Dagblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977. 2 r Um friðun h Ingvar Agnarsson skrifar: Eg legg til að hvalir verði alfriðaðir hér við land og væri það fyrst og fremst af mann- úðarástæðum. Einhver tekju- missir yrði af slíkri friðun. En þó hygg ég að þann skaða mætti bæta upp er fram í sækti og á ólíkt skemmtilegri hátt en með því að drepa þá eins og nú tíðkast. Við gerum talsvert til þess að laða érlenda ferðamenn til lands okkar og það sem við getum boðið þeim að sjá eru fossar og fjöll lands okkar, fagurt útsýni í tæru lofti og ómenguð náttúra. Þetta vilja ýmsir sjá og leggja hingað leið sína í þeim tilgangi. Ef hvalir yrðu alfriðaðir mundi þeim að sjálfsögðu fjölga á ný. Þegar svo væri komið mundi marga, bæði inn- lenda og erlenda, fýsa að fara á hvalaslóðir og virða fyrir sér þessar stærstu skepnur jarðar- innar, lífshætti þeirra og hreyf- ingar í eðlilegu umhverfi þeirra. Hafa mætti sérstök skip í förum með slíka ferðamanna- hópa. Slíkar skoðunarferðir piundu laða til landsins margan ferðamanninn sem annars kæmi ekki. Gæti svo farið að ekki yrði minni hagnaður af komu erlendra ferðamanna í þessum tilgangi og af útgerð slíkra farþegaskipa en nú er af hinum hefðbundnu hval- veiðum. En jafnvel þótt svo yrði ekki tel ég mikinn ávinning í því að hætta þvalveiðum. Þar er um mannúðarmál að ræða sem ekki verður metið til fjár. Auk þess er hér um umhverfisvernd að ræða. Með friðun hvala væri aukið á fegurð umhverfisins. Margt er nú gert til verndunar og fegrunar umhverfis og er þá einnig tekið tillit til þeirra líf- vera sem á svæðunum búa. Hér er um vistfræði að ræða og líf- fræðilega vernd umhverfis. Mörg dæmi mætti nefna um baráttu fyrir umhverfisvernd (t.d. Mývatn, Laxá ). Er minna upp úr því leggjandi að vernda umhverfi landsins og auka á Hvalategundin andarnefja. Frá rannsóknarlelðangri til Spitsbergen 1861. fegurð og fjölbreytni dýralífs Þar eru stórhvelin athyglis- hnöttur okkar hefur nokkru við strendur landsins? verðust enda stærstu dýr sem sinni alið. BETRISKIPAN ELLI- MÁLA SJÁLFSÖGÐ OG AÐKALLANDI Gísli Kristjánsson skrifar: Undanfarin ár hefur mikið verið skrifað um málefni aldraðra. Sjálfur hef ég tekið þátt í þeim. Fyrstu grein mína skrifaði ég 23. des. 1966 og birt- ist hún í blaði 3. júní 1976. Síðan skrifaði ég 8 greinar sem allar varða ellimálin og hafa birzt í ýmsum dagblöðum. Hvort þessar greinar hafa nokkur áhrif haft um betri framgang ellimála dæmi ég ekki um, líklega þó lítil. Eg er ekki svo vel að mér eða fær um að vekja til rækilegrar umræðu hin margþættu mál sem varða ellina, sem ég ætti þó að vera kunnugur af eigin reynslu, fæddur 1893. Samt hefur málum aldraðra þokað fram til bættra lífskjara hin síðari ár. Fyrir fáum árum voru skv. manntali um 9% miðað við „Græna byltingin” iTjornmm 0317-3852 skrifar: Það er til háborinnar skamm- ar að „grænu byltingarinnar" skuli helzt gæta í Tjörninni, þessari bæjarprýði Reykvík- inga.sérstaklega vesturbæingá- Væri það ekki verðugt verkcfni fyrir íbúasamtök vesturbæjar að hreinsa slýið í burt. Er ekki hægt að hagnýta þetta slý eitt- hvað? ■i. ■ ■■■■— konur og karla 65 ára og eldri, aldraðir. Hvers vegna var miðað við 65 ára aldur? Slíkt skraf hræðir. Ellilífeyrisaldur er eins og allir vita 67 ár. Fólk innan sjötugsaldurs er að öllu eðlilegu, varðandi þrek og heilsu, fullvinnandi. Islendingar, 70 ára og eldri, eru í dag má segja 