Dagblaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 24
ESSO bezt rekna olíufélagið? Olíufélagið hf. (Esso), hefur bezta rekstrarafkömu af hinum þrem íslenzku olíudreifingar- félögum. Af heildarsölu, sem var um 10,2 milljarðar króna á síðasta ári, nær það 213 milljónum i hreinar tekjur, eða 2,1%. Samkvæmt skattskránni, en þaðan eru upplýsingarnar fengnar, kemur Skeljungur (Shell) hf. í næsta sæti. Af 6,1 milljarðs sölu er félagið með 103,6 milljóna tekjur, sem er 1,7% af sölu. Olíuverzlun Islands (Olís) rekur lestina með 33,5 milljón króna hagnað af 5,4 milljarða sölu, 0,6%. Hver er skýringin? Olíu- félagið hf., bezt rekna olíu- félagið? Eða eru forráðamenn Olíuverzlunar Islands hf., öðrum olíustjórum klókari við gerð skattframtalsins? Meðal annarra skýringa er bent á, að ekki sé óeðlilegt að Olíufélagið hf„ sem mest selji, nái beztri nýtingu og hagnaði. Olíufélagið hefur frá fornu fari góðan bita, sem er öll við- skipti á Keflavikurflugvelli. Fullyrt er, að þau viðskipti séu hagkvæmari öðrum viðskiptum á olíusviðinu. Aukin notkun hitaveitu til húsahitunar hefur komið niður á olíufélögunum. Fyrir þrem árum var gasolía til hiisahit- ' --------------------\ —eða OLÍS klókast við framtalið? 7 unar 50% af gasolíunotkun en er nú komin niður í 33%. Sam- drátturinn hefur einkanlega komið niður á Olíufélaginu og Olíuverzlun íslands. Skeljungur hf. mun hafa hlutfallslega mest viðskipti við sjávarútveginn. Vegna greiðslutregðu þeirrar atvinnu- greinar oft á tíðum hafa við- skipti við hann þótt dýrari og óarðbærari en við aðra aðila. -ÓG 7 Fiskkassa- kaupin hjá BÚR boðin út Fiskkassakaup Bæjarút- gerðarinnar voru enn á dag- skrá í borgarráði Reykja- víkur í gær. Björgvin Guð- mundsson, borgarfulltrúi, bar fram tillögu um málið. Efnislega er hún á þá leið, að borgarráð samþykki að beina þeim tilmælum til BtJR, að hún bjóði út kaup á þeim 15 þúsund fiskkössum, sem ráðgert er að festa kaup á. Tillaga Björgvins gerir ráð fyrir, að útboð á fisk- kassakaupunum verði gert á vegum Innkaupastofnunar Reykj avíkurborgar. „Útgerðarráð samþykkti á sínum tíma að Ieita verðtil- boða hjá tveim aðilum," sagði Björgvin Guðmunds- son í viðtali við fréttamann DB. „Þegar sú ákvörðun var tekin, hafði verið skýrt frá því að aðeins tveir aðilar væru innflytjendur þessara kassa. Síðan hefi ég frétt að þeir séu fleiri. Þess vegna tel ég rétt að almennt útboð fari fram,“ sagði Björgvin. Hann situr í útgerðarráði BÚR. „Það er meginstefna borg- arinnar, þegar keypt eru mikil verðmæti og mikið magn til fyrirtækja hennar, að útboð fari fram. Tillaga Björgvins var ekki afgreidd, en telja má víst, að hún verði samþykkt. -BS. Blaðamennog útgefendur ræðastafturvið Kl. 10 í morgun hófst fundur með samninganefnd- um Blaðamannafélags Islands og útgefendum, en viðræður hafa legið niðri í níu daga. .............' Reykvíklngar hafa fengið áskorun. Það er skorað á þá að fegra borgina sína. Og fjöldamargir hafa orðið við áskorunum um þetta. 1 gærkvöldi voru íbúar við eina blokkina i Gnoðarvoginum að fegra lóðina sína. Þar lögðust ungir sem gamlir á eitt um að gera nánasta umhverfið aðlaðandi. Þau i Gnoðarvoginum ættu að verða til þess að örva aðra borgarbúa til sams konar samstarfs. — DB-mynd Bjarnleifur. Frá Ingvari Ásmundssyni,fréttamanni DBá Norðurlandamótinu: ..Ég ætla að skera hann” Sannkölluð skákstemmning ríkir í herbúðum Islendinga. „Flóðhestur, dauður, stein- dauður“ og fleiri slík eru al- gengustu orðin um andstæðing- ana. Einn landinn átti til dæmis unnið tafl og klukkustund af- gangs af umhugsunartíma sínum. Til öryggis ætlaði hann að gefa tímann og setja skákina í bið. Þegar hann var kominn áleiðis með umslagið með bið- leiknum, snerist honum hugur. Hann brá vísifingri þvert um háls sér og sagði: „Ég ætla heldur að skera hann.