Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.08.1977, Qupperneq 10

Dagblaðið - 17.08.1977, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGÚST 1977. trjálst, nhái dagblað Utgofandi DagbiaAifl hf. Framkvaamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Fétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar.' Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aflstoflarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón Saw Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. BtaAamenn: Anna Bjarnasen, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurflsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Páisdóttfr, Ólafur Jónsson, ómar Vsldimarsson, Ragnar Lár. Liósmyndir: Bjamleifur Bjvnleifsson, Hflrflur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóflsson. Sfcrifstofustjóri: Ólafur íyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. HaBdórssolf. RHstýóm Siflumúla 12. Afgreiflsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðeisími blaflsins 27022 (10 linur). Áskríft 1300 kr. á mánufli innanlands. f lausasölu 70 kr. 'eántakifl. Setnmg og umbrot: Dagblaflifl og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Mýndaog plötugerfl: Hilmirhf. Síflumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skeifunni 19. Þegar kerfið stelur Kerfið hefur á undanförnum ár- um haft mikið fé af sparimerkja- eigendum, með rangindum. Dag- blaðið gerði, fljótt eftir að það hóf göngu sína fyrir tæpum tveim ár- um, gangskör að því að vekja athygli á þessu ranglæti. Fyrir tilstilli opinnar umræðu um málið varð hreyf- ing í kerfinu. En langan tíma hefur tekið að koma málinu í höfn. Nú er sagt, að dómur falli í október í prófmáli, sem á að skera úr um, hvað verður um bætur. Ljóst er, meðal annars af athugunum sér- fræðinga, að mikið fé hefur verið haft af eig- endum skyldusparnaðar, það er sparimerkja. Sérfræðingar töldu í hittiðfyrra, að þúsundir manna hefðu samtals misst af um þúsund millj- ónum, sem yrði talsvert meira í dag, þegar verðbætur kæmu fyrir síðustu tvö ár. Þrír sérfróðir menn litu á málið. Fyrir hönd Seðlabankans voru tilnefndir til þess Sigurgeir Jónsson aðstoðarbankastjóri og dr. Guðmundur Guðmundsson, og af hálfu Félagsmálaráðu- neytisins vann Gaukur Jörundsson prófessor að könnun málsins. Félagsmálaráðuneytið fékk niðurstöður þremenninganna í desember 1975. Af niðurstöðunum er ekki að efa, hver réttur sparimerkjaeigenda er, að minnsta kosti ef miðað er við tilgang og anda laganna um skyldusparnað. Sérfræðingarnir sögðu, að rétt hefði verið að reikna út vísitölubætur fjórum sinnum á ári í stað einu sinni á ári eins og gert hefði verið. Jafnframt töldu þeir, að sú aðferð, sem viðhöfð var, að leggja vísitölubætur og vexti inn á sérstakan frystan reikning, samrýmdist ekki venjum um útreikning vísitölubóta. Þeir töldu, að vexti af innstæðum á spari- merkjareikningi ætti að reikna út á hverju vísitölutímabili miðað við þann dagaf jölda, sem innstæðan hefði verið inni. Ennfremu.r ætti að greiða vísitöluálag á vexti af skyldusparnaðarfé þessu. Sérfræðingar kerfisins úrskurðuðu því í einu og öllu, að eigendur skyldusparnaðarins hefðu verið féflettir vegna ranginda í þeim aðferðum, sem viðhafðar voru við útreikninga á inneign þeirra. Svo langt var þá komið frá tilgangi laganna, sem áttu að efla sparnað ungs fólks og gera því auðveldara að safna fyrir íbúð og heimilishaldi. Þess í stað hafði ríkið lagt þungan skatt á þetta fólk, látið innstæður þess, sem teknar voru með valdi, rýrna í verðbólg- unni, þánnig að vextir og vísitölubætur voru miklu minni en þurft hefði að vera. Þrátt fyrir þrýsting Dagblaðsins og fleiri sat málið alltof lengi fast í kerfinu. Loks var ákveðið að fara þá leið, sem Gaukur Jörunds- son prófessor hafði bent á, og hafa prófmál þeim, sem lögsóttu ríkið, að kostnaðarlausu. í sjálfu sér eru útreikningarnir við sparimerkja- málið flóknir og í mörgu rökrétt, að prófmál