Dagblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 24
BJARGAR GRÁLÚÐAN TOGURUNUM í SUMAR? — árangur 200 mflna útfærslunnar — núná út- lendingar ekki til grálúðu- göngunnar Cirálúða hefur verið stór hluti afla íslenzku togaranna að undanförnu og eru hér greini- leg áhrif friðunar miðanna innan 200 mílnanna, að sögn Jóns Páls Halldórssonar fram- kvæmdastjóra Norðurtangans á ísafirði. „Utlendingar hafa veitt grálúðuna f.vrir okkur undanfarin ár og gert það svo vel, að íslenzkir línubátar, sem reyndu þessar veiðar undan- farin ár fengu lítið sem ekkert," sagði Jón Páll enn- fremur. Nú í sumar bregður aftur á móti svo við að grálúðan kemst upp að landinu óáreitt af Þjóð- verjum, Pólverjum og Rússum, sem áður hjuggu stór skörð í stofninn. Grálúðan gengur nú austur með Norðurlandi og má búast við, að hún verði þar fram yfir miðjan ágúst. Margir togarar hafa verið á þessum slóðum undanfarið og gert góða túra. Þormóður goði kom til dæmis inn til löndunar í Reykjavík í morgun með um það bil 180 tonn og þar af 90 tonn grálúðu. Óhagstœð í vinnslu Samkvæmt upplýsingum Gísla Konráðssonar fram- kvæmdastjóra Utgerðarfélags Akureyringa kom togarinn Kaldbakur inn með góðan afla í gær og þar af 150 tonn af grá- lúðu, sem hann hafði fengið út af Skagagrunni. „Grálúðan er slæm í vinnslu og ég tel gott ef endar ná saman fjárhagslega," sagði Gísli Konráðsson ennfremur. „Hún hefur verið uppistaðan í afla togara okkar að undanförnu og hefur mest af henni verið heil- fryst fyrir Evrópumarkað en nokkuð er einnig flakað." Á síðasta ári veiddu íslend- ingar aðeins um 1700 tonn af grálúðu en Austur-Þjóðverjar, Pólverjar og Rússar líklega nálægt 20 þúsund tonnum. Góðar horfur eru því á, að grálúðan verði góður hluti afla íslenzku togaranna frameftir sumri, auk þess sem línubátar geta stundað þessa veiði. OG ALLT Á FL0TIÁ FJÓRÐUNGSMÓTI Gestir á Fjórðungsmóti hesta- manna i Nesjum í Hornafirði fengu heldur betur að taka til hendinni á laugardag. Þá gerði úrhellisrigningu með átta vind- stigum. — Meðfylgjandi myndir tók Þórarinn Örn Stefánsson á tjaldstæðinu í Nesjum um klukk- an 15.30 á laugardag. Honum seg- ist svo frá: „Við fórum frá tjöldunum um hádegi á laugardag til að fá okkur að borða. Er við komum aftur nokkrum klukkustundum síðar var okkur sagt, að viö skyldum flýta okkur ef við vildum bjarga því sem eftir væri af farangri okkar. Við hlupum strax til. Við tjölduðum um 20 metra frá Laxá, en er við komum að tjald- inu var komið um 30-40 senti- metra vatn inn í það." Þórarinn kvað Slysavarnafé- lagsmenn hafa verið á þönum við að reyna að bjarga tjöldum fólks. Lögreglan tók það síðan upp á sína arma og kom því fyrir í Nesjaskóla þar til tók að hægjast um. -AT Friðsælt og dúnmjúkt tjaldstæðið brevttist í árfarveg. Og það kom sér vel að dúkur ísienzku tjald- anna er sterkur. DB-myndir: Þórarinn Örn Stefánsson. Lögreglubíll íárekstri í gærkvöld Allmörg slys urðu í umferð- inni í Reykjavík upp úr klukkan átta í gærkvöld. í Hamrahlíð varð drengur fyrir bíl og slasaðist þó nokkuð, brotnaði bæði á fæti og hand- legg. Á Snorrabrautinni var ekið i veg fyrir bíl sem ekið var norður götuna. Varð árekstur- inn allharður og eru bifreiðirn- ar stórskemmdar eftir árekst- urinn. Lögreglubifreið hélt á staðinn austan úr bæ en svo illa vildi til að þegar lögreglubill- ínn, sem ók vestur Laugaveg, var kominn á móts við Bolholt beygði Cortinu bifreið af hægri akrein á vinstri í veg fyrir lögreglubílinn. Varð þar all- harður árekstur. Skarst lögreglumaðurinn sem sat undir stýri iítillega og sá er sat við hlið hans kvartaði undan verkjum í baki. Eru báðir bíl- arnir, Cortínan og lögreglubíll- inn mikið skemmdir eftir áreksturinn. BH Kópavogur: Stúlka hljóp á bifreið og skarst á höfði