Dagblaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGtJR 27. .TTTI.T 1977 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir — náði beztum heimstima i 1500. i BEZTUM IA í 1500 i í Stokkhólmi í 1500 >i á 3:34.1 Bayi en ekki gengið. Pólland sigraði í karlagreinum i þriggja landa keppninni í Stokk- hólmi. Pólverjar sigruðu Breta 118-93 og Svia 130-81. Innbyrðis stigafjöldi sænsku og brezku karlanna var 114- 96 Bretum í hag. Hins vegar báru brezku stúlkurnar sigur úr býtum í Stokkhólmi. Þær sigruðu Pólland 94-58 og Svíþjóð 105- 49. Þá höfðu pólsku stúlkurnar betur i baráttunni um stigin við sænskar stallsystur sínar — 92-57. Raunar var öðrum heimstíma í ár hnekkt. Það var í göngu kvenna — þar sigraði sænska stúlkan Britt Holmquist en hún gekk 5000 metra á 23:33.74. Hún bætti heimstíma löndu sinnar, Margtatta Simu, um tæpar 15 sekúndur, 23:48.2. IÐ STERK ði Barcelona 6-0 og Feyenoord 6-0 ar V-Þýzkalands, FC Köln, stórsigur á Feyenoord, öðrum risa i evrópskri knattspyrnu, 6-0. Þessi úrslit koma á óvart þvi bæðí Barcelona og Feyenoord hafa verið risar í evrópskri knattspyrnu en taka ber mið af því að einungis er um vináttuleik að ræða. Stórstjarnan Barcelona, Johan Cruyff fór út af, meiddur, eftir 16. mínútur í Hamborg og heimamenn með enska landsliðsmanninn Keegan í fararbroddi bókstaflega tættu Barcelona i sig. Þýzki landsliðsútherj- inn Volkert skoraði tvivegis, Reimann Kaltz, Keller og Keegan sjálfur bættu við mörkum — staðan í leikhléi var 3-0, 6-0 lokatölur. I Köln, einni fegurstu borg Evrópu á bökkum Rínar, vann heimaliðið stórsigur á hollenzka liðinu Feyen- oord frá Rotterdam. Staðan í leikhléi var 2-0 — og er upp var staðið, 6-0. Neumann 2, Flohe, Zimmermann, Willmerog Dieter Muller skoruðu mörk heimamanna. Vissulega stórar tölur — skyldu v-þýzk félagslið vera orðin stórveldi i knattspyrnu Evrópu? Þriðji leikurinn fór fram í gærkvöld — i Sofíu, höfuðborg Búlgaríu átti búlgarska landsliðið í höggi við Mol- enbeek, belgíska liðið er var í undan- úrslitum UEFA-keppninnar í ár og sýndi áhuga á að fá Inga Björn Albertsson i sínar raðir. Búlgaría sigraði 3-1 — eftir jafnt i leikhléi, 0-0. Mörk Búlgaríu skoruðu Petrov, Tsevkov og Panov. Fyrir Mol- enbeek svaraði Gonets skömmu fyrir leikslok. Nýir vellir spretta upp víða í golfinu - rætt við Þorvald Ásgeirsson, eina íslenzka golfkennarann „Þetta er tíunda árið sem ég ér við þetta,“ sagði Þorvaldur Asgeirsson, golfkennari, þegar við hittum hann að máii á dögun- um. Þorvaldur er eini Islendingurinn sem hefur golf- kennslu að atvinnu. Þegar við spurðum hann hvað nýjast væri i fréttum af hans högum, lét hann okkur f té þcr upplýsingar, að f sumar hefðu verfð teknir f notkun þrfr nýfr golfvellir, eða aðstaða til goifiðkunar, værf kannski réttara að segja. Hvolsvellingar og Hellubúar hafa sameinazt um vallargerð og er hún á ræktuðu landi hjá Strönd. Þar var 21 nemandi á námskeiði hjá Þorvaldi fyrir skömmu. A Sauðárkróki hefur golfið verið endurvakið og er golf- vallarstæði I athugun þar nyðra. Á námskeiði sem Þorvaldur hélt fyrir skömmu á Sauðárkróki voru 28 nemendur. I Vik i Mýrdal er verið að byggja golfbrautir 6 svo- kölluðu Víkurtúni, en þar voru 12 manns ó námskeiði f sumar. Þorvaldur hefur einnig kennt golf á veturna og ennfremur hefur hann gefið kylfingum kost á að æfa sig undir sinni leiðsögn yfir vetrartímann, en það segir hann að sé mjög mikilvægt fyrir kylfinga. I sumar tók Þorvaldur upp þá nýbreytni í golfkennslunni að bjóða unglingum, 14 ára og yngri, ókeypis kennslu í undirstöðu- atriðum golfiþróttarinnar hjá þeim þrem klúbbum sem hann kennir við fasta daga, þ.e.a.s. Golfklúbbi Ness, Golfklúbbnum Keili og Golfklúbbi Suðurnesja rl. mumervorkunn”, iður Bjamfreðsdóttir itíkin grípur vintýrí Eisenhowe

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.