Dagblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 6
Höfum á söluskrá
Benz 1113 2ja öxla árg. 1966 með 2ja tonna
Hercules-krana árgerð 1973. Bíllinn er í mjög
góðu ásigkomulagi.
3
sími 83265.
Vörubifreiða- & þungavinnuvélasala.
Sportbíll i vanskilum
Dregið var 5. júlí í happdrætti
Blindrafélagsins og kom vinningur-
inn, Ford Capri sportbifreið, á miða
nr. 11633.
Blindrafélagið
Hamrailíð 17.
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða íHafnarfirði,
Garðakaupstað
og í Bessastaðahreppi 1977
Fimmludagur 1. september G-6301 til G-6450
Föstudagur 2. septeniber G-6451 til G-6600
Mánudagur 5. september G-6601 til G-6750
Þripjudagur 6. september G-6751 til G-6900
iMiðvikudagur 7. september G-6901 til G-7050
Fimmtudagur 8. september G-7051 til G-7200
Föstudagur 9. september G-7201 til G-7350
Mánudagur 12. september G-7351 til G-7500
Þriðjudagur 13. september G-7501 til G-7650
Miðvikudagur 14. september G-7651 til G-7800
Fim mtudagur 13. seplember G-7801 til G-7950
Fösludagur 16. september G-7951 til G-8100
Mánudagur 19. september G-8101 til G-8250
Þriðjudagur 20. septeniber G-8251 til G-8400
Miðvikudagur 21. september G-8401 til G-8550
Fim mtudagur 22. september G-8551 (il G-8700
Föstudagu r 23. september G-8701 til G-8850
Mánudagur 26. september G-8851 til G-9000
Þriðjudagur 27. september G-9001 til G-9150
Miðvikudagur 28. september G-9151 til G-9300
Fimmtudagur 29. september G-9301 til G-9450
Föstudagur 30. september G-9451 til G-9600
Mánudagur 3. október G-9601 til G-9750
Þriðjudagur 4. októher G-9751 til G-9900
Miðvikudagur 5. október G-9901 og þar yfir.
Skoðun fer fram við Suðurgötu 8,
Hafnarfirði frá kl. 8.15—12.00 og
13.00 — 16.00 alla framangreinda
skoðunardaga.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til
skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn
bi'freiðanna leggja fram fuligild öku-
skírteini. Sýna ber skilríki fyrir því,
að bifreiðaskattur sé greiddur og vá-
trygging fyrir hverja bifreið sé í gildi.
Athygli skal vakin á því að
skráningarnúmer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma bifreið
sinni til skoðunar á auglýstum tíma,
verður hann látinn sæta sektum sam-
kvæmt umferðarlögum og bifreiðin
tekin úr umferð hvar sem til hennar
næst.
Athygli skal vakin á að vegna sumtirleyfa
starfsmanna Bifreiðaeftirlits ríkisins fellur
skoðun bifreiða á framangreindum stöðum
niður frá 15. júlí - 1. september 1977, en
hefst þá að nýju svo sem hér að ofan greinir.
Þetta tilkynnist öllum þeim sem hlut
eiga að máli.
Bœjarfógetinn í Hafnarfirðr
09 Garðakaupstað.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, 11. júlí 1977.
Einar Ingimundarson.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLt 1977:
Sovétmenn, Bretar
og Bandaríkjamenn
þinga um kjamorku
Þrjú kjarnorkuveldi —
Bandaríkin, Bretland og Sovét-
ríkin — hefja í dag viðræður
sem miða að því að banna
tilraunir með kjarnorkuvopn.
Fulltrúar ríkjanna ræðast við í
Genf í Sviss.
Aðalumræðuefnið verður
væntanlega áframhaldandi
bann við kjarnorkuvopna-
tilraunum í andrúmsloftinu. Þá
verður einnig vikið að
sprengingum i geimnum og
neðansjávar.
Kjarnorkuveldin eru yfirleitt
talin fimm. Tvö þeirra Frakk-
land og Kína, mæta ekki að
þessu sinni. í hvorugu landinu
er hljómgrunnur fyrir banni
við kjarnorkuvopnatilraunum
meðal stjórnvalda.
