Dagblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 1
friálst, úháð datrhlað Þrátt fyrir að binda þurfi við bryggjur til að takmarka sókn: Tíu nýir skut- togarar í ár — tveir bætast við um áramót, a.m.k. tveir í smíðum til viðbótar Tíu nýir skuttogarar munu bætast 1 íslenzka fiskiskipaflot- ann í ár, sem er viðbót um níu togara þar sem einn kaupend- anna lét gamlan síðutogara upp í kaupin á þeim nýja. Var það Bæjarútgerð Hafnarfjarðar sem seldi gamla Maí og er búin að fá þann nýja. Auk þess skips hafa þegar verið tekin í notkun Björgúlfur EA, smíðaður hjá Slippstöðinni á Akureyri, Bjarpi Herjólfssonar, AR, pólskbyggð- ur, Elín Þorbjarnardóttir ÍS, smíðuð í Stálvík, Gullberg NS norskbyggt, Klakkur VE, pólksbyggður, og Olafur Jóns- son GK, smíðaður í sama landi, og loks Lárus Sveinsson SH, keyptur notaður frá Frakklandi og hefur verið í Hafnarfirði til endurbóta undanfarið. Engin fiskiskip voru seld úr landi fyrir þessi skip. Tveir eru svo ókomnir en væntanlegir á næstunni. Eru þeir báðir franskir, eitthvað notaðir, og er verið að endur- bæta þá i Bretlandi. Annan er Kaupfélagið á Sauðárkróki að kaupa og selur Hegranesið í staðinn, væntanlega til Suður- Elín Þorbjarnardóttir fS sjósett - þessu ári. —- DB - mynd Bj.Bj. nesja. Hinn er Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað að kaupa og selur ekkert skip í staðinn. Þá bættist einnig nýr rækju- togari i flotann á árinu. Að honum fráföldum verða því 72 skuttogarar til í landinu um áramót. Strax eftir áramótin fær svo Isbjörninn hf. tvo nýja skuttogara og selur í staðinn tvo báta úr landi. Það ár munu • einn af nýju skuttogurunum á Stálvík og Slippstöðin einnig væntanlega ljúka við sinn togarann hvor. Enn mun því fjölga í flotanum þrátt fyrir þá viðurkenndu staðreynd að það sé óhagkvæmt þar sem minni floti gæti skilað sömu afköstum og þyrfti þá ekki að binda flot- ann við bryggjur hluta úr árinu. GS. 3. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 23. AGtJST 1977 — 182. TBLRITSTJÖRN SÍÐOMÚLA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — KOALSÍMI 27022 nokkur rigning. Hundadögunum lýkur í dag og tvímánuður byrjar svo, síðasti votturinn um sumarið líður senn og ekki seinna vænna að fara að búa sig undir haustkomuna. Frystihúsiná Suðurnesjum: Helmingi húsanna lokað fyrir mánaðamót Allt útlit er fyrir að um helgina verði búið að loka ellefu frystihúsum og fiskverkunar- stöðvum á Suðurnesjum vegna rekstrarfjárskorts og aflaleysis, að sögn talsmanns fiskfram- leiðenda á Suðurnesjum. Þegar er búið að loka Sjö- stjörnunni í Keflavík, Arnarvík i Grindavík, Saltveri í Ytri- Njarðvík, Vogum hf. í Vogum, Bergi, Asgeiri og ísstöðinni í Garðinum og auk þess hefur öllu starfsfólki Hraðfrystihúss Kefla- vikur verið gefið ,,frí“. Þá má búast við uppsögnum og lokunum hjá fleiri frystihúsum, sem ekki eru með starfsfólk sitt á kauptryggingarsamningum sem gera kröfu til lengri uppsagnar- frests. Má því telja fullvíst að fyrir mánaðamót verði búið að loka rúmlega helmingi þeirra liðlega 20 fiskvinnslustöðva sem ekki hafa haft undan við vinnslu sjávarafla á Suðurnesjum þegar bezt hefur látið. Dagblaðið leitaði í morgun til Helga Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda, og spurði um afstöðu sambandsins til þeirra yfirborgana sem tíðkazt hafa meðal félagsmanna á Suður- nesjum, en hann færðist eindregið undan því að íæða málið. . -ÖV. Gangstéttir í rigningu. Reykvíkingar eru ekki lausir við rigninguna og verða það vist seint. Veðurstofan sagði í morgun litlar breytingar fram- undan næsta sólarhringinn, eða svo, skýjað um land allt með hægri austlægri átt. Á suðvesturhorninu fylgir þessu Skattfríðindi eiginkvenna minni en flestirhalda — sjá kjaliara ábis.ll Olaunaðiremb ættismenn íslands, borga fariðhingað sjálfir — sjá bls. 8 Kennara- skortur í Reykjavík í fyrsta sinn — sjá baksíðu Valsmenn ætla aðleikaað Hlíðarenda næsta sumar — sjá íþróttir íopnu Siturdaglangt ogsaumar ílyftunni — sjá.baksíð

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.