Dagblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 15
DACiBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAC'.UK 5. JÚDÍ 1977 /',l—"" _ .................. '15 HUN HAFÐI50 BRAUÐHLEIFA 0G 75 KG AF KAFFI í BÚRINU SÍNU úMilljóna-ekkjan” sem var myrt taldi sig vera gifta Jesú Þegar innbrotsþjófarnir yfirgáfu húsið eftir að hafa myrt Marjorie kveiktu þeir í. Brunaliðsmennirnir virða fyrir sér skemdirnar eftir að eidurinn var slökktur. Marjorie Jackson erfði að minnsta kosti tíu milljónir dala eftir eiginmann sinn árið 1970. Marjorie Jackson, ekkjan sem var rænd fimm milljón dölum fyrr í vor, var trufluð á geðsmunum og vildi ekki hafa neitt með nágranna sína að gera. Hún var sextíu og sex ára gömul og taldi sig vera gifta Jesú Kristi. Þessi ruglaða kona hafði oft áður verið rænd en hún vildi ekki ákæra ræningjana því hún taldi þá vera verkfæri guðs og að þeir væru aðeins að fram- fylgja boði hans. Hún gaf 15 þúsund dollara kádíljákinn sinn (um 3 millj. ísl. kr.) ókunnugum manni vegna þess að vatnsleiðsla í honum var biluð. Heima hjá sér var hún með um þúsund dollara virði af gjöf- um sem ætlaðar voru guði og Jesú Kristi. Allir hurðarhúnar og skráar- göt á heimili hennar voru vand- lega hulin af álpappír til þess að halda djöflum í burtu. Hún var svo vel birg af mat- vælum heima fyrir að hún hefði getað fætt á annan tug manna í nokkra mánuði. „Þetta er eitthvert undarleg- asta morðmálið sem ég hef rannsakað," sagði Robert Kirk- man, einn af lögregluforingjun- um sem unnu að lausn málsins, í viðtali við bandarískt blað. „Húsið var einna líkast því sem maður sér í hryllingsmynd eftir Hitchcock. Þar var allt á rúi og stúi, bæði tré og gras allt úr sér vaxið og bakgarðurinn á kafi í alls kyns rusli. Allar læsingar í húsinu og á garðhliðinu voru vafðar inn í álpappír. Hún hafði bæði sagt lögreglunni . og nágrönnum sínum að það væri til þess að halda djöflum og illum öndum í burtu frá húsinu. En i þessu hrörlega húsi var svo sannarlega að finna margar milljónir. Vitneskja um þessar milljónir var á vitorði margra þjófa — þeir biðu færis á að brjótast inn og koma höndum yfir þær. Innbrot voru tíð hjá Marjorie — og jafnvel þótt hún stæði þjófana að verki vildi hún ekki ákæra þá, sagði að þetta væri guðsvilji. Þegar lögreglan rannsakaði hús Marjorie eftir að þjófarnir höfðu látið greipar sópa og síðan drepið hana fundu þeir hvorki meira né minna en fimm milljónir dollara sem voru faldar á hinum ótrúlegustu stöðum (það er um milljarður ísl. kr.). Peningunum var snyrtilega raðað ofan í rusla- fötur, ryksugupoka og í verk- færakassa. Lögreglan kvaddi banka- starfsmenn til þess að telja peningana sem síðar voru settir í öruggar geymslur. „I húsinu fundust 50 brauð- hleifar, 75 kg af kaffi, 200 tylftir af smákökum, margir pokar af poppkorni, ísskápur sem var fullur af ostum. Á borðstofuborðinu var dúkaó borð eins og fyrir veizlu og þar voru margar tertur með sykur- húð og í borðstofunni var stórt verzlunarafgreiðsluborð sem var þakið með sælgætisöskjum. Hér og þar í húsinu voru upp undir fimmtán hundruð gjafir vafðar inn í skrautlegan gjafa- pappir. I pökkunum voru hlutir eins og gulleyrnalokkar og dýr- indis ilmvötn. Merkimiðar voru á öllum gjöfunum og á þeim stóð ýmist til guðs frá Marjorie eða til Jesú Krists frá Marjorie. Gizkað er á að Marjorie hafi erft að minnsta kosti tíu milljónir dollara þegar maður- inn hennar dó árið 1970. Hann átti matvöruverzlun. Marjorie treysti ekki bönkunum fyrir peningunum sínum og tók þá alla úr „Landsbankanum" í Indiana og sagði lögreglunni að hún héldi að bankinn stæli frá sér peningum. „Það má vera að hún hafi verið meira en lítið skrítin í kollinum," sagði lögreglu- maðurinn. „En hún vissi nákvæmlega upp á eyri um peningana sína. Rannsókn leiddi í ljós að bankastarfs- maður hafði svikið hvorki meira né minna en 700 þúsund dollara af bankainnistæðu hennar. Hann fékk tíu ára fang- elsisdóm.