6.4% og enn vinnufærir. Allt fólk við sæmilega og eðlilega heilsu vinnur hiklaust nánast fullan vinnudag 70 ára og lengur margir hverjir. Hér er víða skortur á vinnuafli, gagnstætt því sem er í öðrum Evrópu- löndum þar sem að sögn er þjakandi atvinnuleysi. Hvers vegna er ekki miðað við 70 áraaldur tilellilifeyrisen úr því gert betur við ellilíf- eyrisþega? Hvers vegna er miðað við aldurstakmark sem tekið var eða ákveðið fyrir einni öld í fjarlægu landi? Hvers vegna ekki að breyta í skyndialdurstakmarki á tslandi í 70 ár og þar með létta áhyggjum varðandi framfærslu aldraðra? Ungt fólk’ getur því miður misst heilsu en aðstoð til þeirra, sem fyrir því óláni verða, eróviðkomandielli- málum. Hjálp til þeirra verður að koma eftir öðrum leiðum og gerir það. Eftir breytingu aldurstak- marks ellilífeyrisþega sýnist auðvelt að búa betur að öldruðum sem aðeins hafa til framfærslu sinn ellilífeyri, sem margir telja nauman eins og verðlagi er háttað, þótt aðeins sé um að ræða bráðnauðsynleg- ustu lífsnauðsynjar. Kostnaður þessa fólks vegna skemmtana, s.s. kvikmynda og sjónleika, er nánast enginn. Fóikið situr heima og nýtur sjónvarps og hljóðvarps en ætti að vera undanþegið afnota- gjaldi velflest. Síminn er því öryggistæki og ætti að lúta hinu sama. Einstaklingar og háöldruð hjón, t.d. á áttræðis- aldri og níræðisaldri, reyna af fremsta mætti að komast af með ellilífeyrinn sinn. Eigin íbúð er þessu fólki kær, einnig munir og minjar, og það vill leggja mikið á sig og meira en það er auðveldlega fært um vegna þeirra. Margt er frá þeim dögum þegar það var ungt og þrekið óskert. Það vill dvelja í ibúð sinni þar til yfir lýkur sé það framkvæmanlegt. En ber þjóðinni að létta því þetta? Það sparar henni milljónatugi í stað þess að hverfa til elli- og hjúkrunar- heimila. Þar er daggjaldið reiknað í þúsundum, jafnvel tugþúsundum eftir þvl hversu þjakað fólkið er orðið. öldruðum hjónum eru ætlaðar í ellilífeyri um 370 kr. á dag í eigin íbúð til framfærslu eða sem svarar hálfri brauðsneið, að vfsu vænni, á veitingastað. Munurinn er mikill. Hvað meina háttvirtir stjórn- endur landsins og allmikið ráðandi málum þegar þeir láta hafa eftir sér annað eins og „Engar ölmusur en hækka elli- lífeyri"? Á þessu hefur verið stagazt lengi. „En hvenær koma, kæri minn, kakan þín og jólin"? Svo mælti Þorsteinn Erlingsson af öðru tilefni þó. Tveir gamlir njóta veðurblfðunnar (DB-mynd Hörður). Innfellda myndin er af bréfritara. Hækkunin kemur seint og hægt. Vingjarnleg orð herrans eru sögð til að særa sem minnst og þurfa sem minnst að standa við og umfram allt að skaða sig og sinn flokk sem allra minnst 1 sviptingum við andstæðingana um völd, fylgi og yfirráð. Er ekki hægt að kalla hjálp við aldraða og öryrkja, þar með talda ellilífeyrisþega, ölmusu? Já, bara allt eins og það leggur sig ölmusu? Heilsugæzla er mikils virði og ekki sízt varðandi aldraða. Það má lækna eða að minnsta kosti létta fólki ýmsa kvilla sem fylgja elli, sé í tíma leitað ráða Iæknanna sem að minni reynslu eru undantekningar- laust eða lítið hinir beztu og þörfustu í þjóðfélagi voru að öllum góðum og nýtum ólöstuð- um. Þar er tillaga mín að nú þegar á næsta Alþingi verði aldurstakmarki tií ellilífeyos breytt úr 67 árum í 70 ár. Eg skora á alþingismenn að hespa þessu af fyrir næstkomandi jólafrí. Hugleiðið þetta nú, góðir menn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.