Dagblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 8
8 IMGBI.AÐIÐ. ÞKIÐ.JUDAdUR 5. JULl 1977. ÖLFUSBORGIR - SUMAR- HÚS ALÞYÐUSAMBANDSINS Við notuðum góða veðrið sl. fimmtudag og brugðum okkur í heimsókn i Olfusborgir, orlofs- heimili Alþýðusambandsins, skamint austan Hveragerðis. Fyrir utan sumarhús Tré- smíðafélags Reykjavíkur hitt- um við systurnar Guðrúnu og Valgerði Magnúsdætur, þar sem þær sátu úti á bekk og sóluðu sig. ,,Það er dássamlegt að vera hér í svona blíðu. Ann- ars rigndi vel hér í fyrrinótt, — við héldum að við myndum lenda úti í Itagsauga. En þessi vika, sem við höfum verið hér, hefur verið mjög góð. Maður getur farið víða hér um ná- grennið, t.d. í Hveragerði og í sund og i gönguferðir. Þetta er hrein sveitasæla. Hér eru öll möguleg verkalýðsfélög með bústaði. Annars standa átta hús auð núna. Það er líklega út af tíðinni undanfarið og í fyrra- sumar. Fólkið veit að það fær sól á sólarströndum, en það gengur ekki að henni vísri hér.“ „Við eruin karlalausar núna því eiginmennirnir skruppu í veiðitúr til Reykjavíkur, — i Elliðaárnar. Við höfðum það mjög gott í nótt, — vorum bara með einn Jítinn dreng í nótt. Það voru góð skipti að hafa barnabarnið hér í staðinn fyrir karlana.“ Skömmu áður en við yfir- gáfum þær systur birtust bænd- urnir þeir Jón Magnússon og Kai Lorange úr veiðitúrnum. Veiðin var þannig að þeir töldu vissara að koma við á heimleið- inni og kaupa silung úr Þing- vallavatni. Reyndar höfðu þeir fengið tvo laxa, en voru þó ekki mjög hressir með veiðina. „Það var vaðandi lax, en hann tekur ekki í svona kolmórauðu eins og var í nótt og morgun.“ Kristii) Þórólfsdóttir og Gyða Þórólfsdóttir ineð börnin Söndru Sif. Reginu. Lindu Bjiirk og Svanhviti. \ð baki þeirra stendur Þórólfur Frevr. Engar áhyggjur af krökkunum t næsta bústað voru tvær ungar konur, einnig systur, þær Kristín og Gyða Þórólfsdætur. „Við erum hér með allan skar- ann, það þýðir ekkert annað en að komast í sveitina með börn- in. Við verðum hér í viku og förum svo beint í Munaðarnes. Eiginmennirnir eru húsasmiðir og þeir geta ekki tekið sér frí, þannig að við förum þetta einar með börnin. Þeir geta ekki tek- ið sér fri fyrr en í haust. Það er mjög mikill munur fyrir okkur að geta farið héðan beint í Mun- aðarnes, fyrst við erum á annað borð komnar af stað með krakk- ana. Ein vika er eiginlega of stutt. Það er mjög gott að vera hér. Rólegt og engar áhyggjur að hafa af krökkunum. Við höfum farið hér um nágrennið og einn- ig á Selfoss og Stokkseyri." Hluta úr „Einsa kalda úr Eyjunum” stolið Þar eð Viðar Jónsson eða út- gefandi plötu hans, Rúnar Júlíusson, báðu ekki um leyfi til að nota viðlagið, hafði Jón þegar samband við STEF. Hann sggðist vita, að útgefand- anum hefði verið skrifað bréf, en sér væri ekki kunnugt um, hvort þvi hefði verið svarað. Skrifstofa STEF er lokuð þessa dagana vegna sumarleyfa. „Einsi kaldi úr Eyjunum" er eitt af elztu lögum Jóns Sig- urðssonar, — samið um 1950. Tildrög þess sagði Jón hafa ver- ið þau, að eitt sumarið ferðaðist hann um landið ásamt Gesti Þorgrímssyni og Haraldi Adolfssyni og skemmti fyrir Framsóknarflokkinn. — Þegar átti að skemmta á Hornafirði uppgötvaðist, að í dagskrána vantaði einn lið meðan Gestur