Dagblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 10
10
DA(;m,AÐIÐ. DKID.JUDAGUR 23. A(;UST 1977.
MMBIAÐIÐ
frfálst, nháð dagblað
UtgefaiMfi DagblaöiA hf.
Framkvamdastjóri: Sveir.n R. Eyjólfsson. Ritstjori: Jónas Kristjánsson.
Fráttast)óri: Jón Birgir Tétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhanwas Reykdal. iþróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfrettastjori: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Savar Baldvinsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson.
Waflamann' Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
SágurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jakob F. Magnússon, Jonas Haraldsson, Katrín
PáAadóttír, ófafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljóemyndir: Bjamleifur Bjarnleif sson, HörAur Vilhjálmsson, Sveinn ÞormóAsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E'.M.
•Rítstýöm SíAumúla 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskríftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11.
ABalaáaai biaAsins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuAi innanlands. í lausasolu 70 kr.
Satning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Ármúla 5.
Mynda og plótugerA: Hilmirhf. SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Islenzkir einræðisherrar
íslenzka stjórnkerfið byggist
tiltölulega mikið á sjálfstæðum
embættismönnum, sem gegna al-
hliða hlutverkum á sérsviðum
sínum. Þeir verða gífurlega valda-
miklir, hver á sínum bás.
Hinn sjálfstæði embættismaður
semur frumvörp til laga um sérsvið sitt.
Stofnun hans stundar rekstur, sem kann að
vera í meiri eða minni samkeppni við aðila úti í
bæ. Jafnframt hefur embættismaðurinn eftir-
lit með þeim einkarekstri, sem fellur að hans
sviði.
Landið er fullt af stjórum, veiðimálastjóra,
siglingamálastjóra, brunamálastjóra, yfirdýra-
lækni og öðrum stjórum af öllu hugsanlegu
tagi. Þessir stjórar starfa meira eða minna án
afskipta viðkomandi ráðuneyta.
Þetta kerfi hefur stundum ágæt áhrif, þegar
um er að ræða einstaka dugnaðar- og hæfnis-
menn, sem jafnframt hafa ekki áhuga á að
verða einræðisherrar. En það getur líka verið
ákaflega hættulegt. Það hefur tilhneigingu til
að framleiða einræðisherra.
Þegar stjóri er látinn semja frumvarp til
laga um sérsvið sitt hefur hann tilhneigingu til
að orða það á þann hátt, að eftirlitsvöld stofn-
unar hans verði sem mest. Alþingismenn eru
fáfróðir um málefnið og gæta ekki að sér,
samþykkja frumvarpið nær óbreytt.
Stjórinn hefur líka tilhneigingu til að koma
inn í frumvarpið ákvæðum, sem fjölga starfs-
þáttum stofnunar hans og stækka hana á þann
hátt. Hann fær sér rannsóknastöð, sem kann að
lenda í beinni samkeppni við þann einka-
rekstur, sem stofnunin á að fylgjast með.
Ekki er nauðsynlegt, að stjórinn stefni
markvisst að þessu. Hann fellur bara fyrir
freistingum valdsins og kemur vítahringnum
ósjálfrátt af stað. Hann verður einræðisherra
án þess að hafa í upphafi sótzt eftir því.
Veiðimálastjóri er gott dæmi um einræðis-
herra í embættismannastétt. Samkvæmt lögum
og reglugerðum á hann í stóru og smáu að hafa
eftirlit með laxveiðum og laxeldi. Enginn má
hreyfa sig hið minnsta án leyfis frá veiðimála-
stofnuninni.
Einstaklingar í atvinnugreininni eiga um
tvennt að velja. Annað hvort kyssa þeir tær
einræðisherrans til að ná sínum leyfum og
undanþágum. Eða þá að þeir rífa kjaft og ná
ekki sínum leyfum og undanþágum. Þeir lenda
í vandræðum eins og Skúli á Laxalóni.
Veiðimálastjóri rekur laxeldisstöð, sem
hefur átt erfitt í samkeppninni við Laxalón.
Hann hefur átt í útistöðum við Skúla út af
regnbogasilungi. Þar fékk hann stuðning
annars stjóra, sem hefur gífurleg völd vegna
mæðiveikinnar og lætur eins og þekkingin hafi
staðið í stað, síðan menn misstu þá veiki inn í
lardið. Stjórarnir reyndust hafa rangan
málstað í regnbogasilungnum.
Eðliiegl er, að menn efist um, að opinberir
einræðisherrar, sem eru í samkeppni við
undirokaða einkaaðila og elda við þá grátt
silfur, séu réttir dómarar yfir þeim aðilum, sem
rífa kjaft í stað þess að kyssa tær.
Einræðisherrar eiga erfitt með að vera rétt-
dæmir, enda þótt þeir séu allir af vilja gerðir.
Þess vegna þarf aö endurskoða hið íslenzka
kerfi opinberra einræðisherra.
Ný flugvél frá
Evröpu
— kemur í stað hins misheppnaða
Concorde-ævintýris
— milljörðum hefur verið varið íað
framleiða Airbus
Flugmálin eru mikið í deigl-
unni þessa dagana. Svo virðist
sem mikil breyting fari í hönd
þegar Freddie Laker hefur
fastar áætlunarferðir sínar
milli Bandaríkjanna og Bret-
lands með lægstu fargjöld-
um sem þekkzt hafa. Þetta
hefur komið miklu róti á alla
starfsemi flugfélaga um allan
heim og þau hafa einnig neyðzt
til að lækka fargjöld sín. Það er
ekki nóg að lækka fargjöldin,
það verður að reyna meiri hag-
kvæmni í rekstri, og þá er ekki
svo lítið atriði að ákveða hvers
konar flugvélar á að kaupa,
hvort það á að vera Boeing 727
eða einhver allt önnur tegund.
