Dagblaðið - 31.05.1977, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1977.
Útg«fandi DagblaðiA hf.
Framkvnmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Fréttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. Iþróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfrónastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Sasvar Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson.
BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgair Tómasson, Bragi SigurAsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Halgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín
Pálsdóttir, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M.
Halldórsson.
Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðalsími blaðsins 27022 (10 linur). Áskríft 1300 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr.
eintakið.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf. Ármúla 5.
Myndaog plötugarð: Hilmirhf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skaifunni 19.
Óháð héraðsblöð
Frjálsum og óháðum lands-
byggðarblöðum hefur vaxið
fiskur um hrygg á undanförnum
árum. Suðurnesjatíðindi hafa
náð öruggri fótfestu á Suður-
nesjum og til sögunnar hafa
komið blöð á borð við Vest-
firzka fréttablaðið á ísafirði, Umbrot á Akra-
nesi og Dagskrá í Eyjum.
Þessi blöð eru aðstandendum sínum yfirleitt
til sóma. Þau bera flest af flokkspólitísku
blöðunum í þessum byggðarlögum. í stað
flokkspólitísks hnútukasts reyna þau að gera
misjöfnum sjónarmiðum jafnhátt undir höfði.
Og fréttaflutningur þeirra er yfirleitt meiri og
betri en flokksblaðanna.
Leiðarar flokkspólitísku blaðanna eru yfir-
leitt efnislega og stílfræðilega lítið annað en
uppsuða úr ömurlegu karpi móðurskipanna í
Reykjavík, svo sem menn fá að heyra í
útvarpinu á mánudögum. Þá fá menn hins
vegar ekki að heyra leiðara frjálsu og óháðu
landsbyggðarblaðanna, sem eiga þó fremur
erindi til fólks en uppsuðan í flokkspólitísku
blöðunum.
Stjórnmálaflokkarnir reyna að breiða yfir
misnotkun sína á ríkisfjölmiðlunum með því
m.a. að heimila lestur úr leiðurum Dagblaðsins
eins og flokkspólitísku dagblaðanna. Ef rétt-
lætiskennd lægi þar að baki mundi lestur úr
leiðurum óháðu landsbyggðarblaðanna einnig
vera leyfður.
Frjáls og óháð blöð um allt land væru til þess
fallin að rjúfa þá einokun, sem stjórnmála-
flokkarnir hafa hingað til haft á fjölmiðlun
heima í héraði. Því meira sem slík blöð eflast,
þeim mun traustara verður lýðræðið í landinu.
I þessu skipta fréttirnar einna mestu. Menn
eru vanir einhliða fréttaflutningi um málefni
byggðarlagsins í flokkspólitísku blöðunum.
Þótt hinar einhliða myndir allra flokksblað-
anna séu lagðar saman, kemur ekki út nein
alhliða mynd. Óháð fréttamennska gefur
sannari mynd af gangi mála í byggðarlaginu.
Skoðanaskiptin eru líka mikilvæg. Menn eru
vanir einhliða áróðri í flokkspólitísku blöðun-
um. Samanlagt gefa þessar áróðursgreinar ekki
alhliða mynd, enda yfirleitt skrifaðar af flokks-
sauðum af ýmsu tagi. Slíkar greinar eiga hins
vegar heima innan um greinar óháðra höfunda
í frjálsum héraðsblöðum.
Áhugamenn um eflingu lýðræðis ættu hver á
sínum stað að gera sitt bezta til að auka út-
breiðslu og áhrif hinna frjálsu og óháðu lands-
byggðarblaða. Þessi blöð njóta ekki ríkisstyrks
eins og flokkspólitísku landsbyggðarblöðin. Og
þau njóta ekki auglýsingar leiðaralestrar út-
varpsins eins og flokkspólitísku blöðin. Þau lifa
eingöngu á vinsældum lesenda og auglýsenda.
Enn vantar frjáls og óháð landsbyggðarblöð í
stóra landshluta. Ekkert slíkt blað er enn gefið
út á Akureyri, þótt þar ætti að vera stærri
markaður en víðast annars staðar. Einnig vant-
ar blöð fyrir Austurland, Suðurland og Norður-
land vestra.
