Dagblaðið - 17.08.1977, Síða 3

Dagblaðið - 17.08.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGUST 1977 3 HVER A SINA SOGU Jón Arnfinnsson skrifar: Fuglinn fer og kemur og færir oss nýja þrá. Gaman er að vita eitthvað um smáfuglana í kringum okkur og fylgjast með eðli þeirra og töktum. Síðastliðinn vetur keypti ég haframjöl fyrir 20 þús. kr. og gaf þeim á hverjum degi allan veturinn. Þetta var býsna mik- ill hðpur, þrestir og starrar. Taldi ég einu sinni 80 fugla í einu. Þessir fuglar héldu til undir húsþökum og loftrásum. Siðastliðið vor unguðu starr- arnir út í fimm hreiðrum i ná- býli við mig. Seinni hluta júni- mánaðar voru allir ungarnir fleygir orðnir. Rétt á eftir hurfu allir starrarnir úr bænum. í endaðan júli sá ég þá uppi I Heiðmörk að leika þar í trjánum. Þetta er einn liður í starfsskrá starrans. Að kynna sér og þekkja alla skjólstaði fyrir veturinn. Á vetrarkvöldin fer starrinn úr bænum og flýgur upp i Heið- mörk og situr í skjðlgóðum trjám yfir nóttina. Er því gott að vera vel kunnur öllum skjól- góðum stöðum i mörkinni. Það er júlímánuður sem notaður er til þess. Þrösturinn fer lengra, eða er þarna sennilega líka. Allt starf Fuglarnir hafa mikið vit á inni. Þeir eru mörgum mannin- fuglsins er bundið lífsmögu- þægindum sem í hag koma * í um greindari í þeim efnum. .leikunum. vetrarkuldanum og fæðuleit- Fuglarnir eru mörgum manninum greindari, segir bréfritari. Myndin er af þresti. Spurning dagsins Hver er skoðun þín ó Laxaiónsmálinu? Jón Einarsson leigubflstjóri: Mér finst þetta eiginiega árás á Skúla. Fróðir menn hafa gefið út yfir- lýsingar um málið en ekkert er á þá hlustað. Skúli er hundeltur og hefur verið í mörg ár. V Björn Guðmundsson skrifar: Eitt af því sem veldur sumu fólki áhyggjum er skuldasöfn- un okkar erlendis. Erlendar skuldir okkar fara sihækkandi með ári hverju og nema nú nokkrum hundruðum þúsunda á hvert mannsbarn í landinu. Það er orðin nokkuð há upphæð og þar sem segja má að nokkr- um hluta þessa fjár hafi verið varið til arðbærra framkvæmda er þetta geysilegt átak fyrir landsmenn að losa sig við þessa byrði eftir venjulegum leiðum, sem er skattaleiðin. En svo vill til að ónafngreind kona íslenzk hefur bent á leið til að losna úr þessu skuldafeni og það á þann hátt að enginn þyrfti að finna neitt fyrir því og enginn yrði skattlagður sér- staklega. Greiðsla erlendu skuldanna byggðist á því að hver og ein islenzk kona sem teldi sig aflögufæra og vildi styðja land sitt og stjórnvöld legði fram alla óþarfa skart- gripi sem hún hefur eignazt með ýmsu móti að undanskild- um giftingarhring og öðrum persónulegum gripum sem hjón hafa gefið hvort öðru, nema þau óski annars. Að sjálf- sögðu mundu hjónin hafa sam- ráð um þetta svo að þarna færi ekkert á milli mála þar sem um ráðstöfun fjármuna er að ræða. Þar mundi aðeins vera um að! ræða frjáls framlög en ef hver kona í landinu brygðist við eftir efnum og ástæðum er ég ekki 1 vafa um að miklar fjárfúlgúr mundu safnast saman. Þessum dýrgripum yrði síðan komið I verð og allar erlendar skuldir yrðu greiddar svo fljótt sem unnt væri og skattskýrslur manna tækju engum breyting- um eins og ekkert hefði gerzt en ríkið yrði nokkrum tugum milljarða efnaðra heldur en nú er. Ég hef ekki trú á öðru én flestar íslenzkar konur sem eiga marga skartgripi mundu fúslega verða við slíkri mála- leitan ef hún kæmi fram. Þeim mun léttara yrði fyrir rfkis- stjórn okkar að taka við þessum framlögum ef þau væru fúslega af hendi látin. Það yrði að sjálf- sögðu skilyrði af hendi gefenda að fénu yrði varið á þennan hátt og ég hef þá trú að margri konunni yrði léttara fyrir brjósti þegar hún væri búin að afhenda sinn skerf og jafnvel finnast hún vera ríkari eftir en ekki snauðari og hefði einskis að sakna. Það yrði lengi í minn- um haft ef íslenzkar konur sam- einuðust f slíku óvenjulegu framtaki. IDAR SKULDIR Ragnar Guðjónsson starfsmaður Kópavogshælis: Eg hef nú aldrei heyrt það nefnt. Helgi Heigason afgreiðslumaður i Gevafótó: Hvað er nú það? Maður er löngu hættur að fylgjast með því. Það er búið að skrifa svo mikið um málið að allir eru fyrir löngu orðnir leiðir á þvf. Það er svo mikil harka f báðum aðilum. Sigrún Andrésdóttir húsmóðir: Mér finnst að þetta mál þurfi að fá alveg á hreint. Ef það er rétt að þarna hafi komið upp sýking verður að gera seiðin upptæk. Það er hart að þurfa að segja þetta en það hlýtur að vera eina leiðin. Sigrfður Bergmannsdóttir, vinnur f Skólavörubúðinni: Eg bara veit ekkert um það mál. Ég hef ekkert kynnt mér það. Karl Jeppesen kennari: Ég vil helzt ekki tjá mig um þetta mál. Ég er nokkuð tengdur þvf per- sónulega og það gæti skapað leiðindi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.