Dagblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 23
Sjónvarp
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGUST 19ZZ,
<§
Utvarp
Sjónvarp íkvöld kl. 22,15:
Erlendur
fréttamynda-
þáttur
— í umsjá Sonju Diego
Sjónhending heitir þáttur sem
er síöasta atriðið á dagskrá sjón-
varpsins í kvöld. Er þátturinn í
umsjá Sonju Diego fréttamanns
og höfðum við því samband við
hana og forvitnuðumst um þátt-
inn.
Kvað hún þáttinn hugsaðan
sem vettvang fyrir erlendar
fréttámyndir sem fréttastofu
sjónvarps berast en einhverra
hluta vegna eru ekki sýndar i
almennum fréttatíma sjónvarps-
ins. Geta margar ástæður legið að
baki því að myndirnar hafi ekki
verið birtar, ekki verið pláss fyrir
þær þann daginn vegna mikils
efnis í innlendum fréttum
o.s.frv., en þó þyki rétt að koma
myndunum á framfæri.
Einnig má líta á þáttinn sem'
lauslegt fréttayfirlit svo þeir sem
e.t.v. hafa ekki fylgzt með fréttun-
um mjög náið dagana á undan fái
betri heildarmynd af málunum
með þessum þætti og þátturinn
verði vettvangur fyrir efni sem
„haldið hafi áfram“, þ.e. rétt þyki
að veita frekari upplýsingar um
þó megininntak atburðarins sé
fyrir nokkru liðið.
- BH
Sonja Diego, fréttamaður á fréttastofu sjónvarpsins, verður með erlendan fréttamyndaþátt i sjónvarpinu
í kvöld.
Útvarp í fyrramáliö kl. 8,00:
BRÁÐSMELUNNIBARNASÖGU LÝKUR
— síðasti lestur sögunnar Komdu aftur, Jenný litla
O&B
| Sími 1029!)
INNRÉTTINGAR
jT^UuÚmdUuHí^^ópímígr
3 nýjar gorðir af eldhúsinnréltingum, fura, hnota og eik.
Uppstilltar á staönum. — í-2 mán. afgreiðslufrestur.
Svo sem sjá má á myndinni hér
með er sagan Komdu aftur, Jenný
litla skemmtilega myndskreytt en
myndskreytinganna verður eðli-
lega ekki mikið vart i útvarpinu.
Sögulestri þessum lýkur í fyrra-
málið en sagan hefur vakið
nokkra athygli og ánæjju þeirra
er á hafa hlustað. Hefur sagan
ekki slður orðið vinsæl meðal
eldri hlustenda en yngri.
Útvarp íkvöld kl. 21,45:
BIRGIR SVAN
LES EIGIN UÓÐ
„Þetta er nokkurs konar
heild, Ijóðaheild eða ljóðaflokk-
ur,“ sagði Birgir Svan Símonar-
son ljóðskáld þegar DB hringdi
í hann til að forvitnast um ljóð
þau er hann ætlar að lesa í
útvarpið kl. 21.45 í kvöld.
„Þetta eru nokkuð f jörug ljóð,“
hélt Birgir áfram, „fjalla um
fjöruga útsölu, Gunnarshólma
og útsölu."
Hefur skáldið haft ljóðabálk
þennan I smíðum í allan fyrra-
vetur og nú fram eftir sumri.
Mega útvarpshlustendur eiga
von á að heyra nýstárleg ljóð
frá Birgi sem ekki hefur látið
mikið heyrast frá sér með ljóða-
bókum eða á annan hátt nú upp
á slðkastið.
- BH
Birgir Svan Símonarson, hið
unga Ijóðskáld. (DB-mynd HV)
■papanMNNi
Rfetxpff