“ Ég á að tefla við flóðhest í kvöld," segja Islcndingarnir. Þegar þeir koma til leiks, líta þeir fyrst á nafnspjald keppi- nautarins og skrifa síðan „flóð- hestur“ og „Ég ætla að skera hann“. Jón á betri stöðu í biðskák Staðan cr nú þessi, eftir 6. umferð í gærkvöldi: Efstur er Finninn Hurmi með 6 vinninga, í 2.-3. sæti eru Pouitianen, Finnlandi, og Helgi Ólafsson með 5 vinninga. 4. er Raaste, Finnlandi, með 4‘A vinning og biðskák. Þá koma Salonen, Finnlandi, Haraldur Haralds- son og Gunnar Finnlaugsson með 4V4. Jón L. Árnason hefur 4 vinninga og betri stöðu i bið- skák. Jón á biðskák við Danann Andersen. Helgi vann Danann Pedersen í 6. umferðinni. Átta efstu menn sitja í sérstakri virðingargirðingu. Þar voru fyrir Helgi, Haraldur og Jón og Gunnar komst þar inn, er hann vann sína skák í gærkvöldi. Guðlaug Þorsteinsdóttir vann Ristoja frá Finnlandi og er í 1.—2. sæti með 4 vinninga eftir 4 umferðir. Haraldur vann biðskák sína úr 4. umferð, en jafntefli varð í biðskák Jóns og Poutiainenen, Finnlandi. Skók Helga og Pedersen Þetta er lokastaðan í skák Helga og Pedersen: Hvítt, Helgi Kgl, De2, Hcl, Hfl, Bd2, h3, f5, d3, a2, b2. Svart, Pedersen Kg7, De5, Hc8, Hf8, Rh6, f6, e7, d4, h7, a7. I 25. leik i þessari stöðu lék Helgi Bxh6, og Daninn gaf, enda engin úrræði til varnar. frjálst, nháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 27. JULÍ 1977. Stöðvast rekstur Hótel Heklu? Hörkumikil launadeila stendur nú yfir á Hótel Heklu, við Rauðarárstig. Horfur eru jafnvel á að hótelið stöðvist um næstu mánaðamót vegna vinnu- stöðvunar starfsfólks. I vor hófst rekstur staðarins 1 sömu húsakynn- um og Hótel Hof leigði áður af Framsóknarflokknum. Hjónin Áslaug Alfreðsdóttir og Ólafur Ölafsson tóku að sér hótelstjórn og átti reksturinn að vera í sama formi og hjá Edduhótelun- um. Það fyrirkomulag byggir á hreinni „akkorðsvinnu" starfsfólks, sem fær ákveðna prósentu af tekjum, sem síðan er skipt á milli allra. Starfsfólk telur að ekki hafi verið rétt skipt tekjum fyrir júní sl„ en um það náðist þó bráðabirgðasam- komulag. Eins telur það sig eiga kröfu á lágmarkslauna- tryggingu samkvæmt samningum, en þeim hafi ekki verið náð að fullu 1 júní. I viðtali við Áslaugu Alfreðsdóttur, hótelstjóra, bendir hún á að verið sé að reyna nýtt rekstrarform við hótelið vegna þess að hingað til hafi það ekki borið sig. „Júnímánuður sl. var fyrsti mánuðurinn sem þetta nýja launakerfi var í gangi og ætlunin var að breyta ýmsu 1. ágúst nk„“ sagði Áslaug. Varðandi það að unnið hafi verið undir taxta verka- lýðsfélags sagðist hún ekki telja að svo hefði verið. Herbergisþernur hefðu t.d. verið 20-50 þúsund yfir taxta, eftir því hve vaktaálag væri reiknað mikið. Framhald málsins mun vera í óvissu. Starfsfólki hefur verið sagt upp frá og með 1. ágúst en það hefur aftur á móti áskilið sér rétt til verkfalls á næstu dögum. -ÓG. Loðnan tekur við sér Síðasta sólarhring var veiðiveður á loðnumiðunum út af Vestfjörðum og fengu bátarnir nú loks talsverðan afla. I gærkvöldi tilkynntu fjórir bátar um afla sem þeir voru að leggja af stað með til lands. Harpa með 550 tonn, Bjarni Ólafsson með 480 tonn og Arni Sigurður með 150 tonn og rifna nót, allir á leið til Bolungarvíkur. Þá' lagði Vörður af stað áleiðis til Grindavikur með rifna nót og slatta af loðnu. 1 morgun voru Gullberg og Kap 2. að leggja af stað til Siglufjarðar, Kap með um 500 tonn og Gullberg einnig með góðan afla en ná- kvæmar tölur lágu ekki fyrir. Skv. upplýsingum Loðnu- nefndar munu 18 bátar hafa verið á miðunum og taldi starfsmaður nefndarinnar ekki óliklegt að mun fleiri en að ofan er getiö væru komnir með talsverðan afla þótt þeir væru ekki búnir að tilkynna sig á heimleið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.