Jón Sigurðsson Á nýrri hljómplötu Viðars Jónssonar hljóðfæraleikara bregður svo við að kafli úr við- lagi „Einsa kalda úr Eyjunum" er þar notaður, — bæði lag og texti. Viðar mun þó ekki hafa fengið leyfi höfundar „Einsa kalda ..." til að nota viðlagið og hefur Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, verið falið að athuga málið. „Það var fjölskyldumeðlim- ur, sem hnippti í mig og benti mér á, að viðlagið væri komið á plötu með Viðari Jónssyni," sagði höfundur „Einsa kalda úr Eyjunum, Jón Sigurðsson bankastarfsmaður í samtali við Dagblaðið. „Þetta er hálfgert leiðindamál. Ég á bágt með að trúa því, að menn geri svona hluti viljandi, en í þessu tilfelli fer það víst ekki á milli mála, þar eð bæði lagið og textinn koma þar óbreytt." brá sér frá til að skipta um föt. „Eg sagði hinum, að ég skyldi bjarga því. Eftir tvær klukku- stundir hafði ég samið Einsa og söng hann síðan sjálfur við undirleik Haralds," sagði Jón. — Alls hafa 10-12 af lögum Jóns komið út á hljómplötum »g á annað hundrað textar. - VT- Anna Samúelsdóttir og sonur hennar Einar Garðarsson á róluvellinum hjá Ölfusborgum. Kem ábyggiiega aftur nœsta sumar Á róluvellinum hjá ölfus- borgum hittum við önnu Samúelsdóttur og son hennar Einar Garðarsson, þar sem þau voru að róla. „Hér er mjög gott að vera með börnin. Þó er vika fullstuttur tími. Hér er stutt að labba í sund og yfir í Hvera- gerði. Bústaðirnir eru mjög SJÁLFSUPPELDI BARNA 0G UNGL- INGA STÓR HLUTI VANDA ÞEIRRA —var niðurstaða ráðstefnu Sálfræðideilda sköla íReykjavík „Stór hluti erfiðleika, sem börn og unglingar eiga við að etja, á rót sína að rekja til sjálfsuppeldis, sem þessi hópur (börn og ungl- ingar) býr við og stafar af of löngum vinnulíma foreldra." Svo segir m.a. í frétt frá Sál- fræðideildum skóla í Reykjavík um ráðstefnu um málefni ung- linga á grunnskólastigi', sem hald- in var 13.-16. júníjft. í framsöguerindum og um- ræðum á ráðstefnunni kom m.a. fram, að námsefni og kennslu- form á unglingastigi höfðar ekki til stórs hóps nemenda, sums stað- ar allt að 30%. Þetta ástand, sem vitað er að skapar skólaleiða, staf- ar m.a. af því, að fræðsluhlutverk skólans er nær alls ráðandi, enda hefur skólinn afleit skilyrði til að halda uppi virku félagslífi meðal unglinga. Nám á unglingastigi mótast enn í ótfúlegum mæli af bóknámsviðhorfum menntaskól- anna, enda er bóknám margfalt kostnaðarminna en verklegt nám og vettvangskvnningar. „Mjög erfitt er að móta raun- hæfar tillögur um úrbætur á unglingastigi," segir einnig í frétt Sálfræðideilda skóla, „því ótrú- lega fáar staðreyndir liggja fyrir um núverandi ástand hér á landi. Sigurjón Björnsson, prófessor, kynnti hluta af niðurstöðum rannsóknar hans og dr. Wolf- gangs Edelsteins, þar sem þeir kanna samhengi félagslegrar stöðu og námsárangurs. Er þetta í fvrsta sinn, sem athugun á þessu fer fram hér á landi. Heildarnið- urstöður liggja ekki fyrir enn." Sálfræðideildir skóla i Reykja- vik eru ráðgefandi fyrir skóla. nemendur og foreldra á grnnn- skólastigi á vegum Fræðsluskrif- stofu Re.vkjavíkur. Forstöðumenn deildanna þriggjn eru sálfræðing- arnir Grétar Marinósson. Kristinn Björnsson og Gunnar Árnason. ^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.