Dagblaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 2
DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JULÍ 1977. Þekkja þeir ekki þorsk f rá ufsa fyrir norðan? —fyrirspurn af Suðurnesjum Ólafur Björnsson útgerðar- maður í Kcflavik hringdí: Davíð Haraldsson Akureyri skrifaði hressilega kjallara- grein í DB 15. þessa mánaðar. Þar lætur hann ýmislegt fjúka í garð okkar Suðurnesjamanna, sem við getum látið liggja milli hluta að sinni. Annað mál er það að heldur skjátlast Davíð, þegar hann birtir myndina af hinum norð- lenzka ,,stórfiski“. Mitt á milli tveggja þorska trónir ufsi. Hvernig er það Davíð, var virkilega ekki hægt að senda sæmilega stóran þorsk til myndatöku þarna að norð- an? Gat Norðlcndingurinn ekki sent sæmilega stæðilegan þorsk í myndatöku? Eða þekkir hann ekki ufsa frá þorski? DB-mynd Bjarnl. Að bera virðingu fyrir íþróttum Grétar Þ. Hjaltason skrifar: Mér þætti vænt um ef þáttur- inn Lesendur hafa orðið gæti birt þetta bréf mitt um knatt- spyrnumál. Fyrst vil ég minnast á rétt- stöðu íslenzkra landsliðsmanna þegar þjóðsöngvar eru leiknir. Aðeins einn leikmaður var í „réttstöðu" þegar þjóðsöngv- arnir voru leiknir í byrjun leiks gegn Norður-írum og Norð- mönnum. Það var fyrirliði liðs- ins og hefur það kannski stafað af því að faðir hans er ekki fæddur né uppalinn íslending- ur. Ég vona að Knapp takist að laga þetta „mikilvæga" atriði. Næst sný ég mér að máli sem mér er ekki síður hugstætt og það er árangur meistaraflokks UMF Selfoss í 2. deild. MigJang- ar til að vita hvenær þeir, sem skipa þann flokk, geri sér grein fyrir að þeir eru fulltrúar 3000 manna byggðar í vinsæl- ustu íþróttagrein á tslandi og víðar? Eg geri mér grein fyrir að leikmenn og þjálfarar eiga enga sök á „illgengni" liðsins. Bæði forystumenn í sveitar- stjórn og almenningur vilja ekkert af liðinu vita ef því gengur illa. Mér finnst það kaldhæðni örlaganna að 1/5 af fylgismönnum Selfoss skuli vera Eyrbekkingar en á þeim sannast að Iengi lifir í gömlum glæðum. Þeir hafa lengi haft menninguna í hávegum, þrátt fyrir mótlæti á öðrum sviðum. Ekki má heldur gleyma því að Stokkseyringar hafa sýnt Selfossliðinu áhuga, ásamt fleirum af Suðurlandsundir- lendinu. En lítum aðeins á sögu Sel- fyssinga í deildarkeppninni frá upphafi. Árið 1965 var ráðinn þjálfari sem gerði Selfyssinga að sigurvegurum 3. deildarinn- ar. Hann var hjá þeim í þrjú keppnistímabil. Þá var hann iátinn fara og við tók sjálfur formaður knattspyrnudeildar- innar. Það hefði verið í lagi ef hann hefði verið maður til verksins. Síðan tóku við tveir Framar- ar, sem gerðu sitt bezta, rétt eins og formaðurinn áður. Þannig hefur þetta gengið síð- an fyrir utan 1-2 menn sem hafa gert gagn en hafa þá ekki haft stuðning frá forystunni á Selfossi. Ur leik UMF á Selfossi og KR. DB-mynd Bjarnleifur. Nei, það þarf engan sem heyrt hefur svolítið um knatt- spyrnumálin á Selfossi að undra þó menn eins og Sigurð- ur Eiríksson, Sverrir Einars- son, Árni Guðfinnsson ásamt fyrrum unglingalandsliðs- mönnunum, þeim Sverri Ólafs- syni og Gylfa Þ. Gíslasyni, hafi yfirgefið liðið þótt sá slðast- nefndi hafi þó af átthagakær- leika loðað við landið öðru hvoru, en sjaldan eru menn spámenn I sínu föðurlandi. Margir fleiri hafa yfirgefið lið- ið. Þar á meðal snjallasti mið- herji Islands á siðustu árum, Sumarliði Guðbjartsson. Já, það hefur því miður verið illa farið með margt knattspyrnu- mannsefnið á Selfossi vegna „handvammar" og ég er viss um að margir leikmenn sem léku I liðum I 2. deild um og upp úr 1970 eru tilbúnir til að taka undir þau orð min. Það er kannski ekkert skrýt- ið þegar það er vitað að það er opinbert leyndarmál að sjálfur formaður UMF íslands, sem er sveitarstjórnarmaður á Selfossi, vill ekkert vita um til- vist knattspyrnunnar. Að lokum langar mig að benda á upplýsingar um tim- ann á leik KR og Selfoss. Upp- haflega átti hann að vera föstu- dag 15.7. kl. 20. Siðan komu föstudagsblöðin með þær upp- lýsingar að hann ætti að vera kl. 17 á laugardag þann 16. En svo endar vitleysan með því að leikurinn fór fram á laugardeg- inum kl. 14. Svona heitir víst að bera virðingu fyrir Iþróttunum. Raddir lesenda Dóra Stefánsdóttir FATLAÐ F0LK VILL HJÁLPA SÉR SJÁLFT Sverrir Guðjónsson leigubil- stjóri hringdi: Mig langaði að koma með svar við lesendabréfi sem birtist i blaðinu fyrir nokkru, þar sem deilt var á ókurteisi leigubílstjóra sem hirti ekki um að hjálpa fatlaðri konu inn í bilinn sinn. Ég er fatlaður sjálf- ur og veit að fötluðu fólki er ekki gert neitt verra en að hjálpa því þegar það getur hjálpað sér sjálft. Leigubílstjór- ar eru allir af vilja gerðir að þóknast fólki og eru jafnan reiðubúnir að stökkva út og opna við hina minnstu bend- ingu. En fatlað fólk vill fá að hjálpa sér sjálft eftir getu og maður særir það með því að þjóta upp til handa og fóta með aðstoð þegar hennar er ekki óskað. Þetta er þvi nokkurs konar sjálfsbjörg I reynd.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.