Dagblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JULl 1977. Yfirverkfræðingur Kröflunefndar um afdrif holanna; „ORKUSTOFNUN HEFUR EKKISANNFÆRT MIG” — þarf meiri rannsóknir—hugsanlegt að endurvekja einhverja holuna „Við höfum oft stungið upp á við Orkustofnun að viðhlítandi mælingar verði gerðar á holun- um sem leiði í ljós hvað er í raun og veru að gerast í þeim, en hingað til hefur engin af skýringum stofnunarinnar sannfært mig,“ sagði Einar Tjörvi Elíasson yfirverk- fræðingur Kröflunefndar í við- tali við DB í gær. Einkum átti hann við afdrif holu 10 og 7, sem voru gððar, og jafnvel holu 6. Sagði hann allnokkrar skýringar koma til greina. Miðað við sumar þeirra væru jafnvel möguleikar á að koma einhverjum holum aftur í gang sem nú eru nánast afskrifaðar. Ekki sagði hann þurfa viða- miklar rannsóknir til a.m.k. að fækka möguleikum. Ein hugsanleg skýring á af- drifum holanna er að bergbrot og bergmylsna berist að leiður- um hola og stífli þá, séu þær látnar blása of hratt. Með viss- um aðgerðum mun vera hægt að lífga slíkar holur aftur. Hinn mikli hiti í Kröflusvæðinu og smæð gufuæðanna í berginu valda suðu neðarlega í holum eða berginu við þær sem getur leitt af sér útfellingu í jarð- vatnsæðum holanna eða í þeim sjálfum. í síðara tilviki er unnt að hreinsa útfellingu burt með borun. Holur eru fóðraðar með heil- um fóðringum niður í 600 til 80.0 m dýpi, en þar fyrir neðan með leiðara sem er götóttur og ekki steyptur. Skemmist fóðring, t.d. við að koma holu aftur í gang eftir að hafa dofnað af einhverjum ástæð- um, er vafasamt að unnt sé að gera við, en möguleikar eru á að laga leiðara. Fjórða skýringin kynni að vera áhrif jarðhræringa, sem geta brotið og beygt leiðara og fóðringar. Unnt er að lagfæra slíkt ef misgengi hefur ekki orðið. Loks má svo nefna að ef gasinnihald jarðvökvans er mikið og hann súr, kann leiðari að tærast illa og jafnvel leggj- ast saman. öll þessi atriði kunna að stífla holur og taldi Einar að lokum mjög brýnt að Orku- stofnun beitti sér fyrir rann- sóknum á þessu strax á næstu dögum óg vikum. - G.S. Leiðrétting: Svaf á Farfuglaheimilinu en ekki Hdtel Garði I'aul Graubner, Þjóðverjinn sem álli að fara að leita að þar eð hann var álitinn týndur, svaf ekki á Ilótel Garði nóttina eftir að hann kom í bæinn heldur á Far- fuglaheimilinu. Kom liann til Reykjavíkur um eittleytið um nóttina og afréð að gista á Far- fuglaheintilinu. Svo í gærmorgun um kl. 8.30, þegar hann kom á Hótel Garð að ná þar í farangur sem hann átti frá því í júni, upp- götvaðist að þarna var kominn hinn týndi maður. Þetta leiðréttist hér með. - BH Góða veðursins notið við Tjörnina í leik og starfi. Helgi Helgason man timana tvenna. (DB-myndir Bjarn- leifur). ALLIR NJ0TA VEÐURBLÍÐUNNAR Það var ekki að því að spyrja, loksins þegar sólin sýndi sig voru Reykvíkingar einbeittir í að njóta hennar í ríkum mæli. Hvar sem nokkur sól skein á grasbletti flat- magaði þar fólk í stórum og sraáum stíl, meira eða minna klætt. Uppi í turni Hallgrímskirkju var margt um manninn, allir nutu góða veðursins og dáðust að út- sýninu sem kostur er á úr kirkju- turninum. Meðal turngesta voru tvær lögulegar stúlkur ættaðar frá Glasgow í Skotlandi, þær Margot Manson og Pat Wir. „Við komum fyrir hálfum mán- uði og verðum víst því miður að fara aftur annað kvöld,“ sagði Margot sem auk þess að ferðast um ísland leggur stund á lögfræði við háskólann I C'asgow. „Við höfum verið á gönguferðum hér um nágrennið og notið þess, þrátt fyrir veðurfarið," sagði Pat sem leggur stund á læknisfræði í sama háskóla og stallsystir hennar. — Síðan sneru þær sér að útsýnis- skoðuninni, enda nóg að sjá fyrir glöggt gests augað. Helgi Helgason sat niðri hjá styttunni af Leifi Eiríkssyni og hvíldi lúin bein eftir 18 ára vinnu við höfnina auk þess sem hann leit eftir við Glaumbæ í fjölda ára. „Það er öðruvísi nú heldur en áður var,“ segir Helgi. „Ef kelling luargoi laganemi og Pat læknanemi frá Glasgow. brýtur vasa núna fær hún hann strax bættan með nýjum á morgun.“ Þar á Helgi við góðæri það sem þjóðin lifir við núna, miðað við þegar fáir áttu málungi matar og fjöldi manns leið næringarskort. Sannaði Helgi þar með að þrátt fyrir að fólk sitji úti í góða veðr- inu og njóti þess, þá er það síður en svo frábitið hugunum um vandamál liðandi stundar. - BH Framkvæmdir viðannan áfanga verkamannabiístaða eraðhefjast: „ÓnUMST EKKI AÐ FÁ EKKINÆGAR UMSÓKNIR” - segir Magnús L. Sveinsson, varaformaður stjórnarinnar Einhvern næstu daga verður jarðvinna boðin út vegna ann- ars áfanga í byggingu verka- mannabústaða. Byggingar- nefnd Reykjavíkúr samþykkti fyrir sluttu að leyfa byggingu fjölbýlishúsa við Austurberg, Háberg og Suðurhóla og eru það þau hús sem jarðvinnan er að hefjast á. „Alls eru það um 260 íbúðir sem byggðar verða í öðrum áfanga," sagði Magnús L. Sveinsson varaformaður stjórnar verkamannabústaða- framkvæmdanna í saintali við Dagblaðið. Hann kvað fjölbýlis- húsaíbúðirnar verða allt frá eins til þriggja herbergja að stærð. Einnig verða reistar um sextíu raðhúsaíbúðir. Þær verða nokkru stærri — með fjórum til fimm herbergjutn. tbúðunuin í öðruin áfanga verður úthlutað á næsta ári. Magnús L. Sveinsson kvaðst ekki óttast að ekki yrði nóg uin umsækjendur. „Við úthlutuð- uin 308 íbúðuin á síðasta ári og fengum 1025 umsóknir um þær,“ sagði hann. Ekki er búið að úthluta stjórn verkamannabústaða landsvæði fyrir þriðja áfanga. Magnús vildi ekkert fullyrða um hvar það yrði en kvað sína skoðun vera þá að Eiðsgrandi yrði fyrir valinu. „Þriðji áfanginn er sá síðasti hjá okkur áður en framkvæmd- ir hefjast í Ulfarsfelli," sagði hann. ,,Það verður hins vegar. ekki fyrr en um 1980-81 sem þær byrja og of langt hefði verið að bíða með að velja þriðja áfánganum stað þar.“ -AT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.