Starfsemi nýrra og nýlegra blaða af þessu
tagi á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum
og í Vestmannaeyjum gefur þó vonir um frek-
ara framhald.
[ Argentína: ] Víst ríkir
prentfrelsi, en...
Þann 6. apríl síðastliðinn
fannst lík blaðamannsins
Hectors Ferreiros í útjaðri
Buenos Aires. Hendur hans
höfðu verið bundnar fyrir aftan
bak og á likama hans voru göt
eftir kúlur úr stórum byssum.
Ferreiros var fréttamaður
TELAM — opinberu fréttastof-
unnar í Argentínu. — Hann var
numinn á brott af vopnuðum
mönnum 31. marz og hvarf
sporlaust, þar til gengið var
fram á lík hans.
I Argentinu er það nú orðið
daglegt brauð að finna lík með
hendurnar bundnar fyrir aftan
bak og byssukúlur í líkaman-
um. Þá er það ekki síður hvers-
dagslegt að fjöldi fólks hverfi
— sé ýmist numið á brott eða
opinberlega handtekið. Frá þvi
i marz á síðasta ári, er herinn
tók við völdum, til sama tima í
ár hafa um 5.000 manns horfið
á þennan hátt.
Mannréttindasamtökin
Amnesty International segja i
skýrslu sinni um ástandið í
Argentínu, sem kom út í marz,
að á milli tvö og fimm þúsund
manns hafi horfið á árinu. 1
viðauka við þá skýrslu eru talin
upp nöfn 479 manna sem hurfu
á tímabilinu 24. marz 1976, er
herstjórnin komst til valda, til
siðustu áramóta.
Starfsmenn fjölmiðla
týna tölunni
Verkamenn, listamenn, nem-
endur og háskólakennarar eru
meirihluti þeirra sem horfið
hafa sporlaust. — Upp á síð-
kastið hefur einnig mjög aukizt
að blaðamenn og aórir, sem
starfa við fjölmiðlun, hafi tekið
að týna tölunni, — sér í lagi á
þessu ári.
Ofsóknirnar ná ekki lengur
eingöngu til þeirra, sem eru
háðir eða grunaðir um „vinstri
villu", heldur einnig til fólks og
blaða, sem á einhvern hátt
tengjast hernum. Það sýna þeir
atburðir, sem hafa átt sér stað
undanfarinn einn og hálfan
mánuð.
1. apríl var Eduardo Sajon
ritstjóri virts dagblaðs, La
Opinion að nafni, numinn á
brott á heimili sínu. Sajon hafði
verið blaðafulltrúi Alejandro
Lanusse hershöfðingja á meðan
hann gegndi forsetaembætti í
Argentínu á árunum 1971-73.
Þann 14. apríl hvarf Jacobo
Timmerman, ritstjóri og
ábyrgðarmaður La Opinion og
fréttastjóri hans, Enrique Jara,
var handtekinn. Áður höfðu
fjórir samstarfsmenn þeirra
verið myrtir.
Lanusse hershöfðingi
var einnig handtekinn
Lanusse hershöfðingi hefur
enn talsverð völd innan hersins
þrátt fyrir að hann hafi verið
settur á eftiriaun. Hann reyndi
án árangurs að grfpa inn í rás
atburða, en var þess í stað
handtekinn þann þriðja maf
ásamt gömlum félögum sinum,
sem steypt var af stóli árið
1973. Þeim var gefið að sök að
vera flæktir í vafasöm viðskipti
og peningabrask. La Opinion,
sem túlkar málstað Peronista,
var einnig flækt i málið og þar
með var nægileg ástæða fyrir
harkalegum aðgerðum fundin.
