Dagblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR REUTER Gröf Alex- anders mikla fundin Gröf Alexanders mikla hefur fundizt í Alexandrlu í Egyptalandi, eftir því sem fréttir þaðan herma. Alexander mikli dð árið 323 fyrir Krist. Eftir dauða hans var líkið flutt til Memphis, sem er smábær skammt frá Kairó, en síðar til Alex- andríu, en hann gaf borg- inni sjálfur nafn. Énginn hefur vitað um gröfina í mörg hundruð ár, en sögur eru til um hana frá þvl um fjögur hundruð e.Kr. Bongo, forseti Gambíu, er for- maður Einingarsamtaka Afríkuríkja. Friðar- gæzlu- sveitir til Afríku- landa? Bongo forseti Gabon og for- maður Einingarsamtaka Afríkuríkja hefur látið frá sér fara, að ef bardagar hætti ekki strax á landamærum Sómalíu og Eþíópíu, þá muni hann biðja Sameinuðu þjóðirnar að senda þangað friðargæzlusveitir sínar. Bongo forseti sagði að hann mundi fara að á sama hátt við lausn deilu Líbýumanna og Chad, þangað mundi hann biðja friðargæzlusveilir Sameinuðu þjóðanna að koma, ef þessi ríki gætu ekki komizt að neinni lausn sinna mála. Hvað varðar máiefni Eþíópíu lét Bongo f Ijósi miklar áhyggjur og sagði að þar yrði lausn að finnast. Þar er nú bar- izt á tveim stöðum, i Eritreu og í Ogaden eyðimiirkinni. 17. AGUST 1977, Moraji Desai forsætisráðherra Indlands. Desaiá Indlandi: Stéttleys- ingjar fá upp- reisn æru Forsætisráðherra Indlands, Moraji Desai, hefur gefið lægstu stéttum landsins loforð um betra líf í framtíðinni. Þetta gerði hann í ræðu sem hann hélt I tilefni af 30 ára sjálfstæðisafmæli Ind- lands. Um átta milljónir Indverja tilheyra stéttleysingjum, en þeir eru eftir hindúasið öllum öðrum neðar í þjóðfélagsstiganum. Stéttaskipting er mjög föst í Ind- landi og t.d. má fólk hinna ýmsu stétta ekki, samkvæmt ströngum hindúareglum, giftast út fyrir stéttina. Stéttir mynduðust eftir störfum manna og efstir voru prestarnir, eða Brahmínar. Meðal stéttleysingja fundust oft menn úr æðri stéttum, en ef þeim hafði orðið á eitthvert alvarlegt glappa- skot voru þeir útskúfaðir úr stétt sinni og féllu þá auðvitað eins langt og hægt var að falla og voru taldir til hóps stéttleysingja. Gandhi gaf þessu fólki nýtt nafn, Harijans, sem þýðir börn guðs. Nú ætlar Desai að bæta hag þessa fólks og hefja það til þeirrar virð- ingar sem Gandhi vildi að það hefði. Ráðizt hefur verið að Janatabandalaginu hvað eftir annað á undanförnum mánuðum og það sakað um að gera ekki eins vel við þetta fólk og aðra þjóð- félagsþegna. Indira Gandhi, sem hefur lítið látið að sér kveða undanfarið, eftir ósigur sinn í kosningunum, kom í heimsókn til staðar þar sem fjöldamorð fór fram á þessu fólki i maí sl. Það verður sífellt fyrir alls konar aðkasti í borgum og þorpum á Indlandi og er það talið sjálfsagt að þessi stétt manna vinni óþrifalegustu og verst laun- uðu störfin í landinu. SMJORIÐ OMISS- ANDI í MEGR- UNARKÚRINN — segir danskur prófessor sem gerði tilraun á svínum Ef maður vill grcnna sig er um að gera að borða smjör og láta smjörlíki eða jurtasmjörliKi alveg vera, segir í niðurstöðu rannsóknar sem danskur maður að nafni P.E. Jacobsen hefur gert. Hann rannsakaði að vísu ekki menn heldur svín. En hann segir að það gildi alveg sömu Iögmálin þegar menn eigi í hlut. Jacobsen hefur starfað við Landbúnaðarháskólann í Danmörku. Könnunin sem Jacobsen gerði var í því fólgin að hann gaf svínunum annaðhvort jurtasmjiirlíki eða smjör. Þegar svínin fengu jurtaolíu, sem er sama efni og er í alls konar tegundum af smjörlíki, vannst miklu betur úr matnum sem þau fengu, þau fengu fleiri hitaeiningar samtals úr fæð- unni. Þetta stafar af því að í jurtaolíunni eru fjölmettaðar fitusýrur sem ganga þannig í efnasambönd að útkoman verður sú að líkaminn vinnur miklu betur úr matnum en ella. Ef svínunum var hins vegar gefið smjör sem hluti af fæð- unni fitnuðu þau ekki eins mikið, þrátt fyrir það að matar- skammturinn væri eins mikill. 7 Óska eftir að taka á leigu 3ja herbergja íbúð miðsvæðis í borg- inni. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 17901 eftir kl. 18. Sími 40299 _______ INNRÉTTINGAR Auðbrekku 32, Kópavogi 3 nýjar gerðir af eldhúsinnréttingum, fura, hnota og eik. Uppstilltar á staðnum. — 1-2 mán. afgreiðslufrestur. ó&b ; Lærið að fljúga Flug er heillandi tómstundagaman og eftirsóknarvert starf. Ef þú hefur áhuga á flugi þá ert þú velkominn til okkar í reynsluflug — það kostar þig ekkert. fl£/GMÁr///r uamla flugturninum Reykjavíkurfiugvelli. Sími 28122. Umsóknir um heimilisbætnr frá Tryggingastofnun ríkisins Samkvæmt nýútgefnum bráðabirgða- lögum skulu almannatryggingar greiða þeim einhleypingum, elli- lífeyris- og örorkulífeyrisþegum, sem njóta tekjutryggingar, sérstaka heim- ilisuppbót. Þetta tekur þó aðeins til þeirra, sem eru einir um heimilis- rekstur, án þess að njóta f járhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um heimilisaðstöðu eða fæðis- kostnað. í Reykjavík verður byrjað að afhenda umsóknareyðublöð og taka á móti um- sóknum fimmtudaginn 18. þessa mán- aðar á 1., 2. og 4. hæð í skrifstofu Tryggingastofnunar ríkisins að Laugavegi 114. Þeim, sem óska eftir aðstoð við útfyll- ingu umsókna, er sérstaklega bent á, að til þess að komast hjá biðröðum og óþægindum er nauðsynlegt að skipu- leggja þá aðstoð sérstaklega og verður fyrirkomulag þeirrar aðstoðar frá 18. til 26. þessa mánaðar þannig, að dag hvern verður veitt aðstoð þeim, sem bera nöfn, sem byrja á ákveðnum upp- hafsstöfum. Þá er einnig á það bent, að mjög æskilegt er, og myndi greiða fyrir afgreiðslu, að umsækjendur hefðu rpeð sér síðasta greiðsluseðil trygg-. ingabóta. Ef ekki er hægt að framvísa persónuskilríkjum. Aðstoð verður veitt sem hér segir: Fimmtudag 18. ágúst Aage til Drafnar Föstudag 19. ágúst Ebba til Guðmundar Mánudag 22. ágúst Guðrún til Hrafns Þriðjudag 23. ágúst Hrafnhildur til Kjartans Miðvikudag 24. ágúst Klara til Ottós Fimmtudag 25. ágúst Páll til Stefáns Föstudag 26. ágúst Stefanía til össurar Reykjavík, 15. ágúst 1977 Tryggingastofnun rikisins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.