Dagblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ.
H já Jóni Guðb jðrnssyni f æst allt milli himins og jarðar
Það gerist æ fátíðara að enn
séu við lýði ærleg magasín upp
á gamla mátann, þar sem faktor
ræður ríkjum og allt milli
himins og jarðar fæst á
staðnum, þótt stundum verði að
leita vel ef árangur á að nást.
En á ferð Dagblaðsins nýverið í
Stykkishólmi komum við í
verzlun og veitingastofu
Nonna, þar sem Jón Guðbjörns-
son er innanbúðar og býður
þjónustu sina meðan hann vak-
ir og einhver vill koma, en Jón
býr í verzlunarhúsnæðinu eins
og góðum faktor sæmir.
I verzluninni mátti sjá
aðskiljanlega muni frá hár-
spennum og eftirprentunum
upp á sjógalla og stígvél. Líka
mátti fá sælgæti, leikföng og
hljómplötur og er þá fátt eitt
talið. Jón vinnur einn í verzlun
sinni, en fær sér e.t.v. aðstoðar
mann með haustinu. „Verzlun-
in verður ekki stærri hjá mér
en þetta,“ sagði Jón, „ég hugsa
ekki stærra en það. Ég rek
þetta með kostnað í algeru lág-
marki. Spurningin er aðeins
hvort ég næ út launum. Ég stila
aðallega á sjógallann og vinnu-
fatnað, fyrir utan leikföngin og
smávöruna. Það er mjög jöfn
sala í þessu og ég get næstum
talið mánuðinn fyrirfram. Það
er gott fyrir bátana að vita að
þeir geta gengið að því sem
fæst hér á öllum tímum sólar-
hringsins, ef svo má segja.
Ég finn nú ekki mikið fyrir
breytingu hjá mér eftir að stóra
vöruhýsið var opnað hér í'
Stykkishólmi, en það kemur
auðvitað meira við kaupfélagið.
En þeim veitir ekkert af því að
berjast. Annars fer verzlun hér
í Stykkishólmi alveg eftir því
hvernig gengur á sjónum. Ef
lítið aflast er ekki grundvöllur
fyrir neinum loftköstulum.
Stykkishólmsbúar hafa einnig
litið ferðamenn hýru auga I
mörg ár og með tilkomu nýja
hótelsins eru líkur á því að
aukning verði I þeirri atvinnu-
grein.’’
-JH.
Jón Guðbjörnsson verzlunarmaður, Stykkishólmi.
Litið yfir verzlunina. Þar fæst allt frá hárspennum upp í sjógalla.
DB-myndir Hörður.
Stykkishólmur:
Faktor upp á gamla mátann
Hugmyndir um sameiginlega
sorpeyðingarstöð sveitarfélaga
og varnarliðsins þróast hægt
ÓTTAST SMYGL
MEÐ SORPINU
AFVELLINUM
Bændur vantar ung
linga íheyskapinn
Dagblaðið skýrði fyrir nokkru
frá sorpvandamálum á Kefla-
víkurflugvelli og reyndar víðar á
Suðurnesjum. Kom þar m.a. fram
að hugmyndir hafa verið uppi um
samstarf sveitarfélaganna og
varnarliðsins um lausn þessara
mála, en framvindan er hins veg-
arhægfara. 1
1 siðasla hefti Suðurnesja-
tíðinda er viðtal við Harald Gísla-
son, sveitarstjóra Gerðahrepps,
þar sem segir frá viðræðum við
varnarliðið og áhuga þess á lausn
álanna, þótt óljóst sé um fjár-
mögnun.
Sið ;r í viðtalinu kemur nýtt
vandamá! i ljós: „Én þao fylgja
líka vandamál sameiginlegri
sorpeyðingarstöð og má þar t.d.
nefna að ef stöðin yrði utan
vallar, þá kemur hræðsla við að
eitthvað af tollvarningi gæti kom-
ið með sorpi frá vellinum. Svo
kemur tollavandamál i sambandi
við kaupin á tækjunum. Ef
herinn verður með þá greiðir
hann engan toll af sinum tækjum
eða söluskatt, en ef vð kaupum
þetta þá verðum við að greiða
hvort tveggja. Það er mjög erfitt
að samræma þetta og veldur
okkur miklum áhyggjum,” segir
sveitarstjórinn í viðtalinu.
-G.S.
„Við vitum um laus störf í sveit
fyrir unglinga 12 til 16 ára og
bæði fyrir drengi og stúlkur og
getum útvegað þau,“ sagði
Guðmundur Jósafatsson, fulltrúi
hjá Búnaðarfélagi íslands.
Aðeins lítill hluti þessa stóra
hóps unglinga, sem fer af Reykja-
víkursvæðinu í sveit á sumrin er
ráðinn fyrir milligöngu Búnaðar-
félagsins, að sögn Guðmundar.
Flestar fara ráðningar fram í
gegnum bein vinatengsl og
Starfsfólk i Skálatúni hefur
gert sérstaka samþ.vkkt þar sem
það átelur ríkjandi ástand i mál-
efnum vangefinna og skorar á
stjórnvöld að hækka daggjöld til
vistheiinila fvrir vangefna að
inun. þannig að starf ineð van-
gefnum megi bera jákvæðan
árangur.