Lítil stúlka hljóp á bifreið sem var á ferð um Nýbýlaveg upp úr klukkan átta í gærkvöld. Ökumaður bifreiðarinnar stanzaði ekki, hefur sennilega ekki orðið þess var að stúlkan hljóp á bílinn. Stúlkan skarst nokkuð á höfði. en fékk að fara heim til sín eftir að gert hafði verið að sárum hennar. Bíllinn sem um ræðir var gulur að lit og sennilega af Vauxhall Viva gerð. Eru þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að slysinu beðnir að gefa sig fram við lögregluna í Kópavogi. BH Garðar skemmdir hjá leikhúsfólki Mikil spjöll voru unnin á görðunum að Suðurgötu 31 og Tjarnargiitu 26 á milli miðnætt- is og klukkan 2 aðfaranótt föstudagsins. Garðinn á Suður- giitunni eiga ieikarahjónin Helga Baehmann og Helgi Skúlason og sagöi Helgi Dag- blaðinu að tilraun hefði verið gerð til að eyðileggja allan gróöur í garðinum. „Ollu var kippt upp, meira að segja upp úr matjurtagarðinum. Sjaldgæf blóm og tré, sem við hiifum sett niöur undanfarin þrjú ár.voru slitin upp og stærri tré barin niður í rót. Það var allt út um allt og búið að henda jurtum vfir í næstu garða. Það er eins og geðbilaður maður hafi geng- ið um.“ Skemmdirnar voru unnar á meðan lokahóf Þjóðleikhússins stóð yfir og þá voru einnig unn- ar skemmdir á garði Sveins Einarssonar þjóðleikhússtjóra og konu hans, Þóru Kristjáns- dóttur. Þóra sagði að svo virtist sem skemmdarvargurinn eða vargarnir hefðu lagt leið sina i garð þeirra eftir að hafa skemmt garð Helga og Helgu og þar hefðu skemmdirnar ekki verið eins miklar, en þó hefðu verið slitnar upp rósir og farið i matjurtagarðinn og kálplöntur slitnar upp og hent út uin allan garð. -Jl! fijálst, úháð daghlað ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1977. Heimsmeistara- einvígið: Kortsnoj með annan vinning í sjdnmáli Viktor Kortsnoj var sigur- stranglegri þegar einvígis- skák hans og Lev Poluga- jevskís fór í bið i Evian í Frakklandi í gærkvöld eftir 40 leiki. Fyrri skák þeirra vann Kortsnoj. Skákmennirnir tveir eiga jafnmörg peð eftir þessa 40 leiki, en Kortsnoj þykir hafa afgerandi betri stöðu á konungsvæng. Sigurvegarinn í þessu 16 skáka einvígi Kortsnojs og Polugajevskís teflir síðan annaðhvort við Boris Spassky eða Ungverjann Lajos Portisj. Þeir tefla nú annað einvígi handan við Genfar-vatn. Sigurvegarinn fær síðan tækifæri til að skora á Anatoly Karpov heimsmeistara í skák. Polugajevskí aýtur opin- bers stuðnings stjórnvalda í Moskvu og hefur því allra minnstan áhuga á að verða sér til skammar með því að tapa fyrir flóttamanninum Kortsnoj — og um leið vill hann koma í veg fyrir þá pínlega stöðu, sem gæti komið upp ef sovézkur flóttamaður tefldi við sovézkan heimsmeistara og ynni. ÓV IBM-skákmótíð: KAVALEK 0G MILES EFSTIR Urslit í sjöttu umferð á IBM-skákmótinu í Hollandi voru sem hér segir: Sosonko Hollandi vann Boehm frá Hollandi. Torre frá Filipps- eyjum vann Quinteros frá Argentínu, Miles frá Eng- landi vann Ree frá Hollandi. Van Wijgerden frá Hollandi vann Adorjan frá Ungverjal. Donner frá Hollandi vann Panno frá Argentínu. Kava- lek frá USA vann Hulak frá Júgóslavíu. Skákir Timmans og Liber- sons og Reshevskys og Tatais fóru í bið. Kavalek og Miles eru nú efstir og jafnir með 4.5 vinning . Hulak er næstur með fjóra. ÖV r Veðrið ^ Kl. 6 í morgun var hitinn á eftirtöld- um stöflum sem her sogir: Reykjavik 9 stig, Galtarviti 3, Hom- bjargsviti 2 (kaldast á landinu) Sauðarkrokur 5, Akureyrí 6, Raufar- höfn 8, Eyvindara 7, Oalatangi 9, Höfn 8, Kirkjubæjarklaustur 9, Stor- höföi 9, Keflavikurflugvöllur 8. Kaupmannahöfn 19, Oslo 19, London 17, Barcelona 17, Palma Mallorca 19 stig og þoka, Malaga 17 stig og logn og hoiörikt, Hamborg 16 stig og heiörikt, New York 26 stig og skyjaÖ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.