Dagblaðið - 31.05.1977, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAl 1977
11
A A
A
A
A
“1
m
□
n
i 1
LJ
□
[_]
LL
I—I
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
Laugarneshveríi
ognágrenni!
Hefopnað skóvinnustofu að
Hrísateigi 19
(Gengið inn frá Sundlaugavegi)
Skóvinnustofa
Halldórs Guöbjörnssonar
að Kjarvalsstöðum
Bresk nútímalist
Um þessar mundir stendur
yfir að Kjarvalsstöðum sýning á
verkum 12 breskra listmálara
og er hér um að ræða viðamestu
sýningu á breskri nútimalist
sem haldin hefur verið hér-
lendis. Verkin sem unnin eru í
olíu eða akryl, með vatnslitum,
krít eða blýanti, eru um
hundrað talsins. Voru þau valin
af Aðalsteini Ingólfssyni, fram-
kvæmdastjóra listráðs Kjar-
valsstaða, í Serpentine Gallery,
sýningarsal breska listaráðu-
neytisins í Lundúnum í samráði
við Sue Grayson forstöðumann
þeirrar stofnunar. Serpentine
Gallery hefur lagt sérstaka
rækt við að kynna unga lista-
menn og eru þeir sem hér sýna
allir á aldrinum frá 30—37 ára
og tiltölulega nýlega farnir að
láta á sér bera með sýningum
og annarri starfsemi í heima-
landi sínu.
Það sem fyrst vekur undrun
þegar inn er komið er stærð
myndanna (3x4 m) en margar
þeirra þekja veggina í bókstaf-
legri merkingu þannig að þær
myndir sem telja má í algeng-
ustu stærðum (1x1.50) líta út
sem frímerki við hliðina á þess-
um risamyndum. Hér heima
eru þessar stærðir fátíðar,
nema um sé að ræða pantaðar
myndir sem skreyta eiga opin-
berar byggingar. Beggja vegna
Atlantsála'munu listamenn nú
vinna mikið í þessum stærðum
\l\^-
sem um leið gefur til kynna að
þeir mála fyrst og fremst fyrir
sjálfa sig, en ekki stofur
væntanlegra kaupenda.
Hvernig þeir síðan framfleyta
sér er önnur saga, en tólfmenn-
ingarnir sem hér sýna eru allir
kennarar við breska listaskóla
og sitja að því leyti við sama
borð og flestir starfsbræður
þeirra hérlendis með tvöfaldan
vinnudag að baki.
Næsta undrunarefni er hversu
góðir málarar tólfmenningarnir
eru og skemmtilega ólíkir inn-
byrðisr Flestir hafa þeir kosið
sér náttúruna að yrkisefni og
hér má sjá náttúrutúlkanir sem
sýna allt frá rifrildum úr ferða-
bæklingum upp í mjög stílfært
og nánast abstrakt landslag, en
náttúrutúlkun mun vera dæmi-
gerð fyrir breska málaralist í
dag.
Geómetriska flatarmálverkið
á hér einnig sína talsmenn og
má þar nefna verk skotans
Colin Cina sem hafa nokkra
sérstöðu á sýningunni, þar sem
þau eru unnin af mikilli tækni-
legri þekkingu og sérstaklega
fágaðri listrænni tilfinningu.
Hann leggur mikla áhersiu á
eðli strigans sem flatar og notar
myndrúmið ekki sem tómrúm
til að fylla upp í heldur sem
undirstöðu til að byggja á og
sýnir jafnframt fram á að
rúmið eða hinir negativu hlutar
myndarinnar eru eins mikil-
vægir og geometrisku eining-.
\
70. Alan Miller: Falling From
arnar sem svífa um myndflöt-
inn.
Skólabróðir Cina frá Glasgow
School of.Art, Alex Thomson,
málar loftkenndar og ljóðrænar
myndir með geometrísku ívafi í
mildum gráum tónum og lætur
ljósið brjótast innan frá á víð og
dreif út um myndflötinn. Þessi
birtuáhrif gefa myndunum
næstum yfirnáttúrulegan blæ.
Eru þeir skotarnir Cina og
Thomson áhugaverðastir þeirra
tólfmenninganna en einnig er
ástæða til að nefna Paul
Hemton sem m.a. sýnir mynd-
röð sem hann nefnir „Marker"
en þar notar hann eins og hann
sjálfur segir í sýningarskrá
„ákveðið form innan mynd-
heildarinnar sem nokkurs
konar mælikvarða sem ákveður
Grace.
og styður annað sem gerist í
málverkinu“. Myndum hans
verður naumast lýst í orðum,
þar ríkir óráðið ástand sem
krefst túlkunar hvers og eins.
Jennifer Durrant er eini full-
trúi kvenkynsins á sýningunni
og verðugur fulltrúi þess. Verk
hennar eru stór og einföld og
búa yfir barnslegri einlægni í
grófleika sínum. Hún kallar
myndröð sína „Sumrner",
hreinar og klárar táknmyndir.
Ég sé ekki ástæðu til að hafa
þessa upptalningu lengri, því
sjón er sögu ríkari og vil ég í
staðinn hvetja alla listunnend-
ur til að sjá þessa sýningu og
bera saman við þá list sem búin
er til á tslandi í dag og víkka
sjóndeildarhringinn örlítið. Um
leið vil ég minna á það hve
Hrafnhildur Schram
mikilvægt það er að slíkar list-
kynningar séu gagnkvæmar og
að við þurfum einnig að koma
okkar list á framfæri erlendis í
ríkari mæli en verið hefur fram
að þessu.
Sárt er að horfa á eftir þess-
um glæsilegu stóru myndum út
úr landinu aftur en öll verkin
munu vera til sölu á ævintýra-
lega lágu verði. Er hér ekki
tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki
og skóla að skreyta hluta af
þeim þúsundum fermetra
auðra veggja sem þessar bygg-
ingar geyma, með giidri mynd-
list, jafnvel þó hún sé ekki ís-
lensk að uppruna?
Hrafnhildur Schram
Takiö eftir!
Rýmingarsala á hannyröavörum.
Höfum ýmsar tegundir afódýru
gami.
HOF
Ingólfsstræti 1
(á moti Gamla bíoi)
Afgreiöslustörf
Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf:
1. Vanan afgrelðslumann eða pilt I kjötafgreiðslu.
2. Kjötiðnaðarmann til kjötiðnaðarstarfa og afgrelðslu.
3. Vana afgreiðslustúlku, hálfsdagsvinna (eftir hádegi).
4. Helgarstúlku (föstudagsvinna) og i forföllum (tima-
vinna).
Tilboð merkt „Kjötbúð“ sendist blað-
inu með upplýsingum umfyrri störf.
Myndlist