Dagblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 4
---------------------- Fullkomnasta fiskileitartæki íheimi komiðí SigurðRE: Þart er hægt að fara i loðnu- veiðileik, hvað þá annað, á, m.vndskermi nýju Simrad CD myndtölvunnar, sé hún mötuð miðað við það, og var það m.a. prófaö uin borð í Sigurði RE á laugardaginn var er fyrsta tæki þessarar tegundar hérlendis var kvnnt. Að sjálfsögðu er tækið þó ekki neitt leiktæki heldur full- komnasta fiskileitartæki sem nú er völ á í heiminum. Kerfi þetta var fundið upp 1973, en þá var búnaðurinn svo fyrir- ferðarmikill að hann hefði vart rúmazt í allri brú Sigurðar RE. Nú tekur hann ekki neina liðlega pláss eins radars og kostar eitthvað um 18 milljónir. Myndtölván samanstendur af tölvu, myndsjá, og stjórnborði og er viðbótartæki við sónar- tæki af Simrad-gerðum sem þegar eru fyrir í mörgum fiski- skipum. Með þessu tæki er mun auðveldara að fá algjört yfir- lit yfir það sem gerist undir yfirborði sjávar. Skipstjórinn getur fylgzt með nótinni í köstum frá einni sekúndu til annarrar með því einu að horfa á myndskjáinn og því á engin DAt;BLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977, ------- A Meira að segja hægt að fara í loðnuveiðileit á því — búið að panta slík tæki f tvö önnur íslenzk skip hætta að vera á að skipstjórar ,,búmmi“ eða missi torfur. Fleira mætti telja upp af kost- um tækisins. Þess háttar tæki eru nú komin í um 30 skip, þar af eitt íslénzkt, en auk þess er búið að panta slík tæki í Eldborgu og Grindvíking, sem eru í smíðum í Svíþjóð, og dansk-íslenzka skipið ísafold er komið með svona tæki. Friðrik A. Jónsson h/f flytur tækin inn og er fyrir- tækið að hefja sýningarferð umhverfis landið með það og fleiri siglinga- og fiskileitar- tæki frá Simrad. -G.S. 0 í brúnni á Sigurði RE á iaugar- dag. F.v.: Jóhann Jóelsson 1. vélstjóri, Ögmundur Friðriks- son framkvæmdastjóri, Jón Boye Wall, sölustjóri Simrad á Norðurlöndum, og Zakerias Bacher tölvufræðingur sem stjórnaói vinnuhópnum sem hannaði þetta kerfi fyrst 1973. — segir eigandi Moskvitchbflsins sem brann í f yrrakvöld „Þetta kom hálfóvænt. Við sáum allt í einu að það var farið að rjúka undan mælaborðinu, einhvers staðar hjá mið- stöðinni. Ég hægði á bílnum um leið og við gáðum að því hvort við gætum slökkt eldinn en þá fór bíllinn út af.“ Þannig sagðist Ragnari Bjarka Gunnarssyni frá. Hann var bílstjóri og eigandi Moskvitchbifreiðarinnar, sem1 kviknaði í skammt frá Kópa- vogsbrúnni í fyrrakvöld. Félggi hans, Jóhann Jóhannsson, var með í bílnum. Hann marðist á baki er hann reyndi að stökkva út úr bílnum en féll inn í hann „ALLT í EINU FÓR AÐ RJÚKA UNDAN MÆLABORÐINU” aftur. — Ragnar slapp ómeiddur. Ragnar Bjarki kvað Moskvitchbílinn hafa oltið er hann staðnæmdist utan vegar. Þeir komust fljótlega út og réttu bílinn við með hjálp manna sem komu þar að. Stuttu eftir aö því var lokið varð bíll- inn alelda og sáu þeir að ekki þýddi að reyna að slökkva eldinn. „Mér sýnist bíllinn vera alveg ónýtur eftir eldsvoðann — það er í mesta lagi hægt að hirða einhverja smáhluti úr honum,“ sagði Ragnar Bjarki í gær. Hann var búinn að eiga bílinn í um mánuð og hafði ekki orðið var við neinar alvar- legar bilanir í honum, utan að eitt sinn rauk smávegis úr dína- mónum. -AT. 2-3 múrarar óskast strax til vinnu í su nar við nýbyggingu úti á landi. Upplýsingar veittar í sí na 84311 daglega frá kl. 9.00 til 17.00. StarfíSandbúðum Orkustofnun óskar að ráða tvo einstaklinga, hjón eða einhleypinga, til veður- og ísingaathugana í Sand- búðum á Sprengisandi. Starfsmenn- irnir verða ráðnir til ársdvalar sem hefst 1. ágúst 1977. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og æski- legt að minnsta kosti annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð dísilvéla. Tekið skal fram að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samviskusemi. Skriflegar eiginhandarumsóknir ásamt uppl. um aldur, heilsufár, menntun, fyrri störf og meðmælum ef fyrir hendi eru, svo og heimilisfang og símanúmer, skulu hafa borist Orku- stofnun fyrir 12. júlí nk. Uppl. ekki gefnar í síma. Orkustafnun Laugavegi 116. Jón Grímsson á ísafirði: Stundar málf lutning án þess að hafa lokið lagapróf i „Það hlýtur að hafa verið erfitt að setja efsta steininn á pýramídann,“ sagði Jón Gríms- son á ísafirði, málflutnings- maður og ' löggiltur endur- skoðandi með meiru. Jón er ninn hressasti, hefur þraukað 12 sýslumenn og verður ní- ræður í desember nk. Jón hugsar mikið um allt það sem er að gerast á líðandi stund og eitt hugðarefni hans eru pýramídabyggingar fornaldar- innar. Þess vegna les hann með athygli bækur Erichs von Daniken um fyrri aldir. Jón er sennilega einn af fáum núlif- andi mönnum. sem lagt hafa málflutning fyrir sig án þess þó að hafa nokkurn tíma lokið prófi í lögum. sem Jón býr, heldur hann til á jarðhæðinni, innan um allar bækur sínar og muni, gamlan peningaskáp og myndir af lif- andi og látnum skyldmennum og vinum. Aldurinn ber Jón vel, fylgist náið með því sem er að gerast á ísafirði og annars staðar í heiminum. BH Flutti mál fyrir retti síðast í fvrra. (I)B-myndir BH). Jón Griinsson: „Skúli vcðjaði á rangan hcst...“ „Skúli Thoroddsen veðjaði á rangan hest þegar hann réðst á Magnús Stephensen lands- höfðingja. en hann gat þetta ekki öðruvísi, hann var svo hat- rammur andstæðingur Ðana." segir Jón Grímsson, og á þá við ofsóknir þær er Skúli varð fyrir i embætti sýslumanns ís- firðinga, Skúlamálin svo- kölluðu. „Ég sá hérna um öll málin f.vrir báða bankana og dæmi voru um það að ,menn kæmu til mín eftir að þeir höfðu verið hjá lærðum mál- flutningsmönnum." í fimmtíu ár var hann eini málflutningsmaður þeirra Ís- firðinga svo nóg var fvrir hann að gera. Síðast flutti hann mál fyrir rétti fvrir um einu ári. í Aðalstneti 20 á.Ísafiröi, þar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.