Dagblaðið - 17.08.1977, Page 6

Dagblaðið - 17.08.1977, Page 6
DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGtJST 1977. Fyrrverandi SS-foringinn felur sig í Þýzkalandi Lögreglan hefur nú góöar gætur á húsi því sem grunur leikur á aö fyrrverandi nasista- foringi, sem flúði af sjúkrahúsi í Róm, leynist i. Maðurinn heitir Kappler og hefur af- plánað dóm sinn á Ítalíu fyrir stríðsglæpi. Kona hans mun hafa hjálpað honum við að flýja af sjúkrahúsi sem hann var lagður inn á vegna þess að hann þjáist af krabbameini á háu stigi. Stór ferðataska var notuð við að koma Kappler úr sjúkra húsinu en kona hans mun hafa falið hann i henni. Saksóknarinn í Lueneburg, þar sem talið er að hjúin feli sig, hefur sagt að hann muni halda blaðamannafund í dag og þá kunni svo að fara að hann greini frá verustað Kapplers- hjónanna. Það er almannaróm- ur að nasistaforinginn fyrrver- andi sé í húsinu en það er heim- ili konu hans. í gær sagði þýzka lögreglan að leit væri hætt en hún var hafin að beiðni ítölsku lögregl- unnar. Viðræðum sem voru fyrir- hugaðar milli Andreottis for- sætisráðherra Ítalíu og Schmidts kanslara hefur verið frestað vegna þessa atburðar. Skýringin á frestun viðræðn- anna var sú að leiðtogarnir sögðust hræddir við mótmæli. Það hefur oft verið farið fram á það við itölsk stjórnvöld að þau léti Kappler lausan en því hefur aldrei verið sinnt. Rokkkóngurinn látinn — Elvis Presley lézt í Bandaríkjunum ígærkvöldi Konungur rokksins, Elvis Presley, lézt í gærkvöldi á heimili sínu í Memphis Tennessee í Bandaríkjunum. Hann var 42 ára að aldri. Presley fannst meðvitundar- laus á heimili sínu og var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Hann var látinn þegar þangað kom. Læknar segja að banamein hans hafi verið hjartaslag. Þegar tilkynnt var um dauða rokkkóngsins fræga, söfnuðust mörg hundruð manns saman fyrir framan heimili hans. Einnig söfn- uðust þúsundir fyrir utan út- varpsstöðvar víðsvegar í heimin- um, en þær breyttu flestar dag- skrám sínum og léku lögin sem gerðu Presley frægan, eins og Heartbreak Hotel, JaiIhoUse Rock og fl. Ýmsar frægar stjörnur minnt- 'ust hans og Sammy Davis jr.sagði, að hann einn hefði verið hinn eini sanni rokkari, allir aðrir sem reyndu sig við að syngja rokk væru eftirlíkingar Presleys. Presley hefur þurft að leggjast nokkrum sinnum inn á sjúkrahús á undanförnum árum, svo að hann hefur átt við vanheilsu að stríða. Hann hefur á undan- förnum árum barizt við offitu og hefur m.a. þurft að leita læknis vegna þess. Hann var algjör bindindismaður bæði á vín og tóbak. Elvis Presley, rokkkóngurinn frægi, lézt i gærkvöldi. SAFN LÍNU LANGSOKKS SEn UPP Á GOTLANDI Lína langsokkur hefur fengið sitt eigið safn, eins og svo margt frægt fólk. Safnið heitir Villa Villekulla og er í Visby á Gotlandi en þar voru þessir vinsælu þættir um Línu teknir upp til sýninga í sjón- varpi. í Visby hefur verið inn- réttað safn og þar er að finna alla þá hluti sem komu við sögu í þáttunum um Línu langsokk. Þar er kommóðan hennar Línu, full af gullpeningum. Stígvélin hennar eru einnig á safninu og svo býður Nilson, apinn hennar, alla velkomna. Páfa- gaukurinn hennar er einnig til húsa í Villa Villekulla á Got- íandi. Safnið hennar Linu lang- sokks er einn vinsælasti við- komustaðurinn á Gotlandi. Þangað hafa komið þúsundir barna alls staðar að úr heimin- um sem þekkja Línu agnað- hvort af bókum, bíómyndum eða sjónvarpsþáttunum hennar. Nú er verið að endursýna þættina um Línu langsokk í danska sjónvarpinu og það hefur enn aukið á heimsóknir til Villa Villekulla. Þess má einnig geta að lögin úr sjón- varpsþáttunum eru nú I efstu sætum vinsældalistanna í Dan- mörku. Auglýsing til búfjáreigenda íKeflavík, Grindavik, Njarðvík og Gullbringusýslu Hér með er athygii búfjáreigenda á framangreindu svæði vakin á því að öll iausaganga búfjár er bönnuð á svæði vestan nýju landgræðslugirðingarinnar, sem nær frá Vogum að Grindavík austan Grindavíkurvegar, sbr. auglýsingu Landgræðslu ríkisins 1. júlí sl. Hér með er búfjáreigendum á framangreindu svæði veittur frestur til 25. ágúst 1977 til að smala búfé sínu í afgirt svæði eða flyíja það út fvrir framangreinda land- græðslugirðingu. Að öðruni kosti verður beitt þeim viður- lögum scin log iicmiHa. Bœjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Gjaldkerí—Ritarí Óskum að ráða gjaldkera með verzl- unarskólamenntun eða hliðstæða menntun til starfa sem fyrst, einnig ritara með þjálfun í ísl., dönskum og enskum bréfaskriftum til starfa hálf- an daginn. Uppl. á skrifstofunni frá kl. 10—12. Hf. Raftœkjaverksmiðjan Lœkjargötu 22 Hafnarf. Nýir bílar: Nýr Willys Nýr Lancer 1400 GL Notaðir bílar ó góðum kjörum: Peugeot 404 dísil árg. '74, einkabíll. Fiat 128 Rally árg.’74 Hornet, 2 dyra, sjálfskiptur, árg. ’74. Hillman Hunter árg.'74. EGILL. VILHJALMSSON HE Laugþvegi t18-SW 1900 Starfskraftur óskast á afgreiðslu Vikunnar Þver- holti 2. Uppl. á staðnum kl. 9—11 f.h. og 3—5 e.h. Vikan.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.