Ný flugvél
fró Evrópu
Nokkur Evrópulönd hafa
tekið sig saman og hafið fram-
leiðslu á flugvél sem þau nefna
Airbus. Þessi lönd eru Frakk-
land, Vestur -Þýzkaland, Holl-
and, Bretland og Spánn.
Það væri mikill fengur fyrir
flugvélaverksmiðjuna að fá
vélina inn á bandarískan mark-
...... “
Skatta- og kjaramál
1. Innganqur.
Á síðastlionu ári urðu miklar
umræður um skattamál en nú
bregður svo við, eftir að álögð
gjöld fóru að birtast, að um-
ræður hafa ekki orðið eins og
vænta mátti. Hver er ástæðan?
Er fólk almennt ánægt með
skattana sína eða er fólk búið
að gefa upp alla von um að
stjórnvöld komi því nokkurn
tíma í verk að gera raunhæfar
lagfæringar á skattalögunum?
Það er fróðlegt að slá upp í
skattskránni gjöldum þeirra
sem maður veit nokkur deili á.
Kemur þá yfirleitt m.a. í ljós að
þeir sem sjálfstæðan atvinnu-
rekstur stunda greiða hlutfalls-
lega minnst gjöld enda þótt
þeir berist mikið á. Ekki þarf
þetta að vera vegna skattsvika
heldur vegna óréttlátra skatta-
laga sem eru þessum aðilum í
vil. Því er almennt ekki við
skattþegana að sakast heldur
löggjafarvaldið.
2. Skattar af launum
eiginkonu
I umræðum um skattamál
hefur mikið verið rætt um svo-
kölluð skattfríðindi eiginkonu.
Ef litið er gaumgæfilega á það
mál kemur í ljós að skatt-
fríðindi útivinnandi eiginkonu
eru ekki þau sem margur
heldur.
Oft heyrist talað um að
helmingur af launum eigin-
konu sé skattfrjáls. Svo er
aldeilis ekki. Þetta gildir aðeins
um tekjuskattinn. Otsvar og
sjúkratryggingargjald, samtals
12%.er greitt af öllum launum
eiginkonu.
Til þess að sýna áhrif þess að
eiginkonan afli hluta af heild-
artekjum hjóna er f
nteðfylgjandi töflu og linuriti
sýnt ráðstöfunarfé hjóna með
Kjallarinn
Gísli Jónsson
eitt barn, þ.e.a.s. það fé sem
eftir er þegar búið er að greiða
skattana. Við útreikningana
eru aðeins tekin meginlauna-
tengdgjöldþ.e. tekjuskattur, út-
svar og sjúkratryggingargjald.
Þá er við útreikninga gjald-
anna lagt til grundvallar að
búið sé í eigin húsnæði og að
eigin húsaleiga sé 100 þús. kr.,
vaxtafrádráttur 140 þús. kr. og
annar frádráttur 300 þús. kr. I
þeim tilvikum sem konan aflar
hluta teknanna bætist að sjálf-
sögðu helhiingur af hennar
launum við fyrrnefnda
frádráttarliði. 1 töflunni er
ráðstöfunarféð sýnt bæðí í þús.
kr. og f hundraðshluta af verg-
um launum.
Tökum dæmi um hjón sem
hafa samtals 200 þús. kr. á
mánuði. Afli konan 30%
launanna, eða 60 þús. kr. á
mánuði, eykst ráðstöfunarféð
um aðeins 9.595 kr. miðað við
það að eiginmaðurinn hefði
einn aflað allra teknanna. Af
720 þús. kr. árslaunum
konunnar greiða hjónin 195.480
kr. í fyrrnefnd gjöld eða 27,2%
af launum hennar. Af 60 þús.
kr. mánaðarlaunum konunnar
hafa hjónin því aðeins 43.710
kr. til ráðstöfunar. Hluti þess-
arar upphæðar fer í að standa
undir útgjöldum vegna fjar-
veru konunnar frá heimilinu og
eftir stendur þá afraksturinn af
útivinnunni. Beri eigin-
maðurinn einhvern tekjuskatt
liggja heildarskattar af launum
eiginkonu á bilinu 22-32% af
launum hennar. Lágmarks-
skattur af launum eiginkonu er
12%, þ.e. 11% útsvar + 1%
sjúkratryggingargjaid, sem
verður ef heildarlaun hjóna
bera ekki tekjuskatt.
3. Blekkingarnar
um launajöfnuð
I umræðum um launamál er
yfirleitt einungis talað um verg
laun (brúttó) enda þótt þau séu
enginn mælikvarði á kaupgetu.
Það sem máli skiptir er ráð-
stöfunarféð, þ.e. hin vergu laun
að frádregnum sköttum. Við
samanburð á ráðstöfunarfé er
villandi að tala um mismun í
krónutölu. 1 verðbólguþjóðféj.
er slfkt markleysa. Það sem
máli skiptir eru hlutföllin milli
ráðstöfunarfjár en ekki mis-
munur. Ef einhver aðili hafði
fyrir t.d. tveimur árum 25%
meira ráðstöfunarfé en einhver
annar þarf hann að hafa það
einnig f dag ef kaupgeta mis-
munarins á að haldast óbreytt.
I kjarasamningum ber oft
talsvert á þvf að menn reyni að
slá sig til riddara með því að
berjast fyrir þvf að öll laun
hækki jafnt í krónutölu, eða
eins og það er gjarnan kallað
„að allir fái sömu Iauna-
V,