“ Annar lögreglumaður, sem þekkti til Marjorie, segir að hún hafi verið mjög trúuð kona. „Hún trúði því statt og stöðugt að hún væri gift Jesú. Hún sagði að spámenn kæmu í heimsókn til sín og Kristur hefði oft birzt henni. Matar- birgðirnar sem hún hafði heima hjá sér voru ætlaðar Jesú og spámönnunum þegar þeir kæmu í heimsókn." Nágranni Marjorie sagði að hún hefði oftast nær hent ruslinu sínu út fyrir garðinn á gangstéttina og stundum sópaði hún því út á akbrautina. Hún sló aldrei grasið í garðinum sínum, sagði að i biblíunni stæði að það mætti ekki. Þrátt fyrir það átti hún garðsláttuvél sem hún hafði aldrei notað. Marjorie var svo sannarlega óvenjuleg kona. Hún lét ljós loga hjá sér allan sólarhring- inn. Hún hafði jólaskrautið uppi allt árið og jafnan kveikt á því öllu. Hún átti gullfallegan kádílják frá árinu 1957 sem metinn var á fimmtán þúsund dollara. Margir höfðu falazt eftir að kaupa bílinn en sú gamla vildi ekki selja hann. Hún greiddi aftur á móti fyrir að láta draga hann i burtu á verkstæði. Þegar bílaviðgerðar- maðurinn sagði henni að eina bilunin sem hann gæti fundið væri að í hann vantaði vatns- leiðslu sem kostaði aðeins tvo dollara, * sagði hún að hann mætti eiga bílinn. Hún kærði sig ekki um hann lengur. „Hún treysti ekki viðgerðum bílum. Seinna keypti hún sér tvo nýja kádíljáka, vildi hafa einn til vara ef annar bílanna skyldi bila. En nú stendur hvíti kádílják- inn óhreyfður því bílavið- gerðarmaðurinn hafði ekki neitt skrjflegt frá Marjorie um að hún hefði gefið honum bíl- inn. Bíllinn tilheyrir dánar- búinu. Þýtt og endurs. A.Bj. Húsið var eins og úr hryllingsmynd eftir Hitchcock en þar logaði ljós alla daga ársins. Meira að segja jólaserían var tendruð um hásumarið. V Hvaða lykt þykir þér bezt? Það segir til um persónuleika þinn af hverju þér þykir bezt að lykta Bandarískur geðlæknir hef- ur um tuttugu og fimm ára skeið haldið nákvæma skrá yfir hvers konar lykt fellur hundr- uðum sjúklinga hans bezt í geð. Hann heldur þvi fram að náið samband sé milli þess og per- sónuleika fólks. Við skulum nú glugga aðeins í niðurstöður þessara rann- sókna. Timbur — Þeir, sem þykir gott að lykta af nýju timbri, eru yfirleitt harðduglegir og heið- arlegir og óliklegir til þess að rasa um ráð fram. Leður — Þeir sem kunna vcl við leðurlykt eru þægilegir i umgengni, oftast nær mjög sjálfstæðir og geta slaðið á eig- in fótum. Þoljn er yfirleitt óh:ett að treysta til þess að inissa ekki stjórn á hlutunum þegar mikið liggur við. Gúmmí — Þeir sem kunna vel við lykt af gúmmíi eru oft- ast nær fróðleiksfúsir og hand- lagnir við vélar. Þeir eru líkleg- ir til þess að hætta sér út á hálar brautir í sambandi við alls kyns verkefni á eigin spýt- ur og jafnvel stundum út í eitt- hvað sem þeir ráða ekki við. Nýslegið gras — Þeir sem kunna vel við ilminn af ný- slegnu grasi þurfa vanalega að hafa mikið olnbogarými. Þeir eru oftast gefnir fyrir útiveru og eru miklir náttúruunnend- ur. Hafið — Sá sem kann bezt við salta sjávarlyktina á bágt með að halda kyrru fyrir. Hann kann bezt við sig í miktum önn- um, þar sem eitthvað er sifellt að gerast. Nýlagað kaffi — Sá sem kann vel við lyktina af nýliig- uðu kaffi er vanaloga mjiig.vin- gjarnlegur, kurteis, félagslynd- ur og málgefinn. Sælgæti og sætar kökur — Sá sem kann vel við lyktina af sælgæti og sætum kökum er vanalega þolinmóður, ákveðinn í skoðunum, erfitt að reita til reiði og fær oftast nær vilja sínum framgengt. Hann vill gjarnan vera virtur og er ekki hræddur við að bera áb.vrgð á hlutunum. Matarlvkt — Þeir sem kunna vel við matarlykt eru oftast nær elskulegir og ljúfir í umgengni og kunna bezt við sig í skauti fjölskyldunnar. Þeir eru frekar kærulausir. Lím- og málningarlykt — Þeir sem kunna vel við lím- og málningarl.vkt eru vanalega mjög varkárir, íhaldssamir og lengi að taka ákvarðanir. Þeir eru yfirleitt mjög nákvæmir með alll sem þoir taka si'r fvrir hendur. Naglalakk — Þeir sem kunna vel við l.vkt af naglalakki og naglalakkseyði eru vanalega mjög nákvæmir með útlit sitt. Þeir klæða sig fvrst og fremst til þess að vekja aðdáun ánn- arra og vilja iáta dást að sér. Regnlykt — Þeir sem kunna vel við regnl.vkt eru oftast nær mikið fvrir að halda sig heima við. Þeir vilja heldur halda sig innan d.vra í skauti fjölskvld- unnar í kunnuglegu umhverfi. Það fer vanalega mjög lítið fyrir slíku fólki út á við. Nýþveginn þvottur — Sá sem kann vel við lykt af nýþvegnum þvotti er vanalega mjög bjart- sýnn og álltaf til í að reyna eitthvað nýtt. Hann kann vel að gliina við erfiðleika og er fljót- ur að laga sig að nýjum og breyttum aðstæðum. Þýtt V.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.