Dagblaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JULl 1977. 9 var sagt um bóndadótturina íHaga sem nú er orðin kunn leikkona í Danmörku — Spjallað við Kristínu Bjamadóttur leikkonu Kristín Bjarnadóttir leikkona, húnvetnska heimasætan sem lagði Dani að fótum sér. af. Þá lék ég í gamanmyndaþætti i danska sjónvarpinu í haust. Þar voru ýmsar gamlar myndir tengd- ar saman, t.d. frá stríðsárunum, en ég var eini leikarinn og átti að tengja saman atriðin. Þessir þætt- ir urðu mjög vinsælir. Ertu orðin þekkt í Danmörku? „Jú, ætli ég verði ekki að segja það. Sjónvarpið er jú öruggasta tækið til að ná frægð. Smákrakk- ar þekkja mann nú orðið á götu. Þetta auðveldar að sjálfsögðu at- vinnuleit. En Danir þekkja ís- lenzka leikara af góðu einu. Þeir muna enn Lárus Pálsson og önnu Borg, þannig að það verður að setja markið hátt. En það er mikilvægt að geta hafnað þeim tilboðum sem eru manni á móti skapi, eða maður veit fyrirfram að ekki eru þroskandi eða lær- dómsrík. Hafi maður einu sinni verið svo heppinn að hljóta al- menna viðurkenningu, byrjar fólk að krefjast meira af manni. Þar af leiðir að maður gerir meiri kröfur til sjálfs sín. Það er eins og með alla vinnu sem einhvern til- gang hefur, að ef maður veit ekki hver tilgangurinn er, verður maður að finna hann eða skipta um starf.“ Nú starfar þú og ert gift í Dan- mörku, — Kemur þú til tslands aftur? „Maðurinn minn, Jan Maa- gaard, er leikstjóri í Danmörku og ég býst ekki við að hann hafi áhuga á að koma til íslands. Hann er alltof mikill stórborgarmaður og hefur auk þess allt of mikið að gera. Það er alltaf vöntun á góð- um leikstjórum. Annars lifi ég bara fyrir eitt ár I senn. Jan var reyndar kennari minn í leikskól- anum.“ „Ævintýraþráin tældi mig úr sveitinni i bæinn, úr bænum til erlendra stranda." Kristfn Bjarnadóttir, bóndadóttir frá Haga í Þingi í A-Húnavatnssýslu er nú orðin þekkt leikkona í Dan- mörku, bæði á leiksviði og eins i sjónvarpi. „Við heima hlustuðum af alúð og aðdáun á flest þau útvarpsleik- rit sem flutt voru og mér varð snemma ljóst að þar var um list að ræða og að atvinnuleikarar voru til. Eg hélt að ég væri umskipting- ur eða undrabarn. Allir á bænum höfðu liðað hár nema ég. Þegar fólk að sunnan kom í heimsókn sagði það svo hátt að allir heyrðu: Hún er ekki dóttir ykkar þessi þarna og benti á mig. Langtímum saman stóð ég fyrir framan spegil- inn og reyndi að renna til augun- um, án þess að hreyfa höfuðið, því það gátu öll systkini mín. En speglar eru jú bara til að horfast í augu við. Hvernig leizt foreldrum þínum á þetta Danmerkurævintýri? „Þau’ voru mjög vantrúuð á þetta og töldu "þetta vafasaman heim. En þau hafa heimsótt mig og séð fólkið sem ég umgengst. En ég held að þeir séu fegnastir því að ég hef ekki breytzt mjög mikið á þessum sex árum, sem ég hef verið úti. Ég var reyndar orðin 23ja ára gömul þegar ég hóf leik- listarnámið í Danmörku, en það stóð í þrjú ár. Það er þó ekki of hár aldur og skólafélagar mínir voru á svipuðum aldri. Það er ágætt að hafa reynt ýmislegt í lífinu áður en maður hefur slíkt nám. Eg skrifaði skólanum og sagði frá ástæðum mínum og var tekin fullgild. Á þessum árum var Þjóðleikhússkólinn -lokaður og SÁL ekki byrjað að starfa. Hvað tók við eftir námið? „Eg var meðal stofnenda í bæj- arleikhúsinu í Haderslev á Jót- landi og var þar í eitt ár. Síðan fór ég til Kaupmannahafnar og hef leikið með ýmsum hópum. Sl. hálft ár hef ég leikið mest fyrir börn, við innréttuðum pramma sem siðan er dreginn á milli hafna og börnin koma um borð að sjá leikritið og hafa mjög gaman „Ég hef nóg að starfa i Danmörku næsta leikár og kem ekki til Islands nema mér bjóðist eitthvað sérstakt, þrðtt fyrir heimþró sem stingur upp kollinum öðru hvoru“. DB-myndir Ragnar Th. Sig. Keilulegur FAE Kúlu- og rúllulegur Féll hann fyrir leiklistarhæfi- leikum þínum eða persónutöfr- um? „Þetta tvennt er ekki hægt að aðskilja," sagði Kristín og hló við, en blaðamaður veðjar að óreyndu á persónutöfrana. Hvað tekur nú við eftir sumar- leyfið? „Næstu mánuði held ég áfram í bátaleikhúsinu og lýk við að leika <§nlinenlal Viftureimar Hjöruliðir Einnig eru tímareimar og tímakeðjur fáanlegar í flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla. Stærsta sérverzlun landsins með legur, asþétti, hjöruliði og skildar vörur. Sendum um land allt. /noLLi^ í diinsku sjónvarpsþáttunum lék Kristín stúlku að nafni Anna og um hana sagði l'oliliken: „Anna er aðlaðandi persóna, dæmigerð fyrir hið kyenlega sem aðeins sést í þeim karlmannaheimi sem við lifum i". Hér er Kristín i hlutverki Önnu. SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.