Dagblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 10
10 IMCKLAOIt). I>KI«JUI)A(JUK 5. JUI.Í 1977. frýálst óháð dagblað lítgaffandi Dagblaðifl hf. Framfcvaamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjansson. riáltastyón: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AAstoflarfróttastjori: Atli Stoinarsson. Safn: Jón Saavar Baldvinsson. Handrit: Asgrimur Palsson. Blafiantann: Anna Bjarnason, Asgoir Tomasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Ságurflsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Liósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörflur Vilhjálmsson. Sveinn Þormóflsson. Sfcnfstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E.M. HaMótsson. Bandaríkjamenn ryðjast yfir Evrópu Ritstjóm Síflumúla 12. Afgreiflsla Þverbolti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsami blaflsins 27022 (10 linur). Áskrift 1300 kr. á mónufli innanlands. í lausasölu 70 kr. ainfahifl. Satning og umbrot: Dagblaflið og Stoindórsprent hf. Ármúla 5. Myndaogplötugerfl: Hilmir hf. Síflumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. um 4 milljónir eyða sumarleyf inu sínu þarísumar Forysta um afglöp Núverandi sjávarútvegsráð- herra verður minnzt fyrir afglöp í stefnu gagnvart útlendingun í lífshagsmunamáli íslenzku þjóðar- innar. Nú hefðu menn ætlað, að tækifærið yrði gripið til að segja upp fiskveiðasamningunum við Belgíumenn, Norðmenn og Færeyinga, þannig að flotar þessara þjóða yrðu á brott úr íslenzkri landhelgi fyrir áramót. Öllum er ljóst, að sá afli er okkur dýr nætur, sem þessar þjóðir hirða. En sjávarútvegsráðherra tók að þessu sinni einarða stefnu og í þveröfuga átt. Hann gekk fratm fyrir skjöldu, en til að boða undanhald í landhelgismálinu. Nei, þessum samningum yrði ekki sagt upp. Ráðherra vill hafa hin erlendu veiðiskip á íslandsmiðum um næstu áramót. Hver eru svo rökin fyrir undanhaldinu? Ráð- herra nefnir, að uppsögn samninganna gæti „skaðað álit okkar“ og ennfremur þyrftum við þeirra viö vegna annarra viðskipta við þessi lönd. Þessi sami ráðherra hefur þó margsinnis áður talað um, að semja ætti um gagnkvæm fiskveiðiréttindi, ef um samninga ætti að vera að ræða. Vissulega fáum við ekkert, alls ekkert, í staðinn fyrir heimiidir til handa þessum þjóð- um til veiðanna. Það væri betra fyrir álit okkar erlendis að koma útlendingum burt. Lítilmann- legt væri að beygja sig fyrir hótunum um viðskiptaþvinganir eins og ráðherra gefur í skyn neð ummælum um, að fiskveiðimálið blandist öðrum viðskiptum. En fyrst og síðast taka þessar þjóðir mikinn afla, sem við þörfn- unst njög. Það er ekki þægileg aðstaða að banna íslenzk- un skipum veiðar, meðan látið er undan út- lendingum. Slíkt er þó óhjákvæmilegt vegna heillar þjóðarinnar. Ráðherra hefði verið sæmi- legra að koma útlendingum af höndum okkar, u n leið og nauðsynlegar takmarkanir hefðu verið settar á veiðar heimamanna. Dagblaðið hefur bent á, aö hæpið er að tala u n sigur í landhelgismálinu, meðan útlending- ar geta samkvæmt samningum, sem okkar stjórnvöld hafa gert við þá, veitt dag hvern með u n hundrað skipum. Nefnt hefur verið í kjall- aragrein í Dagblaðinu, að Vestur-Þjóðverjar og Belgíumenn veiði á þessu ári um sjötíu þúsund tonn á íslandsmiðum, og Efnahagsbandalagið lætur ekki krónu á móti. Afli Belgíumanna, Norðmanna og Færeyinga er margir milljarðar að verðmæti á þessu ári. Og nönnum er lítt skiljanlegt, að upprenn- andi olíuríkið Noregur beiti nú hótunum um viðskiptaþvinganir til að halda skipum sínum á íslands nióum. Eða Færeyingar. Sannarlega er það einhver flónskulegasta efnahagsstefna, se n u n getur, að veita þeim heimildir til nikilla veiða til að geta selt þeim kindakjöt neð niklu n útflutningsuppbótum, greiddum úr vasa íslenzkra skattborgara. Sjávarútvegsráðherra tekur á sig mikla ábyrgð, og hinu n ráðherrunum þykir vafalaust gott að fela sig bak við hann í þessum afgltip- u n. Nú er sá tími þegar fólk um allan heim er í þann veginn að leggja upþ í sumarleyfi sitt. Auðvitað halda menn í ýmsar áttir og svo fara sumir alls ekki neitt. Svo virðist sem Ameríkanar hafi mikinn hug á að komast til Evrópu í sumar. Það virðist algjört metár hvað varðar bókanir á hótel. Einnig hefur það haft mjög mikið að segja hversu ódýr flugfargjöld eru orðin milli Ameríku og Evrópu. Hálf milljón Bandaríkja- manna á mánuði. Það er hægt að fá far til London frá Bandaríkjunum fyrir 399 dollara og þá er innifalin vikugisting á ágætu hóteli. En þessi ódýru fargjöld hafa haft það í för með sér að aðsóknin er gífurleg, eins og fyrr segir. Mikið er um aó hótelin séu yfirbókuð og ef til vill byrjar ferðin á því að yfir- bókað hefur verið í flugvélina. Svo getur einnig farið að Bandaríkjamaðurinn, sem fer að heimsækja London, þurf i að gista á eins mörgum hótelum, og dagarnir eru margir sem hann dvelur i borginni. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika koma Bandaríkjamennirnir heim til sín á ný í sjöunda himni yfir dvölinni í Evrópu. Bandaríska vegabréfaeftirlit- ið segir að um hálf milljón Bandaríkjamanna ætli til Evrópu i jUlí-mánuði. Gert er ráð fyrir þvi að um 4 milljónir Bandaríkjamanna leggi leið sína til Evrópu í sumar. En það eru ekki bara Bandaríkjamenn sem ætla að eyða sumarleyfinu sinu í Evróþu. Þangað streyma Japanir, Arabar og svo fólk frá álfunni sjálfri sem ferðast á milli landa í sumarleyfinu. Það er því bUizt við að í sumar verði umferðin sú mesta sem verið hefur í Evrópu. Þangað flykkjast milljónir manna til að njóta þess sem hin ýmsu Evrópulönd hafa upp á að bjóða. Sérstaklega verður straumurinn mikill til Bret- lands vegna krýningarafmælis drottningarinnar. Þar verður Ur miklu að velja fyrir ferða- menn, vegna þess að settar hafa verið upp alls konar sýningar vegna 25 ára krýningarafmælis- ins. Týrólahattar í tonnatali Ödýru áætlunarferðirnar til Evrópu frá Ameríku eru alltaf yfirfullar. Fleiri vilja komast að en geta. Það er ekki bara unga fólkið, sem ferðast ódýrt, heldur hafa bandarískir ríkis- bubbar tekið sér far með þess- um ferðum. Svo ryðst ferða- fólkið inn í búðirnar, þegar til Evrópu kemur, og kaupir alls konar minjagripi, og ómögulegt er að fullnægja eftirspurninni. Odýrar ferðir eru langvinsælaslar ineöal Baiidarikjainanna sein halda í suinarlevfi til Evrópulanda gwggKht-SJ 1 'M ®g§§| \ rvár. Br SF-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.