á Hornafirði
og vörubílar frá Eskifirði sótt afl-
ann þangað. Eru þeir 16 til 18
tíma í ferð.
Nú nýlega var þeim tilmælum
svo beint ti 1- vörubílstjóranna að
vinna ekki meira en átta tíma á
dag og hafa þá einhverjir hætt við
þennan akstur þar sem hann mun
þá taka tvo sólarhring'a.
Yfirvinnubannið kemur þannig
út fyrir togarana Hólmatind og
Hólmanes, að fyrir utan landanir
á Eskifirði og Reyðarfirði verða
þeir einnig að landa í Borgarfirði
eystra, sem tefur skipin-og rýrir
afkomu sjómannanna.
- Regína/-G.S.
verð sé háð hreyfingum vísitölu
til hækkunar eða lækkunar. Við-
miðunartala vísitölu er 853 stig.“
Eftir að kaupverðið var allt
greitt og auk þess sú fjárhæð, sem
stefnt var út af til endurgreiðslu,
krafðist stefndi (þ.e. seljandi:
innsk. blm.) viðbótarvisitölu-
greiðslu og neitaði jafnframt að
gefa út afsal fyrir eignarhlutan-
um.
Stefnandi hafði hins vegar, er
hér var komið, orðið þess áskynja,
að vísitölubinding viðskipta þess-
ara kynni að fara í bága við lög.
Neitaði hann því að svo stöddu
um frekari greiðslu. Þess í stað
lét hann þinglýsa á eignarhlutann
yfirlýsingu dags. 14. jan. 1976, um
kaup sín á honum.
Þessu svaraði stefndi með því
að láta þinglýsa á eignarhlutann
veðbréfi til handhafa að fjárhæð
kr. 727.507.00. Veðbréf þetta er
útgefið af stefnda 4. febr. 1976
með gjalddaga sama dag.
Réttarfarsleg
atriði í mólinu
Við þingfestingu málsins hinn
26. febr. 1976 sótti stefndi þing.
Fékk .hann þá og síðar fresti til
greinargerðar. Er málið var tekið
fyrir á reglulegu bæjarþingi hinn
29. apríl s. ár þingfesti stefndi
gagnsök á hendur stefnanda, en
án greinargerðar eða annarra
skjala. Ekki kom heldur fram
greinargerð af stefnda hálfu í
aðalsök, þ.e. upphaflegu stefnu-
máli. Ekki komu fram frekari
skjöl af hálfu stefnda. Fór svo, að
gagnsökin var hafin þ.e. felld
niður.
Stefnandi lagði eigi að síður
fram greinargerð af sinni hendi
varðandi gagnsökina og lagði
fram skriflega sókn. Var málið þá
dómtekið og dæmt eftir málsút-
listun stefnanda í framlögðum
skjölum og skilríkjum.
Stefnandi hélt því fram, að
áðurgreindir samningar hafi
raunverulega verið kaupsamn-
ingar. Væri hann búinn að greiða
umsamið kaupverð ibúðarinnar
og bílageymslu kr. 2.510.000.00 og
að auki kr. 304.899.00 samkvæmt
kröfu stefnda um visitöluálag.
Gerði hann kröfu til að fá útgefið
afsal fyrir íbúðinni og bílgeymsl-
unni. Þá gerði hann kröfu til að fá
endurgreidda hina ólögmætu vísi-
tölugreiðslu.
Niðurstaða
dómsins
Dómurinn féllst á það með
stefnanda, að umræddir samn-
ingar aðila væru fremur í ætt við
kaupsamninga um fasteignir
heldur en eiginlega verksamn-
ínga. Af framlögðum skjölum
mátti ætla, að kaup aðila hafi
verið gerð fyrir milligöngu fast-
eignasala á hinum almenna fast-
eignamarkaði. Var þvi talið, að
skuldbindingar kaupanda sam-
kvæmt margnefndum samningum
hafi verið fjárskuldbindingar í
skilningi laganna nr. 71 frá 1966.
Var þvi einnig talið, að ákvæði
samninganna um vísitölubind-
ingu kaupverðs brytu gegn skýr-
um og fortakslausum bannákvæð-
um þeirra laga og væru því ógild.
I dómsorði var seljanda gert að
gefa kaupanda afsal fyrir eignar-
hlutanum, sem um var samið, að
viðlögðum dagsektum kr.
10.000.00 á dag.
Þá skal seljandi endurgreiða
kaupanda vísitöluálagið kr.
304.899.00 með 13% ársvöxtum
frá 12. febr. 1976 til greiðsludags.
Þá er stefndi skyldaður til að
aflétta veðböndum af íbúðinni,
þ.e. áðurnefndu handhafaveð-
skuldabréfi útgefnu af honum
sjálfum.
Loks skal stefndi greiða kr.
125.000,00 í málskostnað. Ólafur
St. Sigurðsson, héraðsdómari,
kvað upp dóminn. Lögmenn voru
Kjartan Reynir Ólafsson, hrl.
fyrir stefnanda, en Grétar
Haraldsson, hrl. fyrir stefnda.
Sem fyrr getur var máli þessu
áfrýjað til Hæstaréttar.
Ekki er vitað, hvenær mál-
flutningur fer fram þar, en ljóst
er, að efnisdómur Hæstaréttar
um vísitölubindingu í fasteigna-
viðskiptum er mjög mikilvægur.
BS.
Landsins mesta lampaúrval
Utanbæjarmenn! Lrtiö við íleiðinni —
U0S & 0RKA
Suðurlandsbraut 12 — Sími 84488