I ál.vktuninni segir að það sé
markmið starfsfólksins að hjálpa
vistfólki til að verða eins sjálf-
hjarga og unnt or. Er skipulögð
frændsemi. Þó skipta fyrir-
spurnir til félagsins hundruðum.
Stærstur hópur þeirra
ungiinga, sem ráða sig með aðstoð
Búnaðarfélagsins fer i
sveitir nærri Reykjavík.
Minna fer til Vestfjarða og á
Austurland. Eins sagði Guð-
mundur, að meira væri um að
unglingar frá Akureyri dveldust
á sumrin í sveitum Þingeyjar-
sýslna heldur en unglingar af
Suðvesturlandinu.
starfsemi t þetm tngangi frá
morgni til kl. 16 á daginn. Vegna
ónógra daggjalda er mjög fátt
starfsfólk eftir kl. 16 á daginn og
um helgar og þykir þá sýnt að
ekki náist sá árangur sein næðist
ef fleira starfsfólk væri á kvöldin
og uin helgar, til þess að f.vlgja
eftir þeirri þjálfun sem frain fer á
daginn. A þessu vill starfsfólkið
að ráðin verði bót.
ASt.
-ÓG.
Slæmt ástand í málefnum vangef inna
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLl I°?7
Lækka
pylsur og
álegg?
— vegna
niðurgreiðslu
landbiínaðarvara
Verðlagsstjóri kannar nú
hvort pylsur, álegg og aðrar
unnar kjötvörur eiga að
lækka vegna aukinna niður-
greiðslna og lækkaðs verðs á
ýmsum landbúnaðaraf-
urðum, samkvæmt upp-
lýsingum Kristjáns Andrés-
sonar fulltrúa.
Að vísu koma hækkuð
laun á móti kjötlækkuninni,
en úrslit málsins vera
væntanlega ljós næstu daga.
-ÓG.
Aflamagnið
40% meira
vegna
loðnunnar
Rétt um 245 þúsund tonnum
meiri afli var kominn á land í lok
júní sl. en á.samatíma síðasta ár.
Aflinn núna er 846 þúsund lestir,
var í fyrra 601 þúsund. Það
munar mest um loðnuna. Hálfs-
mánaðar verkfall 1976 stöðvaði
veiðarnar, sem voru samfelldar
nú. Botnfiskafli bátaflotans var
279 þúsund tonn, sem er 23
þúsundum meira en í fyrra.
Togararnir komu með rúm 120
þúsund tonn eða 22 þúsund tonn-
um meira en 1976. Ekki er enn til
sundurliðun á hve miklu þorsk-
veiði nam af afla báta og togara,
þar sem þetta eru bráðabirgatölur
Fiskifélagsins.
Kolmunnaveiðar námu 5564
tonnum í ár, en voru engar í
fyrra.
í fyrra höfðum við veitt 1107
tonn af sild.1 Norðursjónum en nú
hefur alveg tekið fyrir þær
veiðar. -óG.
„MÁNUDAGUR
TILMÆÐU”
HJÁ HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLANS?
Vinningar í Happdrætti
Háskólans eru ekki dregnir út á
mánudögum. Margir þeir sem
spila i happdrættinu komust að
þessu á mánudaginn, er þeir
flýttu sér sem mest þeir máttu til
að endurnýja, en komust svo að
þvi að ekkert lá á.
Ekki er þó um neina hjátrú ad
ræða nénelduraðorðtakið „mánu-
dagur til mæðu“ sé í hávegum
haft hjá Háskólahappdrættinu.
Umboðin hafa óskað eftir því, að
ekki verði dregnir út vinningar á
laugardögum og mánudögum
vegna erfiðleika við endurnýjun.
Breyting þessi er nýtilkomin.
-ÁT-
920 fundirá
30árum
Þrjátíu ár voru liðin frá
stofnun flugráðs 7. júlí s.l. Þann
dag var 920. fundur ráðsins
haldinn i tilefni afmælisins.
Flugráð hefur á hendi stjórn
flugmála undir yfirstjórn
ráðherra en flugmálastjóri annast
framkvæmd ályktana ráðsins og
daglegan rekstur flugmála. Ráðið
er skipað fimm mönnum. Þrir eru
kosnir hlutfallskosningu á Al-
þingi en tveir skipaðir af ráð-
herra og er annar formaður ráðs-
ins. Með sama hætti eru skipaðir
5 varamenn í ráðið.
I fyrsta flugráði sátu Agnar
Kofoed Hansen, formaður, Berg-
ur G. Gíslason, Guðmundur 1.
Guðmundsson, Þórður Björnsson
og örn Ó. Johnson. t núverandi
flu^ráði sitja Agnar Kofoed
Hansen forin., Albert Guðmunds-
son. Garðar Sigurðsson. Skúli B.
Steinþórsson og Steingriinur
Herinannsson.