Bókaútgefendur
fó sinn skammt
Bókaútgefendur sæta einnig
kúgun af hálfu yfirvalda f
Argentínu. Daniel Divinsky og
eiginkona hans Ana Maria
Miler voru til dæmis handtekin
16. febrúar. Þau hlutu þungar
átölur fyrir að hafa gefið út
barnabókina Cinco Dedos i
nóvember 1975. Bók þessi
hefur komið út víða, til dæmis i
Danmörku. Þá var titill hennar
Fimm fingur geta orðið kreppt-
ur hnefi.
Astæðan fyrir óánægju
stjórnarinnar með útgáfu
þessarar bókar er sú, að hún er
að þeirra sögn til þess samin að
hvetja börnin til fjandskapar
við ríkjandi stjórnarfyrirkomu-
lag. — Bókaútgáfufyrirtæki
Divinskys er eitt hið virtasta i
Argentínu.
Erlendir frétta-
menn forða sér
Fyrrum fréttaritari franska
blaðsins Le Monde i Argentinu
Þrír meðlima stjórnarinnar í
Argentínu: „Engar erlendar
fræðikenningar, takk.“
\
UTRYMING
ÍSLENZKU
SÍLDARINNAR
Þessi grein er skrifuð í
tilefni af kjallaragrein sem
Jón L. Arnalds ráðuneytis-
stjóri skrifaði í Dagblaðið
mánudaginn 23. maí síðast-
liðinn.
A árunum frá 1957-1966 voru
veiðar úr íslensku sildarstofn-
unum, vorgots- og sumargots-
síldarstofnunum, landinu veru-
leg búbót. Arið 1957 veiddust
90 þús. tonn af vorgots- og sum-
argotssild og aflinn óx síðan ár
frá ári allt fram til ársins 1962,
þegar hann varð 319 þúsund
tonn. Aflinn fór síðan
hraðminnkandi fram til ársins
1966, þegar hann varð 89 þús.
tonn.
Til samanburðar skal þess
getið að árið 1975, sem er fyrsta
árið eftir að síldveiðibanni sem
tók gildi 1972 var aflétt, var
veiðin úr sumargotssíldinni
13,1 þús. tonn. Vorgotssildar-
stofninn var þá útdauður, en
árið 1976 var veiðin af sumar-
gotssíld 17,8 þús. tonn.
Áætlað er að sumargots-
síldarstofninn geti að hámarki
gefið af sér 50-60 þús. tonn á ári
þegar frá líður og er nokkur
munur á þvi og 319 þús.
tonrium, sem veiddust árið 1962
úr þessum sömu stofnum.
Til þess að árétta enn frekar
að vorgotssíldarstofninn hafi
orðið fyrir mjög alvarlegu
áfalli skal hér vitnað í ritið
Hafrannsóknir árið 1973 bls.
22, en þar er grein þar sem
fjallað er um síldarrannsóknir
og þar segir eftirfarandi m.a.:
„Að því er varðar íslensku
vorgotssíldina, skal það tekið
fram að útreikningar sýna, að
hún mun hafa numið allt að 950
þúsund lestum á tímabilinu
rétt fyrir 1960, en hrakaði ört
eftir það. Arið 1962 er til dæmis
talið að stærð vorgotssíldar-
stofnins hafi verið um 500 j)ús.
lestir. Fimm árum síðar árið
1967, er stofnstærðin talin 20
þús. lestir og frá árinu 1970
hefur orðið svo lítið vart við
íslenska vorgotssíld í þeim
sfldarsýnum sem rannsökuð
hafa verið, að ekki hefur reynst
unnt að reikna út stærð þessa
síldarstofns með neinni
nákvæmni, en allt bendir þó til
þess, að hann sé mjög lítill og
sennilega innan við 10 þús
lestir."
Á árunum 1962-1964 var
árleg heildardánartala í
íslensku síldarstofnunum um
50%, þar af voru 30-35% af
völdum veiðanna en 15-20% af
völdum náttúrunnar. Dánar-
talan hækkaði hins vegar
verulega á árinu 1965 eða í allt
að 65% og var hlutur veiðanna
um 45-50%. Sambærilegar
tölur fyrir norska síldarstofn-
inn eru 35-40%, en þar af eru
20-25% af völdum veiðanna.
Þetta kemur fram í tíma-