Viðræður ríkjanna þriggja
hefjast í sendiráði Sovét-
rikjanna, en síðan rpunu full-
trúarnir færa sig um set yfir í
húsakynni sendiherra hinna
landanna tveggja. Almennt er
búizt við því að fá mjög fá atriði
þessa þriggja véldi fundar
verði gerð almenningi heyrin-
kunn.
LukkubíIIinn að störfum i kvikmyndinni „Herbie Rides Again“.
Hollywood:
Lukkubíllinn mótaði
hjólför sín
íblauta steypu
Lukkubíllinn og kvikmynda-
stjarnan Herbie varð á mánudag-
inn fyrsti billinn í heiminum,
sem fær að marka hjólför sín í
gangstéttina fyrir framan
Graumans Theatre í Hollywood.
Þar hafa frægustu stjörnur kvik-
myndaborgarinnar áður mótað
handa- og fótaför sín í gang-
stéttina.
Herbie er af Vólkswagengerð
og hefur farið með aðalhlutverkið'
í þremur kvikmyndum. Þær eru
„Love Bug“, „Herbie Rides
Again“ og „Herbie Goes To Monte
Carlo". Tvær þær fyrstnefndu
hafa verið sýndar hér á landi.
Um 2000 manns voru
viðstaddir, er Herbie mótaði hjól-
för sín í gangstéttina. Það var
leikarinn Dean Jones sem varð
þess heiðurs aðnjótandi að fá að
aka bílnum eftir rauðum dregli til
leikhússins og yfir blauta
steypuna.
Gáttaþefir í ítölsku tollgæzlunni:
Tókst að þefa
uppi 650
kíló af hassi
Á flugvellinum í Róm fund-
usl nýlega um 650 kíló af hassi.
Talið er að þetla magn af hassi
muni vera um fjögurra mill-
jóna sterlingspunda virði.
Hassinu var pakkað i 10 tré-
kassa og því svo skellt um borð
í flugvél sem var á leið til Sviss
Kassarnir fundust svo þegar
gerð var venjuleg skoðun á
farangri. Sagt var að tollverðir
hafi orðið varir við einhvern
óvenjulegan ilm úr kössunum
og hafi farið að athuga innihald
þeirra betur. Kassarnir voru
stimplaðir með „Minjagripir".
Ekki hefur verið gefið upp
hverjir eiga þetta mikla magn
af hassi, hvorki hver send-
andinn er eða hver viðtak-
andinn átti að vera.
Sovétríkin:
Fundutólf
þúsund ára
gamlan
mammiít
Tólf þúsund ára mammút
fannst nýlega íÉ Austur-Síberíu.
Þetta er líkami af sex mánaða
gömlum mammút sem hefur
geymzt mjög vel í frosinni
jörðinni. Fundurinn er ómetan-
legur fyrir vísindalegar
rannsóknir á dýrum, sem lifðu á
jörðinni á þessum tíma.
í fréttum frá Tass frétta-
stofunni segir að aldrei áður hafi
fundizt jafn vel varðveittur
mammútsbúkur. Hann fannst
þegar verið var að leita að málm-
um í Austur-Síberíu.
ATVINNU-
LAUSUM
FÆKKAR
í N0REGI
Alls voru 12.800 manns
skráðir atvinnulausir í
Noregi í lok síðasta
mánaðar. Skiptingin milli
kynja var 7.300 karlar og
5.500 konur. Alls er þessi‘
fjöldi um 0.2% fólks á
vinnumarkaðinum.
Heldur virðast horfur á
vinnumarkaðinum hafa
batnað síðan um svipað leyti
á síðasta ári. Þá voru 14.900
manns atvinnulausir. Sé
tekið meðaltal frá árunum
1972-’76, þá er talan 3.300
mannsofhá.
Almennt hefur ástand á
vinnúmarkaðinum verið
mun betra á fyrri helmingi
þessá'árs en á sama tíma í
fyrra.
ÁSGEIR
TÓMASSON
Erlendar
fréttir
REUTER
i