Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.08.1977, Qupperneq 9

Dagblaðið - 17.08.1977, Qupperneq 9
9 . DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGtJST 1977._ Nordkalotten-ráðstefnunni lokið: FABREYTNIIATVINNUUFI EITT STÆRSTA VANDAMÁLK) Formlegu þinghaldi fulltrúa á þingi þjóðabrotanna við og fyrir norðan norðurheim- skautsbaug, Nordkalotten, lauk í gær eftir almennar umræður í lok dagskrár. Fjölmargir ræðumenn höfðu fjallað um hin ýmsu vandamál þjóðanna í norður Skandinavfu, en þær hafa haldið með sér slík þing allt frá árinu 1960, hvað mest fyrir tilstuðlan iands- höfðingjans í Norrbotten léni, Ragnars Lassinantti. Islendingar hafa tekið þátt í tveimur slíkum þingum.og er þing þetta nú haldið hér á landi f fyrsta sinn. Er ekki að efa, að við getum dregið einhvern lær- dóm af reynslu nágrannaþjóða okkar, sem búa á svipuðum breiddargráðum og eiga við svipuð vandamál að stríða. Meðal þeirra málaflokka sem sérstaklega var fjallað um á þinginu, voru vandamál dreif- býlisins á Islandi, Finnlandi, Noregi og Svfþjóð. Þá var rætt um vandamál Lappanna og sér- staka áætlun, sem unnið er að varðandi Norður-Noreg. Þá var m.a. rætt um samvinnu milli þessara landa á menningar- og atvinnumálasviðum. I dag fara nokkrir þing- fulltrúar til Vestmannaeyja, aðrir um Suðurlandsundir- lendi, enn aðrir til Akureyrar og einnig verður farið með þingfulltrúa í skoðunarferð um Reykjavík og nágrenni. Þingfulltrúar, sem eru um 110 talsins, halda flestir héðan á föstudag. -HP. Marrku Mannerkoski, Finnlandi. Martin Buvik, Noregi Ingvar Svenson, Svíþjóð Finnland: Luleá, Norður-Svíþjóð: Háskólinn í Uleaborg Flutningurinn í þéttbýlið ræður þar úrslitum er stærsta vandamálið „1 kringum 1950 varð fólksfjölgun í Lapplandi, sem nam 25%,“ sagði Marrku Mannerkoski prófessor í viðtali við DB. „Síðan varð aukning nokkuð jöfn næstu tíu árin, en að undanförnu hefur fólki fækkað þannig að fjölgunin hefur minnkað um 10%.“ Vandamál Lapplands og fbúa þess hafa verið ofarlega á baugi í stjórnmálum í Finnlandi undanfarin ár, enda er atvinnu- leysi þar mikið, 11%, sem er mun hærri hlutfallstala en annars staðar í landinu. „Það sem hrjáir okkur mest, eins og annars staðar á norðlægum slóðum, er fá- breytni í atvinnuháttum," sagði Marrku ennfremur. „Fram til þessa hefur nær eingöngu verið stuðzt við landbúnað, skógarhögg og veiðar, en nú þegar fyrsta kynslóðin er að ganga í gegnum hinn nýja grunnskóla og koma með henni æ fleiri iðnmenntaðir menn. Fram til þessa hefur verið erfitt með pláss fyrir iðnnema og það vandamál er ekki fullleyst ennþá,“ sagði Marrku. Marrku nefndi sérstaklega vandamálið sem er samfara skorti á menntuðum kertnurum, en nefndi að háskólinn í Ulea- borg hefði bætt mikið úr aðstöðu ungs fólks til menntunar. „Af 6000 stúdentum sem þar stunda nám eru 4000 frá norðurhéruðunum og ég leyfi mér að fullyrða að meira en % þeirra sem útskrifast þaðan haida ekki suður á bóginn f atvinnuleit, enda þótt hún bjóðist þar, heldur verða um kyrrt." -HP. „Ekki hefur borið á neinum markvissum aðgerðum byggðastefnu, síðan stjórn Fálldins tók við völdum,“ sagði Ingvar Svenson sem unnið hefur að félagsmálum í Luleá f Norður-Svíþjóð. „Luleáborg verður árlega að taka við fjöldanum öllum af fólki, sem fiytzt þangað í atvinnuleit úr strjálbýlii héruðunum fyrir norðan og það fólk á oft- „Skórinn kreppir hvað mest að hjá okkur varðandi vinnustaði fyrir það menntaða ast við mörg vandamál að strfða, á erfitt með að samlagast þvf umhverfi sem það flytur í.“ Sagði Ingvar að vandamálið væri það sama og f öllum þessum norðlægu héruðum Skandinavíu, atvinnuvegirnir væru fábrotnir og lftið væri gert til þess að auka á fjölbreytni þeirra. -HP. unga fóik, sem nú er að vaxa úr grasi i Norður-Noregi,“ sagði Martin Buvik þing- maður frá Tromsö. „Einhæft atvinnulíf getur alis ekki mætt þörfum þessa fólks og þvf er unnið mikið að þvf að auka fjöl- breytnina á þeim sviðum. Rfkið hefur lagt sitt af mörkum og hefur héruðunum í Norður-Noregi nú verið lofað hagstæðum lánum til uppbyggingar iðnaðar, auk þess sem reynt er að hjálpa fyrirtækjum sem fyrir eru við að auka við sig.“ Martin sagði að olían, sem hann sagði að myndi án efa finnast þar við strendur, myndi hafa mikla breytingu í för með sér, sennilega bæði til góðs og ills. „En eins og við segjum þarna norður frá viljum við bæði fá fisk og olfu en ekki fisk í olíu. Norður-Noregur: „Viljum ekki fisk í -HP.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.