skeri úr. En löng hefur biðin verið eftir því, að fólk nái rétti sínum, þegar kerfið hefur stolið, og vonandi munu menn fá eðlilegar bætur í anda laganna. / Danmörk: Stofnuðu fyrirtæki fyrir atvinnulausa —og nú hafa unglingar atvinnu af þvíað flokka hluti sem búið var að fleygja en er hægt að endurvinna eða nota á ýmsan hátt Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið hefur verið mikið atvinnuleysi á Norður- löndum. Sérstaklega hefur ungu fólki gengið erfiðlega að finna sér eitthvað að gera. En það þýðir ekki að drepast ráðalaus og sitthvað hefur verið upphugsað til þess að hafast að. Þannig hefur Gladsaxe bæjarfélagið í Danmörku reynt að leysa vandamál atvinnu- lausra unglinga með því að lána hópi ungs fólks pláss, þar sem hann flokkar alls konar nýtilegt dót sem búið er að fleygja. Mikið rœtt og einnig framkvœmt, aldrei þessu vant Fyrir nokkrum mánuðum fóru fram útvarpsumræður f Danmörku þar sem ýmsir for- svarsmenn ræddu um atvinnu- leysi unglinga. Þar voru saman- komnir ýmsir frammámenn og vorii allir af vilja gerðir til að gera það sem þeir gátu til að leysa vandamálið. En eins og svo oft vill verða, þá er mikið rætt en ekkert framkvæmt þeg- ar til kastanna kemur. Þetta hafði líka einn þeirra sem tók þátt í umræðunum að orði og komu þátttakendur sér saman um að nú skyldi ekki fara þannig. Það væri alltof oftsem fólk ræddi um vandamál sem þetta mörgum fögrum orðum, en svo verður minna af fram- kvæmdum. Menn féllu ekki I þessa gryfju eftir útvarps- umræðurnar. Stuttu eftir að umræðan fór fram var 25 manna hópur ungs fólks farinn að vinna við að flokka ýmsa nýtilega hluti úr alls konar rusli sem fólk kastaði á haugana. Sem dæmi má taka að þau hirtu öll dagblöðin, sem komið var með á haugana, flokkuðu þau og bundu í bunka en dagblöðin er hægt að nota aftur og framleiða alls konar hluti úr þeim, t.d. eggjabikara. Sá staður sem þessi starfsemi ferframávarónotaðuráður. Því var upplagt að nota hann til þessara hluta. Einnig má segja að bæjarfélagið græði stórfé á þessu, vegna þess að þarna hefðu annars mikil verðmæti farið í súginn. Draslið sótt heim til fólksins Þetta fyrirtæki blómstrar nú vel og líklegt er að starfsfólki fjölgi þar úr 25 manns í allt að 40. í stað þess að hanga heima og eiga enga aura, vinnur nú unga fólkið fyrir um 800 krónum íslenzkum á tímann. Fólkið í bæjarfélaginu losnar nú við alls konar rusl án fyrirhafnar. Það er sótt heim til fólksins og kostar ekki neitt. Síðan er þetta flokkað, timbur. glervörur, járnhlutir og alls konar málmur og svo dag- blöðin. Hlutirnir eru svo seldir til ýmissa fyrirtækja sem endurvinna þá á ýmsan hátt. Það mætti halda að þetta væri óhreinleg og leiðinleg vinna, en krakkarnir eru alls ekki á því að viðurkenna það. Það segir sig sjálft, að við hirðum ekki neitt ónýtilegt til flokkunar. Þess vegna er ekki hægt að kalla þetta rusl. Krakkarnir vilja t.d. ekki kalla tómar flöskur neitt rusl. Þær eru flokkaðar eftir kúnstar- innar reglum og seldar aftur fyrir margar krónur, sem nægja vel fyrir kaupi handa öllum þeim sem vinna við flokkunina. Bara að hafa hugmyndir, þó er allt hœgt Leif Petersen, sem er að nálgast fimmtugt og var at- vinnulaus, veitir þessu for- stöðu. Hann var einn þeirra sem tóku þátt I útvarps- umræðunum, þar sem rætt var um atvinnuleysi unglinga. Það var hann sem varaði við því að ekki væri aðeins rætt um at- vinnuleysi, heldur gert eitthvað í málinu. Hann vill halda því fram að ef góðar hugmyndir eru fyrir hendi, þá sé auðvelt að koma þeim I framkvæmd ef viljinn er fyrir hendi. Hann Dagblöðin er hægt að vinna á ýmsan hátt, t.d er hægt að búa til úr þeim eggjabikara. hefði hins vegar alltof oft skort og yfirvöld hafa rætt alls konar lausnir, en aldrei komið þeim í framkvæmd, fyrr en nú. Flöskum af ýmsum tegundum er hent, en þa?r er hægt að nota á nýjan leik, það þarf bara að flokka þær